Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N Hættuleg Eítir Frank S. Leaver sendiíör Lögbrot hinna herskáu vopnasmyglara við Persaflóa, sem bjóða bresku yfirvöldunum birginn er þau leitast við að útrýma smyglinu, gera strendurnar hættulegar útlend- ingum. — Höfundur eftirfarandi greinar var sendur til þessa illræmda hjeraðs í hættulegum erindagjörðum og segir hjer frá æfintýrum sínum. Fyrir daga flugvjela og út- varps, sem hægt var að flytja með sjer, var aðstöðu manna í líkri stöðu og jeg hafði þannig farið, að þeir þurftu oft á mikl- um taugastyrlc að lialda. Þegar þetta skeði —. árið 1909 — var jeg í þjónustu stjórnmála erindrekans við Persaflóa, Colo- nel Sir Percy Cox, K. C. I. E. og i samhandi við leyniþjónust- una, sem liafði aðsetur í Bus- hirs. Einmitt þá vorum við önn- um kafnir við að hindra flutn- inga rifla og skotfæra frá Ara- bíu til Baluchistan. Jeg bæti því hjer við, að vopnasmygl hafi lengi verið einn af aðal atvinnuvegunum við Persaflóa, en bresku yfirvöldin reyna stöðugt að halda því í skefjum, vegna þess, að þegar hinir herskáu þjóðflokkar ná i vopn, hefjast landamæraróst- ur von bráðar. Fyrir árvekni hernaðaryfir- valdanna og umboðsmanna þeirra á landi, og vegna stöð- Ugrar gæslu sjóhersins, varð smygl áhættusamt, bæði fyrir smyglarana og mótttakendurna. Til þess að losna við þessi leiðu afskifti stjónarvaldanna, stofnuðu Afganar og Baluchiar smáheri, nokkurra þúsunda manna, sem állir voru riðandi; þeir koinu niður til strandar- innar, tóku á móti riflunum, langþráðu, frá smyglurunum sjálfum og hjeldu siðan heim. Sjerhver sem andæfði þeim, eða reyndi að hindra gerðir þeirra, var miskunnarlaust drepinn. Þessir afganisku flutninga- lestir þurftu hundruð tonna af heyi handa hinum mikla fjölda hesta og úlfalda þeirra; gras varð þar af leiðandi þýðingar- mikið atriði i vopnasmyglinu. Jeg varð ekkert sjerlega undr- andi, er jeg fjekk dag nokkurn skilaboð þess efnis, að jeg skyldi mæta á skrifstofu yfirmanna minna í Bushire. Senduð þjer eftir n jer, herra, spurði jeg þegar jeg kom. - Já, það gerði jeg, svaraði yfirmaðurinn. Jeg hefi starf handa yður en hræddur er jeg um að það sje nokkuð hættulegt. Jeg ætlast til þess að þjer leigið arabískt seglskip, (dhow), og fáið yður skernti- lega siglingu suður flóann. Þar til þjer komið nokkuð suður fyrir Bander Abbas (á Pesra- strönd flóans). Þar skuluð þjer stíga af skipsfjöl, athuga land- ið og rjetta úr fótum yðar í nokkra daga. Þjer jiafið leyfi mitt til þess að brenna allt það hey sem þjer sjáið, einkum hinar miklu lanir, sem víða eru á ströndinni og ef til vill fjörutíu mílur inni í landi. Vopnaflutningsmönnum mun ekki geðjast að þess starfi yðar þeir þurfa á lieyinu að halda handa gripum sínum — svo að þjer verðið að vera varkár og láta ekki taka yður fastan. Best væri að þjer færuð innan þriggja daga. Taluð allar vislir sem þjer þurfið á að halda og sjáið um að koma boðum til eins herskipanna á leið yðar suður fíóann. Foringinn þagði og bætti við alvarlega: — Gleymið eklci að koma einkamálum yðar i lag áður en þjer farið. Mjer þykir fyrir því að senda yður í þessar erindagjörðir, Leaver, en þjer eruð eini hæfi maðurinn. Um miðnætti fjórum dögtun síðan ljetti skútan akkeri, stjórnað af tryggustu mönnum okkar, og rak hljóðlega burt frá legufærum sínum með sjáfar- fallinu. í dögun var hún löngu úr landsýn og sigldi suður fló- ann í átta daga ferð. Skipshöfn- in hafði strangar fyrirskipanir um það að gæta vel að her- skipunum. Eftir fimm daga siglingu frá Bushire, sáum við hið gamla beitiskip Persens. Jeg gat þvi þegar merki, en það breytti um stefnu og kom í áttina til okk- ar. Stóra ráseglið okkar var fellt, Perseus sendi bát út, en jeg fór um borð, gaf mig til kynna við skipstjórann og sagði honum frá erindi mínu. Að sjálfsögðu gáfu yfirmenn skips- ins mjer ágætan miðdegisverð — síðasta hvítra manna mat, sem jeg borðaði i lengri tima. Áður en jeg skildi við beiti- skipið, voru mjer gefnar upp- lýsingar um líklega tima, er jeg gæti vonast til þess að herskip færu framlijá þeim stað, sem jeg dvaldi á. Mjer var einnig sagt nákvæmlega hvar afgan- islca vopnaflutningalestin var. Þessar mikilsverðu upplýsingar höfðu borist með loftskeytum frá öðru beitiskipi, sem statt vai við Muscat í Arabiu. Að svo búnu kvaddi jeg skipstjúranr. og alla hina geðþekku menn i foringjaklefunum og fór út í seglskipið. Um kl. 9 eftir hádegi í þok i og náttmyrkri, staðnæmdisl litla seglskipið okkar í fimmhundruð metra fjarlægð frá ströndinni, nálægt fimm mílum frá þeim stað, sem kunnugt var að lieið- ursmennirnir, vopnasmyglararn ir höfðu aðsetur. Skipstjórinn og skipshöfnin lijálpuðu mjer til þess að koma vatni og vistum á land og grafa niður og fela á milli klettanna á ströndinni. Það var ráð fyrir því gert, að þeir tækju mig aftur á skips- fjöl tuttugu mílum lengra út með flóanum, við ákveðinn höfða, um miðnætti, fyrsta dag næsta inánaðar - þrem vikum seinna. Tveim stundum fyrir dögun sigldi skútan burt og skitdi mig eftir einan. Satt að segja var jeg fremur daufur i dálkinn þessa stund- ina. Hjerna var jeg aleinn, hvít- ra manna, á eyðiströnd Balueh- istan. I örfárra míla fjarlægð voru nokkur þúsund þorparar, sem hefðu orðið glaðir við að fá tækifæri til þess að kvelja mig liægt og rólega til dauða. Jeg var staðráðinn, að þeir skyldu ekki ná mjer lifandi, gæti jeg á nokkurn hátt liindrað það. í belti mínu hafði jeg 4 hvítar töflur, líkar sakkaríni, en í þeim var bráðdrepandi eit- ur. Ein af þessum töflum nægði til þess að losa mig við dauða- kvalir, en jeg vildi heldur deyja þannig, heldur en að vera graf- inn lifandi í búri rauðra maura eða skorinn í smástykki. Jeg hafði þegar sjeð nokkur verk þeirra í þá átt. Eina Welby skambyssu hafði jeg meðferðis og fimtíu hleðslul- í hana, að öðru leyti var jeg óvopnaður; riffill liefði aðeins orðið mjer til tafar. Jeg var dulbúinn sem Afgam og talaði ágætlega Svalhii mál- lýskuna, en þrátt fyrir það vai ætlun mín að fara huldu höfði, og aldrei bæra á mjer að degi til. Jeg vissi vel að óvinir minir höfðu skarpa sjón og næma heyrn, svo ráðlegt var fyrir mig að fara varlega. Verst var mjer við hunda af blönduðu kvni — mongrel-hund- ana, sem voru hópum saman umliverfis tjaldbúðirnar og sátu um færi til þess að ráðast á veikan úlfalda eða hest. Væru hundkvikindi þessi ónáðuð að nóttu til, mátti búast við hávaða er fljótlega mundi vekja vopna- smyglarana. Auk þess yrðu þeir mjer hættulegir, ef þeir gælu þefað mig uppi að degi til, vegna þess að ekki gat jeg skol- ið á þá án þess að koma upp um mig. Meðlimir indversku leyniþjón- ustunnar höfðu uppgötvað tvo eiginleika hjá hundum þessum, sem kom sjer vel. Annar kost urinn var sá, að findu þeir hina minstu lykt af leoparda- feiti, var það nægilegt til þess að þeir læddust burt, liratt og hljóðlega. Hinn kosturinn var, að dauninn af rotnuðum lauk gerir þá veika; kæmi það fyrir að þeir fyndu lykt þessa, hlupu þeir brátt í felur. Ekki hafði jeg leopardafeiti og ekki gat jeg heldur náð í rotnaðan lauk; þessvegna varð jeg að neyta þriðja ráðsins, einskonai- krvdd- olíu en af lienni hafði jeg tvö hundruð grömm á málmbrúsa. Svei því! lykt þessa viðbjóðs- lega vökva berst mjer við og við í draumi. Jeg vaknaði af drunga þeim, sem kom yfir mig við brottför skipsins, við geitarjarm. Jeg áleit það vera tvær mílur burtu, en í kyrru loftinu virtist það mjög nærri. I daufri morgun- skímunni klifraði jeg upp á ldettahæð nokkra og valdi mjer þægilega klettaborg á óaðgengi- legum stað. Því næst gróf jeg holu í sandinn, smurði mig með garlic-olíu, lagðist i gröfina og rótaði steinum kringum mjg eins vel og kostur var á. Að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.