Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N FRÆKNAR HETJUR * / Niðurl. Siguröskur heyrðist utan frá og þegar í stað kom einn ungur rauð- skinni klifrandi upp staurinn og leitaðist við að komast inn. Stúlkan, sem var hálf rugluð yfir liinu ó- vænta áhlaupi, varð heldur sein að miða skammbyssunni. En það kom ekki að sök, því að alt í einu þaut stóreflis grá flyksa fram hjá henni, stökk upp í gluggann — og barki villimannsins var bitinn i sundur af nistandi skolti úlfhundsins, áður en nokkur hafði ráðrúm til að átta sig. Sá rauði fjell þegar í stað dauður aftur fyrir sig en nú var Puck kom- inn að glugganum og hóf að skjóta í gríð og ergi á árásarmennina svo að þeir flýttu sjer sem bezt þeir gátu úr augsýn. í nokkur augnablik var alt kyrt. Puck hlóð i skyndi skothaldara byss- unnar og reyndi því næst að setja hlera fyrir gluggann, en skothrið Indíánanna var svo mögnuð, að hann varð að hætta við það. í sama mund dundu höggin aftur á framdyrnar og gluggana, sem sneru út að vað- inu, því að nú höfðu Indíánarnir aftur skift um árásarstað. Börnin höfðu holað sjer út í horn og sátu þar nú skjálfandi og náföl og horfðu galopnum augunuin á gluggana og liurðina. Þau voru hrædd, en þrátt fyir það ineð talsvert mikinn áhuga á har- daganum, því að öryggi Pucks og ró og festa hinnar ungu kenslukonu dró mikið úr ótta þeirra. Þar að auki fanst þeim svo mikið til Pucks koma, að hann hlaut að geta staðið einn á móti hundrað ef ekki þúsund rauðskinnum ef hugmyndaflug þeirra hefði mátt ráða. Og riffill Pucks var í fullum gangi. Hinn hugdjarfi unglingur hljóp úr einu horninu í annað og réyndi að halda óvinunum i burlu, en liann gat ekki gert hluti, sem ómögulegt er að framkvæma. Hann gat ekki skotið á þá, sem voru að ráðast á dyrnar, nema með því móti að ljá færi á sjálfum sjer. Einu sinni hrökl- aðist liann aftur á bak, þegar kúla straukst við höfuð hans og skyndi- lega fann hann til mikils sviða í vinstri framhandleggnum. En hann hjelt áfram og beit á jaxlinn enda ljet hann ekki neitt orð frá sjer fara, sem gæti vakið athygli kenslukon- unnar og barnanna á því, að hann væri særður. Hvert augnablik sem haldið væri aftur af óviunum var skref nær ör- ygginu og frelsinu. Jafnvel þótt fólkið á bæjunum hefði ekki heyrt skothríðina, þá hlaut Andy Dawson og liinir tveir litlu strákar að hafa borið frjettirnar. Endirinn virtist nú samt vera að nálgast. Hin þunga trjehurð klofn- aði í tvent og fjell inn á gólf, er heljarstórum trjedrumb var rent á hana. Hryllingsleg öskur báru sigur- von Indíánanna vitni. Börnin höll- uðu sjer aftur á bak, báru hönd fyr- ir höfuð sjer, þau komu ekki upp nokkru liljóði fyrir skelfingu. Úlfur sperti upp trýnið og Ijet skína í beitar tennurnar, tilbúinn að stökkva á fyrsta manninn, sem hætti sjer inn fyrir. Riffillinn og skammbyssan tóku nú að spúa blýi yfir árásarmennina, svo að alt herbergið fyltist af reyk. Einn eftir annan linigu rauðskinn- arnir á gólfið eða reikuðu skjögr- andi út úr bardaganum, en fram sóttu þeir í sifellu og ruddu borðum og stólum til hliðar, svo að Puck varð að lokum að láta undan síga og slá frá sjer í úrslitalotunni með byssuskeftinu, en Úlfur urraði og gelti hatramiega við lilið hans. Ung- frú Trent stóð varnarlaus l'yrir framan hina viltu óvini og ljet gagnslausa skammbyssuna síga, þar eð hún var orðin skotfæralaus. Villimennirnir gerðu nú lokaá- ldaupið með ópum og öskrum og hrintu síðustu hindrununum úr vegi. Puck Hayne, sem var orðinn sár á mörgum stöðum, var gripinn og borinn í áttina að dyrunum, þótt hann berðist um á liæl og hnakka og hendur Indíánanna voru þegar rjettar út til að grípa stúlkuna, þeg- ar mikil skothríð heyrðist að utan yfir allan gauraganginn, og gjall- andi tónar herlúðursins vottuðu að hjálpin var komin. Eitt augnablik stóðu Indíánarnir grafkyrrir, þar til lúðurinn sendi aftur boðslcap sinn inn í húsið og Indíánarnir þutu sem einn maður út og i burtu. Puck Hayne skjögraðist á fætur, dauðþreyttur og upgefinn, í áttina til dyranna og fylgdi ungfrú Trent fast á eftir. Þau æptu upp yfir sig af fögnuði. Siouxarnir voru á hörð- um flótta, sumir i áttina að hestun- um en aðrir að trjáköstunum við ána. En frá hinni lilið árinnar kom heil hersveit ríðandi manna í her- búningi og var þar fremstur í flokki inaður, sem Puck þekti þegar í stað. „Buffalo Bill!