Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 6
I c F Á L K I N N - LITLA SAGAN - Bóbó hjálpar til Eftir L. M. j:r. Eg held, sagði einn af mönnun- um úr öry.ggisþjónustunni, að svona menn hafi tæplega lnigmynd um að það sé stríð í- heiminum! Hann benti á Bóbó, sem stóð eins og slytti frammí bátnum. Sýslumaðurinn, Ed Delanceys, hristi höfuðið. — Víst gerir hann það. Yður skjátlast. Við höfum aliir hér á þessari eyðiströnd meiri kynni af stríðinu en yður grunar. — Og þessvegna trúið þið þvætt- ingnum í Bóbó, þegar hann seg- ist vita hvar þessir þrír njósnar- ar séu niðurkomnir? Já, Delanceys var alvara. Hann þekkti fólkið, sem bjó á þessum slóðum, út og inn. Og úr þvi að Bóbó sagði, að liann vissi hvar þessir þrír njósnarar væru, þá gerði hann það líka. Samkvæmt ráði Delanceys höfðu þeir staðnæmst við bæ hans á Isle Fatale og' hafið þar ieit að Þjóðverjunum þremur, sem öryggisþjónustan vissi að höfðu verið settir á íand úr kafbáti. Það var umboðsmaður í New örleans, sem hafði komið þeim á sporið. Hann hafði hitt þrjá þaul- æfða menn fyrir mánuði, og var viss um að þeir hefðu verið land- settir einhversslaðar nálægt Atcha- felay-flóa. Og nú var leitin hafin og leitarmenn komnir að kofa Bóbós. Lögregluþjónarnir, sem höfðu komið með Delanceys á bátnum, höfðu verið mjög efandi. Þeir töldu að sögu Bóbós væri tæplega trú- andi. En Delanceys og nokkrir aðr- ir, sem þekkt höfðu Bóbó lengi, vissu að hann var skýr maður og að það var óhætt að treysta honum. Bóbó sneri sér að þeim. — Beyg- ið þið upp að Fourchevogi, sagði liann og benti. Svo var eins og hann ætlaði að segja eitthvað við sýslu- maninn en liætti við og fór fram i aftur. Hvað þýddi að tala við þessa menn? Innan skamms skyldu þeir fá að sjá Þjóðverjana. Og þá gengi þeir úr skugga. Hann minnt- ist jtess, sem gerst hafði daginn sem hann liitti Þjóðverjana í fyrsta sinn. Hann hafði róið út að vita um Krabbanetin. Hann liirti aðeins fáa, hinir áttu að fá að verða stærri og gefa honum meira í aðra hönd síðar. Þegar hann var að sökkva krabbagildrunni kom liann auga á gúmmíbátinn. Ekki sá hann þó nein vopn nú annan útbúnað. Mennirnir voru ræfilslega til fara og voru svipaðir venjulegum sjómönnum, sem eru nýkomnir á fætur. Þeir löluðu ágæta ensku, alveg eins og menn frá New Orleans. Sögðust hafa verið á kaupskipi, sem hefði verið skotið í kaf fyrir tvr/mur nóttum. Gæti hann hjálpað þeim? Jú, Bóbó hafði hrist höfuðið. — Komið þið með mér. Eg skal hjálpa ykkur. En varlega hafði hann far- ið. Hann gaf þeim mat og þeir átu mikið alveg eins og þeir liefðu ver- ið i hafvillu nokkra daga. En inn- an skamms komst Bóbó að því hvað var á seiði. Þeir léku hlutverkin ágætlega. Iin Bóbó var viss um að þetta voru skemmdarverkamenn. Hann liafði heyrt talað um svona í Florída. Þér verðið að róa okkur inn í Dúfnavík, sagði einn maðurinn. Svo getum við bjargað okkur sjálfir! Dúfnavík var um mílu vegar til norðausturs, en jmðan var opin leið til New Orleans. Skrítið að menn- irnir skyldu vita þetta! Það voru annars ekki nema heimalingarnir, sem þekktu þessa leið gegnum skóginn. Þegar þeir voru komnir þangað, mundu þeir vist ætla að skjóta hann. En þeim væri hollast að vara sig, hugsaði Bóbó. Þeir höfðu verið svo öruggir um nóttina, að þeir töldu ekki þörf á að vaka yfir Bóbó. Þessvegna urðu þeir hissa um morguninn þegar hann var