Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.09.1944, Blaðsíða 5
að fara veslur um haf gerðist hann hafnarverkamaður í Þrándheimi. En það kom einhver órói yfir hann við það að urlófim höl'ðu breytt áformum hans. Og nú fór hann að skifta, sjer af stjórmálum. Hann segir kuldalega að sjer hafi hefnst fyrir þetta. „Jeg misti aðstöðu mina sem frjáls maður og í sæmi- lega góðu áliti.“ segir hann. Hann vildi helst lifa kyrrlátu erfiðislifi, án þess að hafa of mikla ábyrgð að bera, heldur aðems sin- af eigin áhyggjur þangað .til hann dæi. En mannkostir hans vöktu eftir- tekt fólks i norsku verkamannafje- lögunum, eigi siður en jjeir höfðu gert mcðal verkamanna í skógunum og fjöllunum vestra. Hjerumbil und- ir eins og hann var orðinn verk- stjóri í litlum lióp erfiðismanria, var hann orðinn formaður stjettarfjelags síns, formaður verkamannasambands íns á staðnum, formaður samvinnu- fjelagsins, meðlimur skólanefndar- innar, hreppsnefndarmaður. Og ár- ið 1915 — átta árum eftir að hann kom lieim frá Ameríku var hann boðinn fram við Stórþingsk'osning- arnar. „,Hvaða vitleysa er þetta,“ sagði hann við l'jölskyldu sína og kunn- ingja. „Aldrei kjósa þeir mig.“ En þeir kusu hann. Hann ypti þungum öxlunum. „Þetta verður að minsta kosti ekki lengi.“ Honum skjátlaðist. Hann var endurkosinn upp aftur og aftur: 1918, 1921, 1924, 1927, 1930, 1933, 1936. Hvaðan sem bljes í fjármálum og stjórnmálum, hvernig sem Hægri og' Vinstri sveigðust til alltaf var Nygaardsvold endur- kosinn. Hann var kosinn ritari flokks síns og síðan formaður hans. Það var flokkurinn sem rjeði því. En stjórn- málaflokkarnir hinir viðurkenndu kosti lians líka, og lionum til mikill- ar furðu kusu þeir hann fyrsta varaforseta Óðalsþingsins og siðar Stórþingsforseta. Hann var verkstjóri þingsins og átti nú við stjórnmála- menn i stað verkamanna með axir, skóflur og sprengiefni. Honum fanst crfiðara að eiga við stjórnmála- mennina. Árið 1928 var skorað á hann að mynda verkamannastjórn. „Nei“, sagði hann, og fór heim að hátta. Skömu eftir miðnætti kom formað- ur flokksins til hans. „Þú verður að taka sönsum Johan“. „Nei,“ svaraði hinn, sneri sjer á hina liliðina og sofnaði aftur. Loks ljet hann til- leiðast að taka við landbúnaðarráð- herraembættinu — það gekk hálf- an mánuð. En 1935 var öðruvisi um að litast. Þá var Hitlersvaldið á þriðja árinu. Mussolini var að hramsa Etíopiu. Spánn var sjóðandi. 1 Noregi hafði Jens Hundseid ver- ið forsætisráðherra og hervarnar- ráðherra hans var Vidkun Quisling, pólitiskur dáti, sem aldrei hafði sjeð barist, en hafði verið hermálafull- trúi í Moskva um skeið og dreymdi stóra drauma. Um skeið reyndi frjálslynd stjórn að koma skipun á málin, en tókst eigi vel. Og svo var atvipnuleysið alvarlegt. Nú komu ýmsir til Nygaardsvold og sögðu: „Tímarnir eru hættulegir nú verður þú að mynda stjórn.“ Og nú fjellst Nygaardsvold á það. í útlegðinni i Bretlandi spyr hann stundum sjálfan sig til hvers þetta samþykki hans hafi orðið, og hann svarar sjálfum sjer bitur: „Svarið F Á L K I N N 5 olli hernámi Noregs, liundruð Norð- manna í fangabúðum í Noregi og í Þýskalandi, þúsundir norskra karla og kvenna í útlegð ásamt konungi sínum og stjórn.