Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflBfin - NR. 15 Lögregluþjónn fann hana einn rnorgun á Palace de la Nation. Hún lá þar á bekk og svaf. Lögreglu- þjónninn vakti liana og spurði liana nokkura spurninga. En þar sem hún svaraði ekki, áleit hann að hún væri heyrnarlaus. Hann fór með konuna á geðveikrahæli, sem var þar í grenndinni. Yfirlæknirinn horfði rannsóknar- augum á hana. Konan var af meðal- stærð. Mögur. var hún og leit út fyrir að vera um fertugt. Andlitið var kringluleitt, munnfrið var hún og tennur sterklegar. En nokkur þján- ingasvipur var á andlitinu. Augun voru stór, dökk og óvanalega titr- andi. — Góðan daginn, sagði læknir- inn vingjarnlega. — Viljið ]>jer ekki rjetta mjer hönd yðar? Hún var rkki hevrnai iaus, því að hún tók í hönd læknisms. En Iiann fjekk ekki eitt orð af hennar vörum hvorki með góðu eða illu. Voru talfæri hennar lömuð? Yfirlæknirinn rannsakaði hana nákvæmlega. En engin bilun var sjáanleg. Hún var með fullu viti. Læknirinn ljet flytja hana á eina deild hælisins. Hún var látin í stofu nr. 15 og þar sem enginn vissi hvað hún hjet, var hún nefnd nr. 15. Næstu daga var mikið reynt til þess að fá hana til að fala. Með miklum vingjarnleik og þolinmæði fjekk yfirlæknirinn þó konuna til þess að segja nokkr- ar setningar. Hann fjelck henni rit- færi og bjóst við að hún fengist til þess að segja ineira á þennan hátt. Hún ritaði þá í stuttu máli um það hversvegna hún hefði ákveðið að þegja. Hun kvaðst liafa verið mikil kjaftakind, og með málæði sínu næstum orðið syni sínum að bana. Nú hafði hún komið drengnum fyrir hjá góðu íólki. Hún segist síðan hafa horfið á brott. Ög hún kvaðst aldrei framar ætla að verða á vegi lians, nje láta fólk vita um hvar hún væri niður komin. Af sjer hafði hann fengið nægilega skömm, eða sinum foreldrum. — Hver er faðir han og hvar er hann? spurði læknirinn. En þessari spurningu svaraði kon- an ekki. Það liðu margir dagar þar til Iæknirinn kom henni lil að skrifa svarið. Svarið var stutt. Að- eins þetta: — Greifinn." Læknirinn liugsaði mikið um það hvernig þessi almúga lcona liefði kynst greifa og átt með honum barn. Líklega var hún ekki algerlega heilbrigð á sálinni. — Yfirlæknir- inn Ijet auglýsa í öllum blöðum um þessa konu. En það varð árang- urslaust. Enginn þekkti hana. Frú 15 var áfram á hælinu. Hún hegðaði sjer vel, var vingjarnleg og vel verki farin. En er yrt var á hana brosti hún vingjarnlega og brá fingrunum á varirnar. Hún var vinsæl á hæl- inu. — Fáir sjúklingar lásu blöðin þó að nóg væri af þeirn. En nr. 15 las og las öll ‘blöð er hún gat. — Nr. 15 liafði dvalið mörg ár á hæl- inu. Nýjir læknar lcomu og reyndu að koma lienni til að tala en það tókst ekki. — En einu sinni kom að- stoðarlæknir sem leit út fyrir að fengi hana til að skrafa. Hann lijet Jacques Dormans. Hún var svo hrif- in af honum að hiúkrunarkonurnar sögðu að nr. 15 væri skotin í hon- um. Hann var líka óvenjulega fríð- ur maður, hár vexti, með dökkí stór augu. En þó var einhver glæfra- mennsku blær yfir honum. Nr. 15 hafði ekki augun af honum er hann var í návist hennar. Hun fylgdi honum eftir með auguntim eins og sagt er. Einn dag sat Frú 15 og las í Petit Parisien. Skyndilega þaut lnin á fætur og rak upp hljóð. og taulaði eitthvert óskiljanlegt orð. Iiún var mjög æst. Hún fór út í garðinn og gekk þar fram og aftur. — Hún hafði auðsjáanlega lesið eitthvað i blaðinu, sem kom lienni í æsj, skap. Yfirhjúkrunarkonan tók blaðið, sem nr. 15 liafði verið að lesa, og leit yfir það. Á þriðju síðu sá hún mynd af manni, sem líktjst að- stoðarlækni hælisins, Jacques Dor- mans. Eftirfarandi klausa stóð neö- an við myndina í blaðinu. —• Fangi skotinn á flótta. Einn af hættulegustu glæpamönnum lands- ins, Georges Duval, nefndur „greif- inn“ reyndi að flýja úr fangelsinu. Hann rotaði tvo verðina og tókst að komast út úr fangelsinu. En turn- verðirnir komu strax auga á liann og skipuðu honum að nema staðar. F.n þar sem hann gengdi þvi ekki, skutu verðirnir á hann. Dauðsærður var Duval fluttur inn í fangelsið, og andaðist hann eftir stutta stund.