Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.06.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MTNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Sumar kemur eftir vetur og grasið grær . Og |/að grær miklu meira af grasi en gerði fyrir tuttugu árum, er íslenskt löggjafarvald skildi nauð- syn þess, að flýta fyrir ræktun laud- ins og stefna að því, að íslensk bændastjett gæti uppskorið mestan hluta heyfanga sinna á ræktuðu landi. Þetta mátti ekki seinna vera. Því hvernig mundi nú ástaft um bústofn íslendinga, ef lieir hefðu ekki ineira af rækuðu landi en var fyrir tuttugu árum. Það er alkunna, að íólkseklan hefir verið svo tilfinnanleg síðustu árin, að jafnvel þeir líændur, stm hafa haft gott slægjuland utantúns, hafa ekki sjeð sjer fært aö nytja það, vegna fólkseklu. Hvað mundí þá, ef að túnin væru jafn títii og þau vera forðum. Hvernig mundu bún- aðarskýrslunar þá sýna skepnu- f jöldann. Ennþá í ár eru, þrátt fyrir stórum minni vinnu í þágu setuliðsins en áður var, horfur á því, að bændur muni alls ekki geta nytjað jarðir sínar sökum fólkseklu. Ráðningar- stofa landbúnaðarins kallar á kaupa- fólk en fær strjál svör. Fáir vilja fara í sveit, þrátt fyrir ágætt kaup, og það er eins og t'ólk meti það einskis að fá ókeypis fæði og stór- um hollari vinnu en i kaupstöðun- um. Og bændurnir örvænta og selja jarðir sínar og bústofn og breyta andvirðinu í liúseianii i kaupstöðunum, svo dýru verð- keypt- ar, að fyrirsjáanlegt er að þær verða fallnar ofan i þriðjung þess verðs er þær eru keyptar fyrir nú. Þannig eru liorfur landbúnaðarins þrátt fyrir þær miklu umbætur, sem hændur hafa fengið á markaðs- kjörum sínum og margir telja eftir þeim, Hjer er eithvað meira en lítið athugaverl. Og hjer er um svo mikils- vert mál að ræða, að tilvera þjóð- arinnar er undir því komin að úr rætist. Og þetta gerist á árinu 1944 lýðveldisárinu. fsland verður aldrei sjálfstætt ef eyðing sveitanna heldur álram. Nú hefir verið efnt til mikilla sam- taka um landgræðslu. En ætti þjóðin ekki að efla jafnframt samtök um, að eyða þeirra landhræds/u, sem virðist hafa gripið hana. Merkileg leiksýnig: „PAUL LANGE 0G TORA PARSBERG" Tora Parsberg og Paul Lange (Gerd Grieg og Valur Gislason) i siðastc þætti. Frumsýning á hinu fræga leik- riti Björnsons fór fram á 2. dag Hvítasunnu og tokst með svo mikl- um ágætum, að hennar mun verða lengi minnst. Verður það bersýnilegt með hverjum nýjum leik, sem frú Gerd Grieg setur á svið fyrir Leik- fjelag Reykjavíkur, hve heillaríkur ávöxtur er að því starfi og höfum við komist í þakklætisskuld við Noreg fyrir komu hennar hingað. Því-að það er liún, sem hef'r sett leikinn á svið, auk þess sem hún leikur aðalhlutverkið, Tora Pars- berg. Frúin hefir áður leikið með Leikfjelaginu í „Hedda Gablcr" auk þess scm hún liefir sett „Pjctur Gaut“ á svið (og „Gildet pá Solhaug“ fyrir Norrænafjelagið) — og skal eigi lagður á það dómur hjer í hvoru hlutverkinu frúnni takist betur upp en eitt er víst og það er það„ að samleikurin var stórum betri í „Paul Lange og Tora Parsberg*. Hjer var um viðburð að træða — svo ágætan samleik og fágaðan, að slíks munu fá ,eða engin dæmi 'ijer. Og ber fyrst og fremst að þakka þetta leikstjórunum. En þarna ljet enginn leikandi sinn hlut eftir liggja og hlýtur mikið starf að vera að baki leiknum. Efni leiksins verður ekki rakið hjer til neinnar lilýtar. Paul Lange er frjálslyndur ráðherra, sem hefir sagt af sjer útaf ósamkomulagi við stjórnina og ætlar að ganga í ber- högg við forsætisráðherrann, gaml- an mann og beggja handa járn. En hann er jafnframt fjárhagslega illa stæður og istöðulítinn. Hefst nú bar- átta um hann sem stjórnmálainann annarsvegar milli kammerherrans, umboðsmanns konungs og hins- vegar milli Arne Kraft, vinar hans. Jafnframt verður hann að heyja aðra baráttu. Hann er ástfanginn af hinni ríku og glæsilegu konu Toru Pars- berg og hefir beðið liennar, en býst vist við hryggbroti. Þeta fer á annan veg, því að ungfrú Parsberg tekur honum. Skáldið liagar rás viðburð- Slorm gamli (Lárus Pálsson). anna þannig, cð baráttan verður samtvinnuð og gæti leikurinn því heitið „Politilc og Kærlighed“ lilið- stættnvið nafnið „Geografi og Kær- lighed“. í öðnim þætti sveiflar skáldið refsiverndinum yfir stjórnmálamönn- um Noregs og flengir þá svo eftir- minnilega, að margan hlýtur að hafa sviðið undan þegar leikurinn kom fram. Þó að þessi þáttur sje beiskju blandinn þá er hjer frekar um gamanleik að ræða, sem gerir harm- sögu þriðja þáttar enn eftivmínni- legri. Þar sýnir skáldið af speki og mannviti afleiðingar þess, að geta ekki tekið ákvörðun og vera hörund- sár. Þessir eiginleikar Paul Lange verða ást hans til Toru Parsberg yfirsterkari, og hann sviftir sig lífi er hann frjettir að hann sje kominn í ónáð hjá konungi sinum. Björnstjerne Björnson túlkar sál- arlíf hins ógæfusama stjórnmála- manns, hugsæismanns og gungu, Paul Lange með svo rniklum ágætum að leikur þessi verður jafnan tal- inn með bestu leikritum liins frjova, stórbrotna og liánorska skálds, sem jafnframt var mesti þjóðvakningar- maður sins tíma. Það stóðu mikil veður um þennan leik þegar hann kom fyrst fram, þvi að svo sýndist sem höfundurinn hefði b.ygt hann að nokkru leyti á raunverulegum atburðum, sem honum voru sjálfum nákomnir. Og gremjan yfir meðferð hans á hinuni norsku stjórnmála- mönnum var mikil. Nú er allt þetta gleymt, en eftir stendur listaverkið, hin djúpsæja íhugun höfundarins á sálarlífi persónanna, gletni hans, Frh. á bls. Í4. Kammerkerrann og Paul Lange (Brgnj. Jóhannesson og Valur Gísla- son) i fyrsta þætti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.