Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HUBERT KLEVE! EINKENNILEG YFIRHEYRSLA T ORENZ ROBERTSON er skríí- inn pjesi, sögðu allir sem þekktu hann. Maður vissi aldrei hvar maður liafði hann. Hann var hár vexti og andlitsdrætt- irnir skarpir, rólegur og örugg- ur í framgöngu og alltaf brá fyrir glampa af glotti í augun- um. Hann var leikstjóri og fólk sagði, að hann gæti komið tauli við kenjafyllstu prímadonnur, án þess að byrsta sig. Bæði hann og bróðir lians voru efnaðir menn, svo að þess- vegna hefðu þeir ekki þurít að gera neitt. Þegar bróðir Iians dó hætti Robertson á leikhús- inu. Fólk sagði að hann hefði mist allan áhuga fyrir því. Það var á allra vitorði, að honum hafði þótt afar vænt um bróður sinn. Fyrst árið eftir dauðsfaliið heyrðist sjaldan minst á Robert- son. En einn góðan veðurdag sendi hann út boðsbrjef að storu samkvæmi, sem hann ætlaði að halda á sveitasetri sínu fvnr utan bæinn. Allir sem boönir voru þökkuðu boðið með mikiiii hrifningu. Því að allir vissu að Robertson var ágætur gestgjafi, sem Ijet sjer detta margt furðu- legt í hug. Þetta var gamalt sveitasetur, sem Robertson hafði keypt; all- ir gestirnir dáðust að hinu nýja heimili hans. „Það gleður mig að vður líst á það“, sagði Robertson náðarsamlega kurteis. Þetta var ekki einungis vígslu- hátið staðarins heldur átti það líka að vera sáttafundur Robert- sons og Anettu, konu bróður hans, sem látinn var. Það var í fyrsta skifti sem hún steig fæti á heimili mágs síns. Þau höfðu verið óvinir áður en Martin dó. Það var kunnugt, að Rohertson hafði gert alit sem liann gat gert til þess að stíja þeim sund- ur. Hann var fjórtán árum eldri en bróðir hans og hafði gengið honum í föður stað. — Anetta hafði aldrei getað fyrirgefið honum, að hann hafði kallað hana síngjarna og „gamla herfu“. Hún var nefnilega fimm árum eldri en Martin. En Mart- in, sem var andlitsmálari og þrár eins og allir istamenn, hafði gifst Anette, þvert ofan í allar aðvaranir bróður síns. Eftir hið hörmulega fráfall hans — hann hafði hrapað fyr- ir hjörg og beðið bana við það — varð einskonar sætt milli Robertson og Anette. Þau hitt- ust í jarðarförinni og svo aftur í bænum nokrum mánuðum síð- ar, og nú liafði Robertson boð- ið henni heim til sín. Myndin af henni, síðasta myndin, sem Martin hafði málað, hjekk á heiðursstaðnum í betri stofunni. Þeim af gestunum, sem þektu Robertson vel, fannst þetta vera eitlhvað dularfullt. Það var ekki honum líkt að söðla svona ger- samlega um, og fók talaði um þetta sín á milli. En auðvitað hafði Rohertson þótt mjög vænt um Martin, svo að það varð að skrifa þetta á þann reikning. Það var Robertson sjálfur, sem uppgötvaði að þau voru þrettán við borðið yfir miðdegis- verðinum. „Það kvað merkja ógæfu, er ekki svo?“ sagði hann. „Jeg vona, að þið sjeuð ekki hjátrúa- full, neitt ykkar. Þó að þú sjert nú dálítið hneigð í þá áttina, Anette!“ Hann vissi að þetta var svo, og hún fór ekkert dult með það. „Hvað skeður ef þrettán sitja til borðs?“ spurði Cort ofursti. „Allur skrattinn getur skeð,“ sagði Manning gamli leikari. „Jeg Ijek einu sinni í leikriti, þar sem þrettán mötuðust sam- an. Sá þrettándi var myrtur.“ „Hvernig var hægt að vita hver sá þrettándi var?“ spurði Eva Lester, sú yngsta í sam- kvæminu. „Þá hefðu stólarnir þurft að vera tölusettir. Hvert af okkur er það þrettánda?“ „Jeg las einu sinni di-auga- sögu um þrettán karlmenn, er sátu til borðs í húsi, sem drauga- gangur var í,“ sagði Henrik Langherg. „Fyrst sofnaði einn þeirra og svo sofnuðu þeir allir nema einn. Þegar dagur rann vöknuðu þessir tólf, en sá eini sem hafði vakað sat dauður með ægilegan angistarsvip á andlitinu.“ „Já, en það var draugagangur í því húsi,“ sagði frú Manning. „En hjer er víst enginn drauga- gangur. Er það, Lorenz?" „Jú, víst er draugagangur hjerna.“ sagði Robertson. — „Annars hefði mjer ekki dottið i hug að kaupa þetta hús. Hvað ætti maður að hafa fyrir stafni þessi löngu vetrarkvöld, ef mað- ur hefði ekki draug til að stytta sjer stundir með?