Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 að fara upp í liann. Útblástrin- um veldur efnablanda ein, sem fylgir ‘bátnum og fyllir hann með lofti undir eins og hann snertir vatnið. Hjer hefir verið talað um litlu eins manns björgunarhátana, sem fylgja orustuflugvjelunum. Á sprengjuflugvjelunum eru notaðir stærri bátar, sem geta borið sex manns. Þessir hátar eru venjulega festir neðan í vængina og losna og þenjast út undir eins og þeir snerta sjó- inn. 'Ahöfnin syndir svo að hátn- um og kemur sjer um borð. Ef leki skyldi komast að bátnum er hægt að gera að honum á svipstundu með þeim tækjum er hverjum hát fylgja. Enn- iremur fylgja bátnum handdæl- ur, sem hægt er að nota ef svo kynni að fara, að loftið dvínaði i bátnum — þá má ávalt pumpa þá upp við og við eins og hring á reiðhjóli eða vindsæng. Sum- um stærstu sprengjuflugvjelun- um fylgja fleíri hátar en einn. Um Vistir og verkfæri er bú- ið trvggilega i vatnsþjettum umhúðum, og böglarnir festir í hátana sjálfa. Tvent af því, sem sist má vanta eru árarnar — eða hreif- ana mætti eins vel kalla það, því að þetta eru ekki annað en stórir loftpokar, sem festir eru á hendurnar- og smápakkar með efni, sem kallað er fluor- escine. Það hefir reynst svo að gulur litur sjáist lengst að á sjó og skeri hest úr blágráa litn- um, sem þar er yfirleitt ríkjandi Þessvegna eru mennirnir með ljósgular hettur á höfði og í úlp- um af sama lit, en auk þess fylgir hjörgunarhátnum gult flagg allstórt, sem hægt er að draga upp á stöng úr gúmmí. En svo kemur f luorescine einnig að notum. Ef því er helt í sjóinn þá verður hann gulgrænn á lit- inn, þannig að ljósleitur hring- ur myndast kringum mennina í hjörgunarbátnum, og er hægt að sjá mann úr nokkurra km. lofthæð. Þessvegna hefir fluorescine orðið orðið eitt af hjálpartækj- um vísindanna til þess að finna flugmenn á reki, að ógleymdum hinum svonefndu Very-ljósum og í’eykbombum. Björgunarhát- urinn, sem er blásinn út með sjálfvirkum útbúnaði heldur mönnunum á floti. Sáraumbúð- ir og meðul, ásamt samþjöpp- uðum næringarefnum, mjólkur- töflúm og þvílíku, halda í þeim lífinu þó að það dragist að þeir finnist. — En að svo komnu hefir aðeins verið sagt frá gúmmi- Flugvjelar era ávalt á ferli til aö leita uppi nauöstadda flugmenn. Hjer er ein þeirra og ennfremur björgunarbátur, sem kominn er aö manni í gúmniíbát. bátunum, sem flugmennirnir hafa með sjer í ferðalögum sín- um. En til vara er meðfram Englandsströnd, á þeim stöð- um, sem leiðir flugmannanna liggja aðallega um, mikið af hjörgunarbaujum og svo flek- um, sem lagt er við stjóra úti á hafi. Á baujum eru linur og kaðal- stigar svo að nauðstaddir menn geti komist upp í körfuna, efst á baujunni, en þar er útbúnað- ur til þess að senda frá sjer ljósmerki. Og í körfunni er einnig vatnsþjett hylki, þar sem geymdar eru vistir, útbún- aður fyrir hjálp i viðlögum, gult flag^ og neyðarmerki, drykkjarvatn, hljóðpípa og svo kyndill. Flekarnir eru líkastir smáum vatnaprömmum. Þeir eru um níu metra langir, málaðir eð ljósgulum og rauðum lit. 1 ann- an endann liallar borðinu nið- ur að sjónum, svo að þjökuðum mönnum reynist auðveldara að komast upp í þá og ennfremur eru á þeim kaðlar og stigar niður í sjóinn. Undir eins og skipsbrotsmaðurinn kemur inn i klefann á flekanum finnur hann þar hverskonar hressing- ar og svo fatnað. Á flekanum eru einnig ýmis- konar tæki til að senda frá sjer merki, þar á meðal allsterk loftskeytasendistöð. Þarna er matur og diykkur svo sem kjöt og grænmeti, te, kólcó, koníak, romm og vatn. Þar eru og hitunai’- og eldunartæki, og í’ekkjur, handklæði þvottaskál- ar og nærfatnaður. Sömuleiðis sígarettui’, hækur, tímarit og spil og töfl. En allt þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin hliðin er hjörgunin sjálf, hvort heldur er úr gúmmíbát, bauju eða fleka. Undir eins og S.O.S.