Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHGftW LE/SNblMtNlft Hver kenst tjrstnr I ivllina? I--------------------—““ S k r í 11 u r. _____________________________j „Sá sem kemst fyrstur í mylluna fær fyrstur malað,“ segir gamalt máltæki. En það er útlent, því aS hjerna er lítið um korn og mest af þvi kevpt malað eða sem mjel. Því að mjelið heitir korn áður en það er malað. En nú skal jeg segja ykkur hverj- um þótti vænt um þegar kornið kom í mylluna. Það voru mýsnar því að hvergi er eins ntikið af þeim og i myllunum. Auðvitað þótti malaranum iíka vænt um kornið, þvi að hann fjekk peninga fyrir að mala það En mýsnar vissu vel, að þegar bænd- urnir koma að myllunni með korn- pokana sina þá er komin hátíð. — Flýtið ylckur krakkar. sagði músamamma þegar hún sá fyrstu kornpokanna fara inn i myliuna. — Nú megið þið ekki slóra. Fljót nú i mylluna, sagði liún skipandi, þar sem hún stóð í opinu á liolunni sinni í kálgarðinum. Þetta voru mýs á fyrsta árinu, sem aldrei höfðu komið i myllu. Og þær skyldu ckki eins vel og sú gamla, hvað þetta eiginlega var. En eldri mýsuar hlupu á undan og komust fyrsUr. Nú var þarna pínulili! mis, sem hjet Ras, og þið getið skilið, að hún var ald"ei kölluð annað en Ras- mús. Þennan mysling langaði til þess að komast eittlivað út í viða veröld og sýna sig og sjá aðra, þvi að þar sem. hann liafði átt hciina hafði verið mikið al farfuglum, sem sungu um hve fallegt væri i öðrum löndum og live margt fallegt væri þar að sjá. Og þeir sungu um það fuglarnir, hvað þeir ætluðu að sjá næsta sumar. — Hversvegna mega ekki aðrir en mennirnir fara út í heiminn til að sjá það, sem fallegt er? sagði Rasmús mýslingur við sjálfan sig. — Jeg ætla að verða landkönnuður, jeg ætla að verða Columbus í rílci músanna — hver veit nema jeg verði kallaður Rasmús Columbus siðar meir. Þetta var nú há hugsjón og Ras- mús var býsna háleitur þegar hann lagði af stað í landaleitina einn góðan veðurdag um haaustið. Löngu áður en hann var kominn yfir túnið kringum holuna, sem hann átti heima i, og löngu áður en hann komst svo langt að hann sæi holtið fyrir utan túngarðinn, var hann orðinn dauðlúinn. Það var enginn liægðarleikur fyr- ir fjórar stuttar músalappir að leggja undir sig veröldina. Þá eiga far- fuglarnir ljettari leik, þó að þeir hafi ekki nema tvo fætur, því að þeir eru lengri, og svo hafa fuglarnir vængi en það liafa mýslingarnir ekki. — Heyrðu hvert ætlar þú, Ras- mús, spurði músafjölskylda, sem hann mætti. Þarna voru bæði faðir og móðir, frændur og frænkur og fjöldinn allur af músabörnum. Alt skyldfólkið var á einhverju ferða- lagi. — Út í heiminn til þess að upp- götva hann! sagði Rasmús og sneri upp á sig. — Hvað ætlar þú að uppgötva? Mjer finnst nú mest um vert að upp- götva leiðina niður að Lækjamyll- unni eða upp að Vindkvörn — þó ekki sje nema aðra leiðina — því að þar er korn og gæðamatur, sem nægir mörgum soltnum músum í allan vetur! sagði elsta og hyggnasta músin í hópnum. — Þangað get jeg alltaf komist, sagði Rasmús, — en nú ætla jeg fyrst að uppgötva heiminn. — Jæja gerðu eins og þú villt! En mundu að sá, sem kemst fyrst