Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Jðn Árnason prentari siötugur 5. júní næstkomandi verður Jón Árnason prentari sjötugur. Hann er mörgum Reykvíkingum kunnur, og lesendur Fálkans liafa af íionum nokkur kynni, Ijví að við og við hafa þar hirst eftir hann greinar um, stjörnuspeki, en i þeim el'num mun Jón vera allra manna fróð'ast- ur liér á landi. Sá, sem þessar línur ritar, kann ekki aS rekja ættir Jóns Árnasonar eða segja mikið af æsku og uppvaxtarárum hans. Eg hefi liaft þá ánægju að kynnast honum talsvert, og hafa leiSir okkar legið saman vegna sameiginlegra áhuga- mála okkar beggja. En þau kynni hafa aSallega verið starfs'kynni, ef svo mætti að orði komast, og því að vissu leyti ópersónuleg. Eg hefi kynnsl honum sem liinum áhuga- sama og einlæga starfsmanni, sem æfinlega er óliætt að treysta, og ahlrei villir á sér heimildir. Eg hef kynnst honum sem fvœðimanni og fræSaþul, og ég liefi einnig kynst honum sem miklum fullhuga, cr sækir fram til sigurs á hverjum þeim orustuvelli, er hann haslar sér. Jón Árnason er að eðlisfari bardagamaður og i svip hans og yfirbragði og framgöngu er oft eitt- hvað af anda hermennskunnar. ÞaS er jafnvel ekki laust viS, að stund- um séu eins og stálblik i augum hans. En ég hefi einnig koinist að raun um, aS bak við brynju bar- dagamannsins slær viðkvæmt hjarta. Jón Árnason Jiefir starfað mjög í þremur félögum, sem sé GuSspeki- félaginu, Góðtemplarareglunni og í félagsskap Sam-Frimúrara. AllsstaSar hefir hann reynst nýt- ur og ötull starfsmaður, og allir, sem einhver kynni hafa af honum, kannast við áhuga lians og óvenju- leg heilindi í liverju máli. — í persónulegum viðskiftum mun hann vera lireinskiftinn, og hið sama ein- kennir meðferð lians á þeim liug- sjónamálum, semí hann annars ljær fyigi sitt. Á öllum sviðum vill hann hafa „hreinar línur“. — Honum er ekki list sú léS að mæla tungum tveim eða bera káp- una á báðum öxlum. Þessvegna mun hann stundum hafa orðið óvinsæll um skeið af þeim mönnum, sem ekki liafa altaf verið jafn sókndjarf- ir og öruggir til stórræðanna. En aldrei munu þær óvinsældir haf.a S. V. R. Fargjalda- toreytingr Frá og með 31. maí þ. á. verða fargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur sem hér segir: 50 aurar á öllum lsiðum vagnanna fyrir full- orðna. 25 aurar á öllum leiðum fyrir börn og unglinga yngri en 14 ára. Á skrifstofunni, kl. 10 - 12 f. h. alla virka daga, fást keyptar farmiðablokkir með 15% afslætti. Þær gilda í þrjá mánuði frá útgáfudegi (31/5 — 31./8 1945) Við framvísun farmiða í blokkum ber vagn- stjóra að rífa farmiðann úr blokkinni. Lausir farmiðar gilda ekki. Afsláttur er ekki veittur frá verði farmiða, sem seldir eru í Strætis- vögnunum. Á leiðinni Lækjartorg — Lækjarbotnar gilda sérstakir taxtar án nokkurs afsláttar. Reykjavík, 30. maí Í9'i5. STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR Jónas Hallgrímsson — Minnist 100 ára dánardags Jónasar Hall- grímssonar um þessar mundir með því ,að lesa ljóð hans. Hver einn og einasti íslendingur þarf að eiga ljóð Jónasar og vera þeim kunnur. Ljóðmæli Jónasar Fást nú í hverri bókaverslun og kosta aðeins 50 krónur í mjúku alskinni. H.f. Leiftur átt sér langan aldur eða staSið djúp- um rótum, því að ósjálfrátt bera menn virðingu fyrir einlægni og heilindum, þegar eigingirni og lág- um hvötum er ekki til að dreifa. — Eg minntist á það, að Jón Árna- son muni vera allra manna best að sér í stjörnuspeki. Eg er alls ófróð- ur um það, livernig stjörnuafstöð- urnar hafa verið, þegar hann var borinn í þennan lieim. En ég leyfi mér þó að fullyrða, að hann hafi verið fæddur undir einhverri heilla- stjörnu. Því að i raun og veru hef- ir hann verið hamingjusamur mað- ur. Honum liefir gefist kostur á að starfa mikið og vel í þágu góðra málefna. Og á sjötugsafmæli sínu 5. júní næstkomandi mun hann verða þess var, að margir kunna að meta störf hans og mannkosti. Gretar Fells. Pálína M. Þorleifsdóttir, Hvaleyri við Hafnarfjörð varð 70 ára þann n. maí 19h5. Guðmundur Iír. II. Jósepsson bílstj. Hofsvallagötu 22 varð M ára 26. maí. LÖKIN 0C HANDKL/EBIN^ ENDAST BETUR Mikið nudd slítur lökum og handklæðum. En Rinso þvæl- ir þau hrein á 12 mínútum, svo að þau endist lengur. Notið helmingi minna vatn, og aðeins tvo þriðju af þvi Rinso, sem þjer hafið verið vön að nota. Látið hvita þvottinn fyrst liggja i Rinso- bleyti i 12 mínútur, og siðan mislita þ'vottinn í sama bleyt- inu. Þá er ekki annað eftir en að þvo þvolfinn og skola hann. LJEREFTIN ERU DÝR NÚNA. Hlifið þeim með Rinso-að- ferðinni næsta þvottadag. RINSO X-R 21 0-786

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.