horfinn og gúmmí- báturinn líka. Nú voru þeir einir þarna og komust hvorki fram eða aftur. Um það bil þremur vikum síðar dó foringi þeirra; liann liafði feng- ið bólgu í tunguna af eitruðu vatn- inu, og það lá við að kroppurinn af lionum væri étinn upp af flug- um. Hinir tveir mennirnir dóu skömmu siðar, eftir að þeir voru orðnir fangar þarna í flugnagresj- unum í skógarjaðrinum og komust ekki burt. Báturinn með lögreglumennina og Bóbó stefndi upp í ostruskeljafjör- una, þar sem mennirnir þrír lágu dauðir. Síðan sagði Bóbó þeim greinilega frá því, sem gerst hafði. Þegar hann hafði lokið máli sínu klappaði Ed sýslumaður einum lög- reglumanninum á öxIíiili og sagði: Það vorum við, sem ekki viss- um að styrjöld væri í heiminum, var ekki svo? Hverju haldið þér að þessir menn hefðu getað komið til leiðar, ef Bóbó hefði ekki verið á verði? En lögregluforinginn var þegar kominn til Bóbó og tók fast í hönd- ina á honum. Fjársjóður franska Himmlers. Joseph Darnand, dómsmálaráð- herra frönsku Vichy-stjórnarinnar, var tekinn höndum í Norður-Ítalíu og fluttur til París. Þar hefir hann síðan verið í lialdi og mörg réttar- próf verið haldin yfir honum. Hann hefir sagt frá hvar hann liafði falið 7 miljón rikismörk, 21. milj. franka og' þúsund gullpeninga, serii hann hafði komist yfir. Darnand hafði þetta fé með sér þegar hann flýði frá I*ýskalandi til Norður-ítaliu, og var það eign 4.500 manna lögreglu- sveitar, sem hann hafði setl á lagg- irnar til þess að hjálpa Gestapó lil að fangelsa franska föðurlandsvini. Tíu þúsund vopnaðir leynilögreglu- menn fóru með Darnand frá Frakk- landi til Þýskalands, en af þeim fylgdu honum aðeins 600 til ítalíu. STIÖRNUSPÁR EFTIR JÓN ÁRNASON Nýtt tungl 1. maí 1946. Alþjóðayfirlit. Tunglið springur ú( í Nauti. ,Bend- ir það á að fjármál, viðskiptamál, verslun, bankar og bankaviðskifti muni mjög á dagskrá í heiminum. Örðugleikar ýmsir munu á ferðinni; ágreiningur og barátta ýmiskonar á sér stað, því Mars hefir slæma af- stöðu frá Ljónsmerki. Muni: þessar truflanir kojna frá sumum ráðend- um ríkjanna. Plútó mun einnig styrkja afstöðu þessa að nokkru, því liann er í samstæðu við Mars. Annars hefir loftsþríhyrningurinn nokkuð sterk álirif og bendir á um- ræður miklar og tillögur til úrbóta í þessum málum. Mars bendir á liarða baráttu í þeim efnum og Satúrn á örðugleika landbúnaðar- manna. Lundúnir. — Siglingar og við- skipti við nýlendurnar eru mjög á dagskrá i Englandi. Ágreiningur kemur i Ijós, því Mars er i slæmri afstöðu til Sólar og Tungls. — Venus og Úran eru í 10. húsi. Stjórnin hefir góða afstöðu, en líklegt er þó að örðugleikar komi í ljós, sem ekki gera boð á undan sér. — Júpi- ter ræður samgöngumálunum og hef- ir stæmar afstöður. Örðugleikar koma í ljós í þessum efnum og út- gjöldin hækka. Neptún ræður l'jár- hagsmálunum og hefir óheillavænleg áhrfi á tekjur ríkisins, bankastarf- semina og óheillavænlegar ákvarðan- ir verða framkvæmdar. Örðug- leikar í þinginu um landbúnaðarmál og námur. fíerlín. — Dauðsföll munu áher- andi meðal hátt settra manna og sérstaklega meðal kvenþjóðarinnar. Úran er í 10. húsi. Ófyrirséðir örðugleikar niunu á vegi ráðend- anna, sem heimta nákvæma og vel yfirvegaða meðferð ef vel á að fara. Júpíter er í 2. húsi og hefir slæmar afstöður, sem benda á örðug- leika í viðskipta- og fjárhagsmál- um. Moskóva. — Dauðsföll