Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR Eftir síðustu styrjöld var talið sennilegt að Fróðafriður mundi verða um heim allan. Þessvegna drógu stjórnir flestra ríkja stór- lega úr vígbúnaði. Stórveldin fóru sér liægt og smáþjóðirnar, sem niargar hverjar höfðu jafnaðar- mannastjórn, styttu herskyldutím- ann og stefndu að því að hafa eigi flota nema rúmlega til strand- varna og gæslu landhelginnar. Báru því við, að þær væru svo litlar, að þær gætu ekki varist ef stórþjóð réðist á þær, og liafa ef til vill líka Ireyst alþjóðabandalaginu. Svo kom síðari styrjöldin og reynsla sú, sem af henni fékksl. Nú þykir það sýnt og sannað, að ef smáþjóðirnar, sem Þjóðverjar lögðu undir sig hverja eftir aðra, hefðu haft þann vígbúnað, sem þær gálu haft bohnagn tii að lialda uppi, hefðu Þjóðverjar ekki getað lirósað öllum þeim sigrum, sem þeir gerðu á árinu 1940. Því að það sýndi sig, að liin vopnaða mót- staða flestra þjóðanna, þar á með- al Norðurlandaþjóðanna tveggja, var bókstaflega einskis virði. Það var ekki svo mikið sem flugvellirn- ir væru sæmilega varðir. Og nú koma sinnaskiftin í ljós. Sömu mennirnir, sem áður skopuð- usl að fánýti vopnabúnaðarins og hentu gaman að íhaldsmönnunum, er venjulega vildu efla herinn, bera nú fram tillögur um fjárveitngar til hervarna, er fara langt fram úr því, er nokkurn tíma liefir tíðkast á þessari öld. Kenningin um hlut- leysi og um það, að ríki, sem vill heita sjálfstætt, þurfi ekki að lialda her, er svo gersamlega úr gildi fall- in, að engum dettur í hug að halda henni fram. Og hlulleysisafstaða smárikjanna er úr sögunni. íslendingum þýðir ekkert framar að veifa yfirlýsingu sinni um ævarandi hlutleysi. Það verður að ganga í flokk með öðrum sér sterkari lil þess að sjá öryggi sinu borgið, hvort sem þetta verð- ur kallað skérðing á fullveldinu eða ekki, og livort það líkar betur eða verr. Og það er eklci eitt i þessari fordæmingunni, því að marg- falt stærri ríki en ísland verða að gera þetta sama. Það eru aðeins örfá stórveldi, sem ráða heiminum, og það er jafnyel spurning, hvort liægt er að segja að tvö stórveldi, sem gera t. d. hervarnarsamning, séu fullvalda. Höggmyndasýning Tove og Sigurjóns Óláíssonar Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, hefir dvalist i Danmörku mörg und- anfarin ár og getið sér þar mikinn orðstir. Nú er liann kominn heim og farinn að starfa að list sinni lié/r. Kona hans, Tove, er líka myndhöggvari. Þau hjón halda nú fyrstu sýningu sína i Listamanna- skálanum. Mörgum mun þykja nýstárlegt að skoða myndirnar, sem þarná eru. Þar er faeitt aðferðum, sem hér eru lítt þekktar. Á sýningunni eru 23 höggmyndir, þar af eru 8 eftir frúna. Efnið í þær er sóll í marga staði, þarna er notaður marmari, gibs, eir, leir, blá- grýti, grásteinn, gabbró og tré. Er gaman að athuga, hversu misjafn- lega myndirnar fara i hinum ýmsu tegundum. Hér eru tvær myndir af sama manninum í tvennskonar efni. Eru það myndirnar af Sigurði Nor- dal prófessor, önnur úr gibsi, en hin höggvin í grástein. Er sú síðari auðvitað (ill stórskornari, en ber þó vel syip Nordals. Fleiri manna- myndir eru á sýningunni. Ein þeirra Tove Ólafsson: nrenqur i brendum leir. er Mamma (nr. 18), af móður Sig- urjóns. Það er eirmynd og er eign íslenska ríkisins. Afsteypa i eir er i Nationalmuseet í Stokkhólmi og önnur i Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn. Mynd er af Jóni Krabbe, íslenska rikið á hana lfka. Loks eru myndir af Magnúsi Guðna- syni steinsmið og séra Friðrik Frið- rikssyni. Margar myndirnar eru formþraut- ir, þurfa athugunar og umhugsun- ar við. Auk höggmyndanna er á sýning- unni fjöldi Ijósmynda af höggmynd- um, sem ekki eru þarna. Á vorsýningum Handíðaskólans hefir Pétur sýnt, að hann hefir tekið miklum framförum með ári liyerju, en þó mun hann koma bæjarbúum mjög á óvarl, er hann nú, ári eftir að hann lauk námi i skólanum og aðeins 17 ára gamall, opnar sjálfstæða sýningu á mál- verkum sinum i Sýningarskálanum á morgun, laugardaginn 11. maí. Á sýningunni eru 40 oliumálverk, 30 vatnslitamyndir og 35 teikning- ar. Framh. ú bls. íf. Hálverkasýnino Um þetta leyti fyrir fjórum ár- um sýndi 13 ára gamall drengur Pétur Friðrik Sigurðsson, nokkur málverk og teikningar í sýningar- glugga Jóns Björnssonar í Banka- stræti. Sýning þessi vakti mikla athygli bæjarbúa, og var tiðum þröng við gluggann. Þá um haustið fór Pétur i mynd- listardeild Handiðaskólans og nam þar í þrjá vetur. Aðalkennari hans í skólanum var Kurt Zier listmál- ari, en jafnframt naut hann kennslu Þorvaldar Skúlasonar listmálara, fyrsta veturinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.