Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 ÞÆTTIR ÚR LANDFRÆÐI BANDARÍKJANNA í þessum landshluta eru heim- kynni „Jeppanna". Verksmiðjurnar þar eru önnum kafnar við a<5 fram- íeiða allt hugsanlegt á fjórum lijól- um, sem hægt er að nota á vigvellin- um. Og samtímis framleiða bændurn- ir þar feiknin öll af korni, sem sent er til Hússlands til jaess að sá í sviðnu akrana þar, og auk l>ess ógrynni af korni og kjöti handa hernum og hernumdu þjóðunum, sem frelsast hafa undan okinu. í þessuin landshlutum lifir fólk að heita má að jöfnu á landbúnaði og iðnaði. Átta fylki teljast til þess lands- hluta: Oliio, Illinois, Michigan, Wis- consin, Minnesota, Iowa og Missouri. Liggja þau að vötnunum miklu að norðan, sem stundum er kallað Mið- jarðarhaf nýja lieimsins. Ohio River og Missouri mynda takmörkin. Þessi landshluti er 1.170.000 ferkm., tvis- var sinnum stærri en Þýskaland og niu sinnum stærra en England. I- búatalan er 35 miljónir, eða álíka og í norðaustur fylkjunum. Eins og þar skapar loftslagið harðgert og hraust fólk. Sumrin eru heit og þrumuveður tíð, veturnir kaldir, svo að sníklagróður frýs í hel, og rigning næg á gróðurtiman- um. Á kornrældunarbeltinu, sem tek- ur yfir Ohio og Iowa, er jarðvegur rnjög frjósamur. Þarna er jarðvegur- inn grjótlaus og lítið mishæðóttur, sljettaður á ísöld af jöklinum, sem þá fór yfir landið. Þetta landsvæði er eitt frjósamasta akurlendi í ver- öldinni. Jafnvel strið og fólksleysi dregur ekki úr framleiðslunni. — Borgarastyrjaldarárin og i fyrri heimsstyrjöldinni fór framleiðslan si- vaxandi. Og þó er vöxturinn á árum núverandi styrjaldar enn eftirtektar- verðari. Þó að mesl kveði að maisræktinm er grasrækt, hafra og hveitiuppsker- an einnig afar mikil. Hveitið af þessu landssvæði hittir hveitið úr norðvesturfylkjunum i Minneapolis í Minnesota, en þar er það malað og sent um alaln heim. En þrem fjórðu af uppskerunni er breytt i söluvöru áður en það er selt. Bændurnir ala naútpening sinn og svín á mais og selja kjötið, og liarna er mesta kjötframleiðsla í Bandaríkjunum og miðstöðvar henn- ar eru Kansas City, Missouri og Chicago. Nautpeningurinn er ekki eingöngu alin til slátrunar. í Wisconsin og Minnesota, norðan við kornbeltið er mikil mjólkurframleiðsla — og mjólkurafurða —. Ostar frá Wiscon- sin eru seldir um ÖII Bandaríkin. Landnemarnir voru norðurálfubúar. Þó að það væru „Yanlcees“ frá norðausturfylkjunum, seni fyrstir bygðu kornbeltið, ásamt mönnum frá Virkinia og Kentucky, þá voru það þó norðurlandabúar og land- nemar frá Bretlandseyjum og Þýska- landi, sem þyngstir urðu á metunum í jaessum fylkjum. Nú eru það afkom- endur þesara manna, sem eru i meirihluta meðal bændanna í mið- fylkjunum. Þeir eru liarðfengir athafnamenn og fúsir á að reyna nýjar aðferðir í búskap, og gefa út mikið af búnaðarritum, sem prentuð eru i hinum mikla útgáfubæ Des Moines i Iowa. Sveitabæirnir eru hver öðrum lik- ir. Venjulega er jörðin ekki stærri en svo, að meðal fjölskylda getur yrkt liana. Þar er timburhús og stór hlaða, bændurnir rækta sömu afurðir og búin eru lík að stærð og útliti. Á nær hverjum bæ er lil dráttarvjel og bifreið, skilvinda og útvarp. Vjelar eru mikið notaðar við alla vinnu. P'yrstu verksmiðjurnar fyrir jarðyrkjuvjelar risu upp í Chicago og Indiana, og enn er aðal- framleiðsla þessara vjela þar. Aðal iðnaðarborgir eru á bökkum vatnanna miklu. Stórborgin Chicago stendur sunnanvert við Michiganvatn (4 miljón íbúar) og er miðstöð þess- ara fylkja, í fjármálum, iðnaði og landbúnaði. Þaðan er búnaðaraf- urðunum skipað út til fjarlægra staða. Allar járnbrautir milli austur og norðveslur fylkjanna verða að beyja fyrir Michganvatn og liggja því um Chicago. Þessvegna