“ En liann gerði það, sem hann liugði rjett vera, og það sem hann hugði rjett vera var þetta: að Noregur skyldi vera lilutlaus. Mánudaginn 8. apríl var hann önnum kafinn allan daginn, í Stór- þinginu og stjórnarráðinu, að ræða viðkvæm mál. Bandamenn höfðu stráð tundurduflum innan norskrar landhelgi, svo að Þjóðverjar notuðu hana ekki. Stjórn Nygaardsvolds mót mælti. Daginn eftir átti noriski flotinn að fá skipun um að slæða upp tundurduflin. Nygaardsvold fór heim. Klukkan var 9VÍ>. Astrid dóttir hans frá Hommelvik var gestkomandi hjá honum. Hún liafði komið með Halldísi dótlur sína sem átti að halda upp á þriðja afmælisdaginn sinn heima hjá örrimu og afa. Hall- dis kom hlaupandi og tók um hnjeð á honum. Hafði hann komið með krakkareiðhjólið handa henni? Hann minntist jiess þá að liann hafði lofað henni reiðhjóli. En hann hafði haft svo margt að hugsa, að hann háfði gleymt því. Og bætti við að hún mætti ekki búast við hjólinu fyrr en á afmælisdaginn sinn. Jolian borðaði, sat og las kvöld- blöðin, hlustaði á útvarpið og fylgdi Halldisi litlu í rúmið. Svo liáttaði hann sjálfur og sofnaði undir eins, enda var liann lúinn. Siminn vakti hann. Það var Ljun- berg hervarnaráðherra. Hann hafði frjett a'ð herskip, sem enginn vissi deili á, höfðu reynt að komast inn í Oslofjörð. Höfðu tundurdufl verið lögð þar? Nei, sagði ráðherrann. Er mögulegt að leggja tundurdufl í myrkri? Nei. Hervarnarráðherrann bælti því við að mjög væri dimmt og skygni slæmt og óipögulegt að greina hvort her- skipin væru ensk eða þýsk. Ny- gaardsvold svaraði hvasst: „Þlað skiftir engu máli. Það verður að verja landið.“ Þetta var klukkan 11M>. Tuttugu mínutum síðar tilkynnti Ljunberg að ytri strandvirkin i Bolærne og Rauer væru nú að skjóta á herskip- in, en ennþá vissi .enginn um þjóð- erni þeirra. Nygaardsvold fór á fæt- ur. Meðan hann var að klæða sig tóku loftvarnarlúðranir að ýlfra, og Oslo hafði verið myrkvuð. Felmtri hafði slegið á alla. Að- eins Halldís litla svaf ótrufluð. Ny- gaardsvold sá að stjórnin þurfti að koma saman á t'und undir eins. Meðan hann var að kyrra konu sína og dóttur hringdi Vold dóms- málaráðherra. Lögreglustjórinn i Oslp hafði tilkynnt honum þetta, sem Nygaardsvold hafði þegar frjett. „Þjer hringið til helmingsins af ráðlierrunum — jeg liringi til hins helmingsins,“ sagði Nygaardsvold. Þeir átu allir að hittast í utanrik- isráðuneytinu. Borgin var i svarta myrkri, og i dimmunni varð Ny- gaardsvold að þreifa sig áfram með stafnum sinum upp i Utanríkisráðu- neytið. Sumir ráðherrarnir voru komnir, aðrir að koma. Frjett barst af því að barist væri í Oslofirðinum — en við hvern? Loks gat aðmiráll- inn tilkynnl hver óvinurinn væri. Þýsk skip voru að ryðjast inn til Oslo, Stavanger, Kristiansand, Eger- sund, Bergen, Trondheim og Narvik. Á öílum þessum stöðum höfðu norsk skip og strandvirki gripið til varna, en virtust verða ofurliði borin. Nygaardsvold skildi að nú var Noregur kominn í banvænan liildar- leik milli tveggja stórvelda, sem engar sættir voru hugsanlegar á milli. Hann símaði til breska sendi- herrans til þess að spyrjast fyrir um, hvort liann hefði fengið nokkra tilkynningu frá stjórn sinni. En breski sediherran var ekki vaknað- ur. Um klukkan fimm að morgni var tilkynnt koma þýska sendiherr- ans. Þá var innrásinni i raun rjettri lokið. Þjóðverjinn lagði fram plagg, sem hafði inni að lialda skilmála um skilyrðislausa uppgjöf. Nygaardsvold leit á fjelaga sína