Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Bókin sem varð frdsishvöt fyrii' clömsku þ|óðina Þcir áttn skilið að vcra frjálsir 35000 eintök seldust á einum degi. En þá var það, sem eftir var af henni gert upptækt, og höfundurinn, Kelvin Lindemann, handtekinn. Munk, frelsisheíjan, sem myrt var, sagði þessa bók: „Á þeim dimmu dögum, sem nú drúpa yfir Danmörku, verður myrkrið stundum svo svart að stjörnurnar blika. Allt í einu hefir Holger danski skotijð upp höfðinu. Kirkjan á að syngja hósíanna, því að danska þjóðin er að vakna: Ef yfirvöldin vernda ekki rétt vorn, gerum við það sjálfir. — Kelvin Lindemann er að koma til okkar, færandi hendi. „ÞEIR ÁTTU SKILIÐ AÐ VERA FRJÁLSIR“ heitir nýja bókin Ihans. Eg ætla að vara mig á að mæla með henni. Hún er of góð til þess. — Látum hana gera það sjálfa.“ Þetta er söguleg nazismans grúfði — og hún hvatti skáldsaga, sem kom út meðan kúgun eins og svart ský yfir dönsku þjóðinni hana til uppreisnar, dáða og frelsis. LESIÐ ÞESSA DÁSAMLEGU BÓK JÓNAS HALLGRÍMSSON. Framhald af bls. 3. skáldskaparhneigðir lians fengið byr undir báða vængi. Náttúrufræðin var að dómi Jónas- ar allra vísinda yndælust og nyt- sömust, og enda þótt honum gæfist ekki tækifæri til að kynnast henni svo gagn væri að, fyrr en liann kom til Kaupmannaliafnar, varð liann brátt þaulkunnugur öllu því helsta er að henni laut. í ritgerðum sínum tekur liann að gera glögga grein fyr- ir þýðingu hennar til handa íbúuni íslands. Hann sýnir fram á, að at- vinnuhættir og almenn velmegun hljóta að færast i margfalt betra og öruggara form samfara því sem þekking manna á náttúruvísindum eykst og ]>roskast. I einni ritgerð- anna segir hann meðal annars: — „Náttúruvísindin forða oss frá marg- földu tjóni, veita oss ærinn ávinn- ing og auka þannig farsæld manna og velm'egun.“ En ekki skiftir hitt siður miklu máli, að „hyggileg skoð- un náttúrunnar veitir oss hina feg- urstu gleði og anda vorum sæluríka nautn. Vér sjáum þar livert dásemd- arverkið öðru meira.“ Þegar hér er komið sögu var Jónas farinn að láta æði mikið til sín taka i félags og framfaramálum, einkum þeim, sem tengd voru liags- munum „hólmans“ í norðri. Árið 1835 stofnaði liann í félagi við þá Tómas Sæmundsson, Konráð Gislason og Brynjólf Pétursson tímá- ritið Fjölni. Öllum íslendingum er það kunnugt, hversu heillarík á- hrif þessi útgáfa hafði á allt þjóðlíf hér á landi. Með henni mörkuðu þeir félagar tímamót i sögu þjóðar- innar. Þeir einsettu sér að vekja samlanda sína af margra alda deyfð og doðasvefni. Og ekki voru þeir myrkir í máli, er þeir kváðu upp úr um fyrirætlanir sínar, lieldur sögðu það berum orðum, að þjóð- lífið væri, í andlegum efnum og verklegum, komið i slíkt ófremdar- ástand, að frekari töf umbóta og athafna mundi leiða til algjörrar tortímingar. Hlutverk Jónasar í þessari bar- áttu reyndist síðar að verða hið veigamesta. í fyrsta árgangi Fjölnis kemur hann loks fram á sjónarsvið- ið sem afburðaskáldið Jónas Hall- grímsson, það skáld, sem með snilli- gáfum átti eftir að vekja þjóð sína til meðvitundar um; sögulegan rétt til sjálfstæðis, glæða trú hennar á eigin mátt og lijálpa henni til að finna þá gleði og farsæld, er fengist gat af landinu, sem hún byggði. Og þetta tókst honum öðru fremur lyrir það, að hann talaði tungu þjóðarinnar með þeim glæsileik sem hlaut að vekja alla til áheyrnar. Árin eftir að Fjölnir hóf göngu sína, eða allt til dauðadags, fékkst Jónas nær eingöngu við vísindaiðk- anir, ferðaðist mikið um ísland og ritaði fjölda greina um náttúru þess, veðurfar og alla staðháttu. Á þessum ferðalögumi orti liann flest sín feg- urslu kvæði, enda var hann þá staddur í umhverfi, sem hann elsk- aði og mat að verðleikum. „Mál sitt sækir hann í hjörtu þjóðarinnar, skáldskapinn tekur hann úr náttúru- fegurð landsins,“ sagði Hannes Haf- stein um Jónas. Samtíðarmenn Jónasar munu fæstir liafa skilið gildi skáldskapar hans og vísindaiðkana, enda lifði hann við gæfuleysi og liarma, og Hraundrangar i Öxnadal. lést sem fátækur einstæðingur i framandi landi. Fn sú kynslóð, sem nú byggir ísland liefir lært að meta starf hans og skipað honum i það tignarsæti, sem Jónasi Hallgrimssyni einum er samboðið. Listamannaþingið, sem liefir stað- Framhald á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.