Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 12
12 FÁLKINM Pierre Decourelli: 23 Litlu flakkararxiir og hann verður áreiðanlega reiður ef jeg kem með yður. — Hvað er að heyra þetta, sagði lækn- irinn, — þeim mun meiri ástæða er til að athuga veika drenginn. Finnst yður það ekki Durand, sagði hann og sneri sjer að lyfsalanum. — Jú, það finnst mjer, læknir, sagði lyf- salinn, — og sjeu þau þvi mótfallin, getið þjer krafist aðstoðar lögreglunnar. — Komdu drengur minn, sagði læknir- inn við Fanfan. Sje hægt að hjálpa lionum skal það verða gert. Fanfan kom glaður í bragði inn i vagn- inn. Claudinet hafði ekki liðið vel þennan dag. Hann sat í hnipri úti í horni. Galgop- inn og Zephyrine höfðu bæði verið vond við hann. Skap þeirra var ekki upp á marga fiska, þvi að nú hafði Skipstjórinn ekki látið sjá sig i þrjá daga. Aðsóknin að tjaldinu minkaði á meðan og hafði þó ekki mátt minni vera. Svo hafði Galgopanum komið i hug nýtt gróðrabrall, meðan hann fór um og brýndi hnífa. — Hann vissi hvert hann gat snúið sjer og selt góðar hugmyndir, en betra hefði verið að framkvæma þær sjálfur með að- stoð Skipstjórans. Bræði þeirra bitnaði öll á vesalings Clau- dinet. — Þú ert letingi, æpti Galgopinn, — sem ekkert gerir annað en að hósta í stað þess að vinna. Þú ert þokkapiltur, eða hitt þó heldur. Claudinet svaraði elcki. Hann dró andann með erfiðismunum. Þegar Fanfan kom inn sauð bræðin upp úr á ný. Jæja, þarna kemurðu, sagði Gal- gopinn. — Hvar varstu að slæpast? — Jeg gekk hjerna niður á götuna. af þvi að hjer var ekkert að gera. — Var hjer ekkert að gera? æpti Zephyrine. — Veistu ekki að þú átt að þrífa til og elda morgunmatinn? Sjáðu hvernig hjer er umhorfs. Hún gaf drengnum utanundir og bæth við. — Nú geturðu ef til vill sjeð að hjer er nóg að gera. Það var satt sem Zephvrine sagði. Allt var í megnustu óreiðu. — Jeg skrepp Iijerna snöggvast upp á hornið, sagði Galgopinn, — til þess að vita hvort gestgjafinn hefir sjeð Skipstjórann. — Það skaltu gera, sagði Zephyrine^ — en vertu ekki lengi. Slatfu á fætiu-, sagði hún og sparkaði í Claudinet, stattu á fætur. Hversvegna ferðu ekki, sagði hún við Gal- gopann. Hann stóð grafkyrr í dyrunum og starði á tvo lögregluþjóna og mann með hvítt Dindi. Þeir komu í áttina til vagnsins. — Zephyrine, sjerðu hverjir koma. — Tveir snuðrarar. Hvað ætli þeir vilji? — Lögreglan! hrópaði Zepliyrine skelfd. Þau liöfðu engan tírna til umhugsunar. Maðurinn með hvíta bindið gekk upp vagnþrepin. — Jeg er umsjónarmaður hjá hinu opin- bera eftirliti með vinnandi börnum, sagði . hann. Mjer er sagt að hjer sje veikt barn. Jeg kem lijer i nafni laganna, til þess að líta á það og taka það með mjer, ef vinn- an er of erfið fyrir það. Galgopinn hafði nú fengið aftur sjáll's- traust sitt. Hann gaf Zephyrine bendingu, þegar hún ætlaði að fara að skýra frá því að einkamál hennar kæmi ekki lögreglunni við. Galgopinn var mjög vingjarnlegur. — Sjáið þjer nú til, læknir, sagði hann. — Hver og einn reynir að skara eld að sinni köku. Þjer hafið verið gabbaður. Jeg á einhvern öfundarmann, sem hefir rægt inig. Hjer er vesalings veikur dreng- ur. Hann er í ætt við okkur, svo að við gerum auðvitað allt sem í okkar valdi stendur til að annast hann. Læknirin furðaði sig ekkert á þrifn- aðinum i vagninum. Hann hafði sjeð margt verra af því taginu áður, en honurn brá í brún við þá ruddamennsku, sem Iýsti sjerí svip Galgopans. Hann sá strax að sjúkdómur Glaudinet var ólæknandi. Það var ekki annað að gera en bjarga honum úr þvi víti, sem hann nú lifði í. — Eins og við höfum látið okkur annt um liann, sagði Zephyrine og leit lil him- ins. — Yður skjátlast að þetta sje