Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Jesiis ogr Sókrates Blaðamannabókin Rituð af 24 blaðamönnum i. Býsna mikið hefir verið um Sókrates ritað, og þó ennþá miklu meira um Jesús, einsog kunnugt er. En í því sem jeg hefi sjeð, er lítið urn það hversu líkir þeir voru. Einsog t. d. einnig í því aðalatriði, að Sókrates hugði að liann væri sendur af guði. Og samkvæml h’inu fræga riti Platóns um mannfjelagið einsog það ælti að vera, taldi Sókrates guð- samband sitt mjög sjaldgæft, eða öllu heldur, alveg einstætt. Jóhannesar guðspjallið liefir eftir Jesú orðin: Jeg dæmi eins- og jeg heyri, og' er þar að ræða um guðsrödd sem liann hugðist heyra. Og eins kom guðsamband Sókratesar fram í því, að hann heyrði það sem hann Iiugði vera rödd guðs. Mig minnir að jafnvel annar eins vitringur og Schopenhauer, hafi svo ritað, að ekki muni hafa verið um annað að ræða, en einhver hlustarveikindi. En það er slæmur misskilningur. Greind Sókratesar var fráhær, og vjer höfum ennfremur góðar heim- ildir fyrir því, að hann liafi verið tiltakanlega harðger og heilsuhraustur. Það er mjög eftirtektarvert, að þessi guðlega rödd, sem Sókrates hugði vera, sagði honum aldrei hvað hann ætti að gera, heldur aðeins hvað hann ætti ekki að gera. Sókra- tes sýndi mikla hreysti í hern- aði, en eitthvert sinn er her- sveit sú sem hann var í, hafði farið halloka fyrir Spartverjum, varð hann að ílýj a; og er hann á flótta þeim kemur að vegamótum, segir röddin hon- um, að hann skuli ekki taka þá leið sem lianu hafði ætlað sjer að fara, og gegndi hann því. Komst hann að því síðar, að þetta hafði orðið til að bjarga lífi hans, þvi að á hinni leiðinni liefði hann lent í hönd- um óvinanna. Oss hlýtur nú að koma til hugar að líkt kunui að haf'a verið um Jesús, og að guðsrödd hans hafi t. d. ekki sagl honum að fara lil Jerúsal- em, einsog hann hjelt, lieldur einmitt varað liann við að fara íil þessa staðar, þar sem dauð- inn beið hans. Það er svo erfilt að trúa þvi, að það hafi verið „guðs vilji“, að þessi mikli spá- maður, skyldi vera drepinn sem glæpamaður, þegar verk hans var aðeins fyrir skömmu hafið. Sókrates var á 71. ári þegar hann var drepinn, og mundi grísk heimspeki eftir hans dag hafa orðið mun fátæklegri, ef liann hefði verið líflátinn að- ins rúmlega þrítugur, einsog Jesús. II. Báðir þessir menn voru fyr- irrennarar þessa samlxands við fullkomnari lífverur annars- staðar í heimi, sem alt mann- kyn á að öðlast, og verður að öðlast, ef mannkyninu á að geta orðið bjargað frá glötun, þannig að breytt verði um, frá hel- stefnu til lífstefnu. En á annan hátt mundi björgunin ekki geta tekist. Jesú og Sókrates er það sam- eiginlegt, að enginn stafur er til eftir þá. En meðal lærisveina Jesú var þvi miður enginn Platón, og mundi svo ekki hafa verið um Sókrates lieldur, ef hann hefði jafn skammlífur orðið og hinn mildi spámaður frá Nazaret. Að vísu verður að muna eftir því, að guðspjöllin eru ekki færð í letur fyr en af lærisveinum lærisveina hans, en þó er ekki ólíklegt að suma galla á kenningu Jesú sje til jjess að rekja, að þroskaskeið lians varð ekki