Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.07.1944, Blaðsíða 12
12 » F Á L K I N N Pierre Decourelli: 10 Litlu flakkararnir hnokkinn ætlaði að fara að gráta, en þekti þá föður sinn og hallaði liöfðinu að öxl hans og sagði syfjulega: — Kystu mig, elsku pabbi minn. Ramon leit ekki á barnið. Hann vafði það innan í teppi og flýtti sjer út. — Hjer er það, sagði liann og rjetti þorparanum barnið og stakk um leið að honum peningum. — Jeg er ekki að slá yður gullhamra, en alveg er jeg hissa, hve barnið er líkt yður. — Haltu þjer saman, sagði Ramon stygg- lega og fylgdu mjer eftir. Hann opnaði hurðina, þeir gengu hljóðlega gegnum garðinn. Ramon opnaði hliðið, það var farið að birta af degi og Boulogneskógurinn sást i fjarska eins og dökk þústa. Maður- inn tók barnið og flýtti sjer burt. Ramon horfði kæruleysislega á eftir hon- um. Ekki voru hin minstu svipbrigði sýni- leg í andliti bans, enginn strengur í hjarta hans lirærðist. Þetta var sonur annars manns, ávöxtur óleyfilegrar ástar. Hann gekk seinlega inn á skrifstofu sina og setlist við skrifborðið. Eftir tvær klukkustundir hafði hann lok- ið því sem hann ætlaði sjer. Þvínæst gekk hann út í anddyrið, tók hatt sinn og yfirhöfn og gelck upp til móður sinnar. Gamla konan var alklædd. Hún horfði undrandi á son sinn, en svipur lians var einbeittur, að hún áræddi ekki að spyrja. — Komdu með mjer, mamma, sagði hann. Hann opnaði hurðina og leiddi móður sína út. Þau fóru sömu leið og liann hafði fyrir stundu fylgt „Galgopanum og Fanfan. Garðyrkjumaðurinn var kominn á fætur og reykti pípu sína. — Antoine, gættu að hvort nokkur vagn er á ferðinni. Garðyrkjumaðurinn náði í vagn, sem var óvenju snemma á ferli, en liann skildi hvorki upp nje niður í þessu háttax-lagi Montlaur hjálpaði móður sinni upp í vagninn og settist sjálfur við hlið henni. Hann rjetti Antoine umslag. — Færðu frúnni þetta þegar hún vakn- ar. Svo sagði hann við vagnstjórann: — Akið til Oreaus-stöðvarinnar eins hratt og þjer getið. Garðyrkjumaðurinn gekk inn, liann hugði að Ranxon ætlaði að fylgja móður sinni ó brautarstöðina. Rjett eftir að liann lokaði hliðinu, heyrði hann rödd á bak við sig. Þetta var Helena liún liafði vaknað við hávaðan og sjeð, út um gluggann, hvað fram fór. — Til hvers er þetta brjef, Anoine? spurði hún. — Það er til yðai’, frú. — Færið mjer það lxingað upp. Þegar hún stóð með brjefið í höndunum, óttaðist liún allt i einu að ný ógæfa dyndi yfir. Hún hugsaði sig um augnablik, síðan opn- aði hún umslagið i flýti. Brjefið hljóðaði þannig: „Jeg hefi leitast við að láta hefnd mina bitna á ykkur þremur, yður, barninu og elskhuga yðar. Jeg greip tækifærið og mun refsa yður með yfirsjón yðar sjúlfrar. Þegar þjer lesið þessar línur, er barn yðar horfið. Hann er að eilífu glataður yður og föður sínum, en samt er hann lifandi. Það hefði verið glæpur að drepa hann, svo að mjer hefir dottið betra ráð í hug. Jeg hef fengið hann í hendur manni sem mun ganga honum í föður stað. Þessi maður er auðvirðilegur þjófur og þannig mun liann ala Fanfan upp. Þjer finnið hann ekki strax, en síðar tekst yður það ef til vill, ef þjer leitið í fangelsunum. Þjer sjáiið mig atdrei framar. Ramon de Montlaur. Helena hafði vai’la lesið brjefið til enda, þegar liún rak upp óp og rauk inn í barna- herbergið. f sömu svifum kom líka barn- fóstran inn. Rúmið stóð autt. — Hvar er barnið, lirópaði hún. — Er það ekki lijá yður? sagði stúlkan og náfólnaði. Helena reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp oi’ði. Hún fjell meðvitundai’laus á gólfið. ANNAR HLUTI. I. Galgopinn og fjelagar hans. Lítil brauðsölubúð liggur í einni af út- borgum Parísar. Hún er vel þekkt af viss- um hluta íbúanna. Allt í búðinni