Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ELÍAS LÖNNROT - FABIR KALEVALA Finnar eiga sjer dýrmætan bókmenntaarf þar sem er kvæða- safnið Kalevala. Að sumu leyti má líkja þessum þjóðkvæðum við Eddukvæðin okkar, en Eddurnar geymdust öldum saman í handriti. Hinsvegar lifðu hin finnsku þjóðkvæði á vörum þjóð- arinnar fram á síðustu öld. Það var fátækur klæðskerasonur sem vann þetta þrekvirki að safna þessum kvæðum og gera úr þeim það rit, sem öllu öðru fremur hefir orðið til þess að halda við þjóðerni hinnar marghrjáðu finnsku þjóðar. Hvar sem leitað er i menn- ingarsögu Evrópu á liðnum öld- um birtist okkur altaf við og' við gömul saga. Sagan um almúga- barnið, fátæklingssoninn, sem fjekk í vöggugjöf hinn ókúgan- lega kraft, sem ræður stundum eigi aðeins örlögum hans sjálfs lieldur jafnvel allrar þjóðar hans um langan aldur. Þetta þarf ekki að vera saga um neinn snilling, er sprettur upp af dul- mögnuðu afli og gerist frábær maður i listum eða vísindum; það getur verið sagan um iðju- manninn, sem virðist vera eins og fólk er flest en á hinn ókúg- anlega vilja til þess að missa aldrei sjónir af markinu og gef- ast ekki upp fyrr en þvi er náð. Einn þessara mánna var Elias Lönnrot, faðir Kalevcila, hinn yfirlætislausi en mildi sonur Finnlands. Vart mun hægt að hugsa sjer meiri fátækt og bágindi en á heimilinu, sem hann fæddist á, 9. apríl 1802. Faðir lians var klæðskeri í litlu þorpi, bjó í koti, sem heitir Paíkkari við Valkjárvivatn í sunnanverðu Finnlandi. Híbýlin öll voru ein stofa, en bóndinn hafði ekki einu sinni efni á því að koma sjer upp baðstofu, sem Finn- um þykir þó nauðsynleg á hverju heimili. Elías var fjórða harn þeirra hjóna. Áður en móðirin var stigin af sæng tók grannkona hennar að sjer að fara með snáðann til prestsins, alllanga Ieið til þess að biðja hann um að skíra. Á leiðinni þangað gleymdi hún nöfnunum tveim, sem hún hafði látið foreldr- anna segja sjer, og hún átti að tilkýnna presti. Þessvegna tók prestur það ráð að fletta upp í almanakinu og tók nafnið, sem þar stóð við daginn, eins og stundum hefir verið tíðkað lijer á landi. Þar stóð nafnið Elías — spámaður. Lönnrot klæðskeri og Icona hans voru alls ekki ánægð með þetta nafn, en þó má segja að það hafi orðið táknrænt, því að Elías Lönnrot varð síðar spá- maður þjóðar sinnar. Á klæðskeraheimilinu var fa- tæktin svo mikil, að húsmóðir- in varð oft að saxa trjáhörk eða skófir til að drýgja með brauð- ið, og sulturinn var ekki sjald- gæfur gestur í kotinu Paíkkarí. Til er saga, sem Iýsir nokkuð heimilisliagnum. Elías var þá níu ára, og var svangur sem oftar. Kemur hann til móður sinnar og biður um mat. Hún svarar, að enginn ætur hiti sje til á heimilinu, en liann segir þá: „Það gerir ekkert til, inainma. Jeg ætla þá að lesa i staðinn.“ En þrátt fyrir fátæktina var þetta elcki ógæfusamt heimili. Foreldrarnir unnust mjög og faðirinn var jafnan ljettur i lund og hafði fjörgandi áhrif á konuna, sem var alvörugefin og mikil trúkona. Elías var alvörugefinn dreng- ur og mjög dulur skajji og fá- skiftinn, en varð snemma bók- hneygður svo af har. En á öðr- umþræði varð liann snemma mikill vinur náttúrunnar og undi vel við að reika einn úti um akra og skóga og læra að þekkja hlóm og íugla. Lika var hann mjög gefin fyrir íþróttir, sjerstaklega