Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Frá vinstri, sitjundi: Þóra Borg Einarsson, Jón Aðils og IJerdis Þor- valdsdóttir. Standandi: Br. Jóhannesson, Ævur Kvaran og Gestnr Pálss. Leikfjelao Reykjavikur: „Hann“ eftir iUfred Savoir Leikfjelagift hefir verið heppið i vali, er j;að afrjeð a'ð sýna lcikinn „Hann“. Því að þó að hann sje ekki stórbrotinn i eðli sínu, j;á er hann eigi að síður skemtilegt sam- blaiul gajnans og plvöru, kenmr víða við jiau efni, sem löngum hefir ver- iði mikið deilt um í heiminum, og hefir sœg af linyttilegum tifsvörum. llann gerist á ráðstefnu trúleysingja á gistihúsi suður í Sviss, ];ar sem saman er komið skritið fólk, bæði sjukt og heilbrigt og úr ýmsum stoð- Haraldnr Sigurðsson, Ævar Kvaran og Inga Laxness. um inannfjelagsins. En það sem eink- um setur svip á „gang málanna" á ráðstéfnunni er. að þarna kemm geðveikur maður, sem telur sig vera sjálfan Endurlausnaránn, og \ eldur ýmsum skritnum viðpúrðum á ráðstefnunni. Það er sá, sem kallaður er Ilann —. Leikurihn er eftir pólska Gyðing- inn Poznanski, sem gerðist fransk- lir borgari og varð kunnur leikrita- höfundur undir nafninu Alfred Savoir. Eftir hann er m. a. „Áttunda 'ícona Bláskeggs", sem leikin hefir verið víða um lönd og hlotið mikla hylli. Leikurinn gerist allur i »ama um- hverfi, á vínstofu gistihússins, og fer fram á tæpri viku samtals. Þar stendur gerðarlegur þjónn bak við diskinn (Har. Á. Sigurðsson) og iná heita að liann fari ekki út af sviðinu allan tímann, þótt hann segi ekki nema fátt. Og þarna koma gest- irnir og fara, skiftast á orðum og lýsa sjálfum sjer og viðhorfi sínu til tilverunnar. Flestir hinna kunn- nri leikenda hafa hlutverk þarna Brvnjólfur Jóhannesson leikur gest- gjafann á staðnum, Jón Aðils leik- ur prófessor einn, sem er liöfuð- paur þeirra trúleýsingjanna, en dótt- ir hans sjúka leikur Herdís Þor- valdsdóttir. Þóra Borg Einarsson fer með mikið hlutverk, Gestur Pálsson leikur enskan sjóliðsfor- ingja, Valur Gíslason lyftumann, Tnga Laxness sýnir brenglaða prinsessu, Ævar Kvaran er dólgslegur hnefa- leikari og Valdimar Helgason skrít- inn læknir. Er meðferð og sandeik- ur leikendanna í besta lagi, því að lndriði Waage og Herdís Þorvaldsd. Uar. Á. Sigurðsson og Valur Gíslas Tndriða Waage hefir tekist leik- stjórnin hið besta, eins og venja er til af lionuin. Hann leikur einnig aðalldutverkið „Hann“ og leysir það prýðilega af hendi. Leikn.um var prýðilega fagnað á frumsýningunni og á vafalaust fjr- ir sjer að njó(a langra lífdaga. Hjer birtasl nokkrar myndir úr honum. Frú Guðný Halldórsdóttir frá Vöðl- um, Önundarfirði, verðnr 70 ára 26. nóv., nú til heimilis Sólbakka við Lauganesveg. Tvær stærstu raforkustöðvarnar i Mexico hafa kvartað yfir því, að um fjórða hluta af öllum straum sem þeir framleiða, sje stolið. Þykj- ast þær liafa komist að raun um, að nálægt 140 aðferðir sjeu til þess að stela straum framhjá mælitækj- unnm, og bæta því við, að ýmsir geri sjer að atvinnu að ganga hús úr húsi og selja áhöld lil þess að stela rafstraum með. Einu sinni fjekk John 1). Rocke- feller 25 cent að láni hjá ritara sin- um. „Munið þjer nú að minna mig á þetta á morgun!“ sagði auðkýfingur- inn. — „Það munar ekkert um þetta hr. RockefeIler,“ sagði ritarinn. — „Ha, munar ekkert um það?“ sagði húsbóndinn. ,, Þetta eru um tveggja ára rentur af einum dollar!" Silfurbrúðkaiip áttu 5. þ. m. Marla Magnúsdóttir og Davíð Jónsson, :núrarameistari, Greitisgötu 33B. IJún 65 ára og hann 6ð ára. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.