“ Yfirhjúkrunarkonan gekk út í garðinn til nr. 15. Hún sat á hekk og huldi andlitið í höndum sjer. Hún sýndi nr. 15 blaðið, benti á myndina og sagði: — Þetta var maðurinn yðar. Er það ekki? Gamla konan leit upp. Augun voru full af tárum. Nú hafði hún fengið málið. — Já, hann var mað- urinú minn. Öll þessi ár liefi jeg verið kvalin af ótta við að hann slyppi úr fangelsinu. Hann var ill- menni. Og jeg óttaðist meir að hann mundi gera drengnum mínum ein- hverja bölvun. Hann hataði okkur. Guði sje lof að þessari byrði er af mjer ljett. Jóh. Sch. þýddi. Þjóðbðtfð Eyfirðinga og Þingeyinga 2.júlil874 Hún var haldin á Oddeyri. Nefnd hafði verið skipuð til að undirbúa hátíðarhaldið og prýða samkomu- staðinn. Ljet hún reisa tíu tjöld á sljettum grasvelli 9 í röð hvert út frá öðru, en eitt til hliðar, og þó áfast liinum. Fram undan því var autt svið; var það umgirt tjöldum á þrjá vegu en á einn veg með grindum; á grindum þessum var hátt hlið, og yfir því voru með stóru letri riluð orðin „Land og þjóð“ en þar upp af var liá flagg- stöng; þá var og reist upp stöng af hverju tjaldi með marglitum veifum. Sumsstaðar voru skógarhríslur settar niður í smárunnum, en sumstaðar hjengu blómhringar, og var öllu mjög haganlega fyrir komið. Nokkurn spöl frá tjöldunum var reistur ræðustóll, sveipaður hvítu líni, og skreyttur laufhrislum og blómvöndum, en há stöng var upp af með hinum danska fána. Þá var og kappreiðabraut afmörkuð með smástaurum og strengjum á milli; hún var í hálfhring, og var nær 280 faðma á lengd. Ennfremur var og gjörður danspallur 144 álna stór að ferhyrningsmáli, og girður lágum grindum. Þegar að morgni hátíðardagsins, var veifa dreginn upp á hverri stöng á Akureyri. Hið danska herskip „Fylla“ lá þar á höfninni; var það búið sem skrautlegast, og prýtt með nálega fimmtiu veifum. Nú tók mannfjöldinn að streyma að úr öll- um áttum, ýmist gangandi eða ríð- andi, eða siglandi. Gengu allflestir þegar til tjaldanna, og ljetu þar fyrir berast um hríð, því veður var hvast og kalt. Þá er svo margt manna var saman komið, sem von gat verið á, var söngur hafinn; en er honum lauk, var skipað til hátíðargöngu. Hvert sveitarfjelag í flokk sjer og hafði sitt merki og sína merkisstöng, en hver umsjónarmaður bar sína eink- unn. Á undan gengu lúðurþeytarar af herskipinu og þeyttu lúðra sína, en þá hver flokkur eftir annan, og inerkismenn í broddi fylkingar; en svo var fylkingum skipað að sex menn gengu samhliða í hverri röð. Flokkarnir námu staðar við ræðu- stólinn, merkismennirnir næstir, hver með sinn fána, en þá hver út frá öðrum. Þá var aftur hafinn söngur; byrjuðu hljóðfæraleikarar á sálmi eftir Björn prófast Halldórsson i Laufási og söng söfnuðurinn ineð. Þá voru nokkrar ræður haldnar Fyrst mælti Björn Halldórsson, þá Arnljótur prestur Ólafsson frá Bægis- á, þá Einar hreppstjóri Ásmundsson frá Nesi, þá Klrispán amtmaður Kristjánsson frá Friðriksgáfu og síðast, Guttormur prestur Vigfússon frá Saurbæ. Milli þess að ræður voru fluttar var sungið og leikið á hljóð- færi og stundum skotið af