Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Thecidár ÁrnasDn: Óperur, sem lifa - LITLfi 5fififln - EDITH RODE. Æfintýri í Monte Carlo ALDREI hafði hún áður upplifað neitt, sem var i ætt við æfintýri. Og hún hafði vísað öllu slíku á bug með fyrirlitningu. Það gerði hún iíka núna. Ilakan titraði og fæturnir ætluðu að kilcna undir henni. Hún ætlaði að setjast undir eins og hún kæmi inn í gisti- húsið. Láta vikadrenginn færa sjer engifervatn. Hún var þyrst og beit og sárlangaði að gera eithvað furðu- legt. - Simskeyti til ungfrú Ellinor Eake, sagði ármaðurinn þegar hún kom inn, og það var eins og hún misti móðinn. Furða og kvíði kom i stað- inn. — Hún reyndi að opna skeytið án þess að rifa það, en þetta er erfitt á frönskum skeytum. Inni- haldið var þó óskaddað: „Æskilegt að Ellinor Rake komi sem fyrst til New York. Símið komudag yðar. Temple. Geðshræring hennar og æftintýrið sjálft var gleymt. Og líka löngun hennar í að aðhafast eittlivað óvenju- legt. Hún spurði fimtuga og ferða- reynda konu um járnbrautir og skips ferð, sagði upp herberginu, rendi augunum yfir sólbaðaða og bláa höfn- ina í Monte Carlo og tók svo saman dótið sitt. — Það var gamli mál- flutningsmaðurinn fjölskyldu henn- ar, sem hafði simað. Það var nóg — hún var vön að hlýða og hlýddi. AÐ var ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar, sem ungfrú Rake hafði jafnað sig eftir þann furðulega atburð, að fjarskyldur ætt- ingi hennar hafði gert hana að einka- erfingja að arfi, sem var stór, jafn- vel á ameríkanskan mælikvarða. — Og þá fyrst minntist hún Monte Carlo og æfintýrsins. Og þá bar svo við að hún fjekk ofurlítinn roða í kinnarnar, og að hún leit í spegil. Jeg veit ekki hvað ungfrú Rake sá þá. Hún var hjegóma- laus, svo að neina fegrpnaropinber- un hefir hún varla sjeð, en máske hefir hún ekki talið sig eins beina- mikla og gamailega og öðrum sýnd- ist. Er hún hafði skoðað sjálfa sig símaði hún til lifsglaðrar og alúð- legrar frænku sinnar, sem var ekkja, en sem hún hafði heldur forðast áður, af því að hún var rík, en ung- frú Rake hafði aldrei haft nema til hnífs og skeiðar áður, og hafði verið lengi að safna í Evrópuferðina, sem hún taldi að verða mundi sú eina. Margaret frænka þótti vænt um að geta hjálpað henni um föt. Hún var gröm tengdasyni sínum þessa stund- ina og gat vel hugsað sjer að skreppa til Evrópu til þess að ljetta sjer upp. Hún hafði komið til París, London, Wien og Norðurlanda, en aldrei að Miðjarðarhafi; eiginlega hafði hún haldið að þarna i Monte Carlo væru aðeins æfintýramenn og ræningjar. Þegar ungfrú Rake heyrði þessi orð fór liakan á henni að titra. En hún fullvissaði Margaret frænku um að hún væri óhultari i Monte Carlo en i New York. EIM kom ákaflega vel saman á skipinu. Og ungfrú Rakeí sem aldrei hafði átt systur eða vinkonu, fanst að sjer hefði aldrei liðið vel á æfinni fyrr en nú. Margaret frænka var fríðieiks- kona. Hárið hvitt og kinnarnar rjóðar. Hún var grönn og limaburð- urinn fagur. Augun mild og Ijóm- andi. Allir vildu gera henni til hæfis, allir elskuðu liana. En eng- inn eins og ungfrú Rake. Hún sagði henni frá einstæðingsdögum æsku sinnar — og alla tíð síðan. — í ellinni. En þá hló Margaret