Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 16 Litlu flakkararnir í konu sína. — Elf þú ert svangur verður þú að vinna þjer fyrir mat sjálfur. — Jeg er fús til þess. — Jæja, þá hefi jeg ljett verk fyrir þig; þú skalt biðja þann fyrsta er framhjá fer að gefa þjer peninga, þá skal jeg gefa þjer mat. — Á jeg að betla. — Nei, þú átt bara að biðja að'gefa þjer. Það er ekki nema sanngjarnt að þeir sem ríkir eru gefi hinum fátæku. Galgopinn þurfti ekki að sannfæra Fan- fan með neinum heimsspekilegum kenn- ingum. Honum fanst elckert auðmýkjandi að betla, þó að hann vissi að það var af- leiðing leti og ómennsku. Honum fannst það aðeins þung ógæfa, sem lögð væri á hann, ásamt mörgum öðrum. Hann mundi vel að brýnt hafði verið fyrir honum að gefa fátækum af sparifje sínu, samt var hann ósjálfrátt mótfallinn því að betla. — Hann er flón, sagði Galgopinn, en þetta lagast. Dag nokkurn fóru þeir framhjá stórum búgarði; þá mættu þeir tveimur ungum stúlkum í fylgd með kenslukonu sinni. Galgopinn tók i handlegg Fanfan og dró hann í áttina til stúlknanna. Þegar þeir voru næstum komnir til þeirra sagði hann: — Rjettu fram höndina og bið þú þær að gefa þjer fáeina skildinga handa blind- um föður þínum, annars skaltu fá að kenna á vendinum. Drengurinn gekk til stúlknanna og rjetti fram höndina. Þegar hann leit á Galgopann varð hann steinhissa því að hann var oið- inn óþekkjanlegur í framan. Ennið var næstum horfið og í stað augnanna sáust tvær hvítar kúlur í augnatóftunum. Þegar drengurinn sagði ekkert byrjaði Galgopinn: — Hafið meðaumkun með vesalings fátækling. Guð mun launa ykkur. Hann sagði þetta með grátþrunginni röddu, sem Fanfan hafði aldrei heyrt fyr. Stúlkurnar, námu staðar og horfðu á barnið og fátæklinginn. — Berta, sjáðu hvað barnið er fallegt, sagði önnur stúlkan. Galgopinn vissi að til einhvers var að vinna og tók í handlegg drengsins til að minna hann á, hvað hann hefði sagt hon- um. Hafið meðaumkun með blindum manni, sagði hann. Stúlkurnar rjettu drengnum silfurpen- ing og flýttu sjer burtu. — Guð blessi ykkur, stúlkur mínar, sagði Galgopinn í sama róm og áður. Svo setti hann upp sinn venjulega svip. — Svona áttu að gera, sagði hann við Fanfan, sem var alveg undrandi og skildi ekki hið auðvirðilega í þessum atburði. En hann hafði glöggt auga fyrir hinu hlægi- lega, og rak upp skellihlátur. — Jeg skal líka kenna þjer, hvei*nig þú átt að breyta útliti þínu svona, sagði Gal- gopinn. — Þú hefir verið námfús og áhuga- saraur í dag, þessvegna ætla jeg að gefa þjer glas af víni. Drengurinn sökk dýpra og dýpra í fen eyðileggingarinnar og gleymdi smámsam- an fortíð sinni. Hann gleymdi alveg nafninu Gaston de Monllaur, og hjelt að lokum að hinir betri dagar hefðu verið draumur einn. Sem betur fór átti Fanfan einn ti*yggan vin. Annars liefði liann sennilega látið bugast í þessu lastabæli. Claudinet hafði tekið ástfóstri við hann þeir höfðu verið vinir frá fyrstu stundu, þeir leituðu ósjálfrátt stuðnings hvor hjá öðrum, reyndu að herða upp hugann, og hlæja og gráta saman. Claudinet fanst í einstæðingsskap sínum Fanfan hafa komið eins og engill. Hann hafði altaf verið veikur og oft barist við dauðann, svo hafði liann af tilviljun eign- ast lítinn bróður. Honum þótti ákaflega vænt um Fanfan, hann sýndi honum alla þá alúð, sem liann hingað til hafði ekki getað látið í ljós. Áður hafði hann hugsað mikið um dauðann, en núna, þegar hann hafði eignast vin og fjelaga hratt hann slíkum hugsunum frá sjer. Vinátta þeirra treystist sterkustu