Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 5
FÁLKIN N 5 Visundarnir í Whipsna.de lifa við skilyrði, sem ertt mjög lík þvi, sem þau eru á amerisku preriunum. Haft er rúmt um þá, svo að þeir þrífast vel. veginum. Það.er hólmi umgirtur stórri tjörn, sem er í sljettu einni skamt frá aðalinnganginum. — Safnast fuglarnir þar saman eða þá að þeir standa á öðrum fæti úti í vatninu, upp í hækil, og stai-a þungbúnir kringum sig. Aðrir fuglar, svo sem sjald- gæfar andategundir, svanir og liegrar ramba um engið eða busla í læknum fyrir handan það. Alsstaðar virðist manni frelsi ríkja þarna og allsstaðar nóg rúm. Sljetturnar í garðinum eru stórar (ein þeirra er stærri en allur dýragarðurinn í London) og dýrin virðast vera í sínu eðlilega umhverfi. Einna bestur árangur liefir náðst í þessum dýragarði af svæði einu, sem kallað er „úlfaskógurinn“. — Þarna er dálítill furuskógur, og í skuggum trjánna sjást úlf- ar vera á ferli, alveg eins og þeir væru í sínu eðlilega umhverfi. Allskonar fuglategundir, svo sem páfagaukar, kalkúnar og endur hafa fullt frjálsræði og fá að fara um þar sem þeim sýnist. Fallegir steindeplar skjót- ast fram úr runnunum og grjót- görðunum. Þarna eru tigrisdýr í litlum, fögrum dal, ljón i grænu frumskógarkjarri, vísund ar í stórri hlíð, úlfaldar og yak- uxar á beit eins og þetta væri enskur sauðfjenaður. Þarna skiftist á skógur og graslendi og landslagið er un- aðslegt og gott sýnishorn enskr- ar náttúrufegurðar. Þarna eru mjóir stígar í forsælu skógarins og þar sjer maður líka margar legundir smærri hjartartegunda. Þarna eru tapírar, sem kunna vel við enska beitilandið, gíraffar eru inni á milli trjánna og flóð- Ljónagröfin, sem sjest hjer á myndinni er gömul kalknáma, sem er al- vaxin kjarri. Á niytidinni sjást þrjú karl-ljón. liestar, sem gesturinn getur lát- ið eta kartöflur úr lófa sjer. Þar er lítill klettahólmi, afgirt- ur, og hafast þar við nöðrur og allskonar eðlutegundir. 1 gras- brekkunum er villifje og villi- geitur úr ýmsum áttum verald- ar. Ýms skógarrándýr af katta- kyni og svo bjarndýrin vekja ávalt óskifta eftirtekt gestanna, og margt mætti telja af sjald- gæfum dýrum, sem fengið hafa vistarveru þarna og virðast kunna vel við sig. Og loks er þarna friðaður staður fyrir fjölmargar fugla- tegundir og koma farfuglar þar oft við á ferðtim sínum. Fugla- fræðingar telja þennan stað liinn álcjósanlegasta til ýmis- konar athugana, og þarna er tækifærið til að skoða allskon- ar afbrigði af algengum og sjaldgæfum fuglum. Hiýr ikíðaskáli 1 Sleggjubeinsskarði, upp af Koi- viðarhóli, hefir Knattspyrnufjelagið Víkingur undanfarin ár verið að koma sjer upp skiðaskála fyrir fje- laga sina. Var hann vigður, að við- stöddu fjölmenni, þann 29. f. m. Skálastæðið er liið fegursta og ágæt- ar skíðabrekkur i kring og auðsótt ganga upp i Hengil, þar sem er þrautalending skíðamanna í Heykja- vík, þegar snjóa brestur þar sem lægra er. Þessi nýi skiðaskáli er i stuttu iiiáli stórmyndarlegt hús og virðist að öllu leyti vel til þess vandað og öllu fyrir komið af hinni mestu smekkvísi og þannig, að húsrýmið notist sem best. Bygging skálans hófst 1942 og riðu meistaraflokks- menn úr knattspyrnuliði fjelagsins á vaðið og byggðu undirstöðuna, en mest af vinnunni hefir verið unnið af sjálfboðaliðum úr fjelaginu, einnig trjesmíðin. Var byggingunni lokið í sumar sem leið. Skálinn er 90 ferm. að gólffleti. Þar er borðsalur, 5x6,6 raetrar að stærð, svefnstofa 5x4,4 m., sem tek- ur 36 menn i rúin, eldhús, forstofa, skiðaklefi og vatnssalerni. Vatns- leiðsla er i skálanum og hreyfill lil ljósgjafar. Arinn er í borðstofu og olíuofnar til liitagjafar að auki. M. ö. orðum: þetta er svolitið nýtisku gistihús, sem í engu stendur að baki hliðstæðum fjallaskálum á norðurlöndum. Fjelagið hefir heiður af að liafa komið upp þessum fallega skála á þeim erfiðu tímum, sem nú eru til byggingaframkvæmda. Og vonandi á Víkingur eftir að eiga inargar á- nægjstundir þarna í skáianum og umhverfis hann. Skálinn mún verða heilsubrunnur þeirra Víkinganna á ókomnum árum. Aðferðin til að spara einn Rinso pakka af hVerjun þrem er. sú, að nota aðeins helming af þvi vatni, sem þjer eruð vön, oy aðeins tvo þriðju af Rinso Látið þvotlinn liggja i Rinsoleg- inum i 12 minút- ur. Þvoið hann jj-j " i l\(Ml siðan og skol- ' j\ Pt.-A ið, og hengið hann til þerr- is. Engin þörf er á að nudda hann mikið — þessvegna endist fatnaðukinn mik- ið lengur. Reynið þessa nýju Rinso-aðferð RINSO X-R 208- 78Ö l

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.