Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.06.1945, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N - LITLfl SfiBfín - Guðlaug Benediktsdúttir: Moldin angar. Veörið var óvenju stillt og gott, enda margt íólk við messu, þennan sunnudag. Eitthvað liafði tafi'ð mig, svo að ég hafði orðið á eftir heima- fólki mínu, viljandi eða óviljandi, ég man ekki lengur hvort heldur var. Eg var ekkert leið yfir því, þvert á móti var ég ánægð, að fá i ró og næði að njóta unaðslegrar veð- urbliðunnar. Lýsandi tunglið í fyll- ingu sinni, seiddi fram töfrandi fegurð á froststirnaða, snjólétta jörðina. Eg andaði fast að mér, hreinu og tæru loftinu, og skund- aði léttstíg áfram. Þegar ég var komin skamnit ót fyrir túngarðinn á prestsetrinu, heyrði ég fótatak á effir mér. Ein- veran var mér ekki ætluð í þetta sinn. Fótatakið nálgaðist, og brátt náði hjálparstúlkan af næsta bæ, i mig. Hún hafði þá líka orðið sein fyrir. Orðaflaumur hennar valt yfir mig, eins og steypiregn úr heiðskíru lofti. Hún var ineira en lítið hrif- in, að fá þarna óvænta samfylgd, og lét dæluna ganga. Eg jánkaði eða neitaði því sem hún sagði, svona eftir því sem mér fannst eiga við, en var í hjarta mínu sárgröm yfir að fá ekki að vera í friði. „Já, að hugsa sér, að hann Trausti Ármanns skyldi fara að rjúka í að trúlofa sig,“ óð á stúlkunni. „Nú, er Trausti trúlofaður?" „Hvað er þetta, veistu ekki að hann kom harðtrúlofaður heim, þeg- ar hann kom úr skólanum. Eg er nú alveg hissa, að þú skulir ekki fyrir löngu vera búin að frétta þetta. Og hún er ekki einu sinni sögð lagleg. En hann er vist ósköp skot- inn.“ Eg reyndi að slá hana út af lag- inu, og sagði: „Finnst þér ekki gott veðrið, Gudda?“ „Ojæja, það má nota það. Alveg eins og það á að vera, til þess að skvetta sér svolítið upji. En ég sé eftir honum Trausta, ansi laglegur strákur, skal ég segja þér. Og það er ekki allt búið með Jiað, þó að liann trúlofaði sig, nei, livað held- urðu að hann ætli að gera? Hann ætlar bara að láta sig hafa það, að hætta alveg við söngnámið.“ „Þá kemur hann heim, og fer að búa, við getum ölI verið ánægð með það.“ „Þú segir Jtað, en það er ekki ég, sem sætti mig svona orðalaust við hlutina. Heldurðu að það liefði ekki onðið skemmtilegra fyrir sýsluna, eða allt ísland, ef hann Trausti hefði farið til útlanda og sungið þar, eins og hann Pétur söngvari?" Þessi orðaflaumur Guddu rifjaðist allt í einu upp fyrir mér, Jiegar ég heyrði Trausta Ármanns syngja á héraðsmóti, nokkrum árum síðar. Hann söng mjög vel, og látbragðið og framkoman var heillandi. Hann var ekki eins og útpínd skepna, sem enginn gat treyst til að ná settu marki. Nei, Jiegar lögin sligu sem hæst, fundu það allir, hve létti- Iega hann beitti röddinni, og að það mundi vera honum þvingunarlaus leikur, að ná enn hærri tónum. „Svona fór liá Trausti með allt gullið og framtíðina,“ sagði ein- hver i bekknum fyrir aftan mig, Eg leit um öxl, það var gamli virðu- legi presturinn, sem mælt liafði við sessunaut sinn, og nú bætti hann við: „Eg er ekki að álasa Trausta, mér finnst það miklu lieldur lýsa hugrekki hans.“ Eg fylgdist ekki lengur með þessu samtali. Hugur minn flaug langt aftur í tímann, og staðnæmdist við löngu liðið atvik. Eg var á ferð, og kom í gömlu búðina á eyrinni. Þar inni var margt fólk, sumt þekkti ég, en annað ekki. Við búðarborðið stóð drengur með ljósgult hár, og horfði á vörurnar i hillunum. Hjá honum stóð há og grönn, bjartleit kona, sem ég ekki þekkti, og strauk drengnum um kollinn. Þessi kona leit strax á mig, þegar ég kom inn. Eg reyndi að forðast augnaráð lienn ar, en roðinn færðist fram í kinn- ar mínar. En konan hélt áfram að horfa á mig. Eg snéri mér undan, og leit út i gluggann. Eg vissi liað vel, að skórnir mínir voru bæði ó- hreinir og tötralegir, og að sitthvað fleira mátti vafalaust setja út á fá- tækleg föt mín. Eg beið liví með nokkurri óþreyju færis, að geta lokið erindi mínu, og smieygt mér út, án Jiess að vekja á mér óþarfa athygli. Eg leit aftur gætilega í kring um mig, og ennþá mætti ég augum þessarar góðlegu konu. Hún sleppti ekki af mér augunum, strauk koll gulhærða barnsins létt og mildilega og sagði nú liátt og skýrt, og beindi orðunum ákveðin til mín: „Eg vil að hann láti moldina lijóna sér.