Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 517 Lárjett skýring: 1. Hnoð, 4. sjónhverfingamaður, 10. á litinn, 13. krafts, 15. hana, 16. fita, 17. líkama, 19. enda, 20. hug- rekki, 21. smjörlíki, 22. lofttegund, 23. virða, 25. húð, 27. fugl, 29. gagn- stœðir, 31. karldýrið, 34. værðar- hljóð, 35. pár, 37. hlífir, 38. ránfugl, 40. fyrir ofan, 41. tveir eins, 42. tveir samhljóðar, 43. dans, 44. tölu, 45. setjir af stað, 48. livíli, 49. þyngd- areining, 50. hljóða, 51. fes, 53 frumefni, 54. leikara, 55. ílát, 57. garði, 58. mann, 60. tindurinn, 61. hell„ 63. manns, 65. hljomir, 66. óskar, 68. spurði, 69. áburður, 70. bústáðir, 71. mylsna. Lóörjett skýring: 1. Á húsi, 2. æstra, 3. fjelag, 5. fjall, 6. jálkur, 7. þreyttur, 8. efni, 9. guð, 10. hryggi, 11. stjórna, 12 þingmaður, 14. vöxtur, 16. illvirki, 18. fornmenn, 20. ílátið, 24. uppgötv- un, 26. sveik, 27. flakkari, 28. heil- ar, 30. æsing, 32. spik, 33. sundmað- ur, 34. óvinsæl, 36. reiðihljóð, 39. fugl, 45. veiðarfæri, 46. sjávardýr, 47. fikt, 50. skepnurnar, 52. karl minn, 54. skaðinn, 56. fugls, 57. losa, 59. prentsmiðja, 60. veiðarfæri, 61. mann, 62. rusl, 64. fornafn, 66. snemma, 67. frumefni. Skökk reitamynd birtist með aðar hjer, ásamt rjettu mynd- krossgátunni í síðasta blaði. Eru inni. skýringarnar því endurprent- <V/V/ClV«W hefir borið ofurlítið á milli um læknis- aðferðina, en nú er allt klappað og klárt. Læknirinn vill endilega, að snáðinn fari i sjúkrahús, og við verðum að fallast á það, þó okkur þyki illt að þurfa að sjá af honum. — Fallist þjer á það, spurði læknirinn undrandi. — Já, auðvitað, fyrst sonur ininn, —- þessi piltur þarna er sonur minn, — er svona ákafur i það, þá læt jeg undireins undan. Jeg vil ekki láta segja það um mig að jeg sjái illa fyrir fjölskyldu minni. — Það er gott, sagði læknirinn. Hann sagði eitthvað við lögregluþjón- anna. — Já, herra læknir, nú skal jeg faia að tilkynna yfirlögregluþjóninum þetta. Hann fór og læknirinn skrifaði nokkur orð á nafnspjald. Hann hafði tæplega lokið því, þegar lögregluþjónarnir komu aftur. — Hafið þjer beðið um vagn? — Já, herra læknir? — Akið með þetta barn í Sanct-Eugenie sjúkrahúsið. Það verður tekið strax á móti yður, þegar þjer sýnið þetta spjald. Claudinet gekk smeykur til lögreglu- þjónsins. — Ætlarðu ekki að' kyssa okkur að skilnaði? spurði Galgopinn. Hann tók drenginn i fang sjer og. rjetti hann siðan Zephyrine og drap titlinga framan í bana um leið. Hún kyssti barn- ið eins blíðlega og henni var unnt, vegna niðurbældrar reiði. Fanfan kyssti vin siun með einlægri gleði og sagði: — Nú verðurðu bæði stór og sterkur. Hann fylgdi Claudinet alveg út að vagninum. Þegar þeir voru farnir, rjetti læknirinn Fanfan höndina og sagði við Galgopann: — Þetta barn er alveg heilbrigt, og jeg hefi elckert út- af því að lcvarta. En fái jeg vitneskju um það, að það hafi verið barið eða því refsað fvrir að standa fynr ináli vinar síns, þá getið þjer reitt yður á að jeg tilkynni lögreglunni það óðara. Líka vil jeg benda yður á, að þjer eruð undir eftirliti. — Þess þarf ekki, herra læknir. Fanfan verður ekki refsað. Það gleður mig einmitt, að hann skuli liafa talað máli vesalings Claudinets svona einarðlega. Jeg hefi raun- ar altaf viljað að hann færi á sjúkrahús, en konan var því mótfallin. Þjer þeklcið nú sjálfur hvernig kvenfóllc er. Þegar Galgopinn kom