Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Prófessor, dómari og tónsnillingur í hergagnaframieiðsln. Þaö eru ekki aðeins þúsundir af iðnfræðingum og vélfræðingum, sem á undanförnum styrjaldarárum liafa horfið frá borgaralegu starfi sinu til þess að vinna að hergagnafram- leiðslunni í Bandaríkjunum, heldur og aðrir, sem áður gegndu fjarskyld- ari störfum. Kaupsýslumenn víðs- vegar um Bandaríkin unnu að noklcru leyti, eða i aukavinnu hjá liergagnasmiðjunum, — starfsmenn ríkis og hæja störfuðu einnig í tóm- stundum sínum að hergagnafram- leiðslu og öðru, í þágu ófriðarins, og unnu í ársleyfum sínum i verk- smiðjum sem framleiða flugvélar, fallbyssur og skriðdreka. Á Kyrrahafsströndinni, þar sem mest kvað að skipasmíðum og flug- vélaframíeiðslu réðust fjölmargir Dr. Van Nostrand prófessor i vintia fötum sinum ú skipasmiðastöðinn:. embættismenn og listamenn í verk- smiðjurnar. Skamt frá San Franc- isco vann einn af prófessorum Californiaháskóla í skipasmiðastöð þrjá daga vikunnar, en kenndi í háskólanum liina þrjá. En í tóm- stundunum vann liann í kálgarði sínum að ræktun grænmetis handa heimilinu. Þessi maður er Jolin J. Van Nostrand og er prófessor í fornaldarsögu. „Mér virðist kennsla í fornaldarsögu gera svo litið gagn fyrir styrjaldarstarf .Bandaríkjaþjóð- arinnar, svo að ég afréð að fara að vinna þar, sem starf mitt kæmi að meira gagni,“ sagði hann. Van Nostrand er sextugur og hefir ekki komið nærri iðnaði síðan hann byrjaði kennslu, árið 1913. En nú liefir hann unnið við skipasmíðar liátt á annað ár, og vinnur þar alla daga yfir sumarið þegar kennslu- leyfi er í háskólanum. Hann er log- suðumaður. „Eg hefði ekki viljað sitja af mér þetta tækifæri,“ segir hann. „Karl- mennirnir og konurnar, sem ég vinn með, eru öll lærð í iðninni og ganga af alhug að þvi að smíða skip ti! að sigra óvinina. Mér þykir sómi að því að hafa byrjað þarna sem lærlingur og nú er ég orðinn út- lærður logsuðumaður. í starfi mínu hefi ég rekið mig á fjölda mennta- fólks, sem stundar sömu vinnu og ég-“ Dr. Van Nostrand er fæddur i Bandaríkjunumi af liollenskum for- eldrum. Hann hefir tekið lærdóms- próf við þrjá háskóla. Nokkur kvöld í viku var hann á námskeiði í skipa- smiðum. En kálgarðurinn hans er hluti af garðaliverfi, sem kennara- lið Californiuliáskóla hefir tekið að sér að rækta. Hæstaréttardómari og trésmiður. Á öðrum stað á vesturströndinni er stundum liægt að liitta William J. Millard hæstaréttardómara frá Wasliington-ríki. Undir eins og rétt- arfríið byrjar gerist liann trésmiður í einni skipasmíðastöðinni. Þessi frægi lögfræðingur gengur þá bara undir nafninu Bill Millard og er hjálpartrésmiður og meðlimur tré- smíðafélagsins. Hann þykist hafa fullkomnar ástæður til að lijálpa til við styrjaldarframleiðsluna. „Sonur minn er í herflota .Banda- ríkjanna, og um liálf tylft af frænd- iim mínum er í Bandaríkjahernum í öðrum heimsálfum. Þetta er það minnsta sem ég get gert þann tíma ársins, sem ég á sjálfur.“ Millard hæstaréttardómari er fæddur í Miðríkjunum og tók laga- próf frá háskólanum í Georgetoxvn i Wasliington. Meðan hann var að námi vann hann meðal annars fyrir sér við járnbrautarlagningar, við vélahreinsun og sem skrifari. Hann er tvöfaldur heiðursdoktor í lögum. „Þegar ég gerðist aðstoðartré- smiður fann ég liverskonar andi það er, sem knýr fólk til að starfa að sigrinum og sá livernig á hinum undraverðu afrekuin þjóðarinnar stendur. Eg skil að enginn óvinur getur staðist hinn óvinnandi sigur- vilja þjóðarinnar. Þegar „fríið“ er búið sest Millard dómari í dómarasætið aftur. „En ef skipasmiðastöðin þarf á mér að halda get ég unnið á trésmíðaverk- stæðinu á kvöldin. Það er nauð- synlegt að halda uppi lögum i Wash- ington fylki, en hitt er þó líka nauð- synlegt, að Bandaríkin geti komið á lögum og reglu í heiminum.“ Hljómsveitarstjóri við vélabandið. Sunnarlega á Kyrrahafsströndinni, eigi langt frá kvikmyndahöfuðborg- inni Hollywood liefir stjórnandi symfoniusveitar gerst starfsmaður í flugvélasmiðju. Þetta er Werner Janssen, sem hefir grætt þúsundir dollara fyrir að stjórna hljómsveit- um á tónleikum, í útvarpi og í kvik- myndum, og hefir mjög skiljanlega ástæðu til þess að vilja láta i ljósi persónulega skoðun sína á styrjöld- inni. Fyrir níu árum stjórnaði hann Filharmonisku hljómsveitinni i Ber- lin, sem gestur, en var neitað um að halda því áfram, vegna þess að hann skoraðist uridan að strika III. symfoniu Felixar Mendelsohns út af skránni, en Adolf Hitler krafðist þessa. Nú liefnir hann þess með því að setja saman flugvélar i smiðj- um Douglas Aircraft Co„ fyrir lágt tímakaup. Hann vinnur frá kl. 4. síðdegis og fram yfir miðnætti. „Eg ætla að starfa að þessu þangað til stríðið er búið, til þess að leggja ofurlítinn skerf í sprenguflugvélarn- ar, sem hjálpa sameinuðu þjóðunum til að sigra óvinina," segir hann. Sonur Janssens er orustuflugmað- ur. A. J. Wingood er einhver frægasla flughetja heimsins. Hann hefir hlot- ið heiðursmerki í tugatati frá stórmennum ýmsum og háttsettum hers- höfðingjum, Mgndin sýnir litlu dottur hans, Katrinu, og er hún að bragða og jafnframt að styrkja tenmirnar á heiðursmerki, sem Georg VI. sæmdi föður hennar fyrir stuttii. Einföld ráö, sem spara yöur Sunlight sápuna Hjerna sjáið þjer hvernig á að fara að spara Sunlight sáp'una og fá þó sama fallega, hvita þvottinn, f yrirhaf narlitiö: — Sunlight er einkar löðurdrjúg, þessvegna þurfið þjer ekki að sápunúa nema óhreinustu blett- ina,' er þvotturinn hefir verið gegnumvættur. Með þessu moti þarf minna af sápu; vegna þess hve Sunlight er drjúg gefur jictta nóg löður til að'þvo all an þvottinn. X-S 1371-Slí

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.