Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 10
10 P Á L K I N N □ YNC/tU LL/&NQURNIR Flóðhesturinn filmar. „Nei, nú tekur útyfir!“ Herra Flóðhestur var a'ð lesa í blaðinu „Filmtíðindi Dýralands“ og varð reiður. „Hvað gengur að þér?“ spurði herra Fíll vinur hans. „Þeir eru í vandræðum með að finna góðan leikara i aðalhlutverk- ið í myndinni „Dýrið og dýrðar- ljóminn“, og hafa loks ákveðið, að mjóninn hann Tigrís skuli leika það — livað finnst þér?“ „Eg veit ekki,“ svaraði herra Fíll, sem var ósköp friðsamur og vildi ekki eiga neitt útistandandi við neinn. „En é|3 veit það!“ svaraði herra Flóðhestur. „Nú fer ég' og ræð mig hjá kvikmyndafélaginu.“ Svo fór hann, en ekki langt. Hann minnist þess að allar filmhetjur, sem hann liafði séð voru skraut- búnar, og ]iað m,undi liollara að hann duhhaði sig vel upp áður en hann færi. Og þessvegna flýlti hann sér til lierra Héra klæðskera, barði að dyrum og hrópaði. , „Komdu fljótt út, Héri klæðskeri. Eg þarf að fá mér ný föt!“ Héri og allir sveinarnir hans, sem líka voru hérar, komu hlaup- andi ofan af borðunum og flýttu sér út, því að þetta var stór við- skiftavinur í orðsins fyllstu merk- ingu. * „Saumaðu mér föt úr besta efninu sem þú átt!“ sagði Flórían Flóð- hestur. „Og fljótt. Eg kem á morg- un og m,áta.“ Nú varð nóg að gera lijá skradd- aranum. Þeir þyrptust allir kring- um Flórían, sveinarnir, og urðu að nota stiga meðan þeir voru að taka málið, en Héri sat sjálfur og skrifaði. Því miður hellti yngsti lærlingurinn bleki á málbókina og það skvettist líka á dúkinn, sem átti að nota í fötin. En það var mælt og skrifað á ný og sýndar allskonar dúkateg- undir frá Gefjun og Alafossi. Svo labbaði lierra Flóðhestur heim, svo að undir tók í grundinni, og sat allt kvöldið og var að hugsa um hve ágætur leikari hann mundi verða. Daginn eftir kom hann til að m.áta, en þó að sveinarnir ynnu alla nóttina af kappi á voru þeir ekki búnir, svo að Flóðheslur varð að biða annan dag. Og hann hélt áfram að hugsa um leikinn og sím- aði til kvikmyndarans og spurði live langt væri komið myndinni. „Við erum ekki húin enn, á morg- un á að taka brúðkaupið,“ var svarað þar. „Já bíðið þið endilega þangað til á morgun, þá kem ég — og þá skuluð þið fá að sjá filinhetju, sem segir sex,“ svaraði Florian. Morguninn eftir var Héri meist- ari búinn með fötin, en hann og allir sveinarnir voru dasaðir eftir erfiðið, og nú hafði Héri skrifað langan reikning til lir. Flóðhests. En hann svaraði þegar liann sá reikninginn: „Bíðið með hann Jiangað til film- an er tilbúin. Þó verð ég orðinn miljónamæringur og kanske giftur henni Mary Pickford.“ „Eg verð að fá peningana áður en ég afhendi fötin,“ sagði Héri, því að hann langaði ekki til að eiga hjá Flóðhesti. En liann jiorði ekki ,að segja meira, því að hann var liræddur um að þá mundi Flóð- liestur merja hann til bana, og þá gæti liann aldrei notað peningana. Flórían Flóðhestur þrammaði víga- mannlegur á kvikmyndastöðina. Það var komið að brúðkaupssýningunni og brúðurin var ungfrú Álft, þvi að hún var alltaf svo fallega hvít- klædd. „Þá vil ég verða brúðguminn,“ sagði Flórían og bauð henni arm- inn. En nú fór illa, því að ungfrú Alft gat ómögulega tekið vængnum undir framfótinn á Flóðhesti — hún náði honum ekki nema í hné. Og það stoðaði ekki að Flóðhestur reyndi að lyfta henni, því þá hékk hún i lausu lofti. Allir hinir, sem léku í myndinni, hlóu og sögðu: „Þetta dugir ekki — það er ómögulegt að notast við herra Flóðhest.