Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN ð svo búnu bjóst jeg við að dvelja þarna hvíldarlaust í fjórtán stundir. Dagsljósið kom með einni svipan og með því nokkur gola. Jeg varð vindinum feginn, því bæði afmáði hann spor min og hjelt loftinu kringum mig á hreyfingu. Jeg hafði valið felustað minn þannig, að jeg hafði gott útsýni vfir tjaldbúðir vopnaflytjend- anna, og út á milli steinanna sá' jeg hvað eina sem þar fór fram, án þess að til mín sæist. Eftir tvær klukustundir vissi jeg að heppniu var með mjer, vegna þess að þá varð jeg þess fullviss að ekkert kvenfólk eða börn voru með í förinni. Þar af leiðandi myndu engir forvitnir krakkar fara að klifra í klettunum með hundahóp á hælum sjer. Hreiður mitt var harla þægi- legt, en það kom sjer vel, vegna þess að jeg gat ekki farið úr því í tvo sólahringa. Jeg lmgð- ist mundi fá nóg að starfa er dimmt væri orðið, en hvoruga nóttina gal jeg hafst noklcuð að, vegna þess að enginn vind- ur bljes. Nægilega sterkur vind- ur til þess að hreyfa sandinn var mjer nauðsynlegur, annars mundu hinir sjónskörpu Afgan- istar finna slóðina. Jeg hjelt þvi kyrru fyrir i fylgsni mínu á hæðinni, taldi hina endalausu klukkustundir og gætti að óvinunum mínum. Mjer til mikillar gleði kom snarpur vindur þriðju nóttina. Þá fannst mjer tími til kominn að líta í kririgum mig. Jeg fór afar varlega og komst í gegn- um tjaldbúðirnar, aflaði mjer vitneskju um legu þeirra, og einnig hvernig vopnasmyglar- arnir gættu að fóðri sínu. Þessir náungar voru ekki í neinu ólíkir venjulegum Afgan- istum, sem jeg hafði kynnst, í siðum sínum og venjum. Þegar háttatími kom tóku þeir af sjer vefjai'hettina, bundu þá um höfuð sjer og háls, til þess að halda sandinum frá sjer. Þeir lögðust til svefns hvar sem þeir stóðu með vopn sín í fanginu. Jeg veitti því athygli að flestir þeiri'a höfðu hlaup- víðar byssur af ýmsum gerðum. í kringum hverja heylön voru vei'ðir í tíu metra fjarlægð með fimm metra millibili. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þvílík varsla gert mjer verkið ómögulegt en jeg sá að hver maður var steinsofandi í síðasta lagi klukkan tvö. Flest- ir Afganar eru meira eða minna myrkfælnir, en jeg vissi það, að menn þessir voru vísir til þess að loka augunum og hylja höfuð sin, þó þeim væri ætlað að vera á verði. Að öllum lik- indum myndu flestir þeirra vera steinsofandi, áður en þeir hefðu verið hálfa stund á vei'ði. Það var bærilegt að biða, þeg- ar jeg vissi um aðstöðu óvin- anna; ekki vildi jeg láta til skarar skríða fyr en jeg væri viss urn góðan árangur. Fimtu nóttina, en þá var jeg farinn að fyrirlíta holu mína, var vind- urinn við mitt hæfi. Gnægð folcsands var í loftinu, en af því leiddi að jeg gat horfxð skyndilega út i rykmóðuna; líka mundu fótspor hvei'fa sam- stundis. Þegar dimmt var orð- ið af nóttu og þögn komin á, lagði jeg af stað til tjaldbúð- anna. Jeg hafði meðferðis dýr- mætustu hluti útbúnaðar míns — dós sem í voru þrjú pund af tveggja únsu fosfoi-plötum, líka hafði jeg gummíhanska til þess að meðhöndla þær. Jeg var heppnari en ox-ð fá Iýst. Jeg Iæddist eins nálægt heylöriunum og jeg nxátti, og fleygði tveimur plötum í hverja; því næst fór jeg til næstu lanar. Aður en hálf önnur stund var iiðin, lxafði jeg tæmt dósina og var á leið til fylgsnis míns í hæðarbi'úninni, en þar beið jeg árangurs. Um klukkan ellefu fyrir liá- degi daginn eftir, komu reykjar- ský yfir klettana, þar sem jeg var í leyni. , Sólarhitinn hafði þurkað rakann úr plötunx’rn. Vindurinn bljes i eldinn en við það kviknaði í fosforn- og brátt voru lanirnar brunnar til ösku. — Vopnaflytjendurnir æddu frarn og aftur eins og reiðir maurar. Næstu daga liafði jeg hægt um mig, vegna þess að mig grunaði að Afganistarnir væru vel á verði; auk þess var vindurinn ekki nægilega mikill fyrir mig. Þegar jeg loks vogaði mjer út aftui', fimtu nóttina, var snarp- ur vindur — sem kom mjer allra best. 1 þetta skifti fór jeg með sjerstaklega mikið af fos- forplötum, einnig smurði jeg mig vel með garlic-olíu. Þá nótt kom jeg tólf tylftum af ikveikjuplötum mínum í hey- lanir, há, eða í óslegnar gresjur, sem Afgönunum hafði láðst að halda vörð um. Við svo búið læddist jeg í felustað minn en ekki til dvalar. Jeg klyfjaði mig eins miklunx mat og jeg gat borið og hraðaði mjer burt. Mjer leist nágrennið mundu verða mjer ótryggt til dvalar, að rninsta kosti í heila viku. Einnig grunaði mig að vopna- flytjendurnir myndu leita með allri ströndinni, þessyegna á- leit jeg mjer öruggara til undan- komu, að lialda inn í landið, til fjalla. 