lengra. Einsog t. d. það hversu mjög það sem guðspjöllin kenna um lífið eftir dauðann, stendur að baki því sem i ritum Platóns er að finna um það efni. En visku sína um framlífið, mun Platón nú að vísu öllu fremur liafa sótt i rit Pyþagorasar, en ræður Sókratesar. Ekki kemur mjer til hugar að lialda því fram, að frægð guð- spjallanna sje óverðskulduð, nje heldur, að þau mundu liafa verið riluð, ef Jesús liefði aldrei til verið, einsog sumir, sem ekki alveg rjettilega eru nefnd- ir skynsemistrúarmenn, hafa viljað halda fram. Er ýmislegt það sem haft er eftir Jesú, furðumerkilegt, og verður raun- ar ekki skilið til fullnustu, fyr en i ljósi fullkomnari líffræði og Iieimspeki, en hingaðtil hef- ir kostur verið. En af því sem auðskildara er, virðast mjer sjerstaklega skemtilega skarji- leg þessi orð Jesú: „Einmitt af því að jeg segi yður sannleik- ann, trúið þjer mjer ekki.“ Þar er svo aðdáanlega tekið fram einmitt það einkenni helstefnu- mannkyns, sem skaðlegast er og mestum töfum hefir valdið. Því að hjá slíku mannkyni þyk- ir alt annað merkilegra og trú- Ný sérstæð og skemmtileg bók kom út í pesari viku: Blaðamanna- bókin, rituS af 24 núverandi og fyrrverandi blaðamönnum. Fyrir alllöngu liafði .Bókfellsúl- gáfan hug á að gefa út bók, sem rituð væri eingöngu af blaðamönn- um og fjallaði elni hennar um störf þeirra, fréttirnar að baki fréttanna og ýinsa merka atburði, sem þeir hefðu ritað um í blöð sín. Ekki varð af framkvæmdum þá þegar, vegna liess að Blaðamannafélag ís- lands var að hugsa um að gefa út eins konar árbók og vildi Bókfells- útgáfan ekki á nokkurn liátt grípa inn í það starf. En á síðastliðnu hausti mun hafa orðið að ráði lijá félaginu að fresta þessari útgáfu -og Ijáði þáverandi formaður félagsins forstjóra Bók- fellsútgáfunnar að félagið mundi ekkert hafa á móti því, að útgáfan gæfi út hók, sem blaðamenn rituðu. Eftir síðustu áramót sneri útgáf- an sér til Vilhjálms S. Vilhjáhnsson- 'ar, og bað hann að taka að sér ritstjórn slíkrar bókar og tók hann starfiö að sér. Var þá þegar hafinn undirbúningur útgáfunnar. Var um 28 blaðamönnum skrifað bréf og þeim gefinn kostur á að leggja til efni í bókina. Var ákveðið að tak- marka rúm hvers þeirra við eina örk, en þeim sett alveg i sjálfsvald um hvað þeir rituðu, en þess var hins vegar óskað, að þeir segðu nokkuð frá starfi sínu eða skýrðu frá merkum viðburðum. Við val blaðamannanna tók ritstjórinn þann kost að sleppa þeim yngstu, en sækjast fyrst og fremst eftir efni frá þeim, sem liöfðu starfað nokkuð lengi að blaðamennsku og fór hann þá ekki eingöngu eftir jjví, hvort þeir voru enn starfandi við blöð. Alls bárust á tilsettum tíma rit- gerðir frá 24 blaðamönnum, en þær eru 25 og eitt kvæði að auki, sem tekið var með vegna sérstaks efnis ])ess. Ein ritgerð, frá Skúla Skúla- syni ritstjóra Fálkans, sem nú dvel- ur i Noregi barst of seint til þess að hún gæti komist í bókina. Til frekari glöggvunar skal hér nú skýrt frá efni bókarinnar, en það er á þessa leið: Inngangur um blaðamennsku ís- lendinga almennt, eftir ritstjórann. „Einn komst líl’s af“, eftir Árna Óla. „Barátta við