sund, sem styrkti liann líkamlega, svo að hann varð hrátt vel að sjer gjör. Faðirinn gerði sjer ekki ljóst i fyrstu livert liugurinn stefndi. Hann fjekk honum nálina og fór að kenna honum að sauma. Geti Elías ekki orðið duglegur skraddari þá verður hann aldrei neitt, sagði gamli maðurinn.1 En það vildi til happs að Henrik, eldri hróðir Elíasar, sem síðar varð dugandi klæð- skeri, sá fljótlega hvað í honum hjó. Og hann hætti ekki að nauða við föður sinn fyrr en hann sættist á að senda Elías í skóla. Þar gat hann að minsta kosli lært að tala sænsku. En skrítið var það, að sænskan var eina námsgreinin, sem Elías hafði mikið fyrir að læra. Haustið 1812 var Elias svo sendur í skólann í Ekenas, sem er smábær milli Hangö og Hels- inki. Skólinn var sænskur og drengnum varð erfitt um fyrst í stað, vegna þess að finnska var móðurmál lians. En þó varð erfiðara um matinn. Eiginlega gat hann ekki horðað sig sadd- an nema um jólin, en þá áskotn- uðust lionum jafnan noklaár skildingar fyrir að syngja sálma við dyr hjá fólki. Það sem hann fjekk sent af mat að heiman var hvergi nærri nóg. Og eftir eitt ár sendi skólastjórinn hann heim aftur. Svo liðu tvö ár. Hann lijálpaði föður sínum með saumana en las í tómstundum sínum eins og hann gat. En Henrik hróðir hans kom honum til mennta á nýjan leik og nú lijelt Elías til Ábo, en þar var mennta- skóli. Skólastjórinn var maður göfuglyndur og kenndi í brjósti um þennan efnilega fátækling og lofaði honum að reyna hvað hann gæti. Nú kom á daginn að þarna var námsmaður á ferð- inni, sjerstaklega reyndist hon- um auðvelt að læra latínu. Hann varð brátt viðurkenndur efni- legasti nemandi skólans og tok stórkostlegum framförum. En fátæktin sagði til sín sem fyrr. Hann átti ekki fyrir skólabók- um og varð að fá þær að láni hjá fjelögum sinum og lesa þær meðan þeir voru að horða. — Hann svelti að staðaldri í þrjú ár og loks varð hann að fara úr skóla og sauma hjá föður sínum. En ekki misti hann vonina um að fá að læra áfram og nú vildi honum það til liapps að liann kynntist ungum aðstoðar- presti í sveitinni, sem tók að sjer að kenna honum áfram og gaf honum það ráð að ganga milli hæja og syngja sálma fyrir fólk og gamlar vísur. Geta má nærri að hinum unga manni hefir ekki verið að skapi að ganga um betlandi en hann gerði það samt. Og loks hafði hann eignast svo mikið af korni — peninga áttu bændur ekki til að gefa honum — að hann var hirgur til langs tíma af rúg- brauði. Og þg fer hann í þriðja sinn í skólann, í þetta skifti til Borgaa. Hann hefir ekki verið þar nema fáar vikur þegar hann frjetti að lyfsalann í hænum vantaði lærling. Elías Lönnrot sótti um starfið og fjekk það. Hann vænti þess að hann gæti stundað nám áfram jafnframt, með því að lesa í tóinstundum sínum! Vitanlega var þetta erl- itt, þangað til skólastjórinn komst að því hve mikið var í piltinn spunnið og veitti hon- um einnar slundar kennslu á viku, í einkatíma. Og nú fór lukkan loksins að brosa við hon- um. Svo bar við að læknir einn á staðnum kom inn í lyfjabúð- ina og gerði sjer það til gamans að ávarpa sveinanna á lalinu. Þeim varð flestum stirt um svör en Lönnrot svaraði á svo góðu og lipru máli að læknir- inn varð forviða og fjekk áhuga fyrir honum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.