Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 kennileg. Það lilýtur að vera eitthvað að mótviktinni eða keðj- unni. En nú skulum við fara.“ Hann ýtti þeim út úr dyrunum og lokaði. Gestirnir hlupu niður stigann og að vörmu spori heyrðust hróp og köll neðan úr stofunni. „Hvað er þetta. ...? Rödd Robertsons gnæfði yfir allar hinar. Og nú sáu allir hvað gerst hafði. Stóra myndin af Anette hafði dottið niður af veggnum. Borðlampi hafði oltið um koll. Málverkið hafði dottið á gamla dragkistu, og brúnin á henni rifið stóra rifu, þvert yfir háls- inn á myndinni. „Hvaða skrambi!“ sagði Ro- bertson ergilegur, „hefði það bara verið einhver af hinum myndunum. Jeg hefði átt að hengja liana upp sjálfur....“ Hann liorfði mæðulega á mynd- ina og ypti öxlum. „En það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut.“ Hann leit við þegar hann heyrði rödd bi’ytans i dyrunum. „Afsakið þjer. .. . hr. Robert- son....“ Brytinn tvisteig þarna á þröskuldinum náfölur, og stamaði því sem hann ætlaði að segja. „Hvað er að?“ sagði Robert- son. „Það... . liggur dauður mað- ur niðri á veginum. Ein af stúlk- unum var rjett að segja dottin um hann.“ Dauðaþögn varð í stofunní. Svo sagði Robertson rólegur og kæruleysislega, svo að gestirnir hruklcu við: „Gott og vel. Berið hann inn og lofið okkur að líta á hann.“ „Skal gert, hr. Robertsbn.“ Brytinn flýtti sjer út. Robertson sneri sjer aftur að gestunum. „Við höfum átt nota- legt kvöld, finnst ykkur ekki?“ sagði hann ánægður. Gestirnir virtust ekki vera á sömu skoðun, nema Faber rit- höfundur, sem brosti. Sumar af dömunum virtust vera að falla í ómegin. Bfytinn og bifreiða- stjórinn koniu inn með börur og á þeim var mannvera ein í hnipri. Þeir settu börurnar á gólfið og fóru út. Mannig færði sig nokkrum skrefum nær i forvitni sinni og laut niður að börunum. Svo horfði hann forviða kring um sig og fór að hlægja. „Robertson — bölvaður prakk- arinn þinn!“ Líkið var auglýsingamynd, og ullardúlt vafið utanum. Á annað gagnaugað var málaður rauð- ur blettur. Allir þyrptust kringum bör- urnar og allir hlógu. Allir nema Anette. En hláturinn virtist tæp- lega vera eðlilegur. „Úr því að við höfum nú sjeð þessar sorglegu leyfar sting jeg upp á, að við fáum okkur glas,“ sagði Robertson. „Svo skal jeg segja ykkur hver tilgangurinn er með þessu öllu.“ Nú var borið fram cocktail og whisky og Robertson hjelt á- fram í afar hátíðlegum tón: „Mjer finnst timabært að setja hömlur við öllum þessum blóðs- úthellingum. Þær koma bein- linis óorði á mig. Jeg hefi sterk- an grun um, að þessi maður hafi verið myrtur af einhverjum hjer í húsinu. Jeg veit ekki hver glæpamaðurinn er, en hann hef- ir látið eftir sig ýms merki. Jeg heiti 500 sígaretta verðlaunum þeim, sem fundið getur morð- ingjann. Þegar við höfum fund- ið hann látum við hann koma fyrir rjett hjerna inni og dæm- um hann sjálf. GESTIRNIR, sem voru vanir hin- skríngilegu tiltektum Robertsons tóku tillögunni með hrifningu, eða ljetu svo. „Jeg er fyrsta flokks leynilögreglu- maður,“ sagði Henrik Langberg. „Lofið mjer að stjórna rannsókninni.