“ „Nei, Lorenz, er þjer alvara að það sjeu draugar hjerna?“ spurði Eva Lester áköf. „Já, það er áreiðanlegt,“ sagði Robertson. „Hjer hafa gerst hræðilegir atburðir. Hjerna uppi er gluggi, sem ekki má loka á- kveðið lcvöld í árinu. Það hefir mjer að minsta kosti verið sagt. Jeg liefi ekki verið hjer svo lengi, að jeg geti dæmt um hvort það er satt.“ „Hversvegna má ekki loka glugganum?“ spurði frú Lang- berg „Fyrir nálægt fimtíu árum hrinti kona, sem hjet Anna Fisher, manninum sinum út um þennan glugga,“ svaraði Robert- son. „Hann sat í gluggakistunni og horfði á sólarlagið þegar hún hrinti lionum. Hann fanst stein- dauður á veginum fyrir neðan.“ „Var hún ekki hengd?“ spurði Langberg. „Nei, það var nú eitthvað annað. Þetta var talið slys, þang- að til draugagangurinn byrjaði Tveimur mánuðum síðar hitti frú Fisher drauginn í einum ganginum. Hár hennar varð grátt á einni einustu nóttu og hún varð máttlaus vinstra meg- in. Svo flutti hún burt hjeðan. „Hefir nokkur sjeð drauginn siðan?“ spurði Manning. „Já. Fyrir þremur árum flutt- ist kona hingað i húsið ásamt veikum manni sínum. Hann var ríkur og mörgum árum eldri en hún. Eina nóttina um klukk- an tvö birtist draugurinn henni. Og upp frá því fór manninum liennar að batna. Þetta kom sjer vel fyrir hana, því að fóIJc var farið að tala um hvað hún gerði við allt arseníkið, sem hún keypti.“ Einhverjir gestanna hlógu. „Hafa karlmenn nokkurntíma sjeð drauginn?“ spurði Falbe. „Þú hefir eingöngu talað um kvenfólk.“ „Nei, það virðist sem hann birtist eingöngu kvenfólki — kvenfólki sem hefir slæma sam- visku,“ svaraði Robertson. „En ef ykltur langar, getum við far- ið upp á eftir og skoðað drauga- herbergið.“ bætti hann við. „Það stendur enn méð ummerkjum. Þegar jeg kom hingað var hurð- in negld aftur.“ Þegar kaffi hafði verið drukk- ið fór Robertson með gestina upp þröngan stiga -r- upp á efra loft í húsinu. „Komið þið,“ sagði hann og opnaði hurð. „Það er svo Ijómandi fallegt tunglskin í kvöld.“ K AU stóðu inni í stórri mál- *■ arastofu með skáhöllum veggjum. Stofan var böðuð í fölu tunglskini. Lítið var um húsgögn þarna inni og þvkt ryklag á öllu. Stór gluggi, með lágri kistu náði að kalla neðan frá gólfi og upp í loft. „Þarna var hann vanur að sitja,“ sagði Robertson. Og svo bætti liann við, eins og hann yrði hissa: „En hver hefir opnað gluggann?“ Nú varð stutt þögn, en svo sagði ein af konunum: „Er þetta glugginn, sem...... sem ekki má loka. ... ?“ „Það er bara eina nótt á ári,‘" sagði Robertson hlægjandi. — „Hver veit. Kanske það sje ein- mitt í kvöld.“ Hann gekk^ út að glugganum og leit niður. Það var dimt niðri á veginum, vegná runnanna, sem skyggðu fyrir tunglsljósið. Robertson hjelt á- fram að tala — lágt og hugs- andi. Það var líkast og hann væri að tala við sjálfan sig. „Hvað hugsaði hann, vesal- ings maðurinn, þegar hann datt — íivað hugsaði hann um hana? Það hljóta að hafa liðið 3-4 sekúndur þangað til hann rot- aðist. Ef til vill hefir hann hljóðað... .“ Einhver órói var í fólkinu og einhver flutti sig bak við hann. Það brakaði í gólfborði. Ein af konunum andvarpaði. Allt fólkið stóð í þjettum hóp. „Jeg kann ekki við mig hjer,“ sagði Eva Lester. „Þá skulum við koma niður aftur,“ sagði Robertson. „Jeg skal loka glugganum.“ Gestunum ljetti auðsjúanlega er þeir gengu til dyranna. Ro- bertson lokaði glugganum og sneri við og ætlaði á eftir hin- um, en nam allt í einu staðar og rak upp undrunaróp. Gest- irnir litu við. Glugginn, skotgluggi, sem var lokað þannig að maður dró hann niður — fór allt í einu að lyftast upp aftur af sjálfu sjer. „Hvað er þetta. .. . ? sagði Manning. Hann starði með opn- um munni. Enginn hi-ærði legg eða lið. „Glugginn hefir ekki verið op- inn lengi,“ sagði Robertson, og röddin heyrðist vera svo ein-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.