“ Ungfrú Álft, sem, var mjög fin dama og vön því að dáðst væri að henni, hótaði að fara til Holly- wood ef Flóðhestur væri ekki rek- inn burt undir eins — hún vildi ekki leika á móti neinum nema herra Tígris. Loks varð Flórían Flóðhestur að draga sig í hlé, en reiður var liann. „Eg skal segja ykkur það,“ mælti hann að lokum, „að þetta kemur allt til af því að þið liafið vanið áliorfendurna á að sjá svona veimil- títur eins og hana ungfrú Álft, ung- frú Tófu og ungfrú Hind, og fleiri af sama tagi. En nú ætla ég að taka kvikmynd með öðruvísi persónum —- sein fylla út í hlutverkin, eins og sagt er í blöðunum. Svo náði hann í ungfrú ’Birnu, alla fjölskylduna Svín — þau voru vön að filma; herra Nashyrningur félst á að leika þrælmennið, af því að hann gat orðið svo illilegur, en sjálfur var Flóðhestur kjörinn til að vera hetjan í myndinni. Svo byrjaði taka þessarar myndar, sem átti að taka öllum öðrum myndum fram. Var nú leikið í daga og vik- ur, og eftir hvern dag fannst Flóð- hesti árangurinn betri en daginn áður. Hann hafði fengið herra Sjimpansa til að taka myndina með nýju vélinni sinni, og það varð ekki annað séð en að Sjimpansi skemti sér prýðilega, því að hann var sí- hlæjandi. „Við skulum sýna myndina á morgun!“ sagði Flórian Flóðhest- ur einn daginn. „Allir sem vilja, mega koma og sjá hana, við tökum enga peninga f-yrir þessa sýningu." Daginn eftir komu allar skepnur í Dýralandi og bíóið var troðfullt. Allir voru fullir örvæntingar, Ungfrú Álft var farin að efast um hvort liún hefði hagað sér rétt forðum, er hún neitaði Flóðhesti að leika á móti lionum — jæja, nú fékk maður að sjá! Jú, það fékk að sjá mynd, sem allir hlóu svo mikið að, að húsið nötraði. Það var nefnilega eltki rúm í myndinni fyrir alla þessa stóru leikendur. Sjimpansi hafði — Eg þakka yöar kærleffa fyrir fataef.nasýnishornin sem þér senduö mér. gabbað Flóðhest herfilega — það sáust ekki nema bútar af leikend- nnum — haus og lappir, svo að þetta var mein hlægilegt. Allir hlóu og hlóu sig þreytla, jafnvel Flórían Flóðhestur gat ekki á sér setið að lilægja líka, og svo fyrirgaf honuni Sjimpansa. En ung- trú Birna var ráðin í kvenhetju- hlutverkið hjá gaiiila, kvikmynda- félaginu, svo að jiað stoðaði ekkert, að frú Hind liótaði að fara heim, eða ungfrú Álft til Hollywood. „Fólk vill fá tilbreytingu!" sagði leikstjórinn. „Og nú reynum við liana ungfrú Birnu, þó að liún sé feil og klunnaleg." —- Vertu róleg, Amalía, þeir hittu mig eklci. Eg beygði mig í tima. — Iivað sagði ég? Getur tréð svo sem ekki slaðið hérna? Hjú handasalamim: — Eruð þér alveg viss am að hundurinn sé úr- vakur? — Tvímælalaust. Eg verð að g.efa honum svefnskamt við og við, þvi annars sefar hann aldrei. — Yðar þýðir ekkert að lala við n:dg, gúði inaður, því að ég er al- veg vita heyrnarlaus•! — Eg er ekki að tata. Eg er að tyggja. —- fíúðan daginn, frændi. Eg hefi reynt að finna þig útta sinnum i dag — árangurslaust. — Jú, og ná finnur þii mig — árangurslaust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.