Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N VERNOR DIXON: KONA Á LOFTLEIÐUM \\T ALT Dunlap formaður flug fjelagsins, beið min fyrir utan skrifstofuna þegar jeg steig út úr vjelinni og liafði afhent hana vjelamanninum. Hann tók mig undir arminn og fór þegjandi.með mig inn i einka- skrifstofun sína. Þegar við höfð- um sest í hægindastólana sagði Jiann loksins. — Þú ert vinur minn, Joe, og taktu því nú skynsamlega og rólega, sem jeg ætla að segja þjer! Svo að jeg segi þjer for- málalaust: — um sinn verður þú lækkaður í tigninni og gerð- ur annars flokks flugmaður í stað fyrsta flokks...... — Hvert í. . . . hvað er að ? — Stilltu þig, gæðingur! Það er margt að. .. . en ekki að þjer — en lilustaðu nú á mig- Síðan við byrjuðum að nota stóru og hraðfleygu flugvjelarnar virð- ist okkur því líkast, að fólk sje farið að verða hrætt við að fljúga. Þetta kann að sýnast hlægilegt.. . . en blákaldar töl- urnar sýna, að farþegatölunni fer híakandi.... -— Já, jeg hafði aðeins 5 far- þega, en níu sæti voru auð.... — Þarna sjerðu! Eitthvað verðum við að gera, og mjer hefir dottið dálítið í hug, sem mjer þykir líklegt að geti sann- fært fólk um, að flug með þess- um vjelum sje að minsta kosti eins örugt og með gömlu áætl- unarvjelunum. Alt sem gera þarf er að ráða stúlku til þess að stýra einni vjelinni — og það höfum við gert .... — Nei, bíddu nú hægur. — Kvenfólk getur ekki haft stjórn á þessum þungu vjelum. Þetta er blátt áffram óvit! — Þá hefir þú aldrei heyrt get- ið um Nan Martin? Hún hefir flogið meira en tvö þúsund tíma. Mjer finnst muna um minna. Iívenfólkið leggur alls- staðar undir sig nýjar starfs- greinar — líka flugið. — Já, sem einkaflugstjórax’, ef til vill. — Konurnar eiga eðlilegan rjett til að vera jafn rjettháar karlmönnunum! sagði Walt há- tíðlega. — Og jeg ætla að hjálpa þeim til þess, hvað flugið snert- ir...... — Já, til að fá fleiri farþega- — Jú, jeg get viðurkennt til- ganginn í þín eyru. En taktu nú eftir.... við fáum alltaf troð- fullt; úr því að konur geta stjórnað svona farartækjum —- þá er ekki neitt að óttast. — Hvað kemur þetta eiginlega mjer við? — Líttu á! Jeg hefi tröllatrú á ungfrú Martin, en samt sem áður vil jeg fá þig til að vei-ða samflugmann lxennar. — Jæja, nú skil jeg þig! Jeg á að hafa gætur á að hún fljúgi ekki til Salt Lake í staðinn fyiúr San Francisco eða Los Angeles .... og að hjólin snúi niður en eklti upp þegar við lendum, sagði jeg gramur. — Það er enginn ástæða til að í-eiðast út af þessu. Jeg liefði getað valið einhvern annan flug- manninn, en jeg ber mest traust til þín. — Þú getur sparað þjer smjaði’ið! Sje þetta skipun þá hlýði jeg lienni vitanlega, en ekki get jeg sagt að jeg sje hrifinn af henni. — Þetta er skipun! — Hvern fjandann erum við þá að þx-átta um þetta? TTyT ALT var prýðilegur mað- * * i allri samvinnu; en samt þóttist jeg viss um, að honum hefði skjátlast í þessu efni. Jæja, Walt kynnti okkur, og jeg vei’ð að viðurkenna að þetta var töfrandi kvenmaður: ljós- rautt liár, frísklegur hörunds- litur, dökkblá augu, ljómandi fallegar og rjóðar varir, sem að höfðu aldrei komið nálægt vara- stifti. — Hr. Dunlap var að segja mjer að jeg ætti að hafa yður sem varaflugmann í svo sem viku tíma. Það hefði heldur átt að vera öfugt. — Oh, jæja.... jeg á við að þegar þjer hafið vanist vjel- inni þá,fáið þjer sennilega ann- an varamann.... — Já, það er að segja.... ef þjer getið tjónkað við vjelina, ungfrú Martin. Mjer er engin launung á því að jeg hefi hætt á þetta í auglýsingarskyni.... en vitanlega eruð þjer alveg eins dugleg og aðrir flugmenn hjá okkur. ... já, vitanlega... . Persónulega ræð jeg til mín flugmenn með tiíliti til þess hve þeir eru duglegir, en ekki með tillíti - til kynferðis! — Mjer finnst það vera göfug- mannlegt af yður, lir. Dunlap, sagði hún. — Ekkert liinna