frænka og sagði: — Þú ættir helst að tala um elli. Þú ert tiu árum yngri en jeg. Og finnst þjer jeg vera gömul? Ungfrú Rake brosti feimnislega. Þetta var satt, að Margaret var tíu árum yngri en hún. En hún gat ekki gert grein fyrir einu. Allt hafði hún sagt henni -— nema æfintýrið sitt, sem henni gramdist alltaf þeg- ar liún hugsaði um það. Og það gerði liún oft. Af þvi að henni gramdist það. Hver skyldi halda, að hún væri svoleiðis. Og svo hugsaði hún á ný: Hún hafði staðið i spiiasalnum og horft á. Bara horft á, þvi að hún hafði ekki efni á að spila, og hafði Iíka fundist það syndsamlegt. (En nú fanst henni það ekki syndsam- legt, og ætlaði að reyna það, svona að gamni). Þá hafði maður gengið framhjá henni. Hann snjeri sjer að henni og sagði: — Komið þjer til Roquebrune. Þá hafði munnur hennar farið að titra og hún hafði hypjað sig út. Og á leiðinni mundi húh eftir andliti, sem henni fanst að hún hefði alls ekki sjeð. Og það var svo einstaklega fallegt. — Dirfska — eiginlega frekja, sagði hún við sjálfa sig, og það fór hrollur um hana. — Með stór — svört — augu. Ungfrú Rake sýndist ekki einum degi yngri en þegar hún var siðast í Monte Carlo. En hún leit betur út. Það var Margaret frænku að þakka, og hennar smekk. Fyrsta kvöldið sem þær komu inn í spilasalin voru kinnar ungfrú Rake hæfilega rjóðar, eins og á Margaret. Eðlilegur roði. U>IGFRC Ellinor Rake var heið- virð kona og datt aldrei í hug að Ijúga. Og þó laug hún að sjálfri sjer þegar hún sá ókunna mann- inn með svörtu augun, og sór og sárt við lagði i huganum, að aldrei hefði sig langað að hitta hann aftur. Og með hverjum var hann? Með Margaret frænku, sem hafði skroppið að öðru borði og kom nú með hann með sjer — þorparann — æfintýramanninn. 5Emiramide Efniságrip. Lýrisk ópera i tveim þáttum eftir Rossini (1794-1863), texl inn eftir frakkneska rithöfund inn Gaetano Rossi. Frumsýning i Feneyjum 3. febrúar 1823. Rossini samdi um 50 óperur, sem flestar eru kistulagðar fyrir löngu. Þrjár þeirra lifa þó enn og eru oft teknar fram og jafnan vel fagnað: Rakarinn frá Sevilla, Vilhjálmur Tell og Semeramide, sem hjer verður sagt frá: Leikurinn gerist í Babylon. Semiramis drotting er í ástarbralli við Assur, sem hefir mikinn hug á að ná konungdómi, og til þess að svo megi verða, myrða þau Ninus konung. Einn son höfðu þau Ninus og Semiramis átt, en drottning hafði komið honum kornungum fyrir hjá presti einum, Oroe að nafni. Hafði prestur þessi alið konungsson upp, en ekkert látið hann um það vita, hvert var ætterni hans, og var hann nefndur Arsaces. Og þegar liann var Margaret sagði: — Ellinor, veistu hvað þessi herra segir? — Ó, sagði hann ákafur, — jeg sagði ungfrúnni það sjálfur. En liún vildi ekki taka á móti nafnspjaldinu mínu. — Hann rjetti þeim sitt nafnspjaldið hvorri. — Að vorinu, sagði jeg það ekki. —' Komið til Roquebrune! Það er lieilnæmasti staðurinn hjerna á allri ströndinni. Þjer getið gert hvort þjer viljið, fara á gistihús eða leigja sumarhús fyrir yður eina. Jeg liefi bestu staðina á hendinni — sanngjarnt verð. Eins og stendur get jeg boðið yður heila höll í rósagarði. Æfin- týralega. — Hvað segir þú? greip Margaret fram í og sneri sjer að Ellinor Rake — Eigum við að fara til Requebrune? — Jeg er únægð hjerna, sagði Ellinor og kinkaði kolli til mannsins og kvaddi. — En ef mig langar seinna, þá látum við yður vita. r T TI í undurbláu næturloftinu sagði Margaret: — Á jeg að segja þjer nokkuð. Hlæ þú að mjer ef þú villt. En þegar þessi maður kom til min og hvislaði að mjer: Komið þjer til Roquebrune þá hjelt jeg að hann væri æfintýra- maður. . . . þessvegna flýtti jeg mjer að koma með hann til þín. — Æfintýramaður, sagði ungfrú Rake og virtist forviða. Og svo bætti hún við: — Og við á þessum aldri. Margaret frænka hló milt og glað- lega: — Jeg átti nátturlega ekki við, að það væri vegna okkar. En vegna tjekkheftanna. Þá stóð ungfrú Rake lengi og dáð- ist að útsýninu. orðinn fulltíða maður, gekk hann í þjónustu drotningar, móður sinnar, undir því nafni, en ekki liafði hún hugmynd um, hver liann var, fremur en liann sjálfur, en hann gerðist kappi mikill. Hann kemur sigri hrósandi úr hernaði og fagnar drotning honum hjartanlega og hleður á hann alls- konar heiðursviðurkenningum. Eins og áður er sagt, vissi Semir- amis ekki hver hann var, en hann er hinn gjörvilegasti maður og fellur drotning ástarhug til lians. Verður hún svo altekin þeirri ástríðu að hún fyrirverður sig ekki fyrir að tjá Arsaces hug sinn til hans og biður hann að giftast sjer. En Arsac- es afþakkar þetta heiðursboð, því að hann elskar Azema prinsessu. Semiramis gremst þetta að vísu, en sjer að liún fær engu um þokað, og að ekki er um annað að gera en að sætta sig við Assur. Lýsir hún því hátíðlega yfir f musterinu, að viðstöddu fjölmenni, að hún hafi kjörið hann til konungs Babylons- manna. En í sömu svifum opnast graf- hvelfing Ninusar konungs og birt- ist hann söfnuðinum, afturgenginn, og kveður svo á að Asaces skuli verða konungur þeirra, en fyrst eigi hann að hefna dauða síns, og muni banamaður sinn koma að gröfinni þá um kvöldið. Nú hittir Oroe prestur Arsaces að máli og tjáir honum sannleikann um faðerni hans, — en Araces tjáir þetta aftur móður Jsinni. Fjekk þetta mikið á drotninguna, og varar hún liann við Assur. Um miðnátti fer Arsaces (eða Ninia) til grafhvelfingarinnar, en Assur veitir honum eftirför og hygst að ráða hann af dögum. Semiramide óttast um líf sonar síns, og veitir Assur eftirför til graflivelfingarinn- ar. Það atvikast þá þannig, að hún verður á undan Assur inn í hvelf- inguna. Arsaces, sem liggur í leyni og ætlar að ráða Assur bana, lieyrir fótatak móður sinnar, og heldur að þar sje Asur að koma. Leggur hann hana í gegn með sverði sínu og and- ast liún i faðmi sonar síns. Assur er nú gripinn hnödum og settur í dýblissu, og er þá ekkert lengur þvi til fyrirstöðu að Arsaces taki konungdóm. Kvongast liann síð- an Azema prinsessu, og lýkur svo sögunni. Salómons-eyjar Salomons-eyjar eru 10 stórar eyj- ar, auk fjölmargra smærri, og liggja i tvöfaldri röð, sem tekur yfir 600 mílna langt og allt að 100 milna breitt svæði. Flatarmál þeirra ei milli 14.600 og 17.000 fermílur. — Eyjar þessar fann Spánverjinn Mend- ana. Þjóðsaga ein segir, að musteri Salómons i Jerúsalem hafi verið skreytt gulli frá þessum eyjum og þaðan hafi þær fengið nafnið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.