“ Nú mætti ég með djörfung augna- lilliti hennar, og kinkaði örugg kolli. Olireinir skór og óhrjálegar flíkur gleymdust alveg. Hugur minn glimdi við það, hver hún mundi vera, Jjessi ókunna kona. Hún endurtók orð sín, hægt og skýrt, með hendina á höfði barns- ins: „Eg vil að liann láti moldina Jijóna sér.“ Eg beindi allri minni atbygli að konunni, og um leið og hún sleppti orðunuin í þetta skiftið, sá ég höfuð ið á honum Stjána afgreiðslumanni í gegnum brjóst konunnar. Hann kallaði til mín og spurði, hvað ég vildi la. Eg sagði honum það og brosti um leið. Nú vissi ég hvernig stóð á konunni, liávöxnu, og skildi hvað hún Jiráði. Hún sá livað litla gulliærða drengnum var fyrir beslu og ])á vissu sína færði hún fram fyrir mig, af J)ví að ég var stund- um, þrátt fyrir alla mína tötra, rík- ari mörgum ríkum. Mér var það gefið, að geta, ef svo bar undir, greint orð og athafnir þeirra, sem dauðinn liafði sveipað hulinshjálmi sínum. Eg varð innilega glöð og þakk- lát, og mér fannst ég hefjast langt upp í geiminn. Eg gleymdi öllum hversdags erfiðleikum, andi minn var svo ofur frjáls, sál mín skynj- aði líf í þögninni, og undraverðan geim fullan töfrandi fegurðar og göfgi. Þar uppi var mér Ijúft og létt að vera. En hvað ég elskaði þetta takmarkalausa frelsi sálar minnar! Eg leit viðutan í kringum mig. Hvað var orðið af ljósliærðu kon- unni? Einhver stjakaði við mér: „Það á að fara að loka. Það er kominn matartími. Eg lét mér fátt um finnast, eins og mér kæmi J)að nokkuð við, live- nær fólkinu J)óknaðist að matast. Eg flýtti mér út úr búðinni út í góða veðrið, en hugur minn dvaldi hjá bjartleitu konunni dánu, með milda svipinn, og mikla hárið. En hvað ég skildi hana vel. Hún vildi gefa drengnum bestu og lieilbrigð- ustu gjafirnar, gefa honum moldar- angan, fyrirboða vorsins, áður en náttúran klæddist skarti sínu. Þá angan þagnarinnar gat enginn dæmt um, nema þeir sem þekktu sjálfir áhrif liennar af eigin reynd. Inn veginn gekk drengurinn. —- Sólin glampaði á gula liárið. Gat l>að ekki verið, að góðlega, bjarta konan, væri einn geislinn, sem stafaði á hárinu lians? Eg vissi að Jiað var svo margt lil — Jiegar hulan, sem faldi út- sýnið fyrir dauðlegum mönnum, Jjokaðist örlítið til liliðar, J)á kom l)að best i Ijós. Eg dró djúpt andann, og fann moldarilminn. Túnin í kring um húsin á eyrinni voru orðin græn. Hún bjarthærða, hávaxna konan hlaut að finna liessa heillandi ang- an, hvar sém liún var í geimnum. Eg skildi liana, og ég fann gleði- öldur rísa hátt i mínum eigin barmi. Það var kallað á mig með nafni: „Því kemurðu ekki að borða?“ „Já, ég hugsaði mig um. Því fór ég ekki í matinn? Eg kallaði á móti, að búðin yrði bráðum opnuð aftur, „Nú náðirðu ekki í þetta sem þú áttir að kaupa, áður en J)eir fóru að borða? Eg roðnaði, auðvitað .var ég með þetta lítilræði innpakkað undir hendinni. Eg rölti í áttina að húsinu, sem ég átti að borða í, en liugur minn var lijá konunni, skyldi liún vera í búðinni núna? -— Nei Jjetta dugði ekki, ég varð að losna við Jiessa hugaróra. Konan myndi sjálf- sagt verá einhversstaðar úti, J)ar sem moldin angaði. Sessunautur minn linippti í mig. „Fannst J)ér liann Trausti eklci syngja þetta lag alveg dásamlega? Eg reyndi að liugsa mig um. „Hvaða lag var hann annars að syngja?“ álpaðist ég til að segja. Til allrar hamingju var sessu- nautur minn ávarpaður af þeim, sem sat við liina lilið hans, svo spurningu minni varð aldrei svarað, og ég slapp við að lesa vorkunsem- ina úr svip hans. En satt að segja, hafði ég ekkert tekið eftir laginu, sem þessi laglegi glóbjarthærði mað- ur var að enda við að syngja. Eg hafði allt í einu borist á vængjum tónanna mörg ár aftur í tímann, þangað sem ég sá Trausta Ár- manns í fyrsta sinn, þar sem hann stóð við búðarborðið, og umliyggju- söm liendi horfinnar konu strauk kollinn hans. Nú var hann bóndi, og hafði tekið moldina í Jijónustu sína, og sinti þvi ekkert, l)ó fólkið undr- aðist J)að, að hann skyldi ekki syngja einhversstaðar úti i stóru löndunum, sem frægur maður. Gamanleikarinn Bob Hope ferðaðist á sinum tíma um allar vígstöðvar Bandaríkjamanna til þess að skemmta hermönnunum með fgndni sinni> og fjöri. Þessi my.nd var tekin af honum, er hann var staddur í Lond. onderry á Norður-írlandi en í það skiftið skemmti hann dátunum með\ þvi að leika fyrir þá á skotska sekkjapípu. '

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.