til myllunnar fær fyrstur eitthvað í magakútinn! sagði músapabbi. Og svo þrammaði músafjölskyldan áfram, hún var á leið upp ásinn, að stóru Vindkkvörninni, sem var þar á hæsta hólnum. Þangað komu flestir kornvagnarnir, þvi að nóg er af vindinum í veröldinni, og kvörnin snýst allan sólarhringinn og gerir korn að mjeli. En Rasmús gekk niður hjallann, þvi að það var miklu hægara. Leið lians lá inn í skóginn, en þar stóð gamla myllan á lækjarbakka, og margir bændur fóru þangað til þess að ‘láta mala, svo að nóg var af korni þar. En Rasmús var eiginlega ekki að hugsa um kornið, lældur hvað liann væri orðinn þreyttur. Hann var svo þreyttur að liann gat varla tekið hvora löppina fram fyrir aðra. Loksins stansaaði hann til þess að kasta mæðinni — þetta var skelfing löng leið og hann var bæðiisvangur og þyrstur. Gaman væri nú að fá að tylla sjer einhversstaðar upp á vagn. Og nú var það sem Rasmús gerði uppgötvun mikla. Hann fann nefni- lega skó með áföstum hjólaskauta og nú hugsaði hann sjer að nota hann fyrir vagn. — Þetta er alveg eins gott og bill, hugsaði hann með sjer og athugaði hann í krók og kring. — Bara að maður kynni nú að stýra! — Það get jeg! sagði önnur mús, sem kom að í sömu andránni, — jeg hefi átt lieima á bilaverkstæði og þekkti þetta vel. Og svo setlust báðar mýsnai^ upp í skóinn og óku af stað. En sá hraði! Vegurinn lá niður brekku, niður að læknum, sem myllan stóð við, en hann var allur í einlægum bugðum. En þetta var besti bilstjóri, sem Rasmús hafði fengið og enginn þorði að stöðva hann. En við neðstu bugðuna á vegin- um stóð músalögregluþjónn og hann — Hvernig dettur þjer í hug að tjahla svona? — Það kemur til af þvi, (,ð viJ hjónin erum ósátt, eins og stendur. — En hvað konan hans hlgtur að hafa haft sterk rif, Aifreð. skrifaði ökugikkina upp fyrir að hafa ekið of hratt. En það gerði ekk- ert til, því að nú voru mýsnar komnar að myllunni og sáu allt kornið. Og þá höfðu þær ekkerl erindi út í heiminn. Einn bóndinn hafði nýlega lokið við að hlaða kornsekkjum sínum við mylluvegginn og nú óku mýsnar inn á milli sekkjanna og þar valt billinn þeirra, en það gerði ekkert til þvi að mýsnar ultu i kornhrúgu, sem hafði runnið úr einum sekknum og vitanlega fóru þær undir eins að tína i sig. — Sá sem fyrstur kemur til myll- unnar fær fyrst að jeta! sagði Ras- mús hroðugur við vin sinn, bíl- stjórann. Og hann hló, því að hann hafði komið á undan öllum hinum músunum, sem löbbuðu á litlu músa- löppunum sinum og komust ekki nema svo hægt. Edith Evans Framhald af bls. 7 og áliorfendasalsins. Hún hrífur á- horfendann með sjer. Hann hlær með henni, andvarpar með lienni, elskar með henni og hatar með henni. Hún er enginn gerfismið leikliöfundarins og hugmyndaflugs — Mjer finnst jeg hegro i vutni. Vatnsleiðslan mun þó ekki hafa sprungið? ' — Það er afleitt að þú skgldir glegma að taka með þjer hengi- rekkju. ■íi trje. hans. Hún er áþreifanleg persóna í leik lifsins. Áhorfandinn er með í þeim leik og stigur sjálfur örlaga- skrefin með henni. Hann finnur að þetta er ekki leikur — heldur lífið sjálft.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.