Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 ABÚ HASSAN Frh. af bls. 6. veigamikið. Þar úir og grúir af fjarstæSum, en þær eru ærið skop- legar sumar, svo að menn hafa af þeim gaman, enda fellur músik Webers svo aðdáanlega vel við efn- ið, sem er i stuttu máli á þessa leið: Abú Hassan er í miklu uppáhaldi lijá Kalífanum af Bagdad, en hann er eyðsluseggur og er svo komið að hann á varla málungi matar og verður að láta sjer nægja vatn og brauð, sem Fatima, kona lians gefur honum. En sá er ljóður á hennar ráði, að lienni lætur betur að syngja en að búa til mat. Til jjess nú að reyna að rjetta við liag sinn, hugsar Hassan upp all glæfralegt bragð. Hann sendir konu sína til Lobeidu, konu kalifans, og á hún að tjá henni, að nú sje vesa- lings Hassan dauðnr, og muni kalífa- frúin þá víkja henni einliverju, eða að minsta kosti cinum 50 gullpen- ingum og ábreiðu til þess að breiða yfir líkið. Fatima fer í j)essa sendi för, en meðan hún er fjarverandi koma allmargir lánardrottnar Abú Hassans og iieimta af honum greiðsl- ur. Auðvitað getur liann ekkert greitt en hann grípur ])á til þess ráðs, að hann tekur tali ríkasta manninn í hópnum, og ruglar hann alveg með að segja honum, að Fatima sje vart mönnum sinnandi af ást til hans. En Omar kemst allur á loft er hann heyrir þetta og býðst til þess að greiða öllum hinum skuldheimtu- mönnunum, og skuli Abú Hassan ekki hugsa um þessar ólukkans skuldir framar. En með sjálfum sjer hugsar hann gott til glóðar- innar, að hitta Falimu í fjöru. Þegar þessir herrar eru farnir, kemur Fatíma, og hefir erindið gengið að óskum, — Lobeida gefið henni bæði peninga og ábreiðu, sem Abú Hassan hafði gert ráð fyrir, og hygst liann nú að leilca á kalíf- ann á sama hátt, — segja lionum kjökrandi, að Fatima, vesalingur- inn, sje dáin, í þeirri von, að fá hjá honum svipaða upphæð. Meðan hann er að heiman kemur Omar gamli, heldur en ekki kampakátur, og hygg'- ur gott til þess, að Fatíma er ein heima. Hánn liefir keypt upp allar skutdir Abú Hassans og býður að afhehta henni kvittanirnar fyrir einn koss eða svo. En þá vill nú svo óheppilega til, að Abú Hassan kemur heim, áður en Ómar fær nokkuð að gert, og Fatima ýtir hon- um i skyndi inn í næsta herbergi, og aflæsir þvi. Gerir hún manni sínum skiljanlegt með bendingar- máli, að hún hafi þarna „fugl í búri“. En „fuglinn" sá tekur brátl að ókyrrast, ekki síst þegar hann verður þess var að dyrnar eru af- Jæstar. Liggur við að hann verði óður, sá gamli syndaselur, þar í fangelsinu, en þau hjónin skemta sjer konunglega. En þegar á þessu gengur, ber að garði Mesrur, sendi- mann kalífans, þeirra erinda, að fá vitneskju um, livort rjett sje liermt að Fatima sje dáin. Þar eð þau.hafa bæði, kalífinn og kona hans, fengið ])essar sorgarfrjettir á víxl, um and- lát þessara uppálialdsþegna sinna vilja þau vita, hvort lijónanna það e sent dáið hefir, og sjeu þau bæði dáin, þá livort þeirra liafi andast fyr. Kalífi liefir ltaldið þvi fram Jón nrnasDn prentari: Dm stjörnuspebi Phító. — Eins og vikið er að hjer að framan, er plánetan Plútó ný- fundin og því lítið rannsökuð frá stjörnuspekilegu sjónarmiði. Fer hún svo hægt að mörg ár þarf til þess