Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN I S k r í 11 u r. ________________________________i vHe/ftf kC/CMbllRMIR Ptinsessan, sem ck ti vildi iæra að spinna Einu sinni var prinsessa, sem ómögulega vildi læra að spinna. — Æ, lofið henni þá að hætta við að læra það, sagði kongurinn, — og segðu mjer svo hvað þig langar mest til þess að fá í afmælisgjöf? Prnsessan lá vakandi alla nóttina og var að hugsa um hvers hún ætti að óska sjer, en um morguninn gekk hún niður í garðinn, til þess að láta sjer detta eitthvað i hug. Um þetta leyti árs, það var í sept- embermánuði, vár allsstaðar fullt af kongulóarvef á trjánum og runnun- um, og á vefunum voru örlitlir daggardropar, sem glitruðu í morgun- sólinni. Þetta var undursamlega fall- egt og prinsessan sagði hrifin: — Nú veit jeg hvers jeg óska mjer. Svo hljóp hún eins og fætur tog- uðu inn i höllina og upp í svefn- herbergi foreldra sinna og sagði: — Jeg óska mjer að eignast kjól úr kongulóarvef með glitrandi daggar- dropum — komið þið og sjáið. Jæja, nú get jeg ekki svarað þó að einhver kynni að spyrja mig hvernig konungurinn fór að halda loforð sitt — ef til vill var hann göldróttur — það getur vel verið. En svo mikið er víst, að ú afmælis- degi prinsessunnar var kjóllinn kom- inn, fisljettur og fallegur, skínandi eins og silfur, og liann var allur ofinn úr kongulóarvef og á honum glitruðu miljónir af daggardropum. — Ljómandi er hann fallegur — en hvað jeg verð fín, sagði pl-ins- essan, og svo fór hún i nýja kjólin. Allar hirðmeyjarnar komu til þess að óska henni til liamingju, ])ær hneigðu sig og beygðu, og prins- essan lyfti kjólfaldinum og dansaði og trítlaði, svo að daggardroparnir urðu eins og regnbogi kringum hana. Þegar kom fram á daginn fór prinsessan ofan í garðinn og getlaði að ganga ofurlítið sjer til skeinmtun- ar — og þá sá hún tvær kongulær, sem komu suðandi á móti henni. 1— Burt með ykkur, sagði hún og ætlaði að stugga kongulónum frá, en þær komu nær og nær og smátt og smátt safnaðist mergð af kongu- lóm kringum hana. Þær voru svo margar að þær gátu lyft henni og svo báru þær han,a á burt.... langt inn i stóra skóginn, og þar settu þær hana út á miðja grasflöt í skógin- um, en miljónir af kongulóm skipuðu sjer i kring og góndu á haná. — Þú hefir tekið vefina okkar, sagði ein kongulóin og benti á fall- ega kjójinn hennar. — Jeg vil fara heim. Lofið þið mjer að komast heim, orgaði hún, en kongulærnar svöruðu: — Ekki fyrr en þú hefir spunnið eins mikið garn eins og fór í vefina í kjólnum þínum. Byrjaðu að spinna undir eins. Þarna stendur rokkur- inn, og þarna er bæði ull og hör — og flýttu þjer nú, stelpa. — Jeg kann ekki að spinna, sagði prinsessan og fór að gráta. — Það var slæmt fyrir þig, því að þá sleppur þú aldrei lijeðan. svöruðu kóngulærnar. Þegar prinsessan komst að raun um að þetta var satt tók hún til óspiltra málanna. Henni gekk afar illa í fyrstu. Það slitnaði hjá henni og þráðurinn var með hnyklum og bláþráðum. En svo lagaðist þetta smátt og smátt, eftir að kongulærnar höfðu fleygt fyrstu snældunum, og lienni fór að finnast, að það væri alls ekki leiðinlegt að spinna. Nú fylti hún hverja snælduna á eftir aðra, og kongulórnar fóru burt með snældurnar og komu aftur með nieiri ull og riieiri hör, og prinsessan hjelt áfram að spinna þangað til hún var orðin besta spunukona i öllu landinu — en það hafði hún ekki hug- mynd um sjálf. Og einn daginn komu kóngulórn- ar með Ijómandi fallegan kjól og gáfu henni. — Hann var ofinn úr ullinni, sem þú hefir spunnið sjáif. Og við eigum miklu meira af bandi frá þjer ennþá. Hvað eigum við að gera við það? spurðu þær. — Vefa. úr því kjólaefni handa fá- tækum telpum og skyrtur lianda fá- tækum drengjum. Og úr hörnum eigið þið að vefa linlök og dúka handa fátæku fólki, sem hefir ekki efni á að kaupa sjer nýtt, svaraði prinsessan. — Nú máttu fara heim til þín hvenær sem þú villt, sögðu kóngu- lórnar, — nú hefir þú lært að spinna og að hugsa um aðra. Nú ertu víst orðin eins góð prinsessa og þii getur orðið. Og svo sýndu þær henni leiðina heim, og það var mikill fagnaðar- fundur þegar hún kom heim í höll- ina aftur. En ennþá meiri varð fögnuðurinn þegar fólkið sá, hve gerbreytt litla prinsessan var orðin. Margt ter ððrn vísi en ætlað er í útlendu blaði stóð smágrein fyrir sex árum: „Galeazzo Ciano greifi, utanríkis- málaráðherra ítala, er maður, sem meira er talað um en flesta stjórn- málamenn Evrópu. — Ciano greifi nam