“ Nú skiftust gestirnr og. fóru að leita. Robertson og Anette sátu eftir við arininn. „Anette, ætlar þú ekki að koma lika ?“ Hún hrisi höfuðið. „Mjer finnst þetta grátt gaman,“ sagði hún. Ungur maður Valentin að nafni, fann snifsi af sundurrifnu brjefi á dyramottunni. Allt sem hann gat lesið í brjefinu var: „Hittu mig fyrir miðdag....“ Og af undirskriftinni var aðens hægt að sjá lítinn hiuta nafnsins, nefnilega bókstafina net. Það var Langberg, sem ljet sjer detta í hug að leita á líkinu, og í brjóst- vasa þess fannst ilmvatnsborinn smáklútur, með fangamarkinu .4 í liorninu, og litill böggull, en i hon- um var visnuð rós. En það var Eva Lester, sem ekki var lengi að leggja tvo og tvo saman. „A og net — Anette!“ hrópaði hún áköf. „Anette var sú, sem kom síðast ofan í miðdegisverðin, og hún hefir ekki tekið þátt í leitinni. Anette er morðinginn! Er það ekki rjett, Lor- enz? Jeg hefi unnið sigaretturnar.“ Robertson sneri sjer að nágkonu sinni: „Ert þú morðingi, Anette?“ Hún stóð seinlega upp. Hún var mjög föl, augun stór og starandi. „HVa. . . . hvað áttu við?“ stamaði hún. „Farið þjer varlega, frú Robert- son,“ sagði Valentin. „Allt sem þjer segið verður skrifað niður og verður notað til sannana gegn yður ef svo ber undr.“ Margir hlógu. Eva Lester sagði: „Lorenz, segið mjer hvort jeg hefi unnið sígaretturnar. Jeg er að deyja af eftirvæntingu.“ „Það er undir úrskurði kviðdóms- ins komið,“ svaraði Robertson með dómarasvip. „Ákærða hefir eigi með- gengið. Jeg sting upp á, að við yfir- heyrum hana undir eins. Setstu Anette! Falbe, þú ert dómari, Cort ofursti er sækjandi. Jeg skal verða verjandi. Hinir eru kviðdómendur.“ Svo var staupamatnum fyrir að þakka að flestir voru góðglaðir á þessari stundu, og þegar Robertson stóð upp til að halda varnarræðuna var honum heilsað með hlátri og lófaklappi. Hann stóð á dúknum fyrir fram- an arininn, sneri sjer að fólkinu og brosti þangað til lófaklappið hafði lægt. Svo byrjaði-hann: „Það sjest af því hvernig likið lá, að það hafði dottið úr allmikilli hæð, ofan af þaki eða glugga á efstu hæð, niður á veginn. Skjólstæðing- ur minn er sakaður um að hafa myrt manninn. Jeg skat ekki þreyta háttvirta kviðdómendur með spurn- ingunni um, hvort hann hafi dottið eða hvort honum hefir verið hrint út. En jeg mun halda mig að stað- reyndunum. Vasaklúturinn og visna blómið i vasa hins dána sýnir greinilega að hann var hrifinn af ákærðu. „Jeg leyfi mjer að geta þess til að hann liafi sært hana með þvi að sýna henni fullmikla stimamýkt — hann hafði verið henni til skapraunar. Með öðrum orðum: henni fannst hann óþolandi. Hún taldi, að lífið mundi verða miklu skárra, ef hann væri ekki til. Þessvegna hrinti hún honum þegar tækifærið gafst.“ Hann sneri sjer að Anette: „Það var svoleiðis, sem það gerðist — er það ekki rjett?“ Þú vildir helst losna við hann?“ Allir litu á hann og hlógu, en hláturinn hljóðnaði og nú varð óviðfelldin þögn. Anette var eins og aumingi og örvænfingin skein úr augum henni. „Nei,.... jeg skil ekki hvað hú att við, stamaði hún. „Um hvern ertu að tala?