að athuga afstöður annara pláneta til hennar og áhrifasambönd þau er myndast við liana. — Þó er þess getið til að hún munj helst standa í sambandi við allt það, sem í myrkr- um er hulið og skjóta því við tæki- færi upp á yfirborðið, eins og t. d. svik, landráð og yfirtroðslur ýmsar, sem fyrst eru framdar í leyndum og koma eigi fyrir dagsins ljós fyrr en eftir jafnvel langan tima. Eðlisáhrif húsanna. { framanskráðu hefir verið lýst eðlisáhrifum dýrahringsins, sólar, tungls cg pláneta. Samsvarar það að nokkru leyti andlegu tífi manna og sálarlífi þeirra, svo koma einnig til að ])að muni hafa verið Fatima — en kona hans að það hafi áreiðan- lega verið Abú Hassan. — Hafa þau síðan veðjað um þetta, en þar sem Mesrur sjer nú, að Fatíma ligg- ur hreyfingarlaus á legubekk, undir ábreiðunni og að Abú Hassan er sýnilega hnugginn mjög, hleypur hann ])egar heim til kalífans og ber honum tíðindin. En hann er rjett nýfarinn út úr dyrunum, þegar Léhiruð, þerna Lobeidu kemur í samskonar erindum, fyrir húsmóður sína Fatima er þá nýbúin að breiða ábreiðuna yfir bónda sinjn, á bekkn- um, og tekur á móti þernumji kjökr- andi og kveinandi, og þernan þyk- ist þá liafa gert góða för. En Hassan lifnar við skjótt, og er þeim hjónum ærið glatt í geði, þar sem allir þessir hrekkir þeirra hafa blessast svona prýðilega. En ekki gefst þeim mikið tóm til'fagn- aðar, því að nú er þeim hátíðlega tilkynnt, að þau sjeu að koma, kalíf- inn og kona hans. Fleygja þau sjer þá i flýti bæði á legubekkina og breiða yfir sig brekánin, og má ekki seinna vera, því að nú koma hin tignu hjón inn í stofuna, og þykj- ast sjá, sjer til sárrar sorgar, að þau muni bæði verða dáin. Kalífinn er ákaflega lirærður og heitir hverj- um þeim 1000 gullpeningum, sem geti sagt sjer með vissu, hvort hjón- anna hali andast fyrr. Þegár Hass- an lieyrir þetta bregður liann við skjótt, fleygir af sjer brekáninu og sprettur upp — bráðlifandi. Hann fleygir sjer fyrir fætur kalífans og hrópar upp með miklum ákafa: — Það var jeg, sem dó fyrr! bað kalíf- an jafnframt auðmjúklega fyrirgefn- ingar, en óskar að fá útborguð verð- launin. Það stendur nú ekki held- ur á þvi að Fatima lifni við. Allt endar þetta svo vel sem best verður á kosið, og Hassan lætur þess getið að liann hafi „dáið sem vondur mað- ur til að geta tifað betra líferni.“ En Omar gamli, sem hafði greitt reikninga Abú HJassans í þeirri von, að vinna ástir Fatimu verður að hafa sig á brott úr þessu gleðinnar liúsi með lítilli sæmd. greina hin ytri eða jarðnesku kring- umstæður og eru þær sýndar og sundurgreindar í húsunum. Eru húsin talin frá austursjóndeildar- hring til miðnætursmarks, um vest- ursjóndeildarliring til hádegismarks og til austursjóndeildarhrings á ný eða sólrisumarks. Eru þau táknuð með tölunni 1—12, eins og sýnt er í kaflanum um lýsing hús- anna í stundsjánni. Fyrsta hús byrjar við austursjóndeildarhring', fjórða við miðnætursmark, sjöunda við vestursjóndeildarhring og ti- unda við hádegismark. Sýna húsin þessar liliðar manns- ins eða hvers einstaklings: Fyrsta hús. — Líkamsburður manna og ásýnd og að sumu leyti aðalatriðin í skapgerðinni, heill og hamingju. Er það markverðast og áhrifaríkast