Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 4
4 P Á L K I N N C. E. M. A. BRESK LIST Á STRÍÐSTÍMUM EFTIR IVOR BROWN Þungi styrjaldarinnar hefir orðið til þess, að daglegt lif bresku þjóðarinnar hefir sætt meiri afskiftum og skipulagi Iiins opinbera, en nokkurntíma áður í sögu Bretlands. Það er eitl af æfintýrum síðari ára hve Bretar hafa tekið öllum þess- um afskiftum með mikilli þol- inmæði, því að löngum liafa þeir fengið orð fyrir að vera einstaklingshyggjumenn og gera eins og þeim sjálfum sýnist, en láta ekki hið opinbera hugsa fyrir sig. Þetta hefir verið bæði styrk- ur og veikleiki alls listalífs í Bretlandi, Þar hefir til dæmis aldrei verið neitt þjóðleikhús eða ríkis-söngleikahús, né held- ur hefir ríkið gert neitt til þess að greiða listinni götu til fjöld- ans. Ekkert menntmálaráðu- neyti hefir reynt að tengja sam- an listir og stjórnmál, engir þeirra starfsmanna, sem sitja þar klukkan tíu til sex, hafa þurft að skrásetja fegurðina og hinar níu listagyðjur í bók- um sínum. En þó að þessi sinnuleysis pólítík geti verið hentug frjálsri hugsun þá er hún ekki góð til viðhalds og eflingar. Hún lætur listamanninn frjálsan — máske að því að svelta í hel; hún læt- ur ahnenning frjálsan — máske C. E. M. A. er stytting á heiti stofnunarinnar, The Council for the Encouragement of Music and the Arts, er hóf starf sitt 1940. Tilgangurinn er sá, að sjá Bretum fyrir góðri tónlist, Ieiklist og málaralist, þó að styrjöldin geysi. Leikdómari hins fræga blaðs Observer segir hér frá starfs- háttum þessarar s'tofnunar. Á sýningii nýtísku málaralistar, er haldin var fyrir verkafólk i iðnaðarbœ. að því að komast í svelti livað lislina snertir. En hlutverk þess opinbera er vitanlega það, að sjá fyrir því að þeir sem vilja hafi aðgang að list við hvers eins smekk og liæfi, en ekki að einskorða listina undir ok þröngsýninnar, né leitast við að hafa áhrif á listasmekk alþjóð- ar. Stríðið hefir orðið til að ráða fram úr þessu vandamáli, hvað Bretland snertir, og þó var það einstaklingsframtak, sem átti frumkvæðið. Veturinn 1939 - 40 gerðist það, að sjóður, er nefn- ist Pilgrims Trust lagði fram fjárupphæð og skyldi henni varið í tvennskonar tilgangi: að halda lífinu í list og listamönn- um meðan nólt styrjaldarinnar grúfði yfir þjóðinni, en jafn- framt að greiða götu listarinnar á þeim stöðum, sem eigi vrðu listar aðnjótandi að jafnaði. — Ein hættan af því að láta ein- staklingana eina um listina er sú, að þá er liætt við að lista- starfseminni verði einkum beitt þangað, sem líklegt er að hún borgi sig best, það er í stórum borgum og ríkismannahverfum. Sveitirnar og fátækir iðnaðar- mannabæir eru ólíklegir til að gefa listum gaum og kaupa listaverk, og þessvegna fer lista- starfsemin ekki þá vegu. Leiksviðsmynd úr leikritinu „She Stoops to Conquer“ eftir Oliver Gold- Dr. Jacques hljómsveitarstjóri CEMA (til vinstri) heldur „matarhlés- smith. CEMA er að leika fyrir verksmiðjufólk. hljómleika“ fyrir verksmiðjufólk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.