Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N MERKILEG LEIKSÝNING. Frh. af bls. 3. Arne Kralt (iieslur Fúlsson). fjölbreytni og sambygö með mann- anna börnum. ------Eins og áður er getið tókst sýning Leikfjelagsins og frú Grieg með afbrigðum vel. Hjer skulu ekki nefndir neinir einstakir leikendur, heldur skal á það minnst að þarna voru engin dauð hlutverk. Þrátt fyrir hin mörgu smáhlutverk í II. þætti þá ljeku allir, og er slíkt merki góðrar Jeikstjórnar. Jafn- betri leikur í mannmörgu leikriti mun ef til vill aldrei hafa sjest hjer á landi. Frú Gerd Grieg hefir nú kynnt Reykvikingum tvö höfuðskáld Norð- manna, Ibsen með Heddu Gabler og Pjetri Gaut og Björnson með leik- riti þvi, sem hjer hefir verið rætt um. Það er von allra leiklistarvina, að frúin fái síðar sem flest tæki- færi til þess að kynna íslendingum fleiri norsk leikritaskáld — og enda annara þjóða lika — Þvi að hún hefir sýnt, að engum er betur til þess trúandi að eiga farsæla samvinnu við íslenska leikendur. Leiktjöldin voru prýðileg. Máluð af Lárusi Ingólfssyni eftir frum- dráttum Ferd. Finne leiktjaldamál- ara, sem einnig gerði frumdrættina að leiktjöldum i „Veislunni á Sól- haugum. Undirtektir leikhúsgesta voru hin- ar ágætustu og feikn af blómum bárust leikendunum, og þá ekki sist frú Gríeg, að leikslokum. KVENNADÁLKUR: Frh. af bls. 5. hve vel tekst, en það eru ekki litlir peningar sem þannig má spara. Heilbrigði og fegrun. Eftirfarandi ráð hjálpa yður til þess að viðhalda heilbrigði yðar og yndisþokka: 1. ) Sjáið svo um, að þjer hafið nægan svefn, minnst átta klukku- stundir helst níu. 2. ) Verið úti einhvern hluta dags- ins og í öllum bænum gangið þá. Takið ekki strætisvagn hvenær sem þjer getið. 3. ) Gætið að, hvað þjer borðið. Varist feitmeti og sætan mat, borð- ið grænmeti, brauð úr lieilhveiti, hveitiklíð, mjólk, ávexti og ávaxta- safa. 4. ) Drekkið sex lil átta glös af vatni daglega. Drekkið ætið eitt glas á undan morgunverði. 5. ) Notið gleraugu, ef þjer þurfið þess. Þjer verðið hrukkóttar ef þjer rýnið mikið. C.) Notið varalit og augnabrúnalit i hófi. Nú þykir minna til þess koma en nokkru sinni áður, að vera eins og lifandi málverk í framan. 7. ) Farið til tannlæknis yðar a. m. k. tvisvar’á ári. 8. ) Brosið um fram allt. Fólk sem vinnur mikið gleymir stundum alveg að brosa, en bros er prýði liverju andliti og lífgar upp i livers- dagsstritinu. 9. ) Hreinsið andlit yðar vel a. m. k. einu sinni á dag. Gangið aldrei til hvílu án þess. 10. ) Burstið hár yðar, svo að það verði lifandi og gljáandi þvoið það með jöfnu millibili. Látið öðru liverju leggja á yður hárið á hár- greiðslustofu og reynið þá nýja hárgreiðslu. 11. ) Burstið hendurnar með stíf- um bursta og berið á þær krem til þess að mýkja þær. 12. )Takið fótabað daglega og burst ið Jæturnar með stífum bursta. Gangið aldrei i of þröngum skóm, hve fallegir sem þeir eru. Klippið neglurnar á tánum áður en þjer hafið eyðilagt fallegustu sokkana yðar. 13. ) Gangið hreinlega til fara, innst sem ist.. Ef þjer gangið með hvíta kraga, uppslög o. s. frv., sjáið þá um að það sje verulega hvítt og fallegt. (Framkv.stj.: Jón Sveinbjörnsson) Laugavegi 159 framkvæmir allskonar: vjelaviðgerðir rafmagnssuðu og rennismíði. Einnig málmsteypu. Áhersla lögð á vandaða vinnu. DÆLUR Centrifugaldælur Miðstöðvadælur sjálfvirkar kjallaradælur Helgi Magnússon &Co. Hafnarstræti 19. Verksmiðja Reykdals Setbergi. — Sími 9205. Mun oftast hafa fyrirliggjandi innihurðir, stærðir: hæð 190 — 195 — 200 cm. breidd 62 — 70 — 75 — 80 cm. Einnig karmtrje, útihurðir og gluggar, smíðaðir eftir teikningu, og allskonar innanhúslistar, glerlistar og annað húsatimbur. — Ennfremur skal vakin athygli á að verksmiðjan mun geta afgreitt tiltelgd gróðurhús af ýmsum stærðum og gerðum. Leitð tilboða. KOKS Fyrirliggjandi eru nú birgðir af koksi, bæði í miðstöðvar, ofna, AGA og SÖLÖ eldavjelar. GASSTÖÐ REYKJAVIKUR. Frú Elinborg Elísdóttir og Pjetur Björnsson, Hverfisgötu 10, Hafnar- firöi eiga 25 ára hjúskaparafæli 7. júni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.