allra húsanna. Aimað hús. — Fjármunir og eigna- hald. Þriðja hús. — Bræður, systur, frændfólk. Stutt ferðalög, brjefavið- skifti og ritað mál yfir höfuð, skjöl, bækur og menntun. Fjórða hús. — Dvalarstaður, íbúð, landeignir, eignarhald á Iiúsum og landi, heimilislíf, foreldrar. Ágrein- ingur nokkur er um það, hvort hús þetta sýni föður eða móður. Stjörnu- spekingar í vesturlöndum 'telja það til föðui’s, en Hindúar segja að það sýni móðurina. — Sumir lialda þvi fram að það sýni móðurina í stund- sjá manns, en föðurinn í stuijdsjá konu. Fimta hús. — Skemmtanir, fjelög, sem hlutaðeigandi er þátttakandi í, ástamál börn. Sjötta hús. — Þjónar, hvort sem þeir eru bundnir við heimili eða atvinnurekstur. Staða, ef hlutaðeig- andi er undir aðra gefinn — Heil- brigði, veikindi. Sjöanda hús. — Gifting, eigin- maður eða eiginkona. Atvinnufjelag'- ar. Afstaða sú, er hlutaðeigandi hafi til annara manna, hvort sem um vini eða óvini er að ræða. Áttunda hús. — Dauði, erfðir, t'je fengið frá atvinnufjelögum eða við giflingu. Niunda hús. —• Löng ferðalög lil annara landa, fjarlæg lönd, trúar- brögð, heimspeki, æðri menntun, bókaútgáfa, draumar, dulfræði, kirkj- ur, lög, mágar og mágkonur. Tiunda hús. — Atvinnuafstaða, á- lit, ytri virðingar, dramb, vinnuveit- endur, yfirmenn. Faðir eða móðir (sjá fjórða hús). Ellefta hús. — Sambönd við aðra menn, vinir, fjelög og fjelagar, á- góði eða tap, gleði eða örðugleikar, sem eiga rót sína í framkomu annara. Tólfta hús. — Samúð kærleiks- þel og hjálp veitt eða þegin. Mál- efni, sem eru leynileg eða launmál. — F.f afstöðurnar eru slæmar, þá sýna þær dulda óvini, svik fangels- un, örðugleika vegna sjúkdóma, fá- tæktar eða af öðrum áJstæðum, leyndir örðugleikar. í sambandi við þjóðarstjörnúspeki eru eðlisáhrif húsanna nokkuð á annan veg jafnvel þótt þau sjeu i insta eðli sínu í fullri samsvörun við áhrif þau er einstaklingarnir verða varir við. Er nauðsynlegt að henda á þau vegna þess að það er sú grein stjörnuspekinnar, sem birtist við og við í Fálkanum. Fyrsta hús. — Landið og ibúar þess sem heild, ástand þess, vel- gengni og heilbrigði eða öfugt. Annað hús. — Fjárhagsás'tand þjóðarinnar, skattar, tekjur, allar starfsgreinar og stoðir, sem safna fje, svo sem bankar, kauphallir og verslunin. Þriðja hús. — Ferðalög öll og flutningar innanlands og samgöng- ur að vatnaleiðum, bifreiðar. Allt, sem telst frjettaflútningi og almennri fræðslu, svo sem póstgöngur, símar innanlands og talsambönd, frjetta- blöð, tímarit og almanök. Nábúaþjóðir, rithöfundar og bók- inenntir eiga hjer heima að svo miklu leyti, sem'það er liugræns eðlis, en barnaskólar teljast fimta húsi. Fjörða hús. — Lönd, landeignir og landeigendur og starfsmenn sem vinna við landbúnað. Uppskera og landbúnaðarframleiðsla. Námur og byggingar. Alþýðan sem andstaða þjóðhöfðingjans. Lýðræðið, sem andstæða einræðis. Andstaða stjórn- arinnar í þinginu. Sú pláneta, sem er næst slerk- asta punkti þessa húss hefir mikil áhrif á veðurfarið og fer það eftir eðli hennar. Slæm pláneta i húsi 'þessu getur orðið örðug stjórninni í sambandi við andstöðu sína gegn tiunda húsi. Meira.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.