Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Gísli J. Ástþórsson: ÞEGAR ANDINN KOMYFIR DÚSSA Einhver gáfaður náungi liefir látið hafa það eftir sér, að sjalclan sé ein báran stök. Með þessu á hann að öllum líkindum við, að þegar ölduræfill rís ein- liversstaðar fyrir norðan land, séu allar likar fyrir þvi að gutli á einni eða tveimur stallsystr- um hennar við suðurströndina. Hversu rétt þessi landi okkar hefir haft fyrir sér, má sjá af því, að ekki liöfðu liðið meir en tveir dagai- frá því að atóm- sprengjan féll á Hirosima, er Dússi lét það boð út ganga meðal vina sinna, að hann væri orðinn miðill. — Eg játa það, sagði Dússi, er eg kom í herbergi hans dag- inn eftir, — að enda þótt ég liafi átt i mörgu erfiðu svindil- hraski um dagana, megi hik- laust telja starf miðilsins einna verst viðureignar. Það er ekki fyrir illa gefna náunga, svo mikið er víst. Þú ex-t ef til vill svo grunnhygginn að lialda, að hvaða lítilfjörlegur fugl, sem flækist liér um götur borg- arinnar, geti oi'ðið andahirðir. Þar skjátlast þér: Miðillinn verður að vei-a gæddur yfir- náttúrlegri hugvitsemi, tak- markalausri skipulagningargafu og næstum fíflslegri dirfsku. — Og ]xú hefir þessa eigin- leika? — I ríkum mæli. Eg var sem steini lostinn. Dússi, vinur minn, hafði að vísu aldrei komið mér fyrir sjónir, sem algei’lega normal, eins og Danskurinn segir, en að hann legði út á liina hálu braut miðilsins, hafði ég lil þessa talið eins ólíklegt og að fæiásk frelsishetja héldi afmæli Stjána kóngi hátíðlegt. Að meira en áhuginn einn fyrir hulda lieiminum lægi á bak við þessa ákvörðun lians, sá ég þó í liendi mér. Því skal ekki neitað, að flestar, ef ekki allar, af gerð- um Dússa, liafa komið geð- stilltum og lífsglöðum mönnum til að hrista höfuðið dapurlega, drepa titlinga og tárfella loks; og þó hrást það ekki, að ein- hver snefill af hugsun væri í brjálæðinu hjá Dússa, eitthvað, sem færa ætti honum eitt af tvennu ástir kvenna eða pen- inga. — Ertu ástfanginn? — Nei. Blankur? — Já. Dússi gekk út að glug'g- anuin og horfði úl. Það var rigning og drungalegt, og lamp- inn á skrifborðinu kastaði draugslegri biitu yfir herbergið og húsgögnin. — Þú getur ekki trúað því, hvað þetta er djúphugsað og djöfullega snjallt, sagði Dússi og sneri sér að mér. Eg fyllist óttakenndri aðdá- un, þegar ég liugsa um ]xað. — Sjáðu! Hann gekk að nátl- borðinu og opnaði það. — Iíoma til pabba, sagði hann. — Út úr náttboi’ðinu flaug fokreiður gaukur, flögraði andartak um herhergið og' settist svo á stafla af hókum og gömlum blaða- skræfum úli í horni. — Páfagaukar, stendur i Dýrafræði Leifs Jóns, — eru skrautlegir fuglar með stórt og ihogið nef. Þeir eru mismun- andi stórir, geta verið eins ör- smáir og' snjótitlingar, eða á stærð við fullvaxinn örn. Þeir eru litfagrir og gáfaðir fuglar og ósjaldan hafðir í heimaliús- um, en eiga það til, að vera skapstyggir, láta þá illa, herja vængjum og skrækja. Leifur Jóns l'er hér ineð eng- ar öfgar. Páfagaukur sá, sem komið liafði úr nátthorði Dússa, lét illa, barði vængjunum og skrækti. Þetla var stór fúgl, gulur, grænn og rauður, nefið livasst og kóngalegt, augun kúpt, gorkúluleg og starandi. ()g hann skrækti, barði vængj- unum og lét illa. Hann var skap styggur. Ef Leifur Jóns hefði verið viðstaddur, leikur litill vafi xi því, að hann hefði litið með velþóknun á gauksa, uml- að: Hm, hó, og aha, snúið sér að okkur og sagt: Sagði ég ekki! — Sagði ég ekki! sagði Dússi. Ha? ..........."........ — Sagði ég ekki að þetta væri djúpliugsað og djöfullega snjallt? Hvað? Nú þetta alll saman — andabisnesinn, hlankheitin og gauksi. — Jú, en. . . . — Haltu þér saman, sagði Dússi. Hlustaðu á mig. — Hvað er meginverkefni miðils- ins? — Að. . . . Alveg rétt. Að koma við- skiftavininum i þráðlaust sam- band við þessa og þessa per- sónu í andaheiminu. — Hvern- ig gerir hann það? Hann.... Ilverju orði sannara. Hann lokar sig' og viðskiftavinina hvort sem þeir eru einn eða fleiri - inni í dimmu lierbergi lygnir aftur augunum og.... Hvað skeður? Það.... Það heyrast raddir! Dússi lamdi hnefanum i horðið. - - Raddii’, maður! Raddir úr öðr- um heimi! — Og þú. . . . Og hann, livæsti Dússi og benti á páfagaukinn, - hann ]xessi óviðjafnanlegi og dásam- legi fugl, sér um dularfullu röddina á mínunx miðilsfund- um. Þetta er einfalt, maður! Þetta er stórkostegt! Fólk kaup- ir sig inn á miðilsfundi til að heyra raddir. Það nýtur þess að vera í návist hins dularfulla. Það kærir sig kollótt um, livað röddin kann að segja: — Þetta er ég, Guðríður. — Þetta er ég Sigríður. — Mér líður vel. Mér liður bærilega. Þvi er alveg sama. Það vill hið óskiljanlega og æsandi. Dússi þagnaði and- artak og kaslaði mæðinni. Svo gekk hann fast að mér. Gauksi hérna, sagði hann verður minn andi. Eg keypti hann af norðlenskum trúboða, og liann kann nákvæmlega tólf orð. Og hafin segir þau ekki i tíma og ótima. Hann segir þau aðeins, þegar ég ræski mig. Svona! — Fi'iður sé með yður. Farið heim og biðjið. Verið þið mai'g- Rússneskir stríðsfangar myrtir af SS mönnum. — í Amerfoorst-fangabúðuniim í Hollandi vorn 116 rússnesk- ir stríðsfangar mgrtir í fyrra. Þeir voru allir skotnir i hnakkann af SS-mönnuni. Hollendingarnir fundn líkin í fjöldagröf og veittu þeim virðulega greftrunarathöfn, sem rúsneski sendiherrann og rússneski páfinn vorn búðir viðstaddir. Kistnrnar sjást barna í gröfinni, sem er eins og skeifa í lögnn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.