Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 5 Litlu flakkaramir orðið alvarlega ástfangin í henni og gengið. að eiga hana. Það var auðvelt að gera sjer í hugarlund áhrifin, sem þessi fregn hafði á fjölskyld- una. Gat það verið að maður af Penhöet- ætt glataði svo virðinguni fyrir sjálfum sjer, að hann gengi að eiga eitthvað glæpa- kvendi. Gerald var ekki lengi að taka ákvörðun sína þegar liann sá, hvernig fjölskj'ldan leit á kvonfang hans. Hann var auðugur maður. Hann yfirgaf höllina, bernskuheimili sitt, og keypti sjer búgarð nokkrum mílum í burtu og settist þar að með konu sína. „Glæpakvendið“ reyndist vera ágætis kona og fyrirmyndar húsmóðir og ári siðar þegar Helena fæddist kom í ljós, að hún var einnig ástrik og nærgætin móðir. Átta ár liðu. En þá varð Gerald fyrir þeirri ógæfu að skjóta til bana liertogann af d’Esperac, sem var gestur lians á veiðum. Hann tók sjer þetta mjög nærri og fór aftur í siglingar. Hann dó missiri seinna í Buenos- Ayres úr kóleru. Samtímis þessu höfðu rægitungur hreitt út þann orðróm, að hertoginn hafi verið elskhugi konu hans og þesvegna hafi hann drepið hann. Svo var einnig sagt að Gerald hefði ekki dáið úr kóleru heldur hafi hann sjálfur ráðið sig af dögum. Hann hefði ekki viljað lifa við smán. Þessi rógburður fjekk svo á hina ungu konu að hún andaðist ári síðar og ljet eftir sig litla stúlku, tíu ára að aldri. Helena de Penhöet var sett í klaustur í Remnes. Hún varð hrátt eftirlætisgoð allra systranna.. Dvölin innan hinna liáu steinveggja, sem flestum er svo ömurleg, varð fyrir liana sólfagur forleikur lífsins. Þótt einkennilegt magi virðast var það ein- mitt Carmen, sem hrifnust varð af henni. Hún hafði ekki hugmynd um að þær væru skyldar, því hafði verið haldið stranglega leyndu fyrir henni. Það var ekki fyrr en eftir dauða frú Penhöet, sem Carmen fór að gruna hið rjetta. Þegar Helena kom aftur klædd sorg- arbúningi kastaði Carmen sjer grátandi um hálsinn á henni og sagði: — Veistu að þú ert frænka mín? For- eldrum okkar kom ekki vel saman af einhverjum ástæðum, nú skulum við reyna að bæta úr því með því að láta okkur þykja helmingi vænna um hvora aðra. — Af öllu hjarta, svaraði Helena hrærð. Frá þeirri stundu voru þær óaðskiljanleg-, ar. Dag nokkurn — þá var Carmen 15 ára en Helena 17 ára — var Helena kölluð inn á skrifstofuna. Fjárhaldsmaður hennar vildi tala við hana. Hann sagði henni að mál hefði verið höfðað gegn dánarbúinu og hefðu þau tapað málinu svo að nú yrði hún að svipast um eftir einhverju að gera. — Hvað ætlar þú að gera? spurði Carmen — Jeg ætla að reyna að verða kennslu- kona. Fjárhaldsmaður minn hefir mælt með mjer við rússnesk hjón, sem eiga dóttur, er jeg á að lesa með. — Þá ferð þú svo langt í burtu. — Já, hvað á jeg að gera, jeg finn vel að jeg get unnið fyrir mjer. — Vesalings Helena. — Jeg hafði reyndar ekki búist við að svona færi, en þegar jeg var búin að biðjast fyrir á leiði mömmu, fann jeg, að mig skorti ekki kjarlc til að talca upp lífsbaráttuna. Báðar stúlkurnar fóru að gráta. Þenna dag höfðu nemendurnir í klaustr- inu leyfi. Carmen fóf heim til móður sinn- ar. Ramon var þá í Mexiko. Móðir hennar koin með henni þegar hún kom aftur. Litlu seinna var Helena kölluð inn til Abbadisar- innar. — Barnið mitt, sagði abbadísin við hana. — Hjer er komin frænka þín Montlaur greifafrú. Ósamlyndi kom upp í fjölskyld- unni, en greifafrúna hefir lengi langað til þess að sjá þig. Hún vill nú að þú verðir hjer með Carmen, þar til námstími ykkar er á enda, svo átt þú að vera á heimili liennar eins og önnur dóttir. — Þiggur þú þetta? spurði Carmen. '— Já, gerðu það, sagði frú Montlaur blíðlega. — Móðir.... var allt, sem Helena gat sagt svo kysti liún liendur frú