Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 STRANDAFÖR SÓLSKINSDEILDAR. Frlt. af bls. fí. ar tvær hjá konu, sem bjó í sama húsi. Var okkur tekið þar opnum örmum, sem og alsta'ðar á ferðalagi okkar. Fengum við indælan kveld- verð og að honum loknum fórum við upp á herbergi það, sem okkur var ætlað og háttuðum nú strax þvi við vorum fegnar hvíldinni eftir að hafa ferðast þessa löngu leið. Lás- um við nú nokkra stund þar til svefninn sigraði okkur Morguninn eftir vöknuðum við nú Jiressar og ltátar, flýttum okkur á fætur og tókum svo til í lierberg- inu okkar og fórum því næst niður til þess að fá okkur morgunkaffið. Að því loknu fórum við svo út til að skoða þorpið, sem okkur fanst nú ekki stórt en viðkunnarlegt. Á Hólmavík dvöldum við í tvo daga, fyrri daginn notuðum við til þess að skoða okkur um þar og klifra upp í fjallslilíðina, sem þorpið stendur undir og fórum við þar í ýmsa leiki, svo sem hanaslag og jafnfætisstökk, jrað se'm duglegast yrði að feJla hin skyldi fá rúsínupoka, tólist nú liinn griðarlegasti hanaslagur og var ein Vdpan lang duglegust, hún stóð okk- lir allar af sjer. Það lá við, að þessi eini strálvur, sem með okkur var, á- ræddi ekki í slag við hana, en setti að lokum kjark í sig ákveðinn í að vinna rúsínupokann, slóghst þau nú um stund, þar lil pilturinn steinlá. Sönmleiðis vann hún jafnfætisstökk- ið og fjekk að Iaunum 2 rúsínupoka. Sungum við svo um kveldið fyrir fullu húsi og góðar viðtökur. Seinni parl næsta dags fórúm við svo út að Drangsnesi og sungum þar um kveld- ið við mjög góða aðsókn. Er við höfðum lokið söngnum var okkur boðið til kaffidrykkju, er við höfð- um drukkið og borðað af bestu lyst hjeldum við aftur til Hólmavikur, því þar áttum við að gista þriðju nóttina. Er við komum upp í lier- bergi okkar sáum við að borið Jiafði verið fyrir okkur mjólk og kökur og gerðum við því góð skil, enda þótt ekki væri langt síðan við höfðum fýlt okkur afkaffi og kök- um því það var eins og við hefð- um ótæmandi lysl á öllu því góð- gæti er fyrir okkur var borið. Komum við telpurnar okkur nú saman um, að leggja allan gleðskap á hilluna þetta kveldið, því við áttum að vakna snemma næsta morgun og leggja af stað til Búðardals, við vorum hræddar um að við mundum ekki vakna á rjett- um tíma, enda stóð það nú á tak- mörkum, því er við vöknuðum og litum á klukkuna sáum við að við höfðum aðeins tíu mínútur lil að ferðbúast. Fórum við nú sömu leið til baka, nema við lögðum krók á leið okkar og brugðum okkur til Kinnarstaðar. Þar er mjög fallegt. Sáum við til Barmahliðar, sem hið fagra kvæði „Hlíðin mín fríða“ er ort um. Að lokinni máltíð að Kinna- stöðum sungum við nokkur lög fyr- ir heimilisfólkið og hjeklum síðan beina leið til Búðardals. Á þeirri leið hittum við fullorðinn mann, að nafni Brand, sem var okkur að öllu góður kunnur úr Reykjavík, en dvelur nú fyrir vestan. Hann var með okkur spölkorn í bílnum og skemti okkur með því að syngja fyrir okkur og svo smitandi var glað- værð hans, að við veltumst öll um að lilægja með honum og vorum við honum öll innilega þakklát fyrir þessa ánægjustund. Er til Búðar- dals kom sáum við mann með hesta og gaus þá upp í okkur sterk löngun að fá að setjast á hestbak, fengum við fljótlega leyfi til þess og skemt- um okkur hið bezta. Gengum við nú til kveldverðar inn á hótelið í boði