Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Kona verkstjóri við j árnbrautarlagningu Kunnir kuikmyndalEikarar 8. Spencer Tracy. Stúlkurnar hennar frú Tuttle híma ekki inni þó aö slagveður komi. Hjerna er „forkonan“ úsamt fimm af stúlkunum sínum, úti á járnbrautinni. ViÖ endurlagningu og viðgerð járnbraut ar hjá Watsonville, á aðaljárnbrautinni milli Los Angeles og San Franciseo starfar flokkur verka kvenna undir stjórn konu, sem heitir frú Blance Tuttle, frá Arkansas. —- Frú Tuittle var fyrsta konan, sem vann að járnbrautareftirliti í Watsonville, og er víst fyrsta konan, sem lilotið hefir tit- ilinn „forkona“ (sbr. formaður eða verk- stjóri) í Bandaríkj- unum. Hún bauð sig fram sem sjálfboða- liði við brautarlagn- ingar fyrir rúmu ári, og hefir reynst starfi sínu svo vax- in, að nú er hún orðin verkstjóri hjá aðalverkstjóranum, George Burdusis, sem segir að hann vilji ekki hafa skifti á henni og nokkrum karlmanni. Hvernig atvikaðist það að þessari aðlaðandi og fallegu konu, sem eigi hafði neina þekkingu á þessu starfi, skyldi detta i hug að gefa sig fram í það? Hún svarar því svo: — Það var ákaflega eðlilegt. Jap- ariir rjeðust á Ameriku. Maðurinn minn, Kenneth Tuttle undirliðþjálfi, gekk í lierinn og er þar í stórskota- liðinu. Jeg vildi takast eitthvað verklegt á hendur, eitthvað sem mjer fannst miða að því að vinna striðið. Mjer skildist að járnbraut- irnar væru eitt af skæðustu vopnum okkar, og að það þarf marga til þess að halda þeim við. Þessvcgna gaf jeg mig fram. Þegar liún var spurð hversvegna hún hefði kosið að vinna úti í stað þess að fá hægari vinni við brautirnar, innanhúss, svaraði hún: — Mjer þykir skemtilegt að vinna úti, og einhver þarf að gera bað lika. Tildrögin til þess að jeg varð verkstjóri voru þau, að fyrst vann jeg i flokki og lærði allar reglurnar. Nokkru síðar var jeg farin að hafa lag á að gera smáhópa sanihenta í vinnunni, og það hlýtur að liafa tekist, því að áður en jeg vissi af var búið að setja mig yfir heilan l'lokk. Margir láta furðu sína í ijósi yfir þvi að konur, sjerstaklega jafn hæglátar og frú Tuttle, skuli gela stjórnað hópi annara kvenna, sem vinna starf, sem þær eru alveg ó- kunnar. Margir reyndir verkstjórar segjast ógjarnan mundu vilja stjórna slikum liópi. En frú Tuttle finnst það einfalt mál. — Þessar stúlkur og konur eru allar komnar liingað í fullri alvöru, segir liún. — Sumar eru skólastúlk- ur, aðrar miðaldra, en allar elska þær einhvern, sem farið hefir í stríðið — eiginmenn, bræður, syni, sem berjast úti um allan heim. Það er ekki erfitt að stjórna þeim, sem vilja vinna — og þessar stúlkur vant- ar ekki báráttukjarkinn. Og svo vinnur maður með þessum stúlk- um, en segir þeim ekki aðeins fyrir verkum. Þessi kvennasveit gengur undir nafninu „Englar Burdusis". Þær hreinsa og jafna undirbygginguna undir brautarteinunum, aka sandi og inöl og moka burt aurrensli. Og Burdusis er hrifinn af frú Tuttle: Það er aðdáanlegt hvað hún gerir, segir hann. — Allan daginn er ekki litið upp úr, aldrei þarf að lina á. Stúlkurnar eru allar ágætar. — Tökum til dæmis rigninguna. Við hjeldum að sumar vildu vera heima þegar rigning væri. En ekki þessar, þær fara í olíufötin og vatnsstíg- vjelin og setja upp sjóhatta og halda áfram. Og eru jafn ánægjulegar á svipin og áður. — Því skildum við setja rigningu fyrir okkur? segir frú Tuttle og brosir. — Þegar við hugsum um þær mannraunir, sem