“ Hún var líkust rán- dýri, sem komið er í gildru. „Um manninn, sem þú myrtir,“ sagði Robertson. Hann talaði hægt, hvasst og greini- lega. Hann talaði eins og maðui’, sem ber fram akæru. Nú var hann hættur að hlægja. Svipurinn á hon- um var harður og óvæginn og hann starði köldum augum framan í An- ette. Svo sagði hann rólega og fast- mæltur: „Ejns og jeg sagði áðan: þú varst orðin leið á honum. Hann hafði búist við að þú mundir setjast i helgan stein í sveitinni með honum, og örfað sig í starfinu. F.n þú hafðir ekki áhuga fyrir öðru en peningun- um lians — fyrir sollinum á veit- ingahúsunum og náttklúbbunum, fyr- ir skartgripum og fallegum kjólum. Eftir því senx lengra leið gerðist þú leiðari á honum. Og eitt kvöld gafst þjer færið, og þú notaðir það. Hann stóð á brún- inni á þverlxnýptu standbergi. Þetta var eftir sólarlag. Engin vitni nærri. Ofurlítil lirinding var nóg.“ „Nei,“ ln’ópaði Anetta æðisgengin. „Þetta er ekki satt. Hann sundlaði og þessvegna hrapaði hánn.“ „Maður sem iðkað hefir Alpagöng- ur fær ekki svima þó hann standi á þrjátíu metra hárri fjallbrún,“ sagði Robertson. Hann tók sjer málhvild og hjelt svo áfram, með sömu rólegu köldu röddinni: „í kvöld er rjett eitt ár síðan. Það var um það leyti, sem þú varst i gistihúsinu og sagðir fólkinu frá hvernig allt hefði atvik- ast — hann hafði fengið svima. Og hann var dáinn, lá sundurkram- inn í urðinni. Hann gat ekki and- mælt því, sem þú laugst!“ Hún rjetti fram báðar hendurnar, hrædd og grátbændi: „Já, en þetta er satt,“ sagði hún. „Hann fjekk svima. Jeg get svarið það.“ „Geturðu það?“ sagði Robertson. Hann laut fram að henni. „Getur þú svai-ið það, ef þú stæðir augliti til auglitis við hann — gætirðu svar- ið það upp í opið geðið á honum?“ Hún hrökk til baka. Dimmu aug- un. voru svo óeðlilega stór. „Þú getur ekki vakið hann aftur til lífs- ins,“ sagði hún. Röddin var aðeins hvíslandi. „Jæja, get jeg það ekki?“ sagði Robertson. „Það sem jeg sagði hjerna i kvöld mn Önnu Fisher, sein sá manninn „inn og varð gráhærð og máttlaus, er dagsatt, orð fyrir orð. Hún sá hann — hún sá hann, skil- ur þú. Alveg á sama hátt og þú færð að sjá Martin í kvöld.“ Röddin var sigurhrósandi. þrung- in af vissu. \ l^Ú VARÐ óhugnanleg þögn. — Ljósin í stóru dagstofunni fóru að dvína, það slokknaði hægt og hægt — aðeins kom ofurlítill bjarmi frá litlum lampa úti í horni. „Martin — Martin!“ sagði Robert- son rólega, en með fastri, ákveðinni rödd, eins og sá sem hann talaði við, væri mjög nærri. „Komdu, Martin — komdu!“ Þarna var dauðaþögn. Gestirnir sátu eiiis og brúður, lafhræddir. Fyr- ir utan gluggann lieyrðist liægt, sila- legt fótatak í sandinum. Svo var drepið hægt en greinilega á rúðuna. Robertson.sneri sjer aðglugganum. „Martin!“ hvíslaði hann. Ert það þú?“ Anette greip um hálsinn á sjer. „Þú mátt ekki láta hann koma inn. Jeg myrti hann — — jeg myrti hann. Jeg má ekki sjá hann. Hún riðáði og fjell í öngvit fram á borðið. Svo rann hún niður á ffólf- ið. Robertson hló kuldahlátur. „Kveikið þið ljósiS!“ sagði hann. Og svo var kveikt. Öskugrár í andliti en með bros á vör, leit hann kringum sig. „Er á- kærða sýkn eða sek?“ spurði hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.