Búðardælinga, að því loknu sung- úm við í samkomuhúsinu þar og var það vel sótt. Löbbuðum við siðan úti um stund og gengum svo til hvíldar. Morgunin eftir rann upp með sama yndislega veðrinu. Flýttum við okk- ur nú út í veðurblíðuna og brugð- um okkur í kaupfélag sem þar er, en lítið var nú verslað ]rar, en nokkurn gleðskap vakti það meðal okkar, að tvær telpurnar keyplu sjer túttu og var ekki laust við að ókk- ur fyndist þær gera sig að hálfgerð- um pelabörnum með því. Við höfð- um pantað á Hótelinu morgunverð og hádegisverð, en er við ætluðum að fara að borga var okkur sagt að það kostaði ekki neitt. Næst var nú farið til 'Borgarness, þar stoppuðum við á gistihúsinu og eftir að hafa drukkið og borðað ]rar (það leit nú út fyrir að ég hefði fengið nægju mína, því á leið- inni þaðan sprakk beltið utan af mjer og söngstjórinn varð að kaupa handa mjer nýtt belti) var haldið til Stykkishólms. Þar tók á móti okkur Stefán skólastjóri. Vísaði hann okkur á heimili þau, sem ætluðu sjer í'ð taka á móti okkur, en frá þvi hafði verið gengið áður en við kom- um. Þar fengum við hinar prýði- legustu viðtökur. í húsi þvi, sem jeg borðaði i ásamt tveim öðrum telp- um, kom það fyrir mig, að jeg misti sósu niður á blússuna mina, jeg hafði ekki veitt því eftirtekt fyr en frúin, sem einnig sat til borðs, fór að. hreinsa þetta af mjer, tóku nú hinar telpurnar til að ldægja að mjer fyrir þetta, en húsbóndinn sagði þeim þá að þær skyldu bara ekkert verá að derra sig við skyld- um athuga hvort ekki væri liægt að finna matarblett á þeim, en þvi fór nú ver að það var ekki. Um kvöldið sungum við svo fyrir troðfullu húsi, að söngnum loknum var okkur boð- ið af kaupmanni þar í bænum á gistihús og fengum við þar gos- drykki og kökur, þeir sem vildu. Morgunin eftir buðu hóteleigend- urnir okkur til samdryklcju. Er *])vi var lokið fórum við í boði eigenda á mótorbátnum „Baldri“ út í Klakks- ey og á henni er 70 m. hár tindur og klifruðum við upp á hann, það- an sáum við yfir allar Breiðafjarð- areyjarnar og fanst okkur það til- komumikið. Á eynni er mikið af svartbak og sáum við þar bæði egg og unga. Hjeldum við nú til Stykk- ishólms aftur og að lokinni máltíð þar sungum við á spitalanum. Að þvi loknu var farið til Ólafsvikur, þar var einnig tekið á móti okkur i heimahúsum. Allstaðar mættum við sömu hlýjunni og framúrskarandi gestrisni. Þar sungum við einnig einu sinni og gistum þar eina nótt. Líka brugðum við okkur út að Sandi og sungum þar. Þangað gátum við ekki farið alla leið í bílum okkar, við komumst aðeins að svokölluðu Enni, gengum þar yfir fjöruna með- fram sjónum, var svo sendur vöru- bill á móti okkur frá Sandi. Er við komum til baka til Ólafsvikur var okkur öllum boðið til kaffidrykkju í tveim stöðum og skiftum við okk- ur i þá staði. Var nú haldið til Borgarness og sungum við þar um kveldið kl. 9. Var siðan haldið á- fram til Hvanneyrar. Er við vorum á leiðinni þangað tók hinn ágæti bílstjóri okkar upp á því að keppa- við skuggann af bílnum sínum. en hvernig sem hann fór að, varð skugginn ávalt á úndan. Var nú glatl á hjalla, því við hlökkuðum til þess að sjá hann fara fram úr skugg- anum, en af þeirri ánægju urðum við að sjá, því bílstjórinn varð að lóta sjer lynda að elta skuggann. Á liinu góðkunna skólasetri, Hvanneyri, fengum við hinar ágætustu viðtök- ur og gistum