Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 6
c F A L K I N N - LlTLft - Nancy Battle Palmer: Og svo giftnst þae Susan Craig gekk inn á einkaskrif- stofu Mr. Thornhill með póstinn. Hún lagði brjefin i körfuna' við hliðina á honum og sjaígði: — Haldið þjer að það verði nokkuð himintunglafall þótt jeg skryppi burt í viku? Jeg þarf að bregða mjer til Virginia í brúðkaup. Gamli maðurinn leit á hana, kankvís í bragði. — Það er þó eklci yðar eigið brúðkaup, vænti jeg? — Gæti hugsast, það er að segja, ef jeg gæti fengið strákinn til þess að gefa upp alla rnótspyrnu. — Bros hennar varð allt í einu hlýtt og geisl- andi. — Og hvað á jeg að gera þegar þjer hlaupist svona á brott til þess að giftast ungum ókunnum her- manni? — Jeg er alls ekki að hlaupast á brott til þess að giftast ungum ókunnum hermanni, jeg ætla bara að giftast einum vissum og sjerstök- um Winthrop liðsforingja. — Jæja, jæja. Frk. Browning getur tekið við af yður. En segið þjer henni að vera ekki með þessar fætur fyrir augunum á mjer! Mr. Thornhill var hróðugur yfir því að þykjast vera svona önugur. —• Þakka yður fyrir Mr. Thorn- hill. Gerið svo vel að óska að mjer gangi vel. Jeg ætla að liringja til hans í kvöld og segja honum að jeg komi þangað á föstudaginn til þess að giftast honum. Blátt áfram þannig án allrar jómfrúlegrar hæversku. Hann hefir haldið þvi fram, að það væri ekki sanngjarnt gagn- vart mjer, en sjáið þjer, það er svo stuttur tími eftir. Hann á að sigla rjett bráðum aftur. Mr. Thornhill gekk til hennar og lagði hendina á öxlina á henni: — Jeg óska yður til hamingju, barnið mitt. Ef þjer viljið hann, þá hlýtur allt að vera i lagi með hann. — Takið hann bara. Susan hringdi til Teds þetta kvöld. Á meðan hún beið eftir símtainu, var hún að hugsa um hvað hún ætti að segja við hann. Hún varð að koma honum í skilning um það núna, að hún gæti ekki látið hann fara áður en þau væru gift. Hann varð að komast i skilning um það hversvegna hún treysti sjer til þess að mæta hverju sem vera skyldi í framtiðinni ef hún bara vissi að þau væru gift. En þegar lmn heyrði rödd lians þá vissi hún að hún þurfti ekki að tala alvarlega við hann núna. Ilann mundi skilja það samt, hann skildi alltaf þá hluti sem hún Ijet ósagða. — Heyrðu góði minn, sagði lmn, — besti lögfræðingurinn i borginni segir að þú verðir að gera úr mjer heiðarlegan kvennmann. — Ef þú ert að meina þennan gamla geithafur sem þú vinnur fyrir þá held jeg að liann liafi augastað á þjer sjálfur. Það var hlátur í röddinni. — Láttu ekki eins og bjáni. Mjer er alvara. Jeg kem til herstöðvanna á föstudaginn og við giftum okkur strax. Geturðu fengið sjerstakt leyfis- brjef svo að við þurfum ekki að eyða þessu fjöjgurra daga leyfi þínu í að stússa við það. Það var þögn í nokkrar sekúntur, og ekkert heyrðist nema suðið í símanum, og hún vissi að hann var að hugsa i flýti það sem hún hafði hugsað i langan tíma. Þegar hann talaði aftur var rödd lians eins róleg eins og hennar eigin. — Gott og vel, við gerum það! — heyrðu hjartað mitt. Jeg er svo glaður að mig langar til þess að skríða í gegnum þennan símaþráð til þess að segja þjer hve jeg er glaður. Rödd afgreiðsustúkunnar kom nú inn i símtaið: — Tíma yðar er lokið, frú! Hláturinn sauð i Susan um leið og hún svaraði: — Já, þjer lialdið það! Minn tími er nú rjett að