fallbyss- um og svo var enn gjört um hríð er ræðunum var lokið. Að því búnu var aftur gengið til tjaldanna og sest að veislu; stóð hún nokkra stund með góðu gengi og margs- konar skemtun. Voru þá drukknar skálar rnargar og mælt fyrir. Að lokinni veislunni hófust kappreiðar og síðan glimur; þótti hvorttveggja hin besta skemtan. Verðlaunuin voru þeir sæmdir, sem mest þóttu bera af öðrum í iþróttum þessum, og lilaut Jón Jónsson frá Munkaþverá hin fyrstu kappreiðaverðlaun, en Páll Jóhannsson frá Fornhaga önnur; glímuverðlaun Jón Ólafsson frá Seljaldið. Þá er þessum skemlunum var lokið, var tekið að dansa og slcemmta sjer það sem eíur Var kvöldsins, og svo alla nóttina með dansi og hljófæraslætti. Þá var há- tiðinni lokið, og var hún enduð með því.að skotið var 21 fallbyssuskoti. Er svo sagt að hátíðarhald þetta hafi verið hið veglegasta allranæst aðalhátíðinni á Þingvelli, og hafði nefnd sú er stýrði því, og einkum oddviti hennar, Steincke verslunar- stjóri af því sæmd mikla. Fjölmenni mikið hafði tekið þált í hátíðinni, og er giskað á að þar liafi saman komið um 2000 manns. ÞJöðMtiðin á Reykhólnm 2. átfúst 1874 Prófastur Ólafur E. Jóhnsen á Stað steig fyrst i stólinn í Reyk- hólakirkju og hjelt snjalla og fagra ræðu. Kirkjan var full al' fólki, og hinn mesti manngrúi stóð fyrir utan. Eftir messu söfnuðust menn saman i stórum rúmgóðum timbursal, sem Bjarni Þórðarson, bóndi á Reyk- hólum hafði slegið saman úr borð- um. Tvær raðir matborða stóðu i salnum, sin með hvorri hlið. Siðan settust menn undir borð, og tókust fjörugar borðræður með mönnum. Ræddu menn helst áhugamál lands- ins t. d. stjórnarskrána nýju; gufu- skipaferðir kringum ísland o. s. frv. Eftir það er staðið var upp frá borð- um tókst samdrykkja og l>á var mælt fyrir skálum. Fyrst var mælt fyrir skál íslands, síðan fyrir skál Jóns Sigurðssonar. Seinast var svo mæll fyrir skál Alþingis. En áður en mælt var fyrir skálum var sungið margraddað kvæði, lipurt og skáld- legt fyrir minni íslands. Kvæðið hafði Jón nokkur Hjaltason gjört; það er ólærður maður, en vel að sjer og skáld gott. Eftir jietta var enn mælt fyrir ýmsum skálum, og rædd ýms mál. Menn töluðu einkum um hvert það fyrirtæki væri, er menn í minningu þúsund ára byggingar íslands skyldu leitast við að fram- kvæma. Að lyktum komu menn sjer sarnan um að gefa skriflega skuld- bindingu unr það, að menn skyldu eftir stærð Reykhólahrepps leggja fje til þess að koma á gufuskipa- ferðum kringum ísland, ef önnur hjeruð vildu einnig gera það. Skuldbinding þessi var siðan send Þingvallafundi. Fremur lítið var drukkið, enda sýndu menn það á samræðum og áhuganum að þeir þurftu ekki „spíritósa“ til þeSs að hafa nóg af pólitísku fjöri og fram- kvæmdaranda. Þeir sem tóku þátt í veislunni voru einkum Reykhóla- sveitungar, en fáir utanhrepps. En úr Reykliólalrrepp var nálægt hver maður sem kominn var yfir ferm- ingaraldur. Því áhugi lijá vinnu- mönnum og ungum mönnum, var fullt eins mikill og hjá bændunum, enda skrifuðu margir þeirra undir skjalið, viðvíkjandi gufuskipaferð- unum mcð bændum. Veislan stóð langt fram á mánudaginn, og þá uin morguninn borðuðu menn aftur. Ölluin þeint sem við voru þótti hin mesta snilld hvernig veislan fór fram; menn voru stilltir, flestir ódrukknir. en brennandi af áhuga og fjöri. Allir sem vjer höfum lieyrt minn- ast á þjóðhátíðina á Reykhólum, Ijúka upp um hana hinum sama munni , að hún liafi vcrið sú besta sem lialdin hefir verið á Vesturlandi. Bjarni Þórðarson á einkum þakkir Frumhald á bls. 74.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.