1 úlbúnaði mínum hafði jeg nægilegt af íkveikjuplötum og vonaðist eftir að fá betra tækifæri til þess að nota þær er jeg færi til strandar. Þegar jeg hafði gexxgið tiu milur, var reykurinn orðinn það þykkur að hann huldi alveg hæðirnar í fjarska; fosforinn vann verk sitt með ágætum. Jeg borðaði máltíð i skyndi, hjelt þvinæst ferð minni áfram og hafði skaxxxnxbyssuna tilbúna ef á þyrfti að halda. Um náttmál var jeg tuttugu og fimm mílur frá fyrri dvalar- stað mínum, og tiltölulega eins öruggur og útlendingur gat vænst að vera í þessu óvinveitta landi. Sárþreyttur settist jeg xxiður og hugsaði ráð mitt. Þessa stundina var lítil þörf a að hvíla sig; hjer gat jeg aðeins vænst þess að mæta geitaliirði, og væi’i haixn hættulegur gat jeg alltaf skotið fyrst. Ekki mætti jeg þar þó nokkri lifandi sálu. Eftir góðan nætursvefn hjeit jeg áfram ferðinni. Næsta sól- arhring var jeg á ferð yfir sljett- una til fjallanna. Þegar jeg var aftur kominn inn á milli stórra kletta, livíldi jeg mig og át góða mátíð. Mig langaði til þess að setja íkveikjuplötur, senx kveiktu í grasinu milli þess staðar sem jeg var á nú og tjald- búða Afgananna, en í þrjá daga þurfti jeg að bíða eftir hæfi- legum vindi. Um þetta leyti var vatnsforði minn alveg að þrotum kominn, og jeg áhvggju fullur þess vegna. Ekki er hægt að ganga lengi án vatns i þessu þurra landi, og lítið langaði mig til þess að hætta á að stela vatni frá Afgönunum. Klukkan þrjú um eftirmið- daginn skall mikill sandbylur loksins á, úr þeirri átt sem mjer hentaði best. Þegar sandbylur- inn var orðinn nægilega svart- ux', lagði jeg af stað til strand- ar aftur. í þetta miklum stormi var jeg að mestu leyti öruggur. Gengi allt að óskunx, gæti jeg lokið þvi á einu kvöldi, eins og jeg hafði sett mjer að gera þeg- ar jeg fór frá Bushire. Nægilegt gras var á leiðinni, og setti jeg íkveikjusprengjur hvarvetna sem jeg hugði að logarnir, er þær kveiktu, gætu náð inn dalinn. Vindurinn bljes frá sjónum inn í landið, og flug- sandurinn mettaði loftið svo mjög, að líklegt var að vopna- flytjendurnir yrðu hans ekki varir fyr en að hann væri kom- inn i námunda við þá. Þegar jeg nálgaðist tjaldbúð- irnar, gróf jeg dósirnar tómu og gúmmihanskanna, sem jeg hafði ekki meiri not fyrir. Mjer brá heldur í brún er jeg sá að Afganistaforinginn, sem var orð- inn langþreyttur á öllu þessu, hafði sett menn á vörð á nokk- urra mílna svæði, en það jók á erfiðleika mína að ná strönd inni. Til allra hamingju fyrir mig virtist sandbylurinn ekkert vera að rjena. Jeg beið til miðnættis; þá fór jeg í krákustigum á milli varðanna, en sjerhver þeirra liafði dúðað sig og leitað skjóls. Stoi’nignýrinn og sand- fokið skýldi mjer, því enginn var á hreyfingu nema jeg. Loksins komst jeg út úr hættusvæðinu og klifraði vax’- lega upp í hreiður mitt á lxæð- inni. Jeg sá að felustaður minn hafði ekki fundist, og að vistir mínar og vatnið dýrmæla var óhreift. Þá nótt fjekk jeg ir.jer tvöfaldan skammt af volgum dryklc og át góða máltið. Vel nærður lagðist jeg til svefns i eiixmana gröfina. Undir morgun var aðsetur vopnaflutningsmannanna Ixulið hæfandi reyk; íkveikjiiplotur mínar höfðu kveikt i öllum dalnum. Næstu þrja daga var aðstaða mín örvænting ein. Nú voru Afganarnir komnir á kreik fyrir alvöi’u og tóku að rann- saka allt hjeraðið í kring. Hvert áugnablik bjóst jeg við að finn- ast, vegna þess að svipi]ótir þorparar, sem sífellt kóhuðust á, þrautleituðu allt í kringinn mig. Leitin var svo löng og á- köf, að mig fór að gruna að einhver spor hefðu sjest eftir mig. Að þrem dögum liðnum mink uðu hrópin og köllin nokkuð, en ennþá reikuðu flokkar langt frá tjaldbúðxxnunx. Þegar jeg var búinn að vera átta daga á þessum hræðilegá stað, og ekki getað hreyft mig hið minsta vegna leitarmann- anna, kom stormur aftur. Jeg beið til miðnættis; þegar jeg var búinn að snxyrja min lúnu bein og klvfja mig vistum og vatni, lagði jeg af stað. I þetta skifti lagði jeg leið mína i þrí- hyrning, þannig að jeg kænxi til staðarins á ströndinni, þar senx skútan skyldi bíða mín. Jeg þori ekki að hætta á að fara beinustu leið. Nú fjekk jeg áhyggjur ut af öðru — alvarlegum lilut. Jeg var orðinn of seinn að mæta skútxinni. Skyldi hún biða eftir mjer? Eftir þriggja daga ferð konxst Frh. á ble. 11. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.