Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 9
F Á L K I N I\ 9 saman og sáumst ekki fyrr en morguninn efir. Veðurútlitið var ekki gott þá. Ungfrú Martin beið mín i anddyri gistihússins, bað fyrir- gefningar á því, að hún hafi verið með ólund í gær, og bað mig um að kalla sig Nan en ekki ungfrú Martin. Jeg gerði þetta og við átum morgunverð saman. Á leiðinni út á flugvöllin fór að rigna, og veðurfregnirnar, sem við fengum voru grábölv- aðar. Við áttum að fljúga til San Francisco — við komumst þangað. .. . en sannast að segja: Nan var dauðlúin þegar við loksins komumst á leiðarenda. Vegna veðurs hafði verið afar erfitt að fljúga, og Nan var ör- magna. Morguninn eftir var veðrið ennþá verra, hafi það þá getað verið verra en fyrri daginn. Walt hringdi og stakk upp á því að við skyldum fresta ferðinni, og jeg svaraði og bauðst til að fljúga með póstflutninginn einan, á annari vjel. Þegar Nan hevrði þetta sá jeg ekki betur en að hún ætlaði að fá slag'. — Við fljúgum. . . . Og svo er útrætt um það mál! Jæja, jeg skal ekki gera langa sögu lengri en liún þarf að vera: Við flugum af stað og komumst til Salt Lake. . . . en að það tókst slysalaust. .. . nú, jæja — tíma- bil kraftaverkanna er ekki á enda enn. Lengst af leiðinni flugum við blindflug, og veðrið var hræðilegt. Að vísu hafði jeg nokrum sinnum verið á f]i],gi í ekki betra veðri.... en .... kvenmaður! Jeg fyllt- ist adáunar á henni. Jeg svaf eins og steinn urp nóttina og það lilýtur Nan að hafa gert líka. Að minsta kosti var þernan lengi að vekja hana. Nú var hann farinn að snjóa, 0g snjórinn var enginn barna- leikur, þegar maður á að fara i stórri og liraðfleygri flugvjel. Jeg hafði ekki augun af Nan á leiðinni og það verð jeg að játa að mjer var talsvert órótt útaf henni. Hún reyndi að brosa, en brosið varð að grettum á munninum á henni. Það var eitthvað i ólagi í blandaranum. • Okkur var ólijákvæmilegt að hækka flugið og þessvegna kom um við upp í kaldara loft, þar sem ísing er fljót að safnast á vjelina og veldur þetta oft slys- um. IJreyfillinn fór að ganga i skrykkjum. . . . útlitið var alls ekki gott, en þó var hitt verra, að útvarpsstöðin okkar hætti allt i einu að starfa, svo ^ð við gát- um ekki fengið miðanir og á- kvarðað hvar við værum. Svona liðu nálægt tíu mínútur — þessi stund var eins og eilífð, og mjer fanst sekúnduvísirinn á úrinu minu ekki mjakast áfram.... .... aldrei hefir mjer fundist mínúturnar eins langar. Og svo .... stöðvaðist hreyfillinn! Var nú ekki um annað að gera en að lenda á renniflugi, án þess að við hefðum hugmynd um livar við værum, eða hvað tæki við. Við Nan litum hvort á annað —hvorugt okkar hafði fallhlíf. . og loks slepti hún stýrinu og tók báðum höndum fyrir and- litið. Jeg greip samstundis stýr- ið fyrir framan mig, og mjer tókst að knýja vjelina dálítið upp á við.... og nú heyrðist aftur i útvarpinu. Jeg heyrði Oaldand-stöðina, sem var langt tíndan — og nú þreif Nan stýrið aftur. .. . Þetta var taugaæsandi hrap niður á við, þangað til við kom- um niður úr skýjaþykninu og sáum Oáldand-flugvöllinn beint fyrir neðan okkur. Úr því var lendingin ekki umtalsins verð. Við hvíldum okkur, fengum eilthvað að horða og hjeldum svo áfram á nýjan leik, áleiðis til San Francisco. Nan var mjög leið yfir glappaskoti sínu og sagði afsakandi: — Jeg varð viti minu fjær. Ef þjer hefðuð ekki setið við hliðina á mjer .... hvernig hefði þá farið? Jeg er nefni- lega alls ekki vön þessu daglega áætlunárflugi. Nú er mjer orð- ið það Ijóst. Hvað skyldi Walt segja um þetta? — Hvað kemur honum það við? Haldið þjer að jeg ætli að fara að blaðra frá því? Annars finnst mjer að þjer greidduð vel fram úr vandanum. Við skulum svo ekki tala meir um það. Samkvæmt samningi átti Nan tilkall til þriggja hvíldardaga þegar að við kæmurn til San Francisco. Jeg átti að vísu til- kall til hins sama, en Walt hað mig þess að fljúga aukaferð fyrir sig daginn eftir ef jeg mögulega gæti, og það gerði jeg. Þegar jeg kom aftur um