inn aftur, var Skipstjórinn þar að skýra það fyrir Zep- hyrine hversvegna liann hefði verið svona Iengi burtu. — Svo er mái með vexti, sagði hann og skifti um umræðuefni þegar Galgop- inn kom inn, að jeg er orðinn staurblank- ur. — Já, við þurfum að tala margt sainan, sagði Galgopinn. — Fanfan þú mátt fara út að leika þjer, en farðu saint ekki langt i burtu. Við þurfum á þjer að halda innan skamms. Segðu okkur til ef einhver kemur. Drengurinn fór. Galgopinn gætti að hvort nokkur stæði á hleri og settist síðan við hlið skipstjór- ans. — Nú gerum við áætlun. — Hvaða náungi var það, sem var að snuðra hjerna í kring með lögregluþjón- unum? Er einhver fjandinn á sevði? M Sei, sei nei, Við höfum orðið að neita okkur um þá ánægju að hafa Claudinet hjá okkur um tíma. Galgopinn sagði nú vini sínum frá þvi í fáum orðum, sem gerst hafði. — Bölvaður óþokki er stráksvínið, hann Fanfan, sagði Skipstjórinn. — Jeg slcal jafna um gúluna á lionum, sagði Zephyrine æst. Nei, nei! Við skulum einmitt vera elsku- leg við hann, sagði Galgopinn. — Hversvegna? — Af því að jeg held að hann sje orð- inn svo deigur að við getum komið tauti við hanm Við verðum að gera hann með- sekan okkur. Jeg ætla að ræða um eina fyrirætlun við þig, og hann verður að taka þátt í henni. — Fyrirætlun! Leystu frá skjóðunni. — Nei, hlustaðu nú fyrst á annað, sem jeg þarf að segja þjer. Þú hefir svikið okk- ur dálítið i seini tíð. — Við vorum svo samrýmd þegar við vorum i Brest. — Við skulum ekki eyða timanum i það að rifja upp gamlar væringar, sagði Skipstjórinn. — Áður fyrr varst þú talinn sá snjallasti í því að snuðra uppi eithvað nýtt. En jeg hefi ekki orðið var við að þú fyndir neitt, nema þetta í Moisdon. Það varl líka ágætt, það játa jeg, En síðan hefir þú verið svo sljór að jeg hefi sleptp afþ jer liendinni. Þessvegna hefi jeg lagt stund á veðreiðarnar. Það er þó alltaf hægt %ð græða svolítiþ á þvi að hafa veðbanka, og sje heppnin með, getur maður krækt sjer í eithvað á heimleið- inni. — Svei! sagði Galgopinn fyrirlitlega. — Held jeg þekki þau vinnubrögð, þau erg bráðónýt. Jeg vil heldur eitthvað traust fyrirtæki* — Eins jeg, en hvar er það? — Eigum við að vera saman? — Sjálfsagt út með það! Þeir fóru að hvislast á. Fanfan hlust- aði með eftirvæntingu fyrir utan og heyrði flest sem þeir sögðu. Ilann hafði orðið dauðhræddur, þegar Galgopinn hafði orðið svona skyndilega mildur við liann eftir að hann liafði sagt sannleikann. Ifonum fannst alltaf eitthvað dularfullt í slikum fleðulátum. Allt, sem hann liafði fengið refsingu fyrir, fram að þessu, var smámunir einir á móts við þetta, og' samt lögðu þau sig fram til að vinna hann með góðu. Galgopinn hafði sagt við Skipstjórann. — Við þurfum að tala um alvarlegt mál. Voru þeir að undirbúa nýjau glæp? Fanfan skreið inn undir vagninn og lagð- ist í stóra kassann, sem hundurinn lá venjulega í. Ilann lagði eyrað upp undir vagngólfið en það var svo gisið. að hann heyrði allt samtalið. . Þau ráðgerðu þjófnað, ef lil vill morð, og Fanfan átti að vera meðselcur. Drengurinn átti að fara til læknis nokk- urs, fá hann til að yfirgefa húsið undir því yfirskini að sjúklingur þvrfti hans með. En Galgopinn og Skipstjórinn ætl- uðu að brjótast inn í íbúð hans á meðan. Þar var aðeins gamall þjónn. Fanfan skreið náfölur útúr kassanum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.