byrja. Blessaður Ted elskan. Við sjáumst á föstudaginn. Hún fór frá New York snemma á föstudagsmorguninn, til þess að liún gæti beðið eftir Ted á liótelinu og tekið á móti honum þegar fríið hans byrjaði það kvöld. Hún hafði varla tíma til þess að skifta um föt og púðra sig, þegar síminn hringdi og henni var tilkynnt að Winthrop liðsforingi spyrði eftir henni. —Gjörið svo vel að senda hann upp — og hún brosti að því i huganum hvað það hefði verið hlæ,gilegt lxefðu þeir sent hann upp á silfurbakka — eins og nafn- spjald. Nei, eins og lykil að himna- riki! Það var barið snöggt á hurðina. Hún opnaði og þarna stóð hann og brosti framan í liana: — Góðan daginn, ókunna frú! — Nafn mitt er Craig. — Það var einu sinni Craig, og og hann skellti hurðinni með fætin- um um leið og hann tók utan um hana. Hann liafði fengið sjerstakt leyfis- brjef og hring, sem næstum því var mátulegur. Hann horfði á hana á meðan lmn greiddi þykka hárið sitt fyrir framan spegilinn og brosti að svipbrigðun- um sem hann sá í speglinum. Svo sagði liann: — Flýttu þjer gæska, við þurfum að vera hjá prestinum kl. sjö. Presturinn gifti þau í lítilli kap- ellu, höfuðsmaðurinn og kona hans voru svaramenn. Að hinni stuttu atliöfn lokinni ók höfuðsmaðurinn með Ted og Susan til gistihússins, og þar hafði hann skilið eftir tvær flöskur af kampavíni í lierbergi brúðurinnar, sem vott um viður- kenningu sina á fyrirtækinu. Þau settust á rúmið og drukku hið freyðandi kampavín og ljetu rjett eins og þau væru að hressa sig áður en þau færu í venjulegan há- degisverð. En eftir þriðja glasið byrjaði Iiöfuðsmaðurinn að syngja — Ó, Helena, Helena.... og þá sagði litla feita konan hans að tími væri til komin fyrir þau að fara heim. Ted fylgdi þeim að lyftunni. — Þegar hann kom aftur inn i her- bergið hjelt Susan annari flöskunni upp að Jjósinu. — Það er dálítið eftir á þessari, sagði hún. Hún horfði á hann opn- um alvarlegum augum: — Finnurðu á þjer Ted? dálítið? — Ekki liið allra minsta, frú Wintlirop. Hví spyrðu? — Af því að jeg vil að þú og jeg drekkum eitt glas saman. Bara jeg og þú, liinn hrífandi liðsforingi og hin saklausa brúður. En hvað hún hefði óskað að hana langaði ekki að vera svona ljett- úðug. Hún vildi gefa mikið til þess að hún hefði getað sagt það seiíi hún hugsaði: — Jeg vil að þú og jeg drekkum alvarlega skál fyrir okkur og öllum þeim góðu og yndislegu hlutum, sem við getum — eða kanske ekki getum — notið samsn. Skál fyrir heimili, börnum, sam- eiginlegum gömlum vinum, löngu og liamingjusömu Hfi. En þetta var árið 1943 og stríðsguðinn stjórnaði lieiminum, og það er enginn tími til þess að gefa sig slíkum tilfinning- um á vald. Ted helti víninu í glösin. Þau stóðu hvort andspænis öðru, en þau snertu ekki hvort annað. Hann lyfti glasinu sínu og sagði: — Fyrir okkur og öllum hinum, sem eru í okkar sporum. Og liún hvíslaði aftur: — Okkur öllum Ted. Susan vissi að þetta var alt í lagi, að undirniðri hugsuðu þau hið sama og að það skifti engu máli hvað sagt var. — Iíeyrðu lijartað mitt, sagði hún nokkru seinna, — það má vera að þetta sje ekki rjetti tíminn til þess að minnast á slíkt, en jeg er að deyja úr hungri. Jeg lieimta steik, sem er að minsta kosti tveir þumlungar á þykt og einhver ósköp af kar- töflum með. Hann brosti framan i hana. — Farðu i kápu i snatri og við förum