kringum sig. Þeir kinkuðu kolli sam- hljóða. Nei! Aldrei!! Við gefumst ekki upp bardagalaust. Þjóðin mun dæma um ákvörðun okkar síðar,“ sagði Nygaardsvold. Það var nú orðið bersýnilegt að þrátt fyrir hina frækilegu vörn virkjanna í Oscarsborg og þó að Bliicher liefði verið sökkt og önn- ur þýsk herskip tafin, var ekki hægt að verja Osló. Stjórnin varð að flýja eða falla i liendur óvinanna. Húii bað um aukajárnbrautarlest, sem gæti orðið ferðbúin kl. 7 ár- begis, og sendi konunginum og krón- prinsinum orð. Það sem gerðist síðar — ferðin til Hamar, fundir þeir og ákvarð- anir, sem gerðar voru þann dag í Hamar og Elverum við yfirvofandi hættu af framsókn Þjóðverja, hina naumu undankomu Nygaardsvolds og fjelaga hans, er þeir voru klemd- ir inni í Guðbrandsdal milli þýska herliðsins sem ruddist norður og fallhlífahermannanna, sem skund- uðu suður ofan úr fjöllum, sextiu daga barátta og loks undankoma með breskum herskipum — alt þetta er nú á allra vitorði. Þrjú af fjórum börnum Nygaards- vold eru enn i Noregi. Kona hans og yngsti sonur skildu við hann í Elyerum, þegar konungur og stjórn hans ákváðu að biða og berjast. Þau komust um uustanverðan Noreg til Sviþjóðar. Þaðan um Finnland til Petsamo, siglu þaðan með litlum fiskibát suður með_ Noregsströnd til Tromsö og komu liangað 7. júní, að- eins tveimur stundum áður en kon- ungurinn og stjórnin fóru til Eng- lands, eftir að herir bandamanna höfðu orðið á burt úr Noregi norð- anverðum. Nú eru þau með Ny- gaardsvold i Englandi. í London vinnur Nygaarsvold dag- lega í skrifstofu sinni á aðalbæki- stöðvum stjórnainnar, stjórnar ráðu- neytisfundum á hverjum föstudegi og snæðir með konungi á eftir. All- ir koma til „gamla mannsins“ með vandamál sín. Ekki svo að skilja að hann sje gamall í útliti eða starfi, jjó að hann sje 64 ára. Þegar jeg fór með Jolin Steinbeck til lians ewin daginn í fyrra, tók liann sjer drjúgt af bjór með humarnum sínum, drakk whisky og sóda eftir kaffinu og reykti tvo sterka, svarta vindla meðan Steinbeck, sex feta þrekmað- urinn, var að reykja eina sígarettu. Hann er harðduglegur vinnumað- ur og bardagamaður, fljótur að livil- ast. Hlustar mikið en tular mjög lítið. Saga hans er ekki úti. Mörg vandamál bíða þegar Noregur verð- ur frjáls. En Nygaardsvold hinna gömlu daga kunni að berjast við klettinn og lagfæra það sem ábótavant er um leið og hann kemst i færi við það. Næsti áfanginn er þegar til i áætlun. Fyrsta verk Nygaardsvold verður samvinna við hermálastjórn hins endurheimta Noregs. Síðan tekur hann og ráðuneyti hans við stjórn- inni. Loks segir sú stjórn af sjer og hin frjálsa þjóð Noregs sker úr þvi með almennum kosningum hvað hún vilji og hvaða menn hún kjósi sjer. Ef hún óskar þess að Nygaardsvold stjórni endurreisnarstarfinu þá mun hann væntanlega verða við þeirri ósk. Hann hefir ávalt verið góður hermaður. En vilji hann laað ekki — jæja, þá er hann vel að hvíjdar- deginum kominn, þessi gamli Nor- egsmaður. „Innrásarbarnið". . .Konan á myndinni, frú Bertot i Foicarville i Normandi, ál barn innrásar- daginn 6. júni og ameríkanski herlæknirinn, sem sjest andspænis henni, hjálpaði henni við fæðinguna, jafnframt þvi sem hann hjúkraði sœrðum hermönnum, sem lágu niðri i húsinu. Hjer sjest hann i heimsókn hjá frúnni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.