“ æpti hann og veif- aði með hendinni, sem ósár var. „Buffalo Bill og hans menn! Húrra! Hrópið þið líka húrra, krakkar!" Börnin höfðu streymt út og safn- ast utan um kenslukonuna og nú hrópuðu þau öll i kór til að bjóða Buffalo Bill velkominn að orðum Pucks. En Buffalo Bill kom ríðandi upp að skólahúsinu ineð rjúkandi skammbyssu í hvorri hendi og stökk úr söðlinum. „Guði sje lof fyrir að við koinum nógu fljótt“ hrópaði hann um leið og hann greip liönd kenslukonunn- ar. „Það var af einskærri tilviljun að við skyldum rekast á spor þrjót- anna og okkur grunaði að ekki væri alt með feldu. En jeg sje, að það hefir ekki mátt seinna vera.“ „Nei, það mátti vissulega ekki seinna vera!“ æpti ungfrú Trent, „og hefði Puck Hayne ekki komið okkur til hjálpar, þá hefði ekkerl getað bjargað okkur!“ Enda er hann allur útataður i blóði og lalsvert særður“, sagði njósnarinn og greip liönd unglings- ins. „Frank Powell, læknir, er með okkur, og liann gerir hrátt að sár- um þínum. Það lilýtur að hafa ver- ið þín slóð, sem jeg fann óg sá, að liefði verið að elta Siouxana. En hvernig komstu fram hjá þeim? Puck Ilayne lýsti í stuttu máli hvernig hann hefði leikið á Indián- ana og hve vel það hefði heppnast. Buffalo Bill klappaði á öxl hans. „Það eru töggur í þjcr, Puck!“ sagði hann. „Jeg er altaf á linot- skóg eftir mönnum eins og þjer, sem liafa klókindi til að bera jafnt og hugdirfsku. Komdu strax til min, þegar Powell er búinn að hjálpa þjer, og lærðu starf hernjósnaranna". Puck var svo yfirkominn af gleði að liann gat ekki stunið upp einu orði, en á söinu stundu heyrðist hófadynur, og hópur nýbyggja kom aðvífandi. Þeir þökkuðu Puck innilega og hrósuðu honum fyrir björgun barna þpirra, en hjeldu svo aftur af stað með njósnaranum til að reka flótta Siouxanna, ákveðnir í að gefa þeim ráðningu, sem þeir gleymdu ekki fyrst um sinn. Brátl komu menn frá fjarlægari stöðum einnig á vett- vang og síðastur Andy Dawson, sem hafði staðið með prýði í sinni stöðu og kvatt alla vopnfæra menn til hjálpar. „Þetta er nú mesta hreystiverk, sem jeg hef heyrt getið um á minni æfi, Puck!“ sagði liann þegar lion- um var sögð sagan af hardaganum og loforði Buffalo Bill. „Hernjósn- ari, það er einmitt það, sem þig hefir altaf langað til að vera. En þú verður að tala mínu máli við hann Iíku. Við höfum farið of margar veiðiferðir saman til að vera að- skildir núna. Og ef jeg fæ ekki að slást með i hópinn, sem njósnari, þá geng jeg lireint og beint í klaust- ur. Þessi ógnun var aldrei fram- kvæmd, því að Buffalo Bill veitti Andy ýmis tækifæri g að reyna sig, og er fram liðu stundir átti hinn frægi veiðimaður ekki yfir einum einasta njósnara að segja, sem stæði Puck Hayne og Andy Dawson á sporði hvað kænsku snerti og hreysti. « S k r í 11 u p. frœgur prófessor; hann fjekst við að rannsaka sprengiefni. Leigjandinn: — Nú, og þessir blettir í loftinu eru kanske leifar af sprengiefninu. — Nei, það eru leifar af prófess- ornum. — Hvað á drengurinn yðar að leggja fyrir sig þegar hann er orðinn stór, frú? — H,ann hefir svo einstaklega gaman af skepnum, svo að hann faðir hans er að hugsa um að láta hann verða slátrara. Frúin (við mann sinn, hnefakapp- — llegrið þjer frú. Hijóðfœrið yðar er eins og það þyrfti að stemma það. — Þjer verðið að snúa yður lil útvarpsins viðvíkjandi því. ann, sem var að koma heim af sam- keppni); — Jæja, hvcrnig gekk þjer, góði minn. Vanstu? Hnefaleikarinn: — Það gekk vel. Jeg sendi þá inn í draumalandið í þriðju lotu, kelli mín. Frúin: — Það var gaman. Þá er best að vita hvort þjer gengur eins vel að svæfa litla snáðann okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.