Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Leikkonan Gail Russell kærir sig kollóíta um rigningarslagveðr- ið sem hún hefir lent i á leið sinni iil sinlwers kvikmynda- tökustaðar í Suður-Kaliforníu. Reyndar virðist hún hafa litta ástæðu til að kvarta. Þessi hermaður hefir orðið fyrir þvi óhaypi að „setja rassinn úr“ bux■ unum síniim. Rita Hayworth liefir gegnið honum í móður stað og tek■ ist á hendur að bæta buxurnar. Irene Dunne er ein af mörgum am.erískum leikkönum, sem lagt hafa fram skemmtikrafta sina í þágu hermanna undangengin styrjaldarár. — Hér er hún að leggja blessun sína yfir endurfund u.ngru hjóna. Sjó- liðinn hafði verið fjarvistum við konu sína um tveggja ára skeið, og þvi er nú sem er. Bette Davis. Alla tíð frá því er hún var lítil budda í barnaskóla hefir hún aSeins átt sér eitt áhugamál: leiklistina. Len'gi vel mátti hún þola sult og seyru og hverskyns harðrétti til þess að fá áformum sinum fram- gengt, og einu sinni varð hún að vaða eld og reyk í bókstaflegri merk ingu. Það skeði þegar hún var á níunda ári. Skólinn hennar var að halda frum sýningu á leik, sem lengi liafði verið í undirbúningi, enda haldinn á mesta liátiðsdegi ársins. Þetta var jólaleikur. Og ekki hafði henni verið valið hlutverk af lakari end- anum, því að hún átti að leika sjálfa höfuðpersónuna, jólasveininn. Fyrsta þætti var lokið og langt kom- ið fram í annan og allt hafði geng- ið að óskum. Þá heyrðist skyndilega kallað utan úr salnum: Eldur! eld- ur! og allt komst í uppnám. Log- arnir teygðu sig um loft og veggi og innan skamms stóð salurinn í björtu báli. Litli jólasveinninn, sem stóð á roiðju leiksviðinu, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, og fyrr en varði höfðu eldtungurnar náð ■ haldi í skegginu og skrautlegu, rauðu klæð- unum. Á siðustu stundu var telp- unni bjargað úr voðanum, en hún var skaðbrennd á höndum og fót- um og andlitið allt í sárum. í átta vikur lá lnin svo þögul og þolinmóð í niðdimmu lierbergi. I átta örlagaþrungnar vikur mátti móðir hennar bíða milli vonar og ótta eftir úrskurði læknanna uin það, hvort dóttirin mundi tapa sjón eða halda. Þá kom, loks liin langþráða stund. Teipan var leidd út i dagsljósið. „Mamma!“ hrópaði hún, ,,ég get séð! Eg get haldið áfram að leika!“ Og hún liélt áfram að leika, og það með þeim ágæfum, sem allir vita. Telpan hét Bette Davis. Paulette Goddard.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.