Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.05.1946, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N é VNG/ftf bE/fiNbURNIR Ella og gullpeninganiír Einu sinni var litil telpa, sem hét Ella. Hún var óþæg og leiöin- leg, en verst var þó að hún vildi ómögulega læra að reikna. Það dugði ekkert, hvernig sem kennslu- konan reyndi við hana. Leiðin í skólann lá gegnum þéttan, dimman skóg. Einu sinni þegar Ella var að fara lieim var hún svo leið á reikningnum og allri tilverunni að hún fleygði skólatöskunni sinni eitt- hvað út i buskann og svo lagðist hún. Þarna lá lnin og góndi upp í loftið og hugsaði um stórræði. Hún ætlaði aldrei að fara heim framar, • því að þá losnaði hún við að fara í skólann! En nú sá hún gamla konu koma gangandi. Hún varð hrædd og spratt upp, því að svona Ijóta kerlingu liafði hún aldrei fyrr séð. Hún var svo tötraleg að það var hræðilegt, og nefið svo langt og freknótt. En samt sá hún eitthvað sem líktist brosi í andlit- inu á kerlingunni þegar liún sagði: — Eg sé að þér líður illa, Ella. Hvað gengur að þér? Og kerlingin gerði ráma rödd- ina eins blíða og hún gat. — Mér leiðist svo í skólanum og get aldrei lært að reikna því að það er svo erfitt, sagði Ella. Og í morgun skammaði hún mamma mig fyrir að ég væri óþæg, en nú ætla ég ekki heim aftur, sagði Ella þrjóskulega. Þá studdi kerlingin löngum vísifingri á Ellu og sagði: — Eg veit ráð, telpa mín. Þú skalt koma með mér heim, og þar getur þú fengið að telja gullpen- inga, og ef þú getur tekið marga, þá skaltu fá þá alla. Röddin var svo blíðleg og smeðjuleg. Ella vildi það, og áður en hún vissi af var hún komin inn í stóran lielli, og allt í kringum hana voru stórir haugar af gulum, visnum laufhlöð- um. — Hvar eru gullpeningarnir? spurði Ella, hún var orðin hrædd. Kerlingin benti á laufhrúguna og hló. Og nú sá Ella sér til mikillar skelfingar, að jsetta var tröllkerling, sem hafði narrað liana i burt frá pabba og mömmu af jiví að hún hafið verið óhlýðin! Og nú varð hún að setjast við að telja laufblöð, því að kerlingin passaði upp á hana eins og saumnál. Ella var með grát- stafina í kverkunum: 101, 102, 103.... Hún hét sjálfri sér því, að ef hún kæmisl úr þesari prísund, þá skyldi liún alltaf verða þæg þaðan af og skyldi læra að reikna. En það var ekki - að sjá að kerlingin yrði ánægð, hve mikið sem Ella taldi. Verst þótti lienni hvað hún var svöng. Þegar hún hafði talið alla nóttina og fram á næsta dag gafst liún upp. Hún lognaðist út af á gólfinu. En þá stóð liann brúsi, hundur- inn liennar, allt í einu hjá henni og var að sleikja á lienni nefið. Ella leit í kringum sig. Hún lá þarna í skóginum, þar sem hún hafði sest. Það var orðið dimmt, og nú rann það upp fyrir henni að liún liafði sofnað, og að þetta liafði allt verið draumur, þetta um ljótu kerlinguna og laufblöðin. Hún varð svo glöð að lnin spratt upp og þrýsti Brúsa að sér. En nú varð hún að flýta sér lieim, því að fólkið var eflaust farið að verða hrætt um hana. En loforðið, sem liún hafði gefið tröll- kerlingunni í draumnum, hélt hún upp frá jiví. —■ Stendur nokkuð um nýju Ijóða- bókina þína í blaðinu? — Já, einhver mannskratti, sem heitir Tobias eins og ég, gefur opin- bera yfirlýsingu um, að tjóðin séu ékki eftir hann! Á útvarpsstöðinni. — Hjálpi okkur! Ef það er aðal- rofinn, þá hefir ekki nokkur lifandi sál heyrt útvarpsdagskrána þessi þrjú ár, senv ég er búinn að vera hér! ){c ${c $ $ $ Adamson f V ; / X •• ' y c , . Á 9 Skrítlur — Eigið þér ekki höfuffskammta, Jóhann? c{c i{c i}c :{c ;{c — Miðstöð! tíefið nvér 1806, ur- ustuna við Jena! — Hvað segið þér um nýju baö- fötin min, gamli sjómaður? — Það veit ég svei,.... ég liefi aldrei farið í svona ómyndarflík. Kímniskáldið: — tíurt með allt grín! Nú á að vinna! Boisrobert, klerkur og rithöf- undur, var talinn einna helstur menntamaður Frakka á tímum Ric- helieu kardínála. Eitt sinn var það í samsæti þar sem hann var stadd- ur, að ungur „andans maður“ gort- aði af trúleysi sínu. Kvaðst hann neita tilveru Guðs, því að hann hefði aldrei séð liann. Jæja, sagði Boisrobert hvass. — Af söinu ástæðu neita ég ]>ví að þér séuð greindur maður. Eg hefi aldrei séð greindina í yður. $$$$$

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.