flug- fjelaganna vill gefa okkur lcven- fólkinu færi á að reyna okkur, og vitanlega finnst mjer, að kvenflugstjóri ætti að geta ver- ið eins duglegur og karlmenn. — Já, það er nú einmitt þetta, sem á að sýna sig, sagði Walt þurrlega. — Þetta er ekkert annað en kaupsýsla. — Nei, tók hún fram í fyrir lionum — Það er einmitt miklu meira en það! Karlmennirnir sjá ekki rómantík í öll’u þvi, sem í rauninni er fullt af róm- antík! Þetta eru krossgötur í sögu flugsins. Flugið er síðasta æfintýri tilverunnar, og karl- mennSrnir liafa ki’ækt sig í það með krampatökum og vak- að yfir því með afhrýðisemi, að kvenfólkið kæmist eklci inn á þetta verksvið þeiri-a. Því að það er undursamlegt — það er fag- urt — það er æfintýrið sjálft. Þegar hún loksins var ltom- in til raunveruleikans aftur, sagði Walt: — Jæja, Joe, farðu með ung- fi’ú Martin niður í flugskýlið og sýndi henni vjelina- Frjettin um flugkonuna liafði þegar farið eins og eldur i sinu, og þarna í flugskálanum var fullt af karlmönnum. .. . allt sem til var af flugmönnum og vjelamönnum, og allir öfunduðu þeir mig. Jeg rak þá út, lijálp- aði henni upp í flugmannssætið og fór að slcýra henni frá leynd- ardómum áhaldatöflunnar .... — En þegar jeg sá Walt aftur varð jeg — ef satt slcal segja ■;— að tilkynna honum, að hún þekkti vjelina betur en jeg. Opinber tilkynning um nýju flugkonuna var gefin út um kvöldið. Walt er þefvis á slíkt og morguninn eftir var flug- völlurinn bókstaflega svartur af fólki, sem Iangaði til að sjá stúlku láta í loft með eina af stóru, hraðfleygu vjelunum. Jeg fór upp í vjelina í tæka tíð og betur þó. Farþegarnir komu, og það sýndi sig að öll förin voru seld — og svo, loksins, þegar allt var húið til brottferðar, kom ungfrú Martin. Blaðaljós- myndararnir stóðu viðbúnii’, og hún setti sig í stellingar — yndislegar stellingar — en ekki fannst mjer nú þetta eiga neitt skylt við flug. Svo steig hún upp í vjelina og settist við hliðina á mjer. Jeg hafði sett skrið á hreyfl- ana, látið þá hitna og útfylt hurtfarai’vottorðið, svo að ekki vantaði annað en undirskrift hennar. Þetta þótti henni auð- sjáanlega miður. — Framvegis skuluð þjer láta mig um þetta! sagði hún dálítið hvasst. — Jeg get áreið- anlega gert alt þetta sjálf, sem jeg á að gera! Jæja, þetta fjekk jeg fvrir hjálpsemina! Nú var gefið fararmerki í skrifstofubyggingunni o!g hún setti vjelina á ski’ið. Tæknilega sjeð gerði hún þetta prýðilega — og nú vorum við komin á staú til Salt Lake. Þegar við flugum yfir Sacra- lnento hafði verið dregið þar upp merki um að lenda og taka póst. Það tókst henni líka prýðilega.,1 Reno áttu fjórir far- þegar að fara úr vjelinni og aðrir að koma í staðinn........ og það var blátt áfram unaðs- legt að sjá hana lenda og lyfta. Jeg get ekki annað sagt um viðtökurnar í Salt Lalce en að þær hafi blátt áfram verið hræðilegar. Þai-na voru þúsund- ir af kvenfólki, og allar höfðu þær að minsta kosti eina ljós- myndavjel. Og blaðamennirnir þyrptust að vjelinni og spurðu ungfrú Martin um allt milli himins og jarðar, og við vorum ljósmynduð aftan, framan og á skakk.... það var hræðilegl. Þegar við loksins sluppum vor- um við orðinn dauðlúinn. Bakaleiðin gekk ekki síður. — Walt, sagði jeg. Mjer skjátl- aðist. Stelpan veit hvað hún syngur! — Daginn eftir áttum við bæði fri.... en hinn daginn átt- um við að fljúga aftur til Salt Lake. Sömu læti og áður, þyrp- íng af æstum kerlingum, sem vildu sjá og ljósmynda. Jæja, þetta geklc vel. ... aðeins ofur- lítil snurða kom á þráðinn, af því að jeg leyfði mjer að segja, að tiktúrur eins og krullur og rauðar neglur væri vitanlega fallegt, en ætti ekki heima í flutmannssætinu. og fyrir bragð- ið var hún súr alla leiðina til Salt Lake. Hún um það — ekki kom mjer það við.... og við borðuðum ekki miðdegisverðinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.