Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.11.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N WHIPSNADE PARADÍS DÝRANNA EFTIR EDITH R. AIGKMAN Nálælgt 65 km. frá London hefir verið komið á stofn dýragarði, þar sem fuglar og' mörg' önnur dýr njóta lífs- ins, sem frjálsir borgarar á fögrum reit náttúunnar. — Þessi staður heitir „Whipsnade“ og Bretar kalla hann „sveitar-dýragarð“ sinn. Það er stjórn dýragarðsins ZOO, sem gekst fyrir stofnun þessa friðlands dýranna, fyrir 20 árum. — Hjer segir Edith Ray Aickman frá staðnum og umhverfi þessarar Paradísar dýranna. TTÍ 7"HIPSNADE er ný tegund * ^ dýragarða. Þetta er dýra- fræðilegur garður, sem er skamt frá hjarta Lundúnarborgar, eða aðeins 65 km. frá London. — Hjerna lifa fuglar og önnur dýr frá öllum löndum heims þvi lífi, sem þeim er eðlilegast, og í umhverfi, sem er eins likt ættarslóðum þeirra og unt var að veita ]>eim í nokkrum dýra- dýrin í Whipsnade í miklu meira frelsi, en mögulegt væri að veita þeim í nokkrum dýra- garði stórborganna. Whipsnade Park var opnaður almenningi 1924, á vegum dýra- garðsstjórnarinnar í London. Þetta land fjekkst aðallega fyr- ir atbeina sir Peter Chalmers Mitchell, sem þá var ritari fje- lagsstjórnarinnar. Staðnum var yndislega i sveit komið, en hinsvegar var landið illa fallið til ræktunar. Og Mitchell sá fljótt í anda að hægt yrði að koma þarna dýragarði, þar sem dýr frá garðinum í London gælu lifað í frelsi og aukið kyn sitt, og þar sem þreytt og sjúk dýr frá London Zoo gætu hvílst og náð heilsu. Or þessari heppilegu byrjun hefir Whipsnade vaxið og dafn- að og er nú orðinn fullkominn og fjölbreyttur dýragarður, er jafnast á við dýragarðinn í Lon- don og er honum að mörgu leyti fremri. Það er gaman að talcast ferð á hendur til Whipsnade einn fagran sumarmorgun. Maður fer þá lielst fótgangandi frá næstu brautarstöð, Dunstable, þar sem mætast Watling Street, sem er frá dögum Rómverja, og liinn forni ícknield vegur. Vegurinn liggur upp á svonefndar Dun- stable-flatir, sem eru um 260 m. vfir sjó. A leiðinni yfir þessar Iljer sjest flamingó-hólminn. Ýmist eru hinir fallegu fuglar uppi í hólmanum eöa þeir standa í vatni uppíhækil og hafa þá aðra löppina á lofti. 'Engum fuglum er eins Ijett að standa á öðrum fæti eins og þessum. grænu grasmjúku flatir, sjást í fjarska Chiltern-hæðirnar og er þarna vítt útsýni yfir hinar ensku sveitir. Þegar maður fer að nálgast dýragarðinn blasir við einkenni- legt útsýni, og maður heyrir ýms hljóð, sem annars eru ekki vön að heyrast í svona venju- legu ensku landslagi. Þarna standa trjen í hnöppum, nokk- ur saman. Or brómberjarunni kemur skógarhæna fljúgandi, og á al-ensku trje sjer maður sitja mjög ó-enska fugla með afar langt stjel. Inngönguhliðið að garðiniun er fallegt en yfirlætislaust. — Þarna er veitingaskáli, sem freistar manns til að drolla, en hinsvegar herða rokurnar í fíl- unum og ósöngræn hljóð páfa- gaukanna á eftir manni, inn eftir aðalveginum gegnum dýra- garðinn. Fyrstu byggingarnar í garð- inum voru gerðar í enskum sveitabæjastil, eftir teikningum sir Guy Dawber. Síðari viðauk- ar, eftir Lubetkin og Tecton eru í stil, sem kalla mælli „al- þjóðlega dýragarðslegan“. Þetta eru nýtísku byggingar í renni- legum stíl, viðkunnarlegar en ekki íburðarmiklar, litirnir vel samræmdir og þægilegir. Ein- um bænum hefir verið breytt í veitingahús, þar sem nokkur hundruð gesta koniast fyrir og ágætur matur er á boðstólum. Sælgætisturnar og kaffihús eru um allan dýragarðinn, en hvergi þannig að þau trufli vegfar- andann og öll fallega löguð. Flamingo-eyjan er með fall- eguslu stöðunum meðfram aðal- *t§ rnm 'ý/Z< w$m Fílahúsið i Whipsnade sjest hjer á myndinni. Það var bygt i nýsisku stil og eru þarna fjórir indverskir fílar. Þeir eru tamdir og geta gestir fengið að fá sjer ..teiðtúr“ á þeim í garðinum við húsíð. Jarpi björninn í Whipsnade er geymdur i girðingunni, sem s]est hjer á myndinni. Þarna eru fjórir birnir, einn karlkyns og þrír kvenkyns og lifa við eðlileg skityrði. Þarna liafa verið aldir upp margir bjarnarungar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.