Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Rannsóknarstofurnar í Cal-Tech, eru nieð súlnaröðum út að skrautlegum for- garði. Þarna starfa fjölmargar þjóðir nú að því að styðja sigur hinna sameinuðu þjóða i styrjöldinni. Bókafregn Neistar. Það er hlutverk blaSamanna aS rita um bækur og fræSa almenning um kosti þeirra og ókosti. Þetta er mikilvægt starf, því umsagnir blaS- anna eru venjulega sá leiSarvísir, sem væntanlegir kaupendur og les- endur verSa aS treysta á. Líklega er þaS aS fara aftan aS siSunum, aS maSur úr flokki sauSsvarts al- múgans taki sjer fyrir hendur aS skrifa um bók, án beiSni eSa bend- ingar frá nokkrum manni, og þvi aS- eins i þvi skyni, aS vekja athygli á henni. Samt ætla jeg nú aS leyfa mjer þetta brot á lögmálinu. Þó er einn sá annmarki, sem gerir mjer þetta leitt. Umsagnir um bækur eru þráfaldlega svo marklausar aS þorri manna er hættur aS leggja trúnaS á þær. Vegna þess aS jeg er aS nafninu til bóksali, kann líka ein- hver aS ætla, aS jeg sje aS skrifa auglýsingu sjálfum mjer í hag. Því þykir mjer rjett aS geta þess, aS bók sú, er jeg minnist hjer á, er ekki til sölu í bókaverslun minni. Bókin er Neistar eftir Björn Sig- fússon. Mjer var strax forvitni á aS kynnast henni þegar jeg frjetti um útkomu hennar: þóttiát vita aS nokkuS mundi vel um hana, svo lærSur maSur sem Björn er og gáf- aSur, en hitt var mjer líka ijóst, aS mikið þurfti til þess að sleppa vel frá hlutverkinu: að tína saman þá mola úr bókmentum okkar frá elstu tíð, að safnið bæri heildar- svip fólksins, sem landið byggir og gæfi samfelda hugmynd um „sókn þess fram með sverð og kross í siðmenning og lögum“. Til þess að svo mætti verða, þurfti svo geysi- lega víStæka þekkingu á bókmennt- unum og svo skarpa yfirsýn þeirra nær ellefu alda, sem þjóðin hefir bygt landið. Það er skjótast frásagna, að eftir mínu almúgamannsviti hefir Birni Sigfússyni tekist verkið ekki aðeins vel heldur stórkostlega vel. Bókin er líklega öllum öðrum betur til þess fallin að glæða hjá ungum lesendum áhuga fyrir sögu landsins, og jeg þekki enga þá bók, sem jeg tel til þess liklegri, að skerpa skilning hans á sögunni. En skilningur á sögunni er dálitið annað en einföld þekking á atburðum hennar eða minni á þá og ártölin. Satt að segja tel jeg þá þekkingu ekki mikils virði ef hinn eiginlega söguskilning brest- ur. Bókinni er skift i kafla, fremur en þætti, eftir þvi, sem safnandi efnis- ins telur að tímamót verði i sög- unni. Fyrir hverjum kafla hefir hann ritað forspjall lesendunum til leiðbeiningar. Þau forspjöll eru svo skarpleg og skýr að mjer er nær að lialda að telja megi snilldar- bragð á þeim. Síðan er lítið annað gert en að raða niður molum þeim — neistunum — sem valdir hafa Verið. Þó eru nokkrar skýringar neðanmáls, eftir því, sem safnand- inn hefir ætlað nauðsynlegt. Þar hygg jeg þó að sumum muni þykja helst til skamt gengið og mætti gjarna auka við í næstu útgáfu, FramJiald af bls. 3. Tekniska stofnunin í Pasadena. komu i sumum tilfellum að sömu notum og radium, sem er afar dýrt eins og allir vita. Uppgötvanir þær, sem dr. Karman og lærisveinar lians gerðu í flugvísindum urðu meðal annars til þess, að afráðið var að gera Suður-Californiu að helstu bækistöð flugvjelaverksmiðjanna í Bandarikjunum. Nemandi einn, sem aðeins hafði notið kennslu í Cal- Tech, Carl David Anderson, fjekk verðlaun Nobels í eSlisfræði árið 1936, og kandidatar frá stofnuninni voru mjög eftirsóttir af stóriðju- höldunum til þess að gerast for- stjórar eða veita rannsóknarstof- um verksmiðjanna forstöðu. Ungur forstjóri fyrir aðal stálsuðufjelagi