Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ftttstfóri: Skúli Skúlason. Framkv.at)óri: Svavar Hjalteated Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaÖiC kemur út hvern fðstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR í dag eru fimm ár liðin siöan Þjóð- verjar rjeðust með ofurefli liðs á Pólland. Þeir höfðu búið sig undir þennan dag í fimm ár, magnað vígvjelar manndrápanna, svo að ekkert stóðst þeim snúning. Á niu mánuðum hofðu þeir undirokað flest ríki Vestur-Evrópu. Og aðdá- endur þessarar Jjjóðar — „Herren- volk“ — hér á landi voru ekki í vafa um, að Jjeir yrðu komnir til íslands fyrir haustið 1940, og vör- uðu alla sanna íslendinga við að láta undir höfuð leggjast að bera tilhlýðilega virðingu fyrir þeim. Siðan hefir margt breyst og margt farið öðruvísi en forsvarsmenn Þjóðverja vildu vera láta þá. Nú sækja hinar sameinuðu lojóðir að landamærum Þjóðverja austan, vest- an og sunnan, og grannþjóðirnar stunar, sem töldu sig veita þeim stuðning, semja nú sérfrið við baridamenn og afneita þeim, sem þær áður kystu á vöndinn hjá. Nú er að hefjast Jiað skeið striðsins, er þýska þjóðin hrifsar völdin af sin- um eigin böðlum og launar þeim forustuna með hengingaról, blýi eða blóðhálsi. -----Þess eru ýms dæmi úr sögu fyrri tíðar, að eitt einstakt riki eða herkonungur liefir lagt undir sig meginliluta þess heims, sem sam- göngur þeirra tima veittu aðgang að. Þess eru líka dæmi að þeim hafi vegnað vel, sem börðust gegn rjett- inum en fyrir órjettinum og til saðningar eigin valdagirnd. Þess- vegna trúðu sumir á sigur Þjóðverja í þessari styrjöld. En þeir gættu ekki að því, að þrátt fyrir allt er veröldinni þó ivið að fara fram. Mannkynið er að þroskast — þrátt fyrir allt. Enn er ofbeldið að vísu tignað af of mörgum, en því er samt að hnigna i áliti, að minsta kosti í millijijóða- viðskiftum. Og þó ekki nægilega. Fyrir tutl- ugu og fimm árum voru flestir stjón- málaspekingar svo bjartsýnir, að þeir spáðu þvi og létu hafa eftir sjer á prenti, að lieimsstyrjöld mundi liklega aldrei koina aftur — að minsta kosti ekki næstu hundr- að ár, sögðu þeir, sem vildu hafa vaðið fyrir neðan sig. Hverju spá þeir nú? Spá þeir Fróðafriði eða liafa þeir mist trúna á friðinn. Trúna á að ofbeldismenn veraldarinnar læri aldrei að forðast eldinn, þó að brenda barnið geri það. ERLENDIR HERSTÚDENTAR MENNTAST. Margir menntamcnn, ekki sist breskir kvörtuðu undan því, hve erfitt sjer hefði veist að kynnast islenskum menntum og leggja stuhd á ýms vísindi i tómstundunum, meðan þeir dvöldu hjer. Þessu er öðruvísi varið í Englandi. Þar hefir námskeiðum verið haldið uppi fyrir utlenda menntamenn i hern- um og er það einkum hin fræga stofnun British Council, sem forustuna hefir haft í því máli. Flest nóunskeiðÍK stóðu aðeins i 7 daga, endu hufa þau veriö költuð „vikiijnámskeið“ og svipai* mjög til þeirra námskeiða, sem fjelögin Norden hafa haldið uppi fyrir Norðurlandabúa. Það er herstjórnin og háskólarnir i Oxfo'rd, Cambridge, London, Birmingham og Reading, sem einkum liafa verið bækistöðvar þessara námskeiða. Og fyrirlestrar liafa verið haldnir um stjórnmál, búvísindi, hagfrœði, landafrœði, herfrœði, blaðamennsku og svo um háskóla þá, sem hlut hafa átt að máli. — Ennfrejnur hefir veriö ferðast til staða, sem frœgir eru vegna sögu sinna, safna og bygginga eða sakir náttúrufegurðar. Þannig nola Bretar tækifœrið til að kynna land sitt og menningu. Hjer tala menn cinnig um landkynningu og nauðsyn hennai', en hugsa þó ekkert um að nota góð tœkifæri, sem ganga þjóðinni i greipar. — Myndin hjer að ofan er af þátttakendum á einu náskeiðinu,’ sem haldið var á Lunduna- háskóla. 600 ungar stúlkur starfa nú í Englandi á efnafræðiranrvsóknarstofum, þar sem eingöngu er fengist við sprengiefni. Starfið er bæði vandasamt og hœttulegt og er stúlkunum vandlega kent verkið, áður en þær hefja það. Flestar eru þær um 11 ára gamlar þegar þær byrja. Myndin að ofan er af einni af stúlkunum, er hún þarna að nema. Meginhluti námsins er verklegur. Frú Marsibil Ólafsdóttir frá Hauka- dal i Dýraf. verður 75 ára 4. sept. Frú Kristbjörg Gisladóttir, Barónsst. 31. Rvík, átti sjötugsafmæli i gœr. Lárns Pálsson i npplestraferð.) Lárus Pálsson leikari er nýkom- inn i höfuðstaðinn ásamt frú sinni. Hafa þau hjónin verið í skemtiferð um Norður- og Austurland, en jafn- framt hefir Lárus lesið upp á fjöl- mörgum stöðum og hvarvetna verið aufúsagestur eins og vænta mátti. Hann er þegar kunnur hlusíendum um land allt, af upplestri sínum í útvarpinu, en í slíku sambandi er „vík á milli vina“ og fögnuðu því allir er þeim gafst kostur á að stofna til nánari kynna við þennan ágæta listamann. f ferðalaginu las Lárus leikari upp á tveimur stöðum á Norðurlandi og þrettán stöðum á Austurlandi, nefni- lega á Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórs- höfn, Vopnafirði, Eiðuni, Seyðis- firði, Rcyðarfirði, Eskifirði, Norð- firði, Fáskrúðsfirði, Eydölum, Stöðv arfirði og Djúpavogi. Á öllum þess- um stöðum las hann upp kvæði eftir Davíð Stefánsson, Tómas Guðnninds- son, Stefán frá Hvítadal, Pál ólafs- son og Þorstein Erlingsson, ásamt I. þætti úr „Pjetri Gaut“. Norðan- lands Jas hann upp á Húsavík og Akureyri — á síðarnefnda staðnum þrjá fyrstu þættina úr „Pjetri Gaut“. Vakti upplestur Lárusar hvarvetna hinn innilegast fögnuð. Lárus rómar mjög nátiúrufegurð Austurlands og telur hana þá mestu, sem hann hafi kynst hjer á landi. Yfirleitt lætur hann hið besta yfir ferðalaginu og telur áhuga fyrir leiklist, þar sem hann fór um, meiri en hann hafi orðið var við annars- staðar þar sem hann hefir komið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.