við i skólahúsinu um um nóttina. í fyrsta sinn á þessu ferðalagi okkar kom nú fyrir dálítil óánægja milli tveggja telpna, það hafði gripið aðra þeirra óstjórnleg forvitni. að jeg held, að sjá dagbók hinnar, máske hefur það líka verið stríðni, hafði hún tekið bókina, en hin hamaðist við að leita og loks er sú, sem átti bókina, var hóttuð, varð henni litið lil þeirrar seku og var hún þá i óða önn að lesa dag- bókina, þusti nú eigandinn af stað og þreif bókina sína, svo hin, sem sat á tösku úti á miðju gólfi, vall um og svo varð henni, eiganda bók- arinnar, mikið um þetta, að hún fór að gróta. Þoldi hin þó ekki mátið og fór að gráta Iíka, en er þær urðu varar við að báðar voru farnar að gráta, tóku þær utan um hálsinn hvor á annari og komust þá fljót- lega á góðar sættir hjó þeim, eins og vera ber hjá góðum fjelögum. Daginn eftir kvöddum við heimil- isfólkið með því að syngja fyrir það nokkur lög, innilega þakklát fyrir hinar góðu móttökur. Var nú haldið áleiðis til Reykjavíkur. Aft- ur fórum við í gegnum hinn fagra Borgarfjörð, sem sólin skcin svo fagurt á i allri sinni dýrð. Við hlökkuðum nú til að koma heim og vorum innilega glöð ylir þessu ferðalagi okkar, sem hafði tekið eina viku. Okkur fanst svo skemti legt að hafa átt kost á að sjá þenn- an part af fallega landinu okkar, nutum við þess svo vel vegna þess hve veðrið var fagurt allan tímann. Mun þetta terðalag verða okkur ó- gteymanlegt og öll sú hlýja og góð- vihl sem mætti okkur allstaðar. Gaðrún Elsa Halldórsdóttir. BÚGARÐURINN KONUNGSINS. Myndin hjer að ofan er af Bretadrotningu, þar sem hún er að tala við eina af 14 kaupakonitm símim á bújörð konungsins í Sandringham, Norfolk, cn þar er eitt af helstu Jandsetriim koniingsfjölskyldunnar og dveliir hún þar oft. En nú er þar lítið um kaupamenn og vinnumenn, og þessvegna eru það einkum ungar stúlkur, sem starfa á búinn, einkum vor gg haust. Stúlkan á mgndinni stýrir dráttarvjel, sem dregur uppskerutæki og jarðgrkjuverkfæri. Þetta er ekki neitt kotungsbú þarna i Sandringham, heldur eitt mesta fyrirmyndarbúið i Englcmdi. í fyrralmust var meðal kartöfluuppskeran tæpar 12 smálestir af ekrunni og af hveiti var uppskeran 50-70 bushel af ekru (eða 54-63 hektólítrar af hektara). Alls er bújörðin 579 hektarar, en af þvi eru 395 ha. ræktanlegt land. Eúmur helmingur þess hefir verið í fullri rækt siðán ófriðurinn hófst og hefir beitilandið þvi mnkað, en samt er mjólkurframleiðsla búsins meiri en fyrir strið. Enda hefir allt þuð graslendi, sem áður var notað til gamans fremur en gagns, nú verið lagt undir plóginn, svo sem flatirnar kringum lnísið. Þar er sendinn jarðvegur, en hefir reynst vel til ræktunar. Þar sem blóm voru áður ræktuð i garðinum er nú ræktað grænmeti. Kringum kirkj- una er nú sáð höfrum, en hafrar og rúgur á golf-vellinum. af líni hafa fengist 3% smálest af hverri ekru. Um tveir fimtu af landi í Sandringham var mýrlendi, sem nú hefir verið ræst fram og þurkað. Þar var hagbeit áður, en nú er ræktað þarna hafrar, hveiti, mustarður, baunir og kartöflur. Vjelar eru nær eingöngu notaðar við búskapinn, og stúlkur stýra þeim, eins og áður segir. Hafa verið telcin upp ýms nýmæli í búskap þarna og grannarnir fylgjast vel með þeim lil- raunum, sem gerðar eru í Sandringham og færa sjer þær í nyt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.