niður. Mjer dettur ekki í hug að láta þig fara að bryðja bein í rúm- inu mínu. Þannig byrjaði þeirra tími. Dag- arnir liðu í leik og útiverum og nóttin var helguð ástinni. Þau kynnt- ust betur og urðu fjelagar og það var aldrei um skugga af vonbrigðum að ræða á hvoruga hlið. Þau voru mjög kát, og Susan sagði að hún hefði ahlrei lilegið svona mikið. ThEQdór Arnason: Abú Hassan Efniságrip: Gnmanópera einþœtt eftir þýska tónskáldið Weber (1786-1826); tekstinn er saminn upp úr einni sögunni í Þúsund og ein nólt af rith. Iliemer. Frum- sýning í Dresden undir stjórn Webers sjálfs, h. júni 1811. Fremur var lienni tekið fálega, þessari litlu óperu, þegar liún kom fram fyrst og var hún brátt lögð á hilluna. Árið 1825 var luin þó leikin i Lundúnum. En það fór á Allir nýir hlutir, sem þau tóku sjer fyrir hendur höfðu alveg sjerstaka þýðingu í þeirra augum eklci af því að það væri neitt merkilegt í sjálfu sjer, lieldur af því að þau gerðu það saman. Og þau sannfærðust um það að það liefði verið rjett af þeim að giftast. Þau töluðu um allt milli himins og jarðar, en aldrei þó um þennan eina hlut, sem grúfði yfir eins og skuggi: Hvað tíminn var stuttur, sem þau gætu verið saman. Og með- an þau ljeku sjer í sólskininu á daginn eða hlustuðu á andardrátt hvers annars á nóttunni, datt þeim oft i liug að verið gæti að þetta væru allar þær samvistir, sem þeim mundi auðnast að eiga, en þau tóku því vel og voru jafnvel stolt af því með sjálfum sjer. Kvöld eitt skrifaði Ted sem eftir- skrift á brjef sem Susan liafði skrifað til Mr. Thornhill: — Gjörið svo vel og hafið vakandi auga með þessari stúlkukind fyrir mig, og sjáið um að hún haldist í góðu standi. Það má vel vera að jeg láti hana í skiftum fyrir bíl þegar styrjöldinni lýkur. Susan sagði að hann væri galinn, og liann sagði að það væri svo sem auðsjeð fyrst hann hefjSi gifst henni. Svo skellihlógu þau bæði. Síðustu nóttina vaknaði Susan við það að Ted var farinn úr rúm- inu. Hann stóð i daufri birtu við opinn gluggann og starði út. Susan sagði lágt og blíðlega: — Ted elskan mín, geturðu ekki sofið? Án þess að svara fór hann upp í rúmið aftur og stakk antílitinu undir vanga hennar og hún fann tárin í augum hans. Hún settist upp og þrýsti höfði hans að brjóstti sjer. Að nokkri stund liðinni rauf Tcd þögnina: — Elsku Susan min, við skulum ekkert tala um það ennþá. En jeg verð að segja þjer þetta. Jeg hefi fengið skipanir mínar. Eftir kvöldið í kvöld sjáumst við ekki aftur í langan tima, Susan — Susan, elskan mín. Og allt í einu var Susan ekki leng- ur ung, ástfangin stúlka. Hún var orðin fullorðin kona og klausan i giftingarformálanum „þar til dauð- inn aðskilur okkur“ hafði nú öðlast nýja og hræðilegri þýðingu. sömu leið. Menn ljetu sjer fátt um finnast. Gleymdist hún svo um sinn. En um 1870 var hún grafin upp aftur og farið að leika liana á hin- um stærri óperuleiksviðum, t. d. í Lundunum og New York. Og brá nú svo við, að menn fundu að þetta var ofurlítil perla, sem glampaði á, — og er liún nú orðin vinsæl, þó að ekki sé liún veigamikil. Þessi einþætta ópera er eitt af æskuverk- um Webers, og er músikin ekki stórbrotin, en einkar Ijúf, hressileg og jafnvel heillandi fögur. Efnið er tekið úr 1001 nótt og er ekki Framhald á bls. 11. Operur, sem lifa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.