lögfræði i æsku og skrifaði þvi næst nokkur leikrit, sem eigi sættu gagnrýni vegna þess hve faðir hans var háttsettur maður innan fascista- flokksins. (Faðir Cianos, Constanzo Hjá úrsmiðnum. Maður, sem hafði keypt úrhjall kom inn til úrsmiðs, til þess að spyrja, hvað hægt væri að gera við úrið. Þvi að vitanlega stóð það. Og svo segir hann: — Það er auðvitað feillinn, að jeg misti úrið i gólfið. — Nei, svaraði úrsiniðurinn. — Feillinn var sá, að þjer skylduð taka það upp aftur. Frú Smith: — Getið þjer breytt þessum fötum þannig, að þau sjeu eins og sniðin á mig. Þau eru orðin of þröng, þessi gönguföt. Skraddarinn: — Nei, því miður ekki. Við tökum ekki þesskonar að okkur. En gætuð þjer ekki breytt yður þannig, að þjer væruð eins og sniðin innan i fötin? /WfWlVlV/V í búð einni vestur í Ameríku hafði kaupmaður tekið upp þann sið, að láta starfsfólkið skrifa í bók ástæðurnar fyrir því, er folk kom inn í búðina og fór aftur, án þess að kaupa nokkurn skapaðan lilut. Svo bar það við einn dag, að frú ein kom inn i búðina, og bað um að sýna sjer svarta kjóla. Hún skoðaði þá lengi en fór svo út, án þess að gera nokkra verslun. Búðarmaðurinn, sem ekki var veraldarvanur, fór i bókina og skrif- aði: — Leit aðeins á svarta kjóla — keypti ekkert. Maðurinn hennar er ekki dauður ennþá. /V/V/V/V/V Ciano, kom lagi á járnbrautarmál Ítalíu). Er hann ljet af leikrita- skáldskap gerðist hann blaðamaður um sinn, en fjekk þá fyrsta starf sitt erlendis, sem sendisveitarritari í Rio de Janeiro. Þegar þaðan kom gekk hann að eiga Eddu, dóttur Mussolini, og gaf tengdafaðir hans honum greifatitil í brúðargjöf. Næst rjeðst hann sem sendifulltrúi til Shangliai, en var kvaddur þaðan heim, til þess að gerast upplýsinga- og áróðursmálaráðherra. Hann gerð- ist herflugmaður í Abessinustyrj- öldinni. Var skipaður utanríkismála- ráðherra þegar hann kom heim þaðan. Kona hans, sem er'greindust allra barna Mússolinis, hefir verið honum mikil stoð. Hann er talin allra manna liklegastur til þess að verða eftirmaður Mussolinis, en gera má ráð fyrir að bæði Balbo mar- skálkur og Grandi ( áður sendi- herra ítala i London) keppi við hann um þá veglegu stöðu“. — Heimurinn er stundum kald- hæðinn. Þess er skemmst að minn- ast, að Mussolini dæmdi þennan „efnilega“ tengdason sinn til lífláts, og sinti ei neinum náðunarbeiðnum. Og margt bendir á að Balbo hafi líka týnt lífi af lians völdum. — Eftirmaður Mussolinis kemur von- andi aldrei, en mesti ráðamaður Ítalíu á næstunni verður af öðru sauðahúsi. — Þessi selskinskápa er falleg, sagði frúin. — En þolir hún rign- ingu? — Kæra frú, hafið þjer nokkurn- tíma sjeð sel með regnhlíf? Tveir læknar voru að vitja sama sjúklingsins og byrjuðu með því að stinga hendinni undir yfirsængina hans, til þess að þreifa á slagæðinni. Þeir stóðu sinn hvoru megin við rúmið, og nú vildi svo illa til, að þeir tóku um slagæðina liver á öðrum þarna undir sænginni, en livorugur hitti á slagæðina á sjúklingnum. — Þetta getur ekki verið neitt alvarlegt, sagði annar læknirinn. — Jeg álít að patsientinn sje fullur, sagði hinn. — Heyrðu, pabbi — hvað er eig- inlega málaflutningsmaður? — Málaflutningsmaður, drengur minn, er maður, sem sigar tveimur mönnum saman, og lætur þá slást snöggklædda, en hleypur svo á burt með jakkana þeirra, meðan þeir eru að eigast við. Lækniv: — Jæja, Jónas, hvernig liður yður núna i morgunmálið? Jónas: — Þakka yður fyrir, miklu skár. Það amar ekkert að mjer nema andardrátturinn.. Læknir: — Gott, gott. Við skulum stoppa þann skolla bráðum. /V/WM//V/V Kafrjóð i kinnum grúfði hún andlitið á öxl föður síns. — Hann elskar mig, sagði hún. — Þá ætlar hann víst að giftast þjer? muldraði sá gamli. — Já, pabbi minn. — Hvað hefir hann í tekjur? Hún hrökk við. — Jeg veit jiað ekki — en þetta var einkennileg tilviljun. — Hvaða tilviljun? spurði fað- irinn. Og hún svaraði: — Hann Siggi spurði mig ein- mitt að því líka, hve miklar tekjur þú hefðir á ári. Hún: — Fyrir tveimur mánuðum var jeg alveg vitlaus eftir honum Jóni, en nú þoli jeg ekki að sjá hann. Það er skrítið hvernig menn- irnir geta breyst. o Biöillinn: — Jeg vona herra for- stjóri, að þjer lítið á mig sem eins- konar eign, jafnvel þó að jeg geti ekki lofað yður ákveðnum ágóða- hlut. Tengdapabbi tilvonandi: — Bless- aðir verið þjer, ungi maður. Verið þjer ekki að tala um ágóðahlut. Jeg þykist góður ef jeg þarf ekki að borga með yður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.