Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Eftir að læknirinn hafði tal- að við skólastjórann fór liann til lyfsalans og bað hann um að segja Lönnrot lausan af samn- ingum. Tók læknirinn svo Lönnrot að sjer og kenndi hon- um uns hann lauk studentsprófi i olctóber 1822 og innritaðist á háskólann í Ábo. En til þess að geta haldið áfram námi varð liann að út- vega sjer hjáverkavinnu og í þeim erindum sneri liann sjer til Törngrens prófessors í skurð- lækningum við háskólann. Og það harg framtíð hans að hann kvnntist þessum ágætismanni. Lönnrot liafði fengið slæma einkunn til stúdentsprófs enda hafði námið verið mjög í mol- um. En þrátt fvrir að lítil með- fnæli væru í einkuninni fjekk Törngren þegar samúð með þessum unga stúdent og gerði hann að heimiliskennara lijá sjer. Átti hann að segja ungum fóstursyni hans til. Á þessu hámenntaða heimili, sem var samastaður margra bestu manna borgarinnar, varð Lönnrot einskonar heimilisvin- ur og jafnvel eins og meðliinur fjölskyldunnar. Veran þar var eins og æfintýri i lifi hins fá- tæka ldæðskerasonar frá Paíkk- ari. Og nú tók liann hröðum framförum í allri andans mennt. — Törngrensfjölskyldan átti heima í Ábo meðan Háskólinn starfaði, en á sumrin á sveita- setri prófessorsins Laukkp við Tammersfors. Og það var eigi síst í sumarleyfunum þar, er liið stóra hún var fullt af gest- um, ungu glöðu fóllci og lærðum mönnum, sem Lönnrot lifði ánægjulegustu dagana, er hann átti á allri æfi sinni. Áður en lýst verður liinu ó- inetanlega lífsstarfi Lönnrot i þágu finnskra hókmennta og þjóðernis, verður í stuttu máli að segja nokkuð frá hinum sögulega grundvelli þessa lífs- starfs. Sameining Finnlands og Svi- þjóðar hafði liaft margt gotl í för með sjer fyrir Finna: kristið þjóðfjelag, evrópeisk menning og fjárhagslegt og fjela^gslegt frelsi hændum til handa, en allt þetta var með öðrum hætti hjá hinum mikla nágranna í Rússlandi. l>að var aðeins i einu efni, sem Svíar voru þungir í vöfum og erfiðir viðfangs, en það var i mikils- verðu máli. Finnar áttu silt eigið mál og bókmenntir en þetta vildu Svíar elcki virða eins og Finnum þótti vert. — Sænskan var hið opinbera mál í skólum, rjettarfari og embættis skrifum, og flest embætti, sem máli skiftu, voru skipuð ^ænsk- um mönnum. Eftir friðinn í Tilsit árið 1807 milli Napoleons og Alexanders Zars, rjeðust rússneskir lierir inn í Finnland og hörðust Finn- ar þá af þeim hetjuskap sem frægur er orðin gegn ofureflmu en frá þvi hefir Runeberg sagt meistaralega í Fánrik Stáis ságnar. Með friðnum i Fredriks- liamn 1809 varð Finnland stór- furstadæmi, en fjekk þó heima- stjórn og landsdagsþing og lijelt í aðalatriðum þvi stjórnarfyrir- komulagi, sem Finnar liöfðu haft meðan þeir voru með Sví- um. En nú, þegar Svíar liöfðu ekki lengur höldsrjett á landinu þótti vænkast ráð hinnar finsku tungu i landinu við þessi um- skifti, enda g'ekk nú þjóðrækt- aralda yfir gei’valt landið. Og í þeirri öldu varð Elias Lönnrot drýgsti starfsmaðurinn. 1 harnæsku Lönnrots voru finnskar bókmenntir, í eigin- leguin skilningi þess orðs, erm- þá óþekkt stærð, en á vörum finnskra hænda tíðkaðist sama geymsla hókmenntalegrar arf- leifðar og hjer gerðist á Islandi ifram á ritöld. Fólkið lærði sögur og kvæði og kenndi af- komendum sínurn og þannig geynrdist það, sem ella hefði glatast, hæði ljóð og óbundið mál. Kynslóð af kynslóð geymd- ist þetta á vörum þjóðarinnar á tungu, senr breyttist furðu lítið þó að aldir gengi 'yfir hana eins og islenskuna. Flest voru þjóðkvæðin’lietjukvæði, en aðal- efni þeirra var með talsvert öðru yfirbragði en íslensk lietju- kvæði. Hetjunnar í hinum finnsku kvæðum voru annar- legar verur, galdramenn,drýsil- djöflar og yfirleitt nryrkursins menn. En svo komu einstaka finnskir menn við sögu líka og hörðust á fráleik gegn myrkravöldunum. Á síðari hluta 19. aldar liöfðu straumar gengið frá Þýska- landi fyrir tilstilli skáldsins Herder. Þar var ríkust sú hug- sjón, að hver þjóð bæri sem mesta virðingu fyrir fortíð sinni og sögu, og að sjálfstæði liverrar þjóðar bygðist fyrst og fremst á því að gleyma elcki sjálfri sjer. Þetta var uppreisn gegn þeim anda, sem þá var svo ríkj- andi, einkum meðal himra smærri þjóða, að apa sjer hætti annara þjóða, sem þá þóttu mildar. Á Norðurlöndum hefir engum tekist hetur að liúðfletta þessa stefnu en Ludvig Holberg gerði, i sínum ógleymanlegu leikjum. Sú þjóðræknisstefna sem kennd er við Herder, náði