Montlaur. í vagninum, er ekið hafði frú Montlaur og Carmen til klaustursins, var nú einum fleira á heimleiðinni. Frú Mountlaur reyndi að ganga henni í móðurstað, samt gat liún aldi-ei verið verulega ástúðleg við hana. Hún gat ekki gleymt því að hún hafði hatað móður hennar og hrundið frá sjer allri hugsun um föður hennar. Þetta kom aldrei fram í viðmóti liennar, en hún Ijet það 'á sjer skilja í brjefum til sonar síns. Þessvegna var Ramon svo undr- andi að hitta Helenu á Penhöet. Dagarnir liðu kyrlátir og friðsælir. Carmen fór oft i langa reiðtúra með stóran danskan hund, senr liún átti. Þegar hún kom heim, var hún oft rauðeygð. Hin árvöku augu frú Montlaur sáu fljótt samdrátt á milli Helenu og Raipons. En hún vissi ekki hve djúpum rótum hann stóð. Hún hjelt að þetta væri aðeins stundar gaman, því að henni kom ekki til hugar að sonur liennar, sem hafði hlýtt henni i einu og öllu, mundi verða ástfanginn án hennar vilja. Hún horfði oft með áhyggjusvip á ungu stúlkuna, er hún hugleiddi, hve framtíð hennar var í rauninni óti-ygg. Henni datt aldrei í hug að Ramon mundi kvænast henni. Dag nokkurn voru þau mæðgin ein í dagstofunni. Ilún sat í hægindastól og las brjef og reikninga. Hann sat með hönd undir kinn og var hugsandi á svip. Allt í einu tók hann ákvörðun. — Mamma, sagði hann. — Já, hvað viltu, sagði liún. Þegar hún sá alvörusvipinn á syni sín- um lagði hún frá sjer brjefið, sem hún hjelt á og sagði fljótt: — Hvað er á seyði, Ramon. — Mamma, sagði liann aftur. Ilann þagnaði og hugsaði sig um, svo sagði hann og reyndi að tala rólega. — Mamrna, jeg elska Helenu frænku mína. Jeg elska liana af öllu hjarta. Ilún verður konan mín. Jeg bið þig að gefa samþykki þitt til þess ráðahags. Móðir hans sagði ekkert, hún virtist hugsa málið. Hann hjelt áfram: Þú veist best, hve góð og göfug liún er, jeg elska hana og hún ein getur gert mig hamingjusaman. Elskar liún þig? — Já, jeg held það. — Hefir hún sagt þjer það? — Nei, jeg hefi ekki spurt liana, en jeg lield, að jeg hafi verið svo lánsamur að falla henni í geð, og jeg er viss um að hún er kona, sem hver móðir mundi óska syni sínum til handa. — Þú þekkir sögu móðir hennar. Ramon fann að hann eldroðnaði. Hann reyndi að láta ekki á neinu bera og sagði: — Jeg veit fyrst og fremst að börnin eiga ekki að gjalda yfirsjóna foreldranna, og jeg legg ekki eyrun við baktali og rógi. — Þetta er fallega sagt, Ramon, en sönn móðir hugsar ekki eingöngu um óskir barnsins síns, en er líka ábyrg fyrir Guði og samvisku sinni þegar um framtíð er að ræða. Við, sem berum þetta nafn erum líka ábyrg gagnvart þeim, sem hafa borið það áður. — Mamma, jeg fullvissa þig um, að það sem sagt er um frú Penhöet er lireinn og beinn rógur, og livað gæti hún að þvi gert jafnvel þótt það væri satt? Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, segir máltækið, og þessvegna er jeg á móti kvonfanginu. — Þú neitar þá að gefa samþykki þitt. — Já, Ramon, það er skylda mín. Þú mátt ekki halda að mjer sje kalt til Helenu. Mjer þykir vænt um liana, en jeg mun aldrei samþykkja að nokkur af Montlaur- ættinni taki sjer konu, sem ekki hefir ó- flekkað mannorð. — Þú mátt ekki láta slík hindurvitni liafa áhrif á þig. — Talaðu ekki meira um þetta, Ramon, þú veist að mjer snýst aldrei liugur. Þetta brúðkaup verður aldrei lialdið. Ungi maðurinn stóð á fætur og svaraði alvarlegur og kurteis í bragði. — Afsakaðu mamma, þetla brúðkaup verður lialdið innan tveggja mánaða, að öðrum kosti dey jeg. Nú hefi jeg sagt þjer hvað jeg vil. Jeg er Montlaur eins og þú og kann að koma fram vilja mínum. — Ramon, jeg skipa þjer að þegja og hætta að hugsa um ást þína. — Þú skipar mjer þá að deyja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.