fólk verður að líða um þessar mundir — hvað munar þá um storm, rigningu, moldrok eða svolitla þreytuverki? Þetta finnst ^túlkunum mínum líka — þær Kvana aldrei. HÆTTULÉG SENDIFÖR Framhald af bls. 9. jeg þreyttur og sárfættur á höfð- ann. Á leiðinni varð jeg að gæta þess að til mín sæist eltki. (Jafnvel <geitur forðaðist jeg vegna þess að þær styggjast stundum er ókunnugir nálgast, og hefði það getað komið ujip um mig). Mjer til mikillar gleði lá skútan fyrir landi, og skips- höfnin augsýnilega að fiskveið- um. Jeg gerði þeim varlega merki og um sólsetur klifraði jeg var- lega um borð — fegnari en orð fá lýst. Meðan verið var að seíja upp segl, settist jeg niður að dýr- indis máltíð, soðnum nýveidd- um fiski. Þegar jeg var búinn að baða mig — fyrsta sinn í heilan mánuð — klippa skegg mitt með skærum og rak.i mig lagðist jeg í koju mína og fannst mjer jeg allur annar maður. Jeg komst til aðalbækistöðv- anna án nokkurs sjerstaks við- burðar; seinna frjetti jeg að skipshöfnin á beitiskipinu, sem var á siglingu þarna, hefði sjeð allan dalinn í björtu báli og bjarmann af því hefði lýst upp himininn á margra mílna svæði. Þetta ár voru engar róstur á landamærunum, vegna þess að Afganistarnir, sem sviftir voru grasi sínu og heyi, urðu að halda heimleiðis hið fyrsta til þess að bjarga hestum sínum og úlf- öldum frá hungurdauða. Jeg var hækkaður i tigninni og fjekk fjögurra mánaða fri á fullum launum, sem gerði mjer kleyft að fara í veiðiför fil Ind- lands. Mjer til mikillar ánægju var jeg aldrei aftur sendur til þess að kveikja í grasi. Jeg held ennþá, að það hafi verið afar hættulegt starf. Þessi alkunni leikari er fæddur i Milwaukee i Bandaríkjunum 5. apríi 1900. Milwaukee er mikil bifreiða- framleiðsluborg og þar var faðir Spencers, Johp Tracy sölustjóri fyrir fjelag, sem framleiðir vöruflutninga- bifreiðar. En móðir hans var inn- flytjandi. Spencer erfði frá foreldr- um sinum blá augu, dökkjarpt hár, þrek og ágæta heilsu, gamansemi og innilega rjettlætistilfinningu gagn- vart sjálfum sjer og öðrum, sem orð fer af. Hann gekk í ýmsa skóla. Þegar hann var sextán ára flutti fjölskyld- an til Kansas City og lijelt Spencer áfram skólanámi þar. Þriðja árið sem hann var < í lktínuskólanum fóru Bandaríkinn í fyrri heimsstyrj- öldina og sótti Spencer Tracy þá um að mega ganga i landhersveitir sjóliðsins (Marines) en var gerður afturreka vegna þess að hann var ekki nema 17 ára. En hann fjekk inntöku i sjóliðið. Eftir stríðið gekk hann tvö ár á háskóla í Wisconsin og fyrir áeggj- an eins kehnarans síns gerðist hann fjelagi í mælskumannafjelaginu þar. Þetta var upphafið að leikaraferh hans. Hann fór til New York, gekk þar á leiklistarskóla og „Iærði til leikara“. Hann fjekk 15 doliara á viku fyrir að leika í leiknum ,R.U.R.‘ Síðan fór fjelagið með leikinn í ferðalag og hækkaði kaup hans þá upp i 40 dollara. Síðar fór hanu að leika með öðrum fjelögum og kjör hans smábötnuðu. En eigi fór að bera á honum að ráði fyrr en hann var kominn i leikfjelag Ethel Barrymore og nú var farið að trúa honum fyrir stór- um hlutverkum i ýmsum borgum vestra, uns hann komst að einu af stóru leikhúsunum i New York. En frægur varð hann fyrir leik sinn í hlutverkinu „Killer Mears“. Og nú fóru kvikmyndirnar að sejí- ast eftir honum. Fyrsta kvikinyndin hans var „Up the River“. Yrði of langt upp að telja allar þær frægu Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.