einnig jarðvegi í Finnlandi. — Ýmsir ágætir menn, svo sem Sjögren, Gottlund og Topelius, hinn eldri fóru að skrásetja finnsk þjóðkvæði, en eigi höfðu þeir skipulagt starf sitt. Það varð Elías Lönnrot, sem með ótrúlegri iðni og þrautsegju langrar æfi og bókmenntalegri og visindalegri snilli vann það þrekvirki að safna í eina heild Ivalevala — Eddu Fínnlands. En safninu gaf liann nafn eftir austurhjeruðum Finnlands, sem kölluð eru Karelen á Norður- landamálum öllum, utan einu. íslenskan kallar Karelen Kyrj- ála. En Kalevala heitir þessi landshluti á finnslcu, og skírði hann safn sitt því nafni, að mestan lilutan til þess eignaðisl hann í Kyrjálum austur. — — Árið 1827 rjeðst Lönnrot til þess að gera læknisfræði að lífsstarfi sínu. En sem betur fór lauk þeirri áætlun þannig, að í september sama ár varð eldsvoði mikill i Áho og brann borgin öll til öslui. Var þá ákveðið að flvtja skyldi háskól- ann tii hins nýja höfuðstaðar Finnlands, Helsinki, og fyrir- lestrum háskólans var bessvegna lrestað heilt ár. Lönnrot fanst sjálfsagt að nota þennan tíma vel og' vorið 1828 lagði hann af stað með 100 nurlaðar silfur- rúblur upp á vasann, í fyrstu ferð sina til Austur-Kyrjála. Eins og grasafræðingur, sem hefir það að markmiði að safna jurtum, ætlaði hann að ganga bæ frá hæ og safna sögum og kvæðum. Lönnrot skrifaði dagbækur og af þeim og hrjefunum, sem hann reit vinum, er hægt að rekja ferðir hans bæði fyr og síðar. Nú hafði hann byrjað það slarf, sem gerði hann að þvi, sem hann varð. Hann klæddisl samskor.ar fatnaði og bændur gerðu. — Skreppu liafði hann á baki og svo kantele sína, hið óviðjainan- le,ga langspil' Finna. Pípuna hafði hann i munni og kvista- prik í hendi og var ósvikinn ímynd þess, sem hann kvað sig vera: hóndi á leið til ættingja í Kyrjálum. Og' slíkum manni er jafnan telcið með þeirri gest- risni, sem finsku þjóðinni er í bló'ð borin. Hvar sem hann kom vann hann sjer vin með alúð- legri og látlausri framkomu sinni og tókst að hafa uppi á gamla fólkinu, sem enn kunni þjóðvísur og þjóðsögur, þó að oft yrði hann að sækja um langan veg og til afskekktra bygðarlaga. Elías Lönnrot fjekk þetta fólk til þess að syngja kvæði og segja frá, en skrifaði jafnóðum niður allt sem hann heyrði. Þeir sem þekkja hve gömlu fólki er lítið um að láta skrifa niður eftir sjer, getur skilist, að Lönnrot liefir haft lag á að kynna sig vel og ná til- trú. Árið 1830 tók hann embættis- próf í læknisfræði og tveimur árum síðar doktorspróf. Sumur- inn 1831 og 32 fór liann langar ferðir og komst lengra norður og austur en áður, en safnaði stórmiklum nýjum fróðleik. En ekki gat hann lifað af fróð- leiknum og nú bar svo við að afskekt læknishjer rð losnaði í Kajana, nyrst í strjálhýti Kvrj- ála, en þar lifði þjóðsaga góðu lífi á vörum fólksins. Lönnrot sótti um emhættið og fjekk það, enda öfunduðu stje!:arl)ræður lians hann ekki af því. Iljer hófst læknisferill hans, en um það lqyti gekk taugaveiki í hjeraðinu og hungursnejð mikil Iiann varð brátt elskaður af fólkinu, enda var hann vægur í kröfum unr borgun, og varð hann virtur senr læknir um allt Norður-Finnland. - Næslu árin hjelt hann áfram að fara í ferðir og safna þjóðlegum fróð- leik og hitti þá meðal annars áttræðan kvæðanrann, Arhippa Perttunen, senr nrikið orð fór af. Hann söng forn kvæði fyrir Lönnrot i marga daga. llann söng unr hið kvenholla skáld Wáinámöinen, senr elskaði jónrfrúna Aino vonlausri ást þangað til hún rjeð sjer bana, hann söng unr ærdngjann Lenrminkainen og hinn ógæfu- sanra Kullervo, unr snriðinn llmarinen, senr hjó til liinn dul- arfulla verndaigrip Sampo, og v unr lrið illa og dinrnra land í norðri, Pohjola. Hið nrikla hetjukvæði Kale- imki, senr hæði að efni og formi á ekki sinn líka í lreinrinum, er skapað al' Elíasi Lönnrot. Á hinum nrörgu ferðunr sínunr frá 1828 til fram yfir 1840 — og í hjeruðunum frá Ladoka- vatni og austur að Hvítahafi, hafði hann safnað efninu í þennan kvæðabálk og lrafði auðvitað fengið það í nrjög ó- sanrstæðum nryndunr. Það var kraftaverk að sanrrænra þessi hrot og raða þeinr rjettilega, en Lönnrot reyndist þeim vanda vaxinn. Það varð æfistarf hans. Veturinn 1835 kom Kalevala út í sinni fyn’stu mynd. Þetta voru 32 kvæði, alls yfir 12.000 erindi. Árið 1849 konr það i annari útgáfu þeirri nrynd sem það síðan er í, en nú voru kvæð- in orðin 50 og erindin 23 þús- und. Framhald . bls. 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.