Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN * »Mexican Ladyu C. B. Carmichael: HíVNN KNÚTUR norski, kunn- ingi minn, sem hafði dval- ist árum saman i Mexico og l'lækst um landið þvert og endi- langt ýmist í hrossakaupum eða sem fornfræðingur, olíuprang- ari eða aðstoðarmaður við nauta öt, getur stundum verið svo kaldrifjaður að lirollur fer um mann. Einn góðan veðurdag, þegar Knútur var heima lijá mjer, lók hann síðasta bindið af Ár- bók Hagstofunnar ofan úr hillu. Hann blaðaði í henni um stund og sagði svo: —Hvernig getur þú eiginlega skýrt það, að alltaf skuli vera fleiri ekkjur en ekkjumenn? — Það er vegna þess að kon- ur eru langlifari en karlar. — Jæja, eru þær það? En ef þú flettir upp á öðrum stað hjerna í Árbókinni, þá munt þú sjá, að ógiftir menn lifa að meðaltali lengur en ógiftar kon- ur. — Svo að þú álítur þá, að hjónabandið sje banvænt fyrir karlmenn en ekki fyrir kven- fólk? Mikil bölvuð vitleysa. — Hvernig ætlar þú að útskýra þetta? — Konan hefir svo margvis- leg úri’æði til þess að losna við manninn sinn, sagði Knútur og bætti svo við, um leið og liann jglotti illyrmislega: — Meðal annars er það þetta, að þsfer elda matinn sjálfar. Jeg held tæplega að svo grandvör liús- freyja hafi nokkurntíma verið til að henni hafi ekki einhvern- tíma dottið i hug að koma mann inum sínum fyrir kattprnef, en vitanlega á þann hátt, að engin kona skyldi framar njóta hans í þessu lífi. — Karlmenn drepa konurn- ar sínar ýmist í afbrýði-brjál- æði eða til þess að auðgast á því, — en samt eru það færri konur er fá dóm fyrir að drepa manninn sinn, en öfugt,“ sagði jeg. — Það er vegna þess að þær hafa þaulhugsað málið fyrix•- fram, sagði Knútur. — Jeg skal nefna þjer dæmi. Sagan sú ger- ist að vísu í Mexico en fólkið er hvað öðru líkt alstaðar í heiminum þegar reynir á undir- stöðuatriði mannlífsins, svo sem brauð og ástir og hjegómagirnd. JEG VAR,“ byrjaði hann, — ráðinn hjá ameríkönsku olíufjelagi þetta árið, og var að ferðast um ásamt kunningja mínum, ungum Ameríkumanni, sem hjet Jack, og stórri hor- vjel, sem við höfðum komið fyrir á flutningavagni.. 1 einu hjeraði vestur á Kjn-ra- hafsströnd, það mun hafa ver- ið Michoacán, vorum við við- staddir naiftaat i einum af stærri bæjunum, og þetta nauta- at þólti býsna nýstárlegt, því að nautabaninn var kvenmaður. Reyndar var þetta ekki eigin- lega ekki fullkomið nautaat,, heldur öllu fremur leikur við veturgamlan tappkúða, sem að loksins tókst að lokka út á hringsviðið. En meðan á sýn- ingunni stóð var unga konan með rauðu duluna þó í tals- verðri hættu. Hún hafði öll þau dirfskubx-ögð í frammi, er krafist er af fullkomnum nauta- bana, og' hún gerði þetta glæsi- lega og virtist ekki óttast nein- ar hættur. Og hún var ljómandi falleg. Jeg held það liljóti að hafa veiúð talsvert Indiánablóð í henni. Hún var svo beinvaxin og hnarreist, eins og konur verða þegar mæður þeirra í hundrað ættliði hafa borið vatnskrukkur á höfðinu. En hárið var ekki eins dökkt eins og á Indíánum, því að það er oft hlásvart eins og hrafns- fjaðrir. Og' andlit hennar var með fíngei'ðum di-áttum, eins og myndir af drotningum forn- Egypta. Jack vai’ð hrifin af henni í einu snarkasti. Eins og allir Ameríkumenn, sem liafa vanist meðlæti í lífinu, trúði hann hik- laust á manngæsku annara. Þegar Concepción, en svo hjet stúlkan, hrakti kúðann útaf hringsviðinu og inn á básinn, þá sagði hann að það væri auðsjeð, að hún gæti ekki feng- ið af sjer að gera skepnunni mein. Enda var hún framúr- skarandi kvenleg þarnh, í hvít- um, siðum samkvæmiskjól og veifandi rauðum dúknum fyrir frarnan sig, en tuddinn hopp- and'i og steypandi stömpum kringum hana. Jack sagði að sjer dytti í hug sagan af baráttu St. Georgs hins uxxga við diæk- ann, þegar liann horfði á hana og tuddann. Saklaus ástarsótt hressir á- valt livern mann, svo að jeg 1 jet hann óáreittan í trú