liáttsettra manna eru áberandi. — Ymsir örð- ugleikar koma í ljós. Leynileg und- angraftarstarfsemi er sýniteg, þvi Neptún er í I. húsi. Er það slæm afstaða fyrir stjórnina og ráðend- urna og hátt setta menn. — Örð- ugleikar miklir í sanibandi við utan- landsflutninga og viðskifti, því Úr- an er i 9. húsi, en Venus er þar einnig og dregur úr áhrifunum að einhverju leyti. — Plútó er í 11. húsi. Vandræðamál gæti komið á dagskrá, sem nú er I myrkrum liul- ið. Tokyó. — Leikluis og skemmtan- ir munu mjög á dagskrá og mun urgur og ágreiningur uppi um þau mál og kostnaðurinn og útgjöldin munu vaxa. Ráðendurnir hafa við stjórnmálalega örðugleika að etja, þvi Júpíter er í 10. húsi í Vog og hefir slæmar afstöður. — Merkúr i 4. húsi, sem bendir á örðugteika og óánægju meðal bænda og námueig- enda. — Óánægja meðal verkamanna þvi Úran er í 0. húsi. Kvillasamt. — Afstaðan til annara ríkja örðug og tafir miklar eru sýnilegar, því Satúrn er í 7. húsi og hefir allar afstöður slæmar. — Washington. — Nýja tunglið er í 11. húsi, luisi þingsins og hefir slæmar afstöður frá Mars í 2. húsi. Ágreiningur mikill mun verða í þinginu út af fjármálum og verða harðar deilur um þau efrti. — Satúrn ræður 2. húsi. Fjárhagsmál og banlca munu undir miklum örðugleikum, töfum og truflunum. — Örðugleik- ar í sambandi við leikhús og skennntistaði. — Venus og Úran í 12. húsi. Upp koma mál, sem eiga rót sína hjá óvinveittri þjóð. Island. 10. lnis. — Nýja tunglið er i húsi þessu, húsi stjórnarinnar. — Verð- ur hún og afstaða hennar mjög á dagskrá á þessum tíma. Slæm áhrif frá Mars í 12. húsi. Upp koma atriði, sem verða stjórninni örðug' við- fangs, sem hafa verið hujiri og eigi ó vitorði almennings. Venus gæti ef til vill eitthvað dregið úr þess- um áhrifum, en Úran mun auka á örðugleikana. 1. Inis. — Merkúr ræður húsi j/essu. Hefir hann slæmar afstöður. Óánægju mun bera ó meðal almenn- ings og blaðadeilur gætu risið upp og persónulegar árásir átl sér stað. 2. hús. Merkúr ræður einnig húsi þessu. Fjármál, bankastarf- semi og rikisrekturinn verður mik- ið umtalsefni og umræður um það miklar. 3. hús. — Neptiin er í húsi þessu. Örðugleikar í sambandi við verkamenn og áróður á sér stað. Leyndar misgerðir koma í Ijós i sambandi við flutningastarfsemi innanlands. 4. hús. ----- Mars ræður húsi þessu. Afstaða þessi er ekki heppileg fyrir stjórnina og landbúnaðurinn á i örðugleikum. 5. hús. — Júpíter er i húsi þessu. Hefir liann allar afstöður slæm- ar. Ágreiningur i trúarlegum efnum og fjárhagslegir örðngleikar gætu risið upp í rekstri leikhúsa og skemmtistaðá. (i. hús. — Satúrn ræður luisi þessu. Ágreiningur gæti átt sér stað við önnur ríki um viðskifta- mól. 8. húS'. — Júpíter ræður liúsi þessu. Kunnur fjúnnálaniaður gæti látist eða hátt settur maður og maður i hárri stöðu. !). hús. — Merkúr var í húsi þessu. Blaðadeilur gætu áll sér stað um verslun og siglingar og vakið athygli. 11. liús. — Satúrn er i húsi þessu. Bendir á örðugleika i þinginu og stjórnin gæti farið frá eða breyt- ing oriðð á henni, því Satúrn hefir allar afstöður slæmar. Tafir þing- mála geta einnig ótt sér stað. V2. hús. — Mars og Plútó í húsi þessu. — Ekki heppileg afstaða fyr- ir spítala, helrunarhús og góðgerða- stofnanir yfir höfuð, og þessháttar starfsemi. Ilitað 28. 4. ’4(i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.