Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framlcv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út livern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR í nœst síðasta bl. var vikið að þvi, að það gæti verið hættulegt, að við færum að tjalda með ginnandi nafni á landinu, sv'o sem Grænland eða Sóley. Því að jafnan væri það mis- ráðið, að auglýsa meira en hægt væri að efna. En þessum Skraddara, skal vakið að annari hlið málsins, þeirri, sem veit að þjóðinni fremur en landinu. Þjóðin hefir frá öndverðu nefnt sig íslendinga. Ef hún liefir kaup á óðalsheiti sínu, eða finnur sjer eitt- hvað nýtt naí'n á hólmann sem við byggjum, verðum við að muna að hún sjálf verður að breyta nafni um leið. Og hvar ert þú þá staddur, þú, sem þessar lftiur lest, eða jeg, sem skrifa þær? Langar þig til að heita Sóleyingur eða Grænlendingur, eins og rökrjett mundi verða, samkvæmt nafnabreyt- ingunni? Þú segir nei! Getur þú þá ekki orðið mjer sammála um, að það sje vitfirrsku háttur, að láta sjer detta i hug að skira upp föður- landið sitt? Allt, sem þjóðin hefir unnið sjer til ágætis, hefir hún ^ert undir nafn- inu: tslendingar. Ef að þeir menn, sem í óaðgætni hafa gerst talsmenn nafnabreytingarinnar á sjálfu íslandi hefðu hugleitt þetta, mundi þeim aldrei hafa komið það í hug, að láta það sjást á prenti, að þeim hefði komið jafn fávislegt i hug. Þvi að svo er forsjóninni fyrir að þakka, að Islendingurinn hefir gert garðinn frægan í þessu landi, eigi síður en landið sjálft hefir frægt sig sjálft að verðleikum. Við munum ekki una því, að aðrar þjóðir færu að kalla oss Grænlend- inga, þó að okkur tækist að hafa nafnaskifti við landið það, sem nafnið á — með hæfilegri milligjöf, vitanlega. Okkur mundi ekki, þrátt fyrir kenningar ýmsra „sjerfróðra“ manna, þykja neitt gainan að því. að umheimurinn færi að telja Snorra Sturluson eða Jón Sigurðsson Græn- lendinga, jafnvel þó að bætt væri við innan sviga: (fyrverandi íslend- ingur). Nei, Iandið verður aldrei kaldara en það hefir verið. Við skulum una því, að það varð aldrei kaldara. Þó að ísar legðust um alla firði og bönnuðu aðdrætli og dræpu bú- pening, þá var aldrei uppi á þeim árum óskin um að breyta nafninu. Og hún má aldrei koma upp aftur. VINNU- HEIMILI BERKLA- SJÚKLINGA Á REYKJUM Samband íslenskra Berklasjúkl- inga er ungur fjelagsskapur. F.n það er sýnt orðið að hann á sjer samúð i ríkum mæli, og að þar standa við stýrið menn, sem ekki liggja á liði sínu. Annars mundi sambandið ei hafa getað afkastað þeim stórvirkj- um, sem þegar liggja eftir það, eða getað safnað á fáum árum yfir einni miljón króna til framkvæmda sinna. Slíkt má heita einsdæmi hjer á landi. Og síðan framkvæmdir hof- ust um byggingu vinnuheimilisins hafa þær gengið með alveg undra- verðum liraða. Það var nokkruin dögum áður en prentaraverkfallið hófst, að blaða- mönuin var boðið upp að Reykjum til þess að skoða þessar framkvæmd- ir. Þar, á landspildu sem samband- ið hefir keypt, samkvæmt ályktun á sambandsþingi í maí s.l. eru nú risin upp tíu sináhús, en það er aðeins byrjunin á fyrirtækinu, þvi að smáhúsin eiga að verða 25 þg að auki stór aðalbygging og allskonar vinnustofur fyrir vistmenn á hæl- inu. Þessi smáliús munu nú vera um það bil fullgerð. í lok september, þegar blaðamenn heimsóttu staðinn, voru þau komin undir þak, þó að komið væri fram á sumar þegar fyrsta handtakið var unnið að und- búningnum. í þessum smáhúsum er ætlað rúm fjórum vistmönnum. eru þar þrjú svefnherbergi, eitt tvíbýlis- herbergi og tvö einbýlis, ennfrem- ur stór sameiginleg setustofa, bað- klefi og geymsluherbergi og litið eldhús, ætlað til kaffihitunar en ekki til matseldar, því að mötu- neyti verður sameiginlegt fyrir allt vistfólkið. Til bráðabirgða verður þetta mötuneyti i herskálum, sem keyptir hafa verið, en munu flytj- ast í aðalbygginguna, sem verður hið mesta stórhýsi. Verður ráðist í hyggingu hennar á næsta ári. Vinnu- skálarnir verða einnig