Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Leikavar frá CEMA hafa fataskifti milli þátta i bakherbergi við matstofu Námiunannshjón í Wales hafa boðifí leikurum frá CEMA heim til sin. verkafálks. Þessi nýja stofnun var nefnd „viouncil for the Encouragc- ment of Music and the Arts“, en það nafn er umsvifamikið í daglegu tali, og var því skamm- stafað og' nefnist stofnunin þvi CEMA. Er slík skammstöfun engin nýjung i Bretlandi, allra síst á stríðstímum, þegar allt er skammstafað. Það einkenni- lega við CEMA er, að þó að það sé nákomið ríkinu og borgara- legri stjórn, þá er það þó hvor- ugu háð. Tveim árum eftir að Pilgrim Trust stofnaði CEMA, tók ríkið að sér að sjá fjárhag þess farborða, en stjórn stofn- unarinnar er í höndum sér- stakrar nefndar, sem skipuð er af menntamálaráðuneytinu, og er hinn frægi liagfræðingur, Keynes lávarður, formaður. Stjórnarnefndin og hinar 3 undirnefndir hennar (fyrir tón- list, leiklist og málaralist) eru allar skipaðar mönnum, sem ýmist eru frægir fvrir afskifti af opinberum málum, eða lista- menn. Starfsmennirnir eru all- ir listamenn, en ekki skrifstofu- menn, og forstöðumaðurinn, Keynes Iávarður, er ekki opin- ber starfsmaður, þó að hann sé fjármálaráðunautur stjórn- arinnaf meðan á stríðinu stend- ur. Hann er réttur maður á réttuni stað, því að eigi er liann aðeins einn af mestu hagfræð- ingum veraldarinnar heldur og maður, sem liefir ágætt vit á listum, og hefir látið sér annt um listir. Hann lét byggja „Arts Theatre“ i Camhridge og gaf hænum það; hann er sérlega glöggur á málverkalist og liefir safnað dýrmætum málverkum, og hefir gott vit á tónlist, leik- lisl og sérstaklega hallett. Hann er kvæntur liinni heimsfrægu rússnesku dansd.ís Lydiu Lopo- kova. Keynes er jafnvígur sem listþekkjari og stjórnandi. Hverju getur þá CEMA, sem styðst jöfnum höndum við ríkis hjálp og einstaklingshjálp kom- ið til leiðar? Tilgangur stofn- unarinnar er tvennskonar. Það styður hið hesta í hverri grein listar i stórborgunum, er þörí' gerist. Það hjálpar ennfremur smærri hæjarfélögum, sem eru afskekkt og njóta lítillar listar, með því að senda þeim leik- flokka, tónlistarflokka og söng- fólk, og úrval af málverkum til sýninga. Eitt af þvi sem stofn- unin hefir sérstaklega lagt rækt við, er að skemmta fólki i liin- um stóru gistihúsum, sem reist liafa verið handa verkamönn- um við nýju hergagnaverk- smiðjurnar. Þessi gistihús voru reisl til þess að hægt væri að fá menn í verksmiðjurnar, ef þær voru á afskekktum stöðum, því að þar var of langt fyrir verkamennina að liggja við heima hjá sér. Ennfremur þótti tómlegt i þessum verkamanna- gistihúsum. Þessvegna var knýj- andi nauðsyn á að sjá fólkinu fvrir skemmtunum, og CEMA hefir gei'l mikið að þvi að senda leikflokka, hljóðfæraleikara og söngflokka á þessa afskekktu verksmiðjustaði til þess að bæla úr brýnni þörf. Hvarvetna um landið hefir CEMA gefið „það hesta sem flestum“, sem kallað er. Það liefir sannað þá trú sína, að fólk upp og, niður í Bretlandi hefir miklu hetri listasmekk en flestir mundu h'alda. CEMA hefir látið öðrum eftir að sjá almenningi fyrir öllu „léttara hjali“ í listum, en hýður að- eins það hesta og vandaðasta. Þannig' er aðeins hoðin fyrsta flokks tónlist í hinum svoköll- uðú „matarhlés-hljómleikum“, sem lnildnir eru í verksmiðjun- um, og aðeins góðir tónlistar- menn skemmta þar, enda liafa hljómleikarnir fengið ágætar viðtökur. Hvort sem CEMA fer með leikrit eftir Shakespeare til námumanna í Wales eða með leikrit eftir Shaw eitthvað út i sveitir, hvort sem það sýn- ir ballett eða óperu fólkinu sem annars hefir ekki vanist öðru en að fara i híó, þá hefir það mjög sjaldan reynst svo, að þetta færi fyrir ofan garð og neðan hjá áheyrendunum. ■ Sama er að segja um sýningar þær, sem stofnunin liefir á ný- tísku málaralist. Fólki finnst kannske skritnar myndirnar fyrst í stað. En það vaknar til umhugsunar og vill gjarnan fá meira. Á Suluhafi, milli Borneo og Fillips eyja lifir merkilegt fólk, sem „.Baja- óar“ nefnist. Þeir hafast mestmegnis við á sjónum, i þúsundum af smá- bátum, er þeir hafa mikla leikni i að stýra. Þessir ölduflakkarar eru svo vanir sjónum að þeir verða „sjóveikir“ þegar þeir koma á þurrt. Á tannlækningasýningu i New York hafa veri'ð sýndar gerfitennur útskornar af Inka-mönnum fyrir tveimur þúsundum ára og mesta völundarsmíði. Skákir geta stundum orðið langar hjá færum jafnokum, meira að segja nokkur ár. Frá Spáni er sögð sú saga, að skákmaður dó frá ólokinni skák, og í arfleiðsluskrá sinni til- nefndi hann son sinn til að lialda skákinni áfram. CEMA sýnir ballett undir beru lofti. Leiksýningar ,eru Jika hafðar úti afí sumarlagi, aðallega á sunnndögum, og hufa þessar skemmtanir ált mikinn þátt i þvi afí halda fólkimi heima við um helgar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.