Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N C. Patrick Thompson: »Gamli N oregsmaðuru JOHAN NYGAARDSVOLD, FORSÆTISRÁÐHERRA NOREGS 1 SÍÐASTLIÐIN NÍU ÁR, HEFIR GETIÐ SJER MIKINN ORÐSTÍR FYRIR STJÓRN SÍNA Á NOREGI Á ALVARLEGUSTU TÍMUM, SEM KOMIÐ HAFA YFIR LANDIÐ. HJER SEGIR ÝMISLEGT FRÁ MANNINUM JOHAN NYGAARDSVOLD, SEM FYRIR TILVIJUN VARÐ EKKI LANDNEMI í AMERÍKU. — GREININ ER ÞÝDD ÚR „THE NORSEMAN“ TÍMA- RITI NORÐMANNA í LONDON. GAMLI NOREGSMAÐUR“ er Johan Nygaardsvold, forsætisráðherra Noregs síðan 1935, þjettvaxinn maður, sem bítur á jaxlinn, maSur meS breitt hátt enni„ maSur, sem er skapaSur i mynd isbx'jóts. Fyrsti forustumaSur smáríkja Evrópu sem varS til þess aS segja: „Nei,“ viS Hitler og skyttur hans — en skaut á móti. Nú er hann aS gera áætlanir viS- vikjandi þeim degi, er hin löglega norska stjórn, sem liann er formaSur fyrir, komi aftur til Noregs. Erfitt starf er i vændum. Hið þúsund ára gamla konungsríki verSur að byggj- ast upp frá grunni, endurbætt undir nýja Evrópu og nýjan heirn. En Nygaardsvcxld liefir átt við ýmislegt flókiS áður, og hefir verið byggjandi allt sitt líf. í Noregi bygSi liann brýr milli stjórnmálaflokka, og þær brýr hafa haldið saman einingu Noj-egs í þau fjögur erfiðustu og hörmuleg- ustu ár, sem Noregsþjóð enn liefir lifað. Fyrir fjörutiu árum sveiflaði hann öxi sinni vestur i Ameriku i vestri skógunum þar, reisti bjálkakofa fyrir skógarhöggsmenn, sprengdi kletta með dynamíti og lagði brautar teina úr stáli frá Klettafjöllum vest- ur á Kyrraliafsströnd. Ef að örlögin hefSu ekki gripiS í öklann á honum, einn góðan veður- dag, og kippt honum heim á bernsku slóðir hans í Hommelvik, sem er timburútflutningsstaSur skammt frá Trondheim, mundi hann vera am- eríkanskur þegn í dag, — frjáls af allri þeirri ábyrgð og skyldum gagn- vart ríkinu, sem á honum livíla i dag. Hann mundi fylgjast með rás viðburðanna úr bæjarglugga sinum, á einhverjum viðkunnanlegum af- skekktum bóndabæ i Montana, Wyo- ming eða Oregon. Sagan byrjar einn harðan vetur í Hommelvik, rjett fyrir norðan Þránd heim, fyrir 42 árum. Johan ólst upp en gat ekki fengið neina vinnu, sem honum hæfði. Þá brá lionum illa við. Hann hafði aldrei týnt úr æfi sinni einum einasta vinnudegi, hvorki á býlinu, ti-jávinslugerðinni eða verksmiðjunni síðan hann var fjórtán ára gamall. Nú var hann 22 ára og átti fyrir fjölskyldu að sjá. Hann leit veshxr. Fyrir handan þetta haf var mikið og nýtt land, rifnandi af gróðri og lifi. Nóg vinna þar. Hann skyldi fara úr landi, og senda fjölskyldunni peninga til vesturfarar þegar hann væri undir það búinn. Vorið 1902 hitti liann á skipi, sem var 4000 tonn að stærð og flutti kvikfjenað vfir AtlandshafiS. Gripaplássinu undir þiljum liafði í snatri verið skift sundur með óhefl- uðum battingum í klefa, sem voru nefndir „káetur“. Klefi Jóhans var planki, og ofan á honum var liálin- poki til að sofa á. Tuttugu og þrír aðrir sváfu á álíka plankaröðum. En þeir átu duglega, — á battings- borðum, sem slegið hafði verið upp á milli svefnldefanna. Bretar voru þá í stríði í SuSur-iAfriku. Þessvegna var skortur á skipum. Tólf dögum síðar lenti Jolian i Quebec. Hann ór jxessa leið til Am- eríku vegna þess að farið var ó- dýrara þangað — aðeins 108 krón- um ódýrara. Smámunir móts viS striðsfargjöld eimskipafjelaga, sem eru að keppa. Af því að Johan átti ekki farareyrir til þess að halda lengra, fjekk hann sjer atvinnu hjá Canadísku fjelagi, sem