-merki heyr- ist i útvarpinu, frá flugmanni, sem hefir hlekkst á, hefst björg- unarstöðin handa. Á hverri stöð enska strand- varnaflugliðsins er flugvjel á- valt höfð til taks til þess að leggja af stað samstundis í leit að flugmanninum, sem orð- ið hefir að lenda á hafinu. í vondu veðri eða þoku getur þessi leit tekið nokkra daga. Til þess að veita hinum nauð- stöddu flugmönnum þá hjálp, sem unnt er að veita úr lofti, hefir leitarflugvjelin með sjer hin svonefndu Lindholm-hjálp- tæki. Þeim er varpað niður á hljeboi-ða við hinn nauðstadda og lætur liann sig reka að þess- ari sendingu og nær henni fvrir borð i gúmmíbátinn sinn. Þessi sending er mjög hugvit- samlega útbúin. Hún sarnan- stendur af mörgum vatnsþjetl- um hylkjum, sem geyma ýmis- konar nauðsynjar og eru fest saman með langri, gulri línu. En í öðrum enda línunnar er vara-gúmmíbátur, sem blæs sig út sjálfkrafa um leið og hann snertir vatnið. I hylkjunum eru lil dæmis matur, meðul og um- húðir, kemisk hitaðar flöskur og önnur þæindi. Undir eins og flugvjel hefir fundið flugmann á reki skiftir það ekki mörgum klukkustund- um áður en björgun getur farið fram. Flugvjelin símar til hinna hraðskreiðu björgunarbáta, sem hvarvetna eru á vakki, og gef- ur þeim upp staðinn, sem hald- ið skuli á og innan skamms er hrakningunum lokið og hinir nauðstöddu komnir undir þilj- ur. Nýjasta tcgund þessara hjörg- unarbáta eru 21 metrar á lengd og koniast 40 km. á klukkust. Þeir komast leiðar sinnar i að heita má i livaða veðri sem er, geta farið 320 km. frá bæki- stöð sinni og hafa rúm mið- skips fyrir 12 þjakaða'menn. Þó verður eigi skilið svo við þessa frásögn að eigi sje getið um nýja tegund af björgunar- hátum, sem hægt er að kasta útbyrðis úr flugvjel til manna, sem eru á reki í gúmmíbátum,. Það eru sjerstakar flugvjelar, sem flytja þessa báta og kasta þeim niður eins nærri hinum nauðstaddu og unnt er. Fallhlíf fylgir bátnum og tekur af hon- um hraðann og undir eins og liann snertir sjóinn fer hann á rjettan kjöl. í bátum þessum eru tvær gangvjelar í vatns- þjettum umbúðum. Þar er og alfatnaður, ytri og innri, á nokkra menn, útvarp, matvæli og merkjatæki. Það er til dæmis um gagn- semi björgunartækja enska flug- hersins að á einni viku, meðan loftárásir stóðu í sifellu á Þýska land og undirokuðu löndin á meginlandinu, björguðust 101 enskir og amerikansir flugmenn með þessum hjálpartækjum. KVENNADÁLKUR Gömul fót sem ný. Ef kápan yðar eða kjóllinn eru orðin eitthvað slitin og úrelt, er auðvelt og kostnaðarlítið að breyta þeim eða þá sauma úr þeim aðra fiík, sem getur orðið sem ný. — Hjer fara á eftir nokkrar leiðbeín- ingar um það efni. Kápunni má breyta með því að setja á bana vasa og ermar úr öðru- vísi litu efni. Svo er líka hægt að sauma úr henni frakka á soninn eða kápu á dótturina. Samkvæmiskjólinn er hægt að stytta og nota sem eftirmiðdagskjól, gera úr honum náttkjól, undirföt eða biússu, eftir þvi hvernig efnið er i honum. Eftirmiðdagskjóllinn getur orðið sem nýr með smávægilegum breyt- ingum. Sje hann úr „taft“, „satine“ eða „crepe“ er hægt að sauma úr honum undirkjól, en pils sje Iiann úr ullarefni eða strigaefni. Einnig er hægt að sauma úr honum blússu, ef hann er til dæmis úr blúnduefni, eða öðru þunnu efni. Náttkjóla má nota til þess að sauma úr blússur, náttjakka, undir- föt handa telpum, smábarnahúfur og jakka. Morgunkjólnum er hægt að breyla i svuntu, skriðföt o. fl. Svona er allavega hægt að breyta fatnaði og fer það auðvitað eftir nýtni og hagsýni hverrar húsmóður, Frh. á bls. li.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.