kvöld- ið, var allt á tjá og tundri. Kvenmaður úr kjósendafjelag- inu i San Francisco heimsótti mig og spurði, hver meiningin væri. — Meiningin með hverju? spurði jeg, eins og álfur úr hól. — Ungfrú Martin liefir verið sagt upp stöðunni! sagði hún. — Sagt upp stöðunni? Jeg skal játa að mig furðar stórlega á því .... en jeg veit ekkert um það mál eða hvernig í því liggur. — Ekki það? Og þó eruð það þjer, sem — að minsta kosti á yfirborðinu — ráðið og rekið starfsfólkið hjerna i flugfélag- inu. — Það er alveg rjett! — Jæja loksins hittir maður karlmann, sem ekki reynir að skjóta sjer undan áhyrgðinni — Afsakið þjer .... ef þjer eruð hingað komnar til þess að sýna af yður ósvífni, þá skuluð þjer reyna að leita uppi dyrnar, sem þjer komuð inn um. — Það eruð þjer, sem hafið verið ósvífinn .... þjer hafið rekið ungfrú Martin .... — Þvættingur! — Þjer getið kallað það hvað sem yður sýnist. Ef uppsögn ungfrú Martin verður ekki tek- in aftur þá leggjum við í kven- fjelaginu bann á flugfjelagið. Og svo svamlaði hún út úr skrifstofunni. Rjett bráðum kom annar pilsvargur inn. Hún kom sömu erinda og lauk máli sínu með að segja, að liún ætl- aði að leggja hann á fjelagið sjálf. Henni varð vitanlega of- urlítið hughægra er hún sagði, að persónulega hefði hún megn- ustu andstygð á flugi og skyldi aldrei stíga fæti sínum í flug- vjel. Jeg náði í Walt og spurði liann hversvegna liann hef'ði sagt Nan upp. — Það hefir aldrei komið til mála. Það er ujjgfrú Martin, sem hefir sagt upp sjálf! En enginn fæst til að trúa því .... það gildir einu livað hún segir, — allir halda að henni hafi ver- ið sagt upp eða verið neydd til að segja upp. Þetta er hræði- legt. Fólk hefir verið að af- biðja pöntuð sæti í allan dag. Vilt þú ekki reyna að tala við hana ? Það var vonlaust! Svona var Nan. Þegar hún hafði tekið eitt- hvað í sig þá var engu hægt um að þoka. — Nei, lofið mjer að vera hreinskilin, sagði hún. — Jeg dugði ekki til þess arna. Flugið er karlmannaverk. Konan hefir nægilegt þol til skemtiflugs, en til reglubundins áætlunarflugs þarf svo mikið þrek, að þar duga aðeins stálslegnir karl- menn, og við þá getum við kvenfólkið ekki att kappi. Þrátt fyrir allar tilraunir hans til þess að slá því föstu i við- tölum við blöðin, að liún livorki vildi nje gæti lialdið áfram á- ætlunarflugi, hjeldu blöðin á- fram að hamast gegn flugfje- laginu. Þetta gekk svo langt að einn daginn varð Walt að gera sjer ferð til Los Angeles til þess að sýna þar sönnunargögn fyrir þvi hvað rjett væri í mál- inu .... en það stoðaði ekki heldur. Þegar hann lcom aftur sagði hann mjer, áð nú stæði til að höfða mál gegn fjelaginu. — Það verður hræðilegur gaura- gangur i sambandi við það, sagði hann. — Geturðu ekki fundið eitthvað ráð? — Nú skal jeg segja þjer hvað mjer finst, svaraði jeg. — Jeg hefi hugsað þetta mál í þaula meðan þú varst í burtu, og hefi komist að þeirri niður- stöðu, að eina leiðin út úr þess- um ógöngum er sú, að Nan gifti sig. Þú veist sjálfur live mikið kvenfólkið leggur upp úr hjóna- bandi, ástum og rómantík .... og öllu svoleiðis. Littu á, mjer datt í hug, að þetta mundi alt hjaðna niður, ef Nan skýrði opinberlega frá því að hún væri gift. — Nú, og hvað svo? — Þessi tilkynning er komin til blaðanna. — Já, en svo þegar það kem- ur á daginn að hún er uppspuni? — Uppspuni? Það þykir mjer skrítið! Við Nan Ijetum gefa okkur saman í Reno í gær .... NINON------------------ Samkuæmis- og kuöldkjólar. Eftirmiödagskjólar PEysur og pils. UattEraöip silkisloppap og st/Efnjakkap Plikiö lita úpval 5ent gegn póstkpöfu um allt land. — Bankastræti 7 Aberdeenbúi kom í sjúkravitjun til kunningja síns, sem hafði verið mikið veikur. — Mjer sýnist þú vera miklu hressari núna en seinast, John, sagði gesturinn. — Já. Jeg hjelt að jeg væri dauð- ans matur, en nú segist læknirinn geta bjargað lífi mínu. Það á að kosta 100 sterlingspund. — Mikið fjandans bruðl. Heldurðu að það sje þess virði?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.