venjuleg hrjósthimnubólga. Hann er mjög veikur og þarfnast nákvæmrar hjúkrunar, sem ekki er hægt að veita lionum hjer. En hennar þarfnast hann til þess að geta náð sjer aftur. — Getur hann náð sjer aftur? hrópaði Zepliyrine, nærri því óttaslegin, og varð bjánaleg á svipinn. — Já, auðvitað, sagði Galgopinn fljót- mæltur, — og við vonum það líka. — Já, það getur orðið, en ekki hjer, sagði læknirinn. — Þið verðið að koma honum á sjúkrahús. — í sjúkrahúsið! Aldrei, aldrei! Við erum fátæk, að vísu, en við viljum ekki setja barnið okkar í sjúkrahúsið. — Jæja, en hvernig haldið þið þá að þið getið hjúkrað honum. Hvaða meðul fær Iiann? Má jeg líta á síðustu lyfseðl- ana? — Herra læknir, sagði hann, — jeg hefi vantrú á þessum venjulegu lyfjum. Jeg lækna hann með töframeðalinu. Kon- an mín býr það til. Hjerna er einmitt nýjasti skamturinn, hjelt hann áfram og tók upp flösku, sem hann hafði tekið frá Fanfan. — Þjer getið varla lialdið þvi fram að þetta sje ekki hreinasta afbragð við brjóstveiki. — Þetta er ágætt lyf en það hrekkur bara ekki til. Þetta barn er veikara en svo, að það megi búa við ljelega lijúkrun. — Afsakið læknir, en þjer hafið ekkert leyfi til að skifta yður af þessu. Claudinet er systursonur konu minnar, og skjöl okkar eru í hesta lagi. Jeg er fjárhalds- maður lians. Lögin heimila mjer að fara með liann eins og mjer sýnist og jeg ætla líka að fara með liann á sama hátt og jeg hefi gert. Þjé'r getið ekki neytt mig til að fara með hann á sjúkrahús. Annars förum við á burt úr París eftir fáeina daga, og hreint sveitaloftið mun bæta heilsu lians. Þjer getið kært mig, ef yður sýnist svo, en þjer fáið barnið aldrei með góðu. Mjer þykir vænna um hann en svo. Læknirinn hugsaði sig um andartak. Galgopinn vissi livað liann söng, í rauninni gat enginn tekið af honum barnið meðan ekki lágu fyrir heinar sannanir fyrir því, að hann misþyrmdi því. —- En hann hressist ekki, lieldur deyr, ef hann verður hjer lengur, sagði læknir- inn. Galgopinn yppti öxlum. Fanfan kom nú fram úr skoti sínu. Hann var náfölur. Átti hann að lát'a þetta viðgangast? Að láta Claudinet bíða dauða síns i klóm Galgopans og Zepliyrine. Hann varð að fara i sjúkraliúsið, livað sem það kostaði. — Herra læknir, sagði hann stillilega, — það er ósatt að pabbi gefi honum lýsi. Flöskuna þarna tók hann af mjer, af því að hann var reiður við mig fyrir að kaupa meðal lianda bróður minum. Hann barði okkur báða, þegar liann komst að því. Claudinet fær aldrei annað melSal en brennivín. Skipstjórinn, sem er vinur pabba, segir alltaf, að það sje best að barnið deyi, svo að þau geti erft það. Hann á uefnilega vagninn, og líka pen- ingana, sem gjaldkerinn geymir. En jeg vil ómögulega að hann deyi. Jeg vil að hapn verði frískur aftur. Jeg skal endur- taka það sem jeg hefi sagt i rjettinum eða á lögreglustöðinni. Claudinet verður drep- inn lijerna, og jeg vil ekki verða með- sekur í því. Meðan Fanfan var að segja þetta, hófst ægilegur eltingarleikur. Hann hentist á milli borða og stóla á undan Zephyrine, sem reyndi að klófesta hann. Lækninum tókst að ganga á milli, og nú komu báðir lögregluþjónarnir á vettvang. Þegar Galgopinn sá þessa þjóna rjetl- vísinnar varð liann algerlega rólegur. — Vertu óhrædd, hvíslaði hann að Zep- hyrine, — þeir geta sjálfsagt læknað Claudinet i sjúkrahúsinu eins vel og lijerna heima hjá oklíur. Ilann var samt smeykUr uin, að rann- sókn yrði liafin, og skaut því Zephyrine til hliðar: — Blessaðir lögregluþjónarnir mega gjarnan líta inn fyrir, hjer er allt í kyrð og spekt. Læknirinn er kominn til að líta á lítinn dreng, sem er hjá okkur. Okkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.