var að byggja cellulose-gerSir i SaguenayhjeraSinu. Verkamennirnir voru allir fransk- ir Candamenn, nema einn, og hann var líka Norðmaður. Frönsku Can-, adamennirnir fengu einn dollar á dag, NorSmennirnir tveir fengu U/2 dollar. Formaðurinn viðtirkenndi að Norðmaður ynni meira, sern þv: svaraði. Þegar sumarið kom breyttu lxeir Johan og fjelagi hans um verustað og fluttust á austurbakka St. Lawr- encefljóts og fóru svo áfram 50 mílur inn i skóginn til þess að byggja sæluliús og ryðja vegi fyrir aðflutninga timburs til verksmiðj- unnar. „Bíddu við“, sagði formaður- inn við Johan. „Þú liefir fengið æfilangt starf hjerna“. En þá hristi Jolian liöfuSið. Um haustið taldi hann saman pen- inga sína. Nú átti hann nóg. Hann stefndi beint til Ontario, g ætlaSi sjer að fara suður yfir Efravatn (Lake Superior) og komast frá Fort Williams til Duluth i Minne- sota. Og þar varð veturinn honurn yfirsterkari, og hann lenti á skipi, esm fraus inni og losnaði ekki fyrr en um vorið. Þegar þeir komu suður yfir vatnið vildi svo til, að jxar var verið að smíða stóra kornhlöðu (silo- elevator kalla Amerikumenn það). rjett fyrir sunnan. Johan varr þar, þangað til ísa leysti. í mai komst hann alla leið og fór þá til Kalispel í Montana. Járnbrautirnar ýttu öllum vestur i þá daga. Johan vann í fimm ár, og hjálpaði Bandaríkjamönnum til þess að komast með járnbi’autir vestur á bóginn til Kyrrahafs. Hann vann fyrir Great Northern Pacific — Norðurbrautina milli Atlantshafs og Kyrrahafs, um Canada og Hudson flóa — og ýms önnur fjelög. Þetta var erfitt starf og liættusamt. Marg- ir af vinum Johans urðu fyrir slys- um. Margir mistu lífið eða slösuðust; venjulega vegna vanrækslu þeirra, sem með sprengiefnin áttu að fara. Þarna var ekkert pláss fyrir kveifar. Þeir unnu tíu tíma á dag, frá sjö að morgni til sex að kveldi, en einn timi var ætlaður fyrir aðalmat, kl. 1. Þegar Jolian Nygaardsvold minnist jxessara daga, segir hann við mig: „1 skógunum bjuggum við i bjálka- kofunx. Á næstg stað í skýli, sem gert var úr hjölkum, en jxar var þak- ið úr tjörubornum pappír. Á sumr- um bjuggum við í tjöldum. Mjer þótti vænt um tjöldin. Einn vetur- inn svaf jeg i ofnliituðu tjaldi, uppi í Klettafjöllum. ÞaS var ekki kald- ara en heilbrigður verkamður gat búist við, — og miklu þolanlegra." Fyrsta sumarið vann Johan þar fyrir daglaunum, en þau voru þetta 2.25 til 2.75 —- i dollurum. En þenn- an vetur var Johan gerður að foi'- manni fyrir verkamannasveit. For- mennirnir fengu 75 til 100 dollara á mánuði. Þeir urðu að liafa eftir- lit með allri vinnu, sjá um að hver verkamaður um sig rækti sína vinnu vel, — og þeir báru ábyrgð á öllum dynamítsprengingum. Án jxess aS liann vissi það var Nygaardsvold að leggja grundvöll áð framtið sinni í stjórnmálum, og liinni víðtæku þekkingu sinni á ýmsum greinuni manna og viðfangs- efnum þeirra; svo og því hvernig skyldi sjá þá frá sjónarhóli. Verka- mennirnir þarna voru að mestu leyti Norðmenn og Svíar, og svo nokkrir Finnar og íslendingar, Ital- ir og Íi-Iendingar. Hinir norrænu bjuggu saman. Italir höfðu sin eigin tjöld og vistabúðir, fengu aðeins tvo dollara á dag og unnu í flokkum, sem maður stýrði, er kunni aðeins lítið í ensku. írlendingarnir liöfðu sinar eigin skoðanir á því, hvað vinnan væri, á friðartímum. Þeir sögðu, að öll snattvinnan yki á ágóðann og gleypti dagkaupið — „og guð veit“ segir Nygaardsvold 40 árum seinna — „hvort þeir hafa ekki liaft rjett fyrir sjer.