Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Sir John Anderson fjárm álaráð herru Englands, i kápu þeirri er hann ber, þegar mik- ið er við haft. Iíann var áður landstjóri í Bcn- gal á Ind'undi. Staða fjármála- ráðherra er ein af virðingarstöð- unum i enska ráðuneytinu, og þykja þeir, er þangað ná, á góðri leið, að verða forsætis- ráðherra. Ýmsir nefna sir John sem líklegan cft- irmann Chnrc- hills í forsætis- ráðherra-sætinu, þó að fleiri sjeu nefndir, og þá fyrst og fremst Anthony Eden. fieorge VI. Bretakonungur í bókasafni sínn í 'Windsok - höll. Með honum er Morshead, sem verið hefir bóka vörður konnngs í 18 ár. Sþndi bókavörður þessi íslensku blaða- mönnunum, er fyrir nokkrum árum fóru i boði til + Englands bóksafnið og eru þar meðal ann- ars ágætt eintak af fyrstu útg. íslendingasagna. LÖKIN OG HANDKLÆfilN ENDAST BETUR Mikið nudd siítur lökum og handkiæðum. En Rinso þvarl- ir þau hrein á 12 minútuin, svo að þau endist lengur. Notið helmingí minna vatn, og aðeins tvo þriðju af þvi Rinso, sem þjer hafið verið vön að nota. Látið hvita þvottinn fyrst liggja í Rinso- bleyti i 12 minútur, og síðan mislita þ'vottinn í sama bleyt- inu. Þá er ekki annað eftir en að þvo þvottinn og skola hann. LJEREFTIN ERU DÝR NÚNA- Hlifið þeim með ftinso-að- ferðínni næsta þvottadag. RINSO y.-n 2io-78e — Hvar hafið þjer verið? spurði vinnuveitandinn verkamanninn. — Jeg var að láta klippa mig. — Þjer hafið ekki leyfi til þess að nota vinnutimann hjá mjer til þess að láta klippa yður, sagði vinnuveitandinn. — Það þykir mjer skrítið, svaraði hinn stuttur i spuna. — Jeg veit ekki betur en að hárið sprytti á meðan jeg var að vinna hjá yður. — Þjer hafið unnið lijá mjer i tuttugu og fimm ár og alitaf verið góður, heiðarlegur og trúr þjónn, sagði iðjuhöldur við verkstjórann. — Ójú, jeg liefi ailtaf reynt að gera skyldu mína, svaraði hinn. — Meðan þjer hafið verið lijer hjá mjer hefir fyrirtækið blómgast og dafnað si og æ, hjelt iðjuliöldurinn áfram, „og þessvegna ætia jeg að gefa konunni yðar, börnunum og yður þetta. (rjettir lionum ofurlítinn stranga). Verið þjer ekki að þakka fyrir þetta; þjer verðskuldið það. Verkstjórinn flýtti sjer heim og var að hugsa um það á leiðinni að þetta hlytu að vera saman vafðir peningaseðlar. Þegar heim kom opnaði hann gjöfina í viðurvist konu og barna og út úr umbúðunum kom —• mynd af liúsbóndanum. Morguninn eftir heilsaði húsbónd- inn honum með þessum orðum: — Jæja Donald, hvernig leist yður á gjöfina? — Mikið er hún lík yður, svaraði Donald. /%/ J J /■%/ J n* — Hvað takið þjer mikið fyrir að pressa buxur? spurði Sandy i Fatapressunni. — Einn shilling, svaraði eigandinn. — Jæja, sagði Sandy eftir dálitla umhugsun, — pressið þá aðra skálm- ina fyrir sex pence, og jeg læt taka mynd af injer á hlið í stað þess að taka hana framanfrá. Ilmvöín úr ávöxtum. Ilmefni þau, sem notuð eru til ilmvatnagerðar, eru fæst úr dýra- ríkinu. Mörg eru úr jurtaríkinu, en flest eru gerð með efnablöndunum. Fyrir nokkrum árum tókst itölskum manni, Frascati að nafni, að vinna ýmiskonar ilmefni úr ávöxtum, svo sem eplum, perum, melónum, ban- önum, appeisínum, sítrónum, grape- fruit o. fl. og hafa þessi ilmefni náð miklum vinsældum, ekki sist hjá kvikmyndakvenfólkinu. - (Framkv.stj,: Jórt Sveinbjörnsson) Laugavegi 159 framkvæmir allskonar: vjelaviðgerðir rafmagnssuðu og rennismíði. Einnig málmsteypu. Áhersla lögð á vandaða vinnu. Húsmæður! SULTUTÍMINN ER KOMINN! Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varðveitið vetrarforðan fyrir skemdum. Það gerið þjer best með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natrón. PECTINAL, sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað iSp ávöxtum. V ANILLETÖFLUR. VÍNSÝRU FLÖSKULAKK í plötum. ALLT FRÁ CHEMIA h.f. Fæst í öllum matvöruverslunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.