dyraverði", eftir Þorst. Jósefsson, „Fráfall Skapta Stefáns- sonar“, eftir Þórarinn Þórarins- son, „Viðtal með vísitölu“, eftir Karl ísfeld. „Fyrsta hnattflugið“, eftir Axel Thorsteinsson, „Prcntari talar um prentlist og blaðamenn", eftir Villijálm S. Vilhjálmsson, y.UpþlýsingamálaráðuneytS Breta“, eftir Bjarna Guðmundsson, „Minn- ingar úr Englandsför", eftir Ólaf við Faxafen, „Þingfundurinn 16. júní anlegra en einmitt sá sannleik- ur, sem ekki verður án verið, ef liorfið á að geta orðið frá helstefnunni. 10. apríl '46 Ilelgi Pjeturss 1944,“ eftir Jón Kjartansson, „Sum- arnóttin fyrsta á Fljótsdalslieiði", eftir Jón .Bjarnason, „Nýskipun í Höfðakaupstað“, eftir Jens Bene- diktsson, „Þrjár mannlýsingar“, eft- ir Jónas Jónsson, „Saga um sögur“, eftir Jón H. Guðnumdsson, „íslensk jnenning Sigurðar Nordal“, eftir Pál Steingrímsson, „Heimsókn i Hvíta húsið“, eftir ívar Guðmunds- son, „Bannför 1908“, eftir Ingimar Eydal, „Hvert á að senda líkið?“, eftir Herstein Pálsson, „Ættartaug- ar“, eftir Jónas Þorbergsson, „Þeg- ar Guðrún á Björgum dó“, eftir Valtý Stefánsson, „Okkar Pétur“, eftir Árna Jónsson frá Múla, „Þeg- ar ég kom aftur tii Berlín,“ eftir Einar Olgeirsson, „Eyjar í álögum“, eftir Thorolf Smith, „Svaðilför á Grímseýjarsundi", eftir Jón Helga- son, „Á Piccadilly“, eftir Sigurð Benediktsson, „Segðu tætingsliðinu að stoppa dansinn,“ eftir Hannes á horninu, „Skipafréttir,“ kvæði, eftir Karl ísfehl. — Og loks höf- undatal, með myndunl af öllum höf- undunum og æfiatriðum þeirra. — Eins og menn sjá er efnið mjög fjölbreytt og nutn mönnum þykja fengur að jmssari bók. Flestum greinunum fylgja margar myndir og er því mikill fjöldi mynda í bók- inni. AIIs er blaðámannabókin 20 arkir að stærð og má fullyrða að útgefandinn hefir ekkert sparað til ])ess að gera liana sem best úr garði. He ir Bókfellsútgáfan og i hyggju aft halda þessari iitgáfu á- fram, ef vel tekst til með þessa fyrstu tilraun svo að eitt slíkt blaðamannasafnrit komi út á ári. Getur þetta því orðið mjög eigulegl og fróðlegt bókasafn með tímanum. Prinsessa ein, sem þótti mikið til um að safna að sér frægum mönn- um, bauð einu sinni .til miðdegis- verðar. Þar var farið að tala um Heine, og einn af gestunum hafði orð á, að gaman væri að sjá hann. Prinsessan sagði, að það væri hægur vandi og sendi Heine boð, hvort hann vildi ekki koma og drekka kaífi mcð gestunum. — Vinur minn, sagði Heine við sendilinn, — berið hennar kon- unglegu hátign kveðju mína og segið hénni, að ég sé alltaf van- ur að drekka kaffið á sama stað og ég borða. Pétur hefir stundað nám sill af frábærri alúð og er að dómi kenn- ara siniia og annarra, er lil þekkja, gæddur óvenjulegum hæfileikum, enda niun ]>essi sýning bera þess Ijósastan vott. Nú er Pétur senn á förum utan til frekara náms og fylgja honum áreiðanlega margar góðar óskir á listamannabrautinni. Foreldrar þessa unga listamanns éru Sigurður Þórðarson, bankamað- ur og kona hans Lóa Hjaltested. Myndirnar eru af Pétri við vinnu og málverki eftir hann frá Þórs- mörk. (Ljósm.: Har,. Ólafsson.)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.