Bandaríkjanna (United States Steel) — sem mjer þætti sennilegt að ekki yrði langt að bíða. Ef það er nokkuð, sem þessi merkilega bók sýnir, þá er það alvara lífsins, lífs einstaklingsins og lífs þjóðarinnar. ÞaS er líka holt að þetta sje fyrir okkur brýnt við þau þáttaskifti, sem nú eru að verða í sögu okkar. Ekki færist mjer að gera athuga- semdir við efnisvalið, en vitaskuld fer ekki hjá þvi, að stundum Iítist ekki öllum á einn veg. Þannig finnst mjer t. d. vísa Bólu-Hjálmars á bls. 355 ekkert erindi eiga í bók- ina. Ekki lýsir hún neinu um aldar- farið. Hún lýsir engu nema gremju Hjálmars sjálfs og kergju, og lista- verk er hún ekki. Yísur Hjálmars á efri árum voru stundum langt frá því að vera þaS, þegar stirðir skaps- munir fengu yfirhöndina. í slíkum vísum kemur ekki fram ofurmennið Bólu-Hjálmar og það er ekki greiði við minningu hans að vera að hampa þeim. Eitt verð jeg að vita og það mjög harðlega, sem sje að vera að hanga i þeim íslenska sið, sem ekki er annað en argasti ósiSur, að hafa formálann aftan við bókina. Rök Björns Sigfússonar fyrir þessu fæ jeg ekki betur sjeð en að sjeu hrein markleysa. En ef honum er þessi almenni öfuguggaháttur hjartfólginn, þá vil jeg að hann dragi strikið til enda og láti titilblaðið aftan við allt saman. Það væri góð kínverska — eða hebreska. En hvar sem formálinn er, þá er þetta bók sem á að komast inn á hvert íslenskt heimili. Sn. J. fór á námskeið til Cal-Tech til þess að búa sig undir starfið. Cal-Tech verður vel til fjár. Fimm miljón dóllaragjöfin frá Fleming var góð undirstaða, en hún var hvergi nærri nóg til fram- búðar. Kenslugjald studentanna 750 hrökk skammt fyrir útgjöldunum: kaupi kennarana og hinum dýru áhöldum og rekstri þeirra. Og þess- ari stofnun hæfðu aðeins fallegar og vandaðar byggingar. Þá var það árið 1923 að Henry Robinson, fyrv. meðlmur í siglingaráði Bandarikj- anna, hjelt veislu og bauð þangað nokkrum fremstu kaupsýslumönnum og iðjuhöldum í Los Angeles. í þeirri veislu var stofnað styrktar- fjelag Cal-Tech. Til þess að verða meðlimur i því fjelagi varð að borga 1000 dollara á ári i tiu ár, en í staðinn varð viðkomandi ó- virkur fjelagi.í fjelagi kennaranna, sumra hverra heimsfrægra visinda- manna og liafði það á vitund sinni að hafa stutt merkilegt málefni. Stofnendur þessa fjelags voru 100 en hefii nú yfir 100 meðlimi banka- stjóra , stórverslanaeigenda, iðju- hölda, olíukonga, lögfræðinga, mil- jónamæringa sem sest liafa í helgan ' stein, hlaða og bókaútgefenda og ríka lækna. Þessir menn hafa sjeð sambandið milli líffræðirannsókna hins unga hollenska doktors Frits W. Went og hinnar auknu uppskeru í Californiu. Þeir, skildu að gagn- semi rannsóknastofu jieirra, er verksmiðjur reka, stendur og fellur með þeim hávisindum og frækilegu uppgötvunum, sem rússneski eðlis- fræðingurinn dr. Paul Epstein og hans líkir gera í Cal-Tech. Þá lang- aði til jiess að vita deili á rann- sóknum dr. Morgans, sem hafa haft Framhald á bls. 15 ÁRÁSIRNAR Á .„MEGINLANDSVIRKI HITLERS". Dag og nótt halda flugvjelar Breta og fía.ndaríkjamanna uppi látlausum árásum á meginlandið og hefir sist dregið úr árás- unum á Þýskalcmd siðan innrásin var gerð og fjöldi flugvjela verður að aðstoða sókn innrásarhersins. Fyrstu viku þessa árs fóru um 8000 flugvjelar til innrása yfir meginlandið og var þvi þá spáð, að eigi mundu bandamenn endast til að hatda áfram lengi í þeim stíl. En reynslan hefir orðið sú, að árás- irnar hafa farið vaxandi. Hjer sjást Liberator-vjelar, eftir að þœr hafa kveikt í þýskum bœ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.