bar vott um velmegun og maður þarf ekki annað en að líta á gestgjafann til þess að sjá, hverskonar staður þetta er. Hann var heiða breiður, andlitið rautt, fingur lxans þaktir hringum og á maga lians var voldug gull- keðja og hangir við hana gullúr. Fyrri hluta dags kom þarna fjöldi stúlkna sem vinna í vei’slununum þarna um ná- grennið. Þær flýta sjer að borða og gefa sjaldan drykkjupeninga, en livoi’ki þjón- ustustúlkan, eða geslgjafinn fást um það, því að þau vita að þær hjálpa til að setja heiðarlegan svip á staðinn. Á kvöldin klukkan átta tekur allt stakka skiftum. Þangað þyi’iiast nú skrautldæddar konur og karlmennirnir sem eru í fylgd með þeim, eða bíða þeirra, horfa ekki i skildinginn. Hjer kynntust þau Eusebe Rouillard, sem kallaður var Galgopinn og Prudence- Zep- hyrine. Galgopinn var nýsloppinn úr fang- elsi, þar sem liann hafði setið fyrir þjófnað og vissi nú ekki hvað hann átti að taka sjer fyrir liendur. Hann gekkk því um göturnar með hendur i vösum og vissi ekki hvað hann átti að í’áðast i næst. Ilann liafði farið niður á brautarstöðina til þess að vita livort nokkrar töskur væru þar i óskilum, en einn af brautarkörlunum hafði sjeð hann og vakið athygli lögreglu- þjóns nokkui-s á lionum. Galgopinn vai’ð því að hverfa ó brott og reikaði af stað, án þess að vita hvert hann fór, en þá gekk hann af tilviljun framlijá veitingaliúsinu. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan það og las skrá urn laus sæti, sem gestgjafinn hafði sett út í gluggann. Stór og stæðilegur maður virtist skemmta sjer heldur en ekki vel yfir stafsetningunni að hann skellihló. Tækifærið var of fi’eistandi. Galgopinn gekk til hans og grejp veskið, án þess að hika úr vasa hans. Hann taldi pening- ana, gretti sig og fleigði tómu veskinu frá sjer. Enginn hafði tekið eftir, livað hann aðhafðist. Svo gekk hann inn glaður í bragði og bað um kaffi. Við sarna borð sat stór mögur og ófríð kona og drakk kaffi. Hann hafði beðið hana kurteislega að lofa sjer að sitja og hún hafði kinkað kolli og meira að segja fært sig til hliðar. Eftir stutta stund liófust samræður. Gal- gopinn hafði tekið eftir að hún bar tvo gilda gullhringa, eyrnahring og gullúr, sem hjekk á langi’i gullfesi. — Það er tilvinnandi að kynnast þessari konu. Hugsaði Galgopinn með sjer. Og meðan þau töluðu saman drap hann ó, hve skammarlega meðfex-ð konur lilytu sem væru að einhverjuleyti vafasamar. — Já, þjer hafið rjett fyrir yður, svar- aði sessunautur hans. — Það er vissulega mjög ranglátt. Jeg get sætt mig við að fólk, sem stelur sje sett í fangelsi, en þessir vesalingar eru settir inn, ef þær gefa lögregluþjóninum svolítið undir fótinn. — Já, þær þurfa ekki einu sinni að gefa þeim undir fótinn. Þessir karlar vilja bai’a fá tækifæri til þess að gefa skýrslu. Þessu þurfti að kippa í lag. — Það er sannarlega mál til komið, Og meðan þau töluðu um lögregluna, fjekk Galgopinn tækifæri til þess að bjóða henni kvöldverð. Það voru fjögur steikt egg °g þrír lítrar af víni. Hún sagði lionum æfisögu sina, á með- an þau borðuðu. Ógæfa hennar var sú að hún hafði elskað hermann. Þau eignuðust barn, en það liöfðu þau orðið að setja á munaðai’Ieysingjahæli. Henni gekk illa að fá vinnu. Loksins hugkvæmdist lienni að fara að spá í spil. Það hafði hún nú stundað í þrjú ái’, og á þeim tíma eignast hest, vagn og liund og fór nú frá einu torginu til annars í úthverfum Parísar. Þá hefði hún sjeð sjer fært að talca barnið til sín. Hún átti nú talsverðar eignir, sem hún hafði komið í örugg hlutabrjef. — Sjáið þjer til, þessvegna er jeg svo ánægð, sagði bún að lokum við Galgopann, sem hafði hiustað með athygli, og velt fyrir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.