sinni. En í raun rjettri þekkti jeg Con- cepcion Hierro mæta vel fyrir, því að jeg liafði sjeð hana sýna sig áður. Það var miklu norðar, í Jalisco, en þar halði hún sýnt sig á Guadalajara-hringsviðinu á hátíð einni. Þetla Iiafði verið merkileg sýning, svo að eigi hefir sjesl hennar jafni siðan á dögum Rómvei'ja. Þegar hún hafði óhnast fyrir framan stórt naut og gert það dauðþreytt, hleypti hún jagúar inn á hring- sviðið. Þegar nautið sá þetta grimma rándýr var eins og það lamaðist af lxræðslu og það hreyfði sig ekki úr sporunum. Þá lirópaði Conceixcion skip- unarorðin: Adelante. og jagúar- inn tók undir sig stökk og drap nautið i einu höggi með annari framlöppinni. Það er víst sjald- gæft að naut fái svo vægan dauðdaga á hi'ingsviðinu að þau fái að deyja undan einu höggi, en þetta var óhugnan- leg sjón, og konan varð að hætla þessum sýningum, því að Mexi- comönnum lannst að það væri illa sæmandi að fara svona með hin göfugu naut landsins. Mjer ljek hugur á að vita, hvað orð- ið hefði af jagúai’num. Fólk sagði, að Concepcion hefði átt liann siðan hann var ekki stæi’ri en köttui’. Það kom á daginn að hún átti jagúarinn enn hann var kallaður „Pequeno". Næstu vik- ur hjeldum við kyrru fyrir i Michoacán og vorum að bora eftir olíu, og Jack varð kunn- ingi Corrida-forsetans, senjor Campesino, sem var lítill og virðulegur kubbur, með kúlu- lagaðan haus, eins og gasbelgur, sem svart yfirskegg og hvítur flibbi er málað á. Jack gaf lion- um flösku af skosku whisky, og eftir það kölluðu þeir hvorn annan „vinur minn“. Jack kynntist Concepcion fyr- ir milligöngu senjor Campesino. Það kom á daginn að hún var gift. Þegar hún sýndi sig á leiksviðinu var hár og herða- hreiður Méxicani þar alltaf líka. Fólk sagði að liann gengi alltaf með marghleypu í vasanum, til þess að vera við öllu búin. En annars var þetta nú ekki rjett. Concepcion þurfti engrar hjálpar við. HinsvegnaV var það aðalhlutverk þessa aðstoð- armanns að sýna á sjer tak- mai’kalausan ótta við hvæsandi griðunginn og vinda sjer nokkr- um sinnum yfir gii’ðinguna til áhorfendanna, þegar nautið stefndi á liann. Þetta var auð- vitað ekki neitt skemtilegt starf fyrir stoltan Mexicana, en starfs- maðurinn var maður Concep- cion og dauðástfanginn af henni og varð því að gera sem henni likaði. Hún virtist liundsa hann, en af því að það var hún senx vann inn peningana og hann senx eyddi lalsverðu af þeixn í gildaskálum, þá varð hann að sætta sig við að láta hana ráða. Jeg varaði Jack við að gefa sig of mikið að konunni. Það getur dregið dilk á eftir sjer í Mexico að flangsa utan í ann- ara manna konur — jafnvel þót að eiginmaðurinn eyði mikl- um tíma í að drekka kaktus- brennivín á knæpunum. Maður getur átt á hæltu að hnífur lendi inn á milli tveggja efstu rifj- anna, þegar niaður er seint á fei’li á heimleið í dimnxum bæ. Og þá er orðið of seint að fara til i’æðismannsins síns og kæra. Sennilega hefir margur ungur maður verið skotinn í Concep- cion, menn sem hún hefir hlegið að. En þcssu var öðruvísi var- ið með Jack. Hann var Ameríku nxaður og hann var ljóshærð- ur og bláeygður. Hún varð ást- fanginn af lionunx og þau hittust á hverju kvöldi eftir sýningarn- ar í litlu rjóðri fvrir utan bæinn íxieðan maðurinn hennar, senjor Hierro var að þamba vín á gildaskálum inni í bænxnxi. Jack sagði mjer frá jagúarn- um, senx hann sagði að væri hlýðinn eins og hundur. Auð- vitað hafði hann verið hræddur við hann í fyrstu, en smám saman varð honunx ljóst, að hann var jafn ljúfur og hús- móðir hans. Senor Canxpesino hafði sagt honum, að þegar bóndi Coixcepcion kæmi heim þjettfullur þá dytti hann oft um Pequeno eða stigi á rófuna á honum, en þessi stóri köttur læki þessu með þolinmæði án svo nxikið senx að urra. Og að liann slæði upp og hnipraði sig úti i horni þegar bóndinn spark- aði í hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.