fyrst um sinn í herskálum, þangað til sjerstakir skálar verða byggðir til þeirra nota. Alls verður rúm á heimilinu fyrir um 150 manns, þegar öll smáhúsin og aðalbyggingin er komið upp. í aðalbyggingunni er gert ráð fyrir að verði borðsalur fyrir 150 manns, tvær setustofur, samkonm- salur, 20 einbýlis- og 10 tvíbýhs- herbergi, röntgenstofa, læknisher- bergi, hjúkrunarkvennalierbergi og skrifstofur. Úr þessari byggingu verð ur innangengt i vinnuskálana, en þar er ráðgert að hægt verði að stunda ýmsar iðnir, svo sem trje- smíði og netagerð. Hefir sambands- sljórnin þegar fengið ýms áhöld til vinnuskálanna, og einnig má geta þess, að þegar hefir verið keypt mikið af innanhússmunum til heimilisins. Hefir áliersla verið lögð á. að þessi stofnun geti orðið heim- ili i bcstu merkingu þess orðs, þar sem fólk, sem ekki er fært um erf- iðisvinnu getur stundað hæga vinnu, bæði úti og inni, einhvern tíma dagsins. Vinnuheimilið stendur á fögrum stað á móti sól í brekkunni norð- vestur af Syðri-Reykjum, og er land- ið sem kej'pt var undir það um 30 liektarar að stærð. Er landið vel fallið tilr æktunar og jarðhiti er þarna nægur, bæði til upphitunar og ræktunar. Gert er ráð fyrir, að sundlaug verði fyrir neðan heimilið. Allar þesar framkvæmdir annast nefnd, kosin af sainbandinu, og sitja í hcnni Árni Einarsson, Odd- ur læknir Ólafsson og Sæmundur Einarsson. Er starf nefndarinnar ærið mikið, en allt ólaunað. Yfir- smíði bygginganna liefir Þorl. Ófeigs- son með höndum og vinna þarna margir að staðaldri. Gegnir það l’urðu hve fljótt byggingarnar hafa risið upp. Þær eru allar einlyftar og kjallaralausar, hlaðnar úr vikur- steini, og liggja íveruherbergin vel við sól. „Afl þeirra hluta sem gera skal“ — peningana, liefir sambandið feng- ið með samskotum. Á síðasta vetri samþykti Alþingi, fyrir forgöngu Jóhanns Þ. Jósefssonar, Sigurðar Þórðarsonar og Þórodds Guðmunds- sonar, að gjafir til heimilinsins skyldu undanþegnar skatti, og greiddi þetta mjög fyrir stórum framlögum. Á fimm næstu árunum áður hafði sambandið safnað um 400 þús. krónum, en á næstu 3—4 mánuðum eftir að komið var skatt- frelsi á gjafirnar, safnaðist frek- lega önnur eins upphæð, þannig að eign sambandsins var orðin nær 900 þúsund kr. fyrir siðasta söfnun- ardag, 1. október. Ljet formaður sambandsins, Andrjes Straumland, þá von i ljósi er blaðamenn voru á Reykjum, að næsta söfnun yrði eigi minni en 180 þús. krónur. En á- rangur þeirrar söfnunar varð — 260 þúsund krónur. Sýnir þetta hug landsmanna til fyrirtækis þessa. Straumland hefir verið erindreki sambandsins undanfarin ár, ferðast um landið, stofnað deildir, hleypt athafnafjöri í þær sem fyrir voru og yfirleitt verið forustumaður í fjelagsstarfinu. Sambandið hefir um 60 trúnaðarmenn víðsvegar um land, en fjelögin eru nú með um 900 skráðum meðlimum. Það er vel að landsbúar hafa kunnað að meta starf sambandsins, því að það er þjóðnytjastarf, sem á eftir að vega þungt á metunum i baráttunni við hvita dauðann og verður væntanlega með timanum tll þess að útrýma honum að meslu leyti — þjóðarplágunni, sem und- anfarna áratugi hefir höggvið svo stórt skarð i fylkingu hins yngra hluta þjóðarinnar. N. B. í næsta blaði birtist skipu- lagsteikning af húsunum og grunn- teikning af einu smáhúsinu. LUX AÍ4- ER DÝRMÆTT < ' FARIH SPARLEGA MEÐ ÞAÐ SVONA... MÆLBÐ LUX- SPÆNINA 1 1 lítra af vatni látið þjer sljctt- fulla mat- skeið af Lux. Það er alveg nóg til að' fá gott sápulöð- ur. MÆLIÐ VATNIÐ Ef þjer notið meira vatn tn þörf er á, . verðið þjer ’ lika að nota meira Lux. SAFNIÐ 1 ÞVOTTINN Þvoið öll ullarföt, sokkar o. s. frv. 1 einu og sama þvæl- inu.en ekki sitt i hvert skift- Með þvi að fylgja þessum ein- földu ráðum verður yður miklu meira en ella úr hin- um dýrmætu Lux-spónum yðar. LUX EYKUR ENDJNGV fatnaðawns imrnmmmraiaMaMMnmmumMmiimiiirnrjarxKcrvtm.-p&v-m X-4-N 621-706 A LSVEíl PNODV'CV r r Drekklð Egils-öl J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.