Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Björgunarstarfsemi Breta meðal flugmanna Eftir David Thurlow Tveir menn ú (júmmíbáti. A.nnar með „hreifa“ til að r&u bátnum.. Iíinn er að dæla lofti í bátinn með sams- konar dœlu og notaðar eru uið vindsængur. Það voru ekki allir, sem gálu fundið upp fyrstu gufuvjelina eða fyrstu flugvjelina. En flest- ir erum við menn til þess að gera einhverjar smá uppgötvan- ir, sem að haldi mega koma á heimilinu, i búðum eða á skrif- stofunni. Eða að, þó að við getum ekki gert það, þá getum við að minsta kosti oft liaft lag á að notfæra okkur betur upp- götvanir annara manna, og á betri hátt en áður hefir verið gert. í Bretlandi sitja margir hug- kvæmir menn í dag, sem geta hallaði sjer afturábak í stóln- um og sagt með sanni: „Þessi smávægilega uppgötvun mín hefir bjargað lífi margra.“ Þegar jeg segi þetta þá hugsa jeg til þeirra, sem hafa upp- götvað eða útbúið björgunarút- búnaðinn, sem notaður er til þess að frelsa líf manna, sem orðið hafa að nauðlenda á sjó. Það er sjerstök deild, sem sjer um þessa björgunarstarfsemi og nefnist hún „Loft-sjávar hjörgunarstarfsemin (Air-Sea Rescue Service). Síðan striðið hófst hafa þús- undir flugmanna, skytta og leið- sögumanna í flugvjelum bjarg- ast fyrir tilverknað þessara björgunarsveita, og ennfremur eftirlifandi menn af- skipum, sem hafa verið kafskotin, ýmist í Ermarsundi, Norðursjó eða Atlandshafinu, undan strönd- um Bretlandseyja. Varla líður sá dagur eða nótt, að ekki falli einhver sköðuð sprengjuflug- vjel eða orustuflugvjel niður í Ermasund eða „síkið“ sem flugmennirnir kalla svo. Það er flugherinn og sjóher- inn, sem standa í sameiningu að þessu björgunarliði, en það hefir fernskonar starf með • höndum. 1 fyrsta lagi sjer það flugmönnum, sem verða að nauðlenda á sjó, fyrir hjörg- unartækjum, svo að þeir geti haldið sjer á floti þó að vjel þeirra nauðlendi i liafi og sökki. I öðru lagi fyrir vistum, svo að þeir geti haldið í sjer lífinu þó að hjörgun dragist á lang- inn. I þriðja lagi sjer stofnun- in um eftirleit að mönnum, sem saknað er, hvort heldur af flugvjelum eða skipum. Og loks sjer hún um flutninga þessara manna í örugga höfn, og nær þeim oft svo að segja við nefið á óvinum þeirra, þegar þeir hafa verið skotnir niður nálægt ströndum meginlands- ins. Sennilega hefir Jesandinn áður fregnað um með hvaða atvikum sumir liinna hresku flugmanna hafa bjargast, eftir að hafa rekið um hafið dögum saman yfir krappar öldur Norð- ursjávar. Það er í raun rjettri kraftaverk, að þeir skuli nokk- urntíma hafa fundist, og að þeir skuli liafa getað haldist ofan- sjávar og dregið fram lífið þangað til þeir fundust. En það er einmitt þetta, sem jeg ætla mjer að segja frá í þessari grein — segja frá öllu því, sem smá- vægilegt kann að þykja, en ger- ir slíka björgun mögulega. 'Fyrsta viðfangsefnið er það, að gera þann úthúnað, sem heldur mönnunum á floti. Ef að þeir eru orustuflugmenn þá fljúga þeir oftast einir, í Spitfire- eða Hurricane-flugvjel, en þá hafa þeir með sjer sam- leggjanlegt gúmmiflotholt, sem fest er við flugbúning þeirra. Meðan þeir sitja í flugvjelinni þá sitja þeir i rauninni á þessu flotholti sínu. Það er mjög þægi- legt sæti, eins og nokkurskon- ar púði um fimtán þumlunga í þvermál og þriggja þumlunga- þykkur. Á þessum litla fleti rúmast fullkominn gúmmíbát- ur, sem biæs sig upp sjálfur, ásamt stjóra, matvælum, merkj- um viðgerðaáhöldum, fallhlíf og ineira að segja nokkrum pökk- um af. vindlingum. Ef orustu flugmennirnir vila að vjel þeirra getur ekki komist alla Ieið heim til Brellands úr árás, en það gera þeir flestir, þá liafa þeir flestir ráðrúm til þess að kasta sjer úl í fallhlíf og síga hægt og þægilega til sjávar. Þegar flugmaðurinn er um 30 metra yíir sjávarborði opnar hann hnappinn á fall- hlífinni svo að hún sje tilbúin að opnast að vörmu spori, en hýr þannig um að liann geti losnað við liana undireins og liann kemur i sjóinn, þvi að einnig getur orðið þörf á þvi. Undir eins og fætur flug- mannsins snerta sjóinn snert- ir hann annan hnapp og losnar þá sjálfkrafa við fallhlífarút- búnaðinn. Og nú grípur hann til opnarans á flothylkinu eða gúmmíbátnum. Vegna fallhrað- ans fer hann oftastnær á kaf undir sjávarborð í nokkrar sek- úndur en skýtur von bráðar upp aftur, og flýtur fyrst i stað á björgunarvestinu sinu, sem sjómenn og flugmenn kalla í gamni „Mae West“. Allir flug- menn eru í þessum vestum, með kapok- millifóðri. í sama bili sem flugmaðurin kemur í sjóinn fer gúmmibátur hans úr fellingunum og eftir nokkrar sekúndur Iiefir hann fyllst lofti sjálfkrafa og er lil- búin lianda flugmanninum til Björgunarflekar eins og þessi liggja fgrir akkeri viða undan Englands- ströndum, búnir allskonar þœgindum fyrir skipsbrolsmenn. Takið eftir útbúnaðinum aftan á flekanum, sem gerir þjökuðum mönnum kleyft að komast um borð. Flekinn er málaður þverröndóttur, rautt og gult á vixl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.