bönd- um dag einn, er Galgopinn hafði ráðgert að brjótast inn í verslun. Hann hafði ver- ið önnum kafinn allan morguninn við að smíða þjófalykla og gekk nú til drengj- anna til þess að gefa þeim fyrii’skipanir. —Nei, sagði Fanfan, — þið getið gert við mig hvað sem þið viljið, en jeg verð ekki þjófur. — Þú gerir það sem jeg segi þjer, hróp- aði Zephyrine eldrauð af reiði. — Jeg geri það ekki, sagði drengurinn. Hin stórvaxna kona tók drenginn, lagði hann yfir hnje sjer og barði hann með kaðalspotta. í sama bili kom Claudinet inn. Hann kastaði sjer yfir Fanfan og reyndi að hlífa honum. — Þú gerir bara ilt verra með því að stökkva svona upp á nef þjer, Zephyrine, láttu mig tala rólega við drenginn. Fanfan settist út í horn og Claudinet reyndi að hugga hann. — Það er ekki fallegt af þjer að sker- ast úr leik, þegar foreldrar þínir vinna, Fanfan minn, sagði Galgopinn. — Jeg vil ekki verða þjófur. — Þá verður Claudinet að gera það . — Jeg vil það ekki, sagði Claudinet ein- beittur, en hann skalf og titraði. — Setur þú þig líka upp á móti vilja minum, ræfillinn þinn, sagði Zephyrine. — Þið eruð þokkapiltar. Og hún tók aftur til að berja drengina með kaðlinum. Þeir hnipruðu sig saman í horninu. Fanfan reis upp og reyndi að verja vin sinn. Hann fjekk þá högg á andlitið svo að blóðið streymdi niður um hann allan. Hann krepti hnefana og sagði: — Guð lætur ykkur fá makleg mála- gjöld. Svo hnje hann í ómegin. Um kvöldið sagði Galgopinn hróðugur: — Ef við á annað borð náum valdi yfir Fanfan, verður liann leiðitamur. Fanfan hafði stöðuga óbeit á þjófnaði, þó að aðeins væri um að ræða hænsni, grænmeti eða ávexti. — Hvers vegna hlýðir þú okkur ekki, við erum þó foreldrar þínir. — Það er synd að stela, það vil jeg ekki gera. Eftir þennan atburð reyndu drengirnir að rifja upp hið góða, sem þeir höfðu einhverntíma lært. Fanfan kendi Claudinet kvöldhæn, sem liann mundi. Þannig leið tíminn. Fjölskyldan ferðað- ist frá einum stað til annars. Sumt fólk var gott við drengina, gaf þeim mat eða notuð föt, en venjulega var litið niður á þá, hvar sem þeir fóru, þeir kallaðir flæk- ingar og reknir út af bæjunum. Gömul kona, sem þeir hittu á förnum vegi sagði þegar hún leit á Claudinet: — Hann þyrfti að fá bergfljeltur þá mundi honum batna. — Hvar er hægt að fá þær? spurði Fanfan. Þær vaxa víða. Þær vefja sig upp að trjám og gömlum steinveggjum. Þú skalt taka fimm til sex blöð og hella yfir þau sjóðandi vatni. Þetta er gott meðal við brjóstveiki. — Kærar þakkir, sagði Fanfan. Síðan hafði hann altaf við hendina væn- an skamt af meðalinu, sem hann bjó til eftir fyrirsögn gömlu konunnar. Eilt sinn bar svo við, að þau komu til smábæjar nokkurs. Galgopinn glæddi sig í bestu föt sín og gekk á fund bæjarstjór- ans til þess að fá leyfi til að skemta i bænum. Hann varð mjög undrandi, þegar yfir- valdið virtist hafa mikinn áhuga fyrir starfi hans. — Er konan yðar miðill? — Já. — Það er mjög skemtilegt starf. — Jeg fullvissa yður um að spár hennar rætast altaf. — Það efasl jeg ekki um. Jeg hefi mik- inn áhuga fyrir andatrú og dáleiðingum. Er hún góður miðill? — Jeg fullvissa yður um að frægustu prófessorar Parísarborgar hafa leitað til konu minnar. — Til hvaða flokks telst hún. Fylgir hún kenningum d’AlIans Kardex, eða aðhyll- ist liún Nancyskólann? — Jeg veit það ekki vel. Við erum ekki eins visindaleg og þjer, herra bæjarstjóri. Við höfum þetta mest á tilfinningunni. Mjer væri sönn ánægja að halda fund fyr-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.