“ Eftir kvöldmatinn máttu líða tveir tímar áður en slökkt væri í bröggun- um. Þá spiluðu sumir á spil, en flest- ir lágu í fleti sinu og lásu, eða þeir rökræddu ýms málefni við vini sina eða granna. Jolian las, hlustaði eða tók þátt í umræSunum. Verka- mennirnir kunnu mikla visku og margfræði. Tvennt var það, sem bragginn þyrfti ekki við: ’áfengi og 'tvenfólk í braggann. Reynslan hafði orðið sú, að hvorttveggja hafSi haft að fylgifisk rifrildi og tusk, — en þeir vildu allir lifa reglu- iiundnu og rólegu lífi. Stundum varð Johan eirðarlaus; en hann var að safna að sjer fje til þess að taka að sjer ákvæðisvinnu i litlum stíl. Þetta var áhættu bund- 'S. Höfðinginn í ákvæðisvinnunm hafði samið við ýmsa undirmenn um að leggja vegslóða, 5 — 10 mílna lnaga. Undirmenn formannsinns höfðu leigt eða keypt alla hesta eða múlasna hjeraðsins, þeir höfSu ráö- ið til sin verkamennina og gert samninga við ýmsa smáflokka um að leggja svo og svo mikinn hluta af veginum. — Ein sveit í flokki Johans hafði 4,200 dollara á mann eftir 3(4 mán. vinnu, eftir að allur kostnaðurirm, þ. á. m. fæðískostnaður var fró dreginn. Önnur sveit bar úr býtum 13.000 dollara, eftir níu mánaða vinnu. Tveir úr þeirri sveit fóru heim til Noregs. Sá þriðji fór að vinna fyrir vikukaupi á ný, og eftir sex mánuði átti hann ekkert eftir af jiessum 13.000 dollurum sínum nema sex mánaða görnul föt. F]órSi maðurinn keypti sjer jörð fór að búa og gerðist ameríkanskur borg- ari. „Hann var skynsamastur af þeim 01111111/' segir Nygaardsvold. En þessir lukkupottar voru undir því komnir, að maður hitti á „gott berg", sem auðvelt væri að sprengja. Það gat vel komið fyrir, að allt færi öfuga leiS. Á fyrstu samningum sin- um liafði Jolian 60 dollara halla. En honum farnaðist betur en hóp Finna, sem gerðu upp reikninga sina um sama leyti. Þeir stóðu slyppir eftir og skulduðu 100 dollara fyrir fæði. VerkfræSingurinn gaf hverj- um þeirra tómatadós í sórabætur. „Þið getið jetið þá á leiðinni í næstu borg," Nygaardsvold kallar þetta óviturlegt gaman, því að Finninn kastaði dósinni sinni og hún hitti gamansama gjafarann í hausinn. Johan vegnaði vel yfirleitt og í lok fjórða ársins var liann ferðbúinn lieim til að vitja konu sinnar og barna. Ilann liafði veriS að heiman i fimm ár. Þetta var haustið 1907. Hann hafði yfirgefið Noreg í sambandi við Svíþjóð og með sænsk- an konung sem þjóðhöfðingja — skipun sem liafði komist á 1814 og hafði tekið við af sambandinu við Danmörku, sem var stofnað 1381. Hann kom lieim í sjólfstæSan Noreg og Stórþingið Norska hafði kjörið sjer til konungs 1905 annan son Frederiks VIII. Danakonungs og krýnt liann sem Hákon konung Vll. (sem enn ríkir og dvelur nú sem út- lagi í London ásamt stjórn sinni). í þeim Noregi óx iðnaðurinn hröð- um skrefum fyrir álirif hreyfilsins og vatnsvirkjanna. En Johan ætlaði ekki að setjast um kyrrt, Hann liafði áformað að nota eitthvaS af dollurunum, sem liann liafSi aflað vestra til þess að koma fótunum undir yngri bróður sinn, svo að liann gæti sjeð aldraðri móður þeirra farborða. Og vorið 1909 ætlaði hann að hverfa vestur um haf fyrir fullt og allt. En svo dó hróðir hans. Áform Johans fór út um þúfur. Hann gat ekki skilið móður sína eftir eina í Noregi; og honum fannst ekki til- tækilegt að flytja hana ásamt fjöl- skyldunni til hins nýja og ókunna lands í Ameríku. Svo að í stað þess

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.