hefir borgin orðið svona mikilvæg versl- i'.narmiðstöð fyrir korn og kjöt. Svo breyttist framleiðsla landbúnað- arvjelanna við, og borgin varð sjálf- kjörin miðstöð þessara fylkja og skildri New York. stærsta borg Bandaríkjanna, að frá- Framleiðsla þungaiðnaðarins úr stáli h'efir og farið vaxandi, vegna þess live borgin er vel í sveit sett. Yið Efravatn (Lake Superior) eru einnig miklar járnnámur og skógar- högg til þess að efla iðnaðinn. I hæðunum i Minnesota er einnig mik- ið af járngrýti, að heita má í yfir- borði jarðar, svo að hægt er að moka þvi upp með vjelskóflum. Vatna- skipin flytja járngrýtið til Chicago og annara iðnaðarborga við vötnin. Þar mætir málmurinn kolunum frá Pennsylvaniu og Ohio. Chicago, með járnbrautarsamband við kolanám- urnar og skipagöngur til járnbraut- anna varð þannig hið ákjósanlegasta iðnaðarsvæði. Sama er að segja um fleiri borgir á nálægum svæðum, svo sem Toledo og Cleveland i Ohio, við Erievatn. Þarna er framleitt meira af stálvír, nöglum og skrúfum, en í nokkurri annnari borg. Borgir þeirra eiga eigi hvað síst vatnaleiðum vel- gengni sina að þakka. BIFREIÐASMIÐJURNAR. Bifreiðasmiðin varð og til jiess að efla borgirnar þessum slóðum. Mið- stöð þessa iðnaðar er Ditroit í Mich- igan, þar sem Henry Ford gerði fyrstur manna bifreiðaframleiðslu að stóriðju og tókst að smíða sterka og ódýra bíla, sem náðu mikilli út- breiðslu. Toledi og Cleveland hafa t. d. mikla atvinnu af að búa til á- kveðna hluta í bifreiðar, sem settar eru saman i Detroit. En Akron, Oliio, um 50 km. fyrir sunnan Cheve- Hveitisláttnr meö vjelum, í Minnesota. — / Minnesotaborg eru einarstærstu hveitiinytlur i heimi. land er gúmmiframleiðslumiðstöð Bandaríkjanna. í Detroit hefir nú öllum bilaverksmiðjum verið breytt í hergagnaverksmiðjur, og bærinn hefir fengið nafnið „stærsta her- gagnabúr i hergagnabúri lýðræðis- isns.“ Norður-oniðfylkin vinna á tvenn- um meiði að því að flýta fyrir sigri bandamanna — með matvælafram- leiðslu og hergagnaframleiðslu. Sigl- ingarnan hafa aldrei verið eins milcl- ar á vötnunum miklu og nú, en það er mælikvarði á framleiðsluna. Að meðaltali eru flutningarnir um vötn- in 32 miljón tonn, en nú eru þeir þrefalt 'meiri. Þar er látlaus umferð skipa og jafnvel vetrarfrostin ceta ekki stöðvað þau, því að þá er vatnaleiðum haldið opnum með ís- brjótum. Hugkvæmni kemur þarna við sögu. Á stóru skemtiferðaskipin, sem áður sigldu um vötnin á sumrin, liafa nú verið sett flöt þilför, og skipin notuð handa flugmönnum til að æfa á lendingar á flugvjelaskipum. Og herflotinn notar einnig hin öruggu vötn til annara æfinga. Landbúnaðarframleiðslan hefir nú sett nýtl met. Ræktaða landið í þess- um fylkjum hefir aukist um 1.600.000 hektara, o|j fleskframleiðslan er meiri en nokkru sinni áður. Meira' en fjórihluti upskerunnar i kornbelt- inu fer til amerikanska hersins er- lendis og til sölu samkvæmt láns- og leigulögunum. — — Bændurnir í kornbeltinu hafa samvinnu uin kaup á nauðsynj- um sínum og sölu afurða. Það eru bifreiðarnar og bættir vegir, sem eiga sinn þátt í að þetta er hægt. Iiftir liaustupskeruna fer bóndinn á landbúnaðarsýninguna í hjeraðinu, hititr þar aðra bændur, sem eiga að ráða fram úr sömu viðfangsefn- um og hann. Á vetrum takast bænd- ur ferðir á hendur til fjarlægra. hjer- aða innan Bandarikjanna, og þess- ar ferðir glæða skilning þeirra á þörfum og málefnum þjóðarinnar. Það eru sjerstaklega bændrnir i norður-miðfylkjunum, sem ferðast mikið. NIN0N------------------ 5amkueEmis>- □g kuöldkjólar. Efiirmiödagskjólar PEysur og pils. Uatteraðir silkislappar □g suefnjakkap